NT - 08.12.1984, Blaðsíða 21

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 21
Laugardagur 8. desember 1984 21 Grikkland: Lögregla handtekur 120 stjórn- leysingja Aþena-Reuler ¦ Gríska lögreglan hefur undan- farna daga átt erfitt með aö hemja hóp ungra stjórnleysingja sem mót- mæla fundi hægrisinnaöra þing- manna Evrópuþingsins sem nú stendur yfir í Aþenu. Að minnsta kosti níu lögregluþjónar hafa hlotið áverka í átökunum en ekki fer sögum af því hvað margir stjórn- leysingjar hafa slasast. Mótmælaaðgerðirnar hófust á þriðjudagskvöld þegar um 500 ung- menni komu saman rétt hjá hótel- inu, þar sem þingmennirnir hægri- sinnuðu dveljast. Stjórnleysingj- arnir voru vopnaðir trékylfum og sumir köstuðu bensínsprengjum og grjóti, rúður í búðargluggum voru bortnar og bílar skemmdir. Öll umferð í miðborg Aþenu stöðvað- ist í nokkrar klukkustundir vegna mótmælanna. Fyrsta kvöld mótmælaaðgerð- anna handtók lögreglan aðeins fjóra unglinga. En þegar mótmæla- aðgerðirnar voru endurteknar á mið- vikudagskvöld fjölmennti lögregl- an og handtók eina 120 stjórnleys- ingja og aðra vinstrisinna. Evrópuþingmennirnir, sem eru sextán að tölu, tilheyra hópi hægri- sinnaðra öfgamanna á Evrópuþing- inu. Leiðtogi þeirra Jean-Marie Le Pen var í fyrstu meinuð vegabréfsá- ritun til Grikklands þar sem hann hafði sagst ætla að heimsækja fyrr- verandi leiðtoga grísku herstjórn- arinnar, Papadopoulos, í fangelsið. Hann fékk síðan að koma eftir að hafa gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki blanda sér í grísk innanríkismál. í fyrrakvöld ávarpaði Le Pen fjöldafund gríska hægriflokksins Epen í íþróttamiðstöð í Aþenu. Nokkrir tugir hægrisinnaðaðra ungmenna stóðu vörð fyrir utan vopnaðir kylfum og hrópuðu „kveikjum í rauðu hundunum". ítalía: 19 rauðliðar fá lífstíð Milano-Reuler: ¦ Réttur í Mílanó hefur dæmt 19 félaga í Rauðu herdeildunum í lífstíðarfangelsi fyrir morð og 30 aðra í allt að 30 ára fangelsi fyrir ýmsa aðra glæpi. Rauðu herdeildirnar héldu uppi öflugri hryðjuverkastarfsemi í lok síðasta áratug- ar fram til ársins 1983. Borgarskærulið- arnir 19, sem fengu lífstíðarfangelsi, voru fundnir sekir um aðild að átta morðum semvoruframináárabilinu 1978 til 1983. ¦ Margt frægra manna hefur tekið þátt í víðtækum mótmælaaðgerðum í fjölmörgum bandarískum borgum gegn stefnu Reagan-stjórnarinnar í málefnum Suður-Afríku, sem verður nú æ óvinsælli. Meðal þeirra sem stóðu fyrir utan sendiráð Afríku á fimmtudaginn voru Rory og Douglas, börn Roberts Kennedy heitins. Þau voru síðar hendtekin. Ásamt þeim á myndinni eru Gary Hart, einn þeirra sem sóttist eftir forsetaframboði demókrata í ár, og Randall Robinson, formaður bandrískra samtaka sem berjast gegn aðskilnaðarstefnunni. NT-mynd: Poifoto. Utlönd Kennedy-börn handtekin við sendiráð Suð- ur-Afríku Washingtun-Reuler ¦ Tvö börn Roberts Kennedys, hins myrta öldungadeildarþingmanns, voru handtekin í mótmælaaðgeröum fyrir utan sendiráð Suður-Afríku í fyrradag. Þau eru með yngstu börnum Roberts og heita Douglas og Rory. Mótmælaaðgerðir hafa nú staðið yfir í nokkrar vikur fyrir utan sendi- ráðið í flciri borgum Bandaríkjanna og er þar hvort tveggja mótmælt stefnu Bandáh'kjanna í málefnum Suöur-Afríku og aðskilnaöaistefnu Pretoríustjórnarinnar. í fyrstu voru það méstanpart blökkumenn, þar á meðal þingmenn sem stóðu í aðgerðunum, en nú hafa bæst í hópinn háskólanemar og hvítt fólk. Margir hafa verið handteknir og fluttir á brott í handjámum, cn engár ákærur hafa verið lagðar fram. ¦ Desmond Tutu Nóbelsverðlaunahafi og Reagan forseti áttu með sér fund í Hvíta liiisiim skoðunuiii, en urðu sammála um fátt annað en að aðskilnaðarstefnan væri forkastanleg. gær. Þeir skiptust á Símamynd-POI.KOTO Desmond Tutu og Reagan eiga f und - en eru sammáls laum Washington-Reuter ¦ Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti átti í dag fund með Desmond Tutu, biskup, blökkumannaleiðtoga og Nóbelsverðlaunahafa frá Suður- Afríku. Eftir fundinn sagði Reagan að hann hugleiddi nú nýjar hugmyndir um að beita Suður-Afríkustjórn þrýstingi. Tutu hefur haldið uppi gagnrýni á stefnu Bandaríkjanna í Suður-Afríku og kallað hana ósiðlega og ókristilega. Reagan sagði þó eftir fundinn að í grundvallaratriðum myndi stjórn hans standa við stefnu sína, sem gengur þvert á stefnu flestra ríkja um að sniðganga stjórnina í Pretóríu. Reag- an stjórnin kýs frekar að halda sam- skiptum við Suður-Afríku og þrýsta á breytingar eftir diplómatískum leið- um. Upp á síðkastið hafa verið miklar mótmælaaðgerðir gegn aðskilnaðar- stefnunni og stefnu Reaganstjórnar- innar í Bandaríkjunum. Reagan hefur verið sakaður um tvískinnung þegar hann fordæmir mannréttindabrot í Póllandi og Sovétríkjunum, en vinnur um leið með stjórninni í Pretóríu. Reagan og Tutu voru að sögn sammála um að kynþáttaaðskilnaðinn þyrfti að leggja niður hið bráðasta, en þá greindi hins vegar á um ástandið eins og það er um þessar mundir. Tutu telur það hafa versnað til muna, en Reagan telur hins vegar að hin nýja stjórnarskrá, sem gefur blökkumönnum enga hlutdeild í stjórn landsins, sé til marks um breyt- ingar til bóta. Tutu sagði eftir fundinn að hann væri enn vantrúaður á stefnu Reag- ans, sem má í lauslegri þýðingu nefna „uppbyggilega þátttöku", og sagði að hún leiddi til þess að hlutskipti svartra í Suður-Afríku versnaði enn. xs- AFSLATTUR GEGN FRAMVISUN ÞESSA MIÐA FÆST 10% AFSLÁTTUR Á MAT. GILDIR ÚT DESEMBERMÁNUÐ TRYGGVAGOTU 26 SÍMI26906 TRYGGVAGOTU 26 BORDAPANTANIR I SIMA 26906 Sanyo er með á nótunum. GXT-200 Ótiúleg tóngaeði og fallegt útlit fyrir breakara á öllum aldrí. Magnarí 2X10 sin. wött. Útvarp með FM sterió (rás 2) MW-LW. Plötuspilari, hálfsjálfvirkur með moving magnet. pick-up og demantsnál. Segulband með DOLBY Nr og METAL stillingu. 50 watta hátalarar og stórglæsilegur viðar- skápur með revklitðum glerhurðum og loki. VERÐ AÐEINS KR. 22.123.-stgr. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraul 16 Simi 9135200 *t

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.