NT - 08.12.1984, Blaðsíða 20

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 20
Frakkland: Talsmaður gerist utanríkisráðherra París-Reuter. ■ Roland Dnmas, talsmaður t'rönsku stjórnarinnar, var í gær skipaður utanríkisráðherra Frakklands í stað Claude Cheysson, sem gegnt hefur því embætti síöan sósíalistar tóku viö völdum fyrir tæpum fjórum árum. Dumas er náinn samstarfs- maður Mitterands og er sagður vera einn af fáuni mönnum í háum embættum sem þúa for- setann. Útnefning hans er því talin gera Mitterand kleift að halda fastar um ríkisstjórnina. Nokkrar breytingar voru einnig gerðar á lítilvægari em- bættum í stjórninni, en Claude Cheysson mun verða einn af fulltrúum Frakka í Evrópuráö- inu. Georgina Dufoix, félags- málaráðherra, tekur viö stöðu Dumas sem talsmaður stjórnar- innar og þykir það áhrifamikið embætti. Hún heldursamt ráðu- neyti sínu. Cheysson var auk þess ráðherra Evrópumála, en við því embætti tekur önnur kona, Catherine Lalumiere, fyrrum ráöherra neytendamála. Roland Dumas er 62ja ára gamall lögfræðingur. Sagt er að hann hafi átt mikinn þátt í hinum árangursríka fundi leið- toga Efnahagsbandalagsins í sumar, þegarágrciningurinn um fjárframlög Breta til EBE var loks jafnaður. Einnig er sagt að hann hafi staðið á bak við hið umdeilda samkomulag Frakka og Líbíu- manna um að draga til baka herlið þjóðanna í Chad og síðan fund Gaddafis Líbýuleiðtoga og Mitterands á Krít í nóvember- mánuði. Hin breytta stjórn kemur væntanlega saman á föstudag- inn þegar Mitterand snýr aftur úr ferð sinni um Afríkuríki... Laugardagur 8. desember 1984 20 Union Carbide maður handtek- inn í Bhopal Nýja Delhi-Rculer: ■ Warren Andersoti, stjórnarformaður auðhringsins Un- ion Carbide, sem staddur er á Indlandi skýrði frá því að hann hefði verið handtekinn, en síðan látinn laus gegn tryggingu. Union Carbide átti efnaverksmiðjuna í Bhopal á Mið-Indlandi, þar sem varð gasleki sem hefur valdið dauða meira en 2000 manns. Anderson og tveir samstarfsmenn hans voru handteknir þegar þeir komu í Bhopal til að kanna aðstæður á slysstað. Ákæran á hendur þeim var í þremur liðum að sögn Andersons. Par á meðal voru þeir ákærðir fyrir glæpsam- lega vanhirðu. Lögfræðingar segja ákærurnar geti haft í för með sér allt að fjórtán ára fangelsi fyrir Anderson og félaga hans. ÁBÓTÁÁBÓTOFAN Fé þitt er öruggt á InnlánsreiHningi með Abót. Ábótin wex / samræmi i/ið werðbólgustig hvers mánaðar og reikningurinn ber 3% vexti að auki. Þetta eru sömu vextir og bjóðast á werðtryggðum innlánareikningum með 5ja mánaða bindingu. UM ÖRYGGI INNLÁNSREIKNINGS MEÐÁBÓT SÉRSTAÐAN HELST 5érstaða Innlánsreiknings með Abót hebt, þwí þrátt fyrir þes5ð tryggingu getur þú tekið út af reikningnum þegar þú wilt og haldið óskertum öllum uöxtum sem þú hefur safnað. Enn skarar Ábótin íram úr. ABOT Á VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN EIHN BAHKI • ÖU WÓHUSTA Þrátefli í Teheran - ræningjarnir til- búnir að íáta lífið Teheran-Reuter: ■ Þær eru enn býsna mótsagnakenndar fréttirnar sem berast af afdrifum flugræn- ingjanna, sem halda kuwaitskri flugvél og fjölda gísla á flugvellinum í Teheran. íranska fréttastofan skýrði frá því í gær að flugvélaræningjarnir hefðu látið uppi nöfn tveggja Bandaríkjamanna, sem voru um borð í flugvélinni, og þeir hafa þegar tekið af lífi. Flugvélaræningjarnir gáfu frá sér yfir- lýsingu þar sem þeir hótuðu að halda áfram að vega Bandaríkjamenn og Kuw- aitbúa, sem eru um borð í flugvélinni. Þeir hafa þegar drepið að minnsta kosti fimm gísla. Nokkru eftir að yfirlýsing þeirra barst flugvallaryfirvöldum heyrðist skothríð úr flugvélinni, en ekki er vitað hvað þar var á seyði. Ræningjarnir krefjast þess að félagar þeirra sem sitja í fangelsi í Kuwait og bíða sumir dauðadóms verði látnir lausir úr því sem þeir nefna greipar „pyntingavéla Kuwaits, Bandaríkjanna og Frakklands". Þeir segja félaga sína saklausa en þeir sitja inni fyrir sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkjanna og Frakklands í Kuwait. Ræningjarnir sögðu ennfremur að þeir væru reiðubúnir til að fórna lífi sínu ef þörf krefði og að þeir myndu á engan hátt gefa eftir. Píslarvætti væri þeim þekkilegt hlutskipti. Gullrisar sameinast Jóhannesarborg-Reuler. ■ Nú stendur til að sex suður-afrísk gullnámufyrirtæki sameinisl og mun út- koman að öllum líkindum vefða stærsta gullgraftarfyrirtæki í heimi, ef suður- afrísk stjórnvöld og hluthafar í fyrirtækj- unum samþykkja. Ef af sameiningunni verður niunu fyrir- tækin sex að öllum líkindum velta um 2.2 milljörðum dala á ári. Stærsta gullnámu- fyrirtæki heims Vaal Reef-fyrirtækið, einnig í Suður-Afríku, veltir nú um L9 milljörðum dala á ári og gróf upp um 80 tonn af gulli í íyrra. Nýja samsteypan mun að líkindum grafa upp um 120 tonn á ári. Suður-Afríka er mesti gullframleiðandi í heimi. í fyrra voru þar grafin upp 680 tonn af um 1000, sem grafin voru upp í ríkjum sem ekki teljast kommúnísk.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.