NT - 08.12.1984, Blaðsíða 22

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 22
TOLEDO Brettavog Laugardagur 8. desember 1984 22 Sýnum næstu daga þessa framúr- stefnuvog frá Toledo. - vegur bretti á snjallan hátt - þjónar einnig sem venjuleg gólfvog - vogarþol allt að 2.500 kg. - lökkuö útgáfa fyrir notkun í þurru umhverfi. - ryðfrí, vatnsheld útgáfa fyrir rakt um- hveríi, s.s. fiskverkanir og sláturhús. Einkaumboð á íslandi M.isJ.os lií Bíldshöfða 10 S" 8 26 55 Masters-karlar 16 tegundir 3 Ljón - Vegdrekar - Tungldrekar -S Eldflaugar 2 tegundir 4« Arnarhreiður m/hljómplötu Hestar - Höll (Kastali) Jólasending komin Mjög takmarkað magn Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10 s. 14806 LEIKFANGAHÚSIÐ JL Húsinu v/Hringbr. S. 621040. -5 £ ¦ Greinin í „Kicker" þar sem fjallað er um knattspyrnumennina frá eldfjallaeyjunni íslandi. Úr „Kicker": „Pólstjörnurnar" - grein um íslendingana í Bundeslígunni - eldf jallaeyjan sem spúir knattspyrnuhæf ileikum ¦ „Die Polarsterne" eða „Pól- stjörnurnar" heitir heilmikil grein í þýska íþróttablaðinu „Kicker" og fjallar um íslensku leikmennina í þýsku knattspyrnunni. Greinin byggir á viötali við Ásgeir Sigurvinsson en fléttar inní Jmð ýms- um vangaveltum um veru Islending- anna í „Bundeslígunni" og stöðu ís- lenskrar knattspyrnu. „Atli Eðvaldsson var brautryðjand- inn þegar hann fór frá Val í Rcykjavík til Borussia Dortmund: Fyrsti íslend- ingurinn í Bundeslígunni. Síðan þá hefur eldfjallaeyjan spúð æ meiri knattspyrnuhæfileikum yfir okkur og komið þeim fyrir í hæsta gæðaflokki okkar. „íslendingarnir eru komnir" Þessi dramatísku orð eru upphafið að grcininni sem heldur áfram citthvað a þessa leið: „Fjórir leikmenn frá þessu smáa ey- ríki á köldum norðurslóðum spreyta sig nú í besta hluta þýskrar knatt- spyrnu. Þar að auki leikur Janus Guðlaugs- son með Fortuna Köln í 2. deildinni og hann var reyndar fyrsti íslenski atvinnumaðurinn íþýsku knattspyrn- unni af öllum, var byrjaður að leika með Fortuna Köln þcgar árið 1979." .....Ásgeir Sigurvinsson hefur verið fyrirliði íslenska tandsliðsins síðan á síðasta kcppnistímabili og þessi stjarna á þýsku knattspyrnuvöllunum leiddi VfB Stuttgart eftir 32 ára bið til þýska meistaratitilsins á ný. Hann er sannkölluð „Pólstjarna"." Haft er eftir Ásgeiri í greininni að það sé mjög erfitt að stunda knatt- spyrnu á Islandi. Síðan segir: „Þrátt fyrir hin mildu áhrif golf- straumsins ríkir vetur í sjö endalausa mánuði. Jafn lengi liggur fótboltinn óhreyfður úti í horni en rúllar hinsveg- ar á íslenskum knattspyrnuvöllum frá maí til september. Yfir vetrartímann dútla íslenskar knattspyrnuhetjur gjarnan í handbolta eða öðrum inniíþróttum. Þetta dútl getur leitt til annars og meira eins og sannast á Janusi Guð- laugssyni sem var kominn í íslenska landsliðið í handknattleik áður en hann vissi af. Þrátt fyrir slæm skilyrði er knatt- spyrna vinsælasta íþróttin á Islandi og hefur öðlast gífurlegar vinsældir á síðasta áratug." Síðan segir í greininni að íslending- ar hafi náð betri og betri árangri, m.a. með því að fá hingað erlenda þjálfara. Vitnað er í Þjóðverjann Klaus Hilbert sem var hjá IA 1979. „íslensk knattspyrna er á líku reki og í þýsku áhugamannadeildinni (Amate- ur-Oberligen) en hún er í mikilli framför, maður heyrir æ oftar minnst á íslendinga," sagði Hilbert. „Ekki að furða því íslenska landslið- ið er mikið til skipað leikmönnum sem þéna kaupið sitt í hinum ýmsu löndum Evrópu." segir greinarhöfundur. „Og ef þeir vilja hafa atvinnu af knatt- spyrnu eru þeir neyddir til að flytjast burt frá heimalandi sínu því á íslandi er eingöngu áhugamennska." „Við fáum engar greiðslur fyrir að leika með landsliðinu, ekki einu sinni fyrir sigur. Samt erum við tilbúnir til að leika með því hvenær sem við erum valdir til þess" segir Ásgeir með stolti í röddinni", heldur höfundur greinar- innar áfram. „Ásgeir Sigurvinsson hjá Stuttgart, Atli Eðvaldsson hjá Fortuna Dussel- dorf, Magnús Bergs hjá Eintracht Braunsweig, Lárus Guðmundsson hjá Bayern Uerdingen og Janus Guð- laugsson hjá Fortuna Köln eru allir fastamenn í íslenska landsliðinu og þó þeir séu a ýmsum stöðum í Þýskalandi halda þeir sambandi sín á milli. „Ég hef mest samskipti við þá Atla og Janus, við þrír erum góðir vinir og höfum símasamband reglulega," segir . Ásgeir. Tvisyar til þrisvar halda þeir líka mikla íslendingahátíð. Þá segir enn fremur í "reininni að Ásgeir, sem kallaður er „Ishafs-Zico" í Stuttgart, og hinir leikmennirnir í Þýskalandi séu ein ástæðan fyrir því að sjónvarpið og íslensk blöð fjalli • nokkuð mikið um áhugaverðustu leik- ina í þýsku knattspyrnunni. Þetta veröi síðan þess valdandi að knattspyrnan verður vinsælli og ungir knattspyrnumenn eiga fyrirmynd og þá dreymir um að feta í fótspor hennar. Því eltir íslenskur ungdómur þessa leðurtuðru af innlifun við hvaða að- stæður sem er. „íslenskir unglingar eyða ekki tíma sínum fyrir framan heimilistölvur eða við vídeógláp og á íslandi eru engar knæpur og enginn bjór sem þeir hafa aðgang að. Frítíminn fer því í eitthvað upp- byggilegt og heilbrigt, til að mynda knattspyrnu." Hver var svo að tala um unglinga- vandamáll Helgarsportið...Helgarsportið H ANDKNATTLEIKUR; ¦ Að sjálfsögðu eru það leikimir við Svía sem ber mest á en auk þeirra verða nokkrir leikir í 2. deild. í dag leika Grótta og Þór AK á Seltjarnar- nesi kl. 14.00 og á sama tíma mætast Ármann og KA í Seljaskóla. KÖRFUBOLTI: í dag mætast ÍR og ÍS í úrvalsdcild- inni og verður leikurinn í Seljaskóla kl. 14.00. Á sunnudagskvöldið mætast Valur og Haukar í Seljaskóla kl. 20.00. í 1. deild kvenna keppa ÍR og ÍS í Seljaskóla kl. 15.30 í dag. í 1. deild karla mætast í dag Grindavík og Fram í Njarðvíkum kl. 13.00 og Laugdælir taka á móti Reyni Sand- gerði á Selfossi kl. 14.00. BLAK: Boltanum verður mikið blakað í dg og á morgun. I Hagaskóla spila í dag kl. 14.00 Víkingur og KA í 1. deild kvenna og í sömu deild strax á eftir ÍS og Þróttur. Svo hittast Víkingar og Þróttarar í I. deild karla á sama stað kl. 16.30. í Hveragerði mætast HSK og KA í 2. deild karla kl. 17.00 í dap. Á morgun verður svo leikur Þróttar og Fram í 1. deild karla í Hagaskóla kl. 13.30. Fjórir leikir verða í Digra- nesi.' HK og IS í 1. deild karla kl. 14.00. Breiðablik og KA í 1. deild kvenna kl. 15.30.HK-KA í 2. deild karla kl. 17.00 og Breiðablik-Þróttur í 2. deild karla kl. 18.30. ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA! Reykjavíkurmeistaramót fatlaðra hófst á miðvikudagskvöld og í dag er keppt í boceia (hófst kl. 10). Keppt verður síðan áfram í boccia á morgun og hefst keppnin á sama tíma. Keppt er í Álftarmýrarskóla. Verðlaunaaf- hending verður svo á Hótel Loftleið- um á sunnudagskvöldið kl. 20.00. KARATE: Innanfélagsmót Karatefélags Reykjavíkur verður í dag kl. 14.00 í Hvassaleitisskóla.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.