NT - 08.12.1984, Blaðsíða 23

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 23
Hí LU Laugardagur 8. desember 1984 23 Ísland-Svíþjóð: Ekkert vesen að rúlla upp sænska liðinu - öruggur sigur á Svíum í fyrsta leiknum ¦ Hver man ekki eftir máls- hættinum góðkunna „Ekkert mál fyrir Jón Pái". Allirauðvit- að! Og nú er komiim upp annar svipaður „Ekkert mál fyrir Kristján". Kristján Arason fór á kostum í seinni hálfleik í fyrsta landsleik íslendinga gegn Svíum í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Hann skoraði þá 5 mörk öll með glæsilegum þrumuskot- um frá hæstu hæðum og átti að auki sendingar í allar áttir sem gáfu mörk og annað. Leiknum lauk með íslenskum sigri og það býsna öruggum 25-21. Allt liðið á skilið hrós fyrir leikinn í gær þrátt fyrir að minnst sé á hlut Kristjáns. Síð- ast en ekki síst skal benda á þá menn sem standa utan við völl- inn og stjórna af festu, Bogdan ,og Guðjón liðstjóra. Skal nú hætt öllu ánægjuhjali og snúið sér að leiknum sjálfum. Hann hófst með lúðra- þyt og söng og lauk á háu nótunum líka. Það var að vísu nokkuð greinileg taugaveiklun í leikmönnum beggja liða í upphafi. Hjá Islendingum vegna þess að þeir voru að spila fyrir framan sitt fólk eftir vel- gengni að undanförnu og hjá Svíunum vegna þess að þeir vissu að þeir áttu í baráttu við lið í „klassa" og íslenska áhorf- endur. Svíar náðu forystunni í sinni fyrstu sókn eftir að Þorgils hafði látið verja frá sér á lín- unni. Þorgils bætti síðan fyrir þau mistökin með þyí að skora næstu tvö mörk og íslendingar komnir yfir. Síðan skiptust lið- in á að skora og var jafnt á öllum tölum uppí 9-9. Þá skora íslendingar tvö mörk úr hraða- upphlaupum og komast í 11-9. ..¦¦!¦ J,.I)„'.,Í ,„,. í ii L.1— ¦ ,t.— t4 *.<il <il......i i ii„j ¦ in —.... i * t **¦—"CSIíH^^^^^^^MM&t • "-•;.-**->. ¦ Guðmundur Guðmundsson brýst hér skemmtilega innúr horninu og skorar af öryggi. Hann gerði þrjú mörk í fyrri hálfleik leiknum og stóð sig vel eins og aðrir. NT-mynd Svemr. Per Carlén minnkar svo mun- inn í 11-10 fyrirhlé. Venjulega í „gamla daga" þá voru Islendingar vanir að klúðra niður öllum leikjum í byrjun síðari hálfleiks. Svo var þó ekki í gær. Að vísu jafna Svíar 12-12 enda íslendingar einum færri. Þá var komið að Kristjáni Arasyni sem lyfti sér upp hvað eftir annað og skoraði glæsilega. íslendingar gera út um leikinn á fyrstu 15 min. hálfleiks, komast í 17-14 og síðan 20-16 er 13 mín. voru eftir. A þessum kafla lék liðið eins og best verður á kosið. Lokatölur verða svo 2 5-21 og sanngjarn sigur í höfn. íslenska liðið er orðið stöð- ugt og þrælagað. Ekkert fát þótt sókn klúðrist bara haldiö áfram. Leikkerfi ganga upp og allir hafa gaman af því sem er að gerast. Liðið leikur sém heild og mörk Kristjáns-eru mörg hver hluti af leikfléttum sem liðið hefur góð tök á. til hamingju strákar þið eigið hrós skiliö. Mörkin: Kristján 6, Sigurður Gunnarsson 6 (2), Þorbergur og Guðmundur 3, Þorgils, Steinar og Páll 2 og ÞorbjÖrn Jensson 1. Hjá Svium skoradi Björn Jilsen mest 5 (3) og Carlén og Hajas gerðu 4. Sagt eftir leikinn Þorgils Öttar: „Þetta var ekkert erfiðara en við bjuggumst við. Við fundum strax eftir 10 mínútur að við áttum góða móguleika á að sigra og það tókst", sagði Þorgils Óttar eftir leikinn en hann gaf íslending- um tóninn með tveimur fyrstu mörkun- um. „Leikurinn á morgun (í dag) leggst bara vel í mig. Að vísu verður Sigurður Gunnarsson ekki með og það gæti komið niður á leikkerfunum en við erum hvergi bangnir", bætti Þorgils við. Guðmundur Guðmundsson: „Ég er ánægður með þennan leik. Við spiluðum af skynsemi og skoruðum nokkuð jafnt og þétt allan leikinn sem ég tel vera árangur af því hve agað liðið er orðið", sagði Guðmundur Guð- mundsson eftir leikinn. „Það er orðið nokkuð tryggt að við fáum ekki á okkur meir en þetta um 20 mörk. í leik og vörnin er alltaf að verða betri og betri. Þá má ekki gleyma áhorfendum sem styðja vel við bakið á okkur. Ég er bjartsýnn á leikina framundan", sagði Guðmundur að lokum. Guðjón liðsstjóri: Guðjón Guðmundsson liðsstjóri sagði eftir leikinn: „Þetta var nokkuð svipað óg við bjuggumst við. Svíar spiluðu sinn bolta en okkur tókst að stoppa þá. Þetta er sigur liðsheildarinn- KAsigraði ¦ KA sigraði Gróttu í 2. deild karla í íslandsmótinu í handknatt- leik í gærkvöldi með 23 mörkum gegn 21. Sigurinn var sanngjarn þeir voru sterkari. Mörkin gerðu Jó- hannes 7 og Ottó 6 fyrir Gróttu, aðrir minna. Hjá KA var Friðjón mairkahæstur með 6 stykki og 4 mörk gerðu Þorleifur, Logi, Erling- ur og Jón. Njarðvíkvann Fra Ólafi Þór fréltaritara NT á Suðumesj- um: ¦ Njarðvíkingar unnu naum- an sigur á baráttuglöðum KR- ingum í Njarðvíkum í gær- kvöltli. Leikurinn sem var í úrvalsdeildinni í körfu fór 78- 72 heimamönnum í vil. Njarðvíkingar skora fyrstu tvær körfurnar en KR-ingar jafna, síðan er þetta barátta mikil og staðan í hléi 36-28 l'yrir heimamenn. f síðari hálfleik byrjuðu Njarðvíkingar vel og komust í 51-32 en KR-ingar rétta úr kútnum og var mikil barátta í liði þeirra. Lokatölur verða svo 78-72. ísak og Valur skoruðu mest fyrir Njarðvíkinga eða 17 stig hvor og Jónas og Ellert gerðu 12. Birgir var bestur á vellinum og skoraði mest fyrir KR 24. Guðni og Matthías gerðu 13. Njarðvíkingar eru því enn efstir í úrvalsdeildinni. Punktar...Punktar CRUYFFRAÐINN ¦ Hollenska 1. deildarlíðíð Roda liel'ur ráðið knattspyrnustjörnuna Johan Cru- yff sem tæknilegan ráðunaut hjá liðinu út þetta keppnistímabil. Roda rak þjálfara sinn í síðasta mán- uði og er nú í 10. sæti í hollensku 1. deildinni. Cruyff hætti að leika atvinnu- knattspyrnu eftir að hafa hjálpað Feyen- oord að vinna bæði hollensku meistara- tignina og bikarinn á síðasta keppnis- tímabili. UNGIFRAZIERÁUPPLEIÐ ¦ Marvis Frazier, sonur gamla lieims- meistarans í hnefaleikum, Joe Frazier sem eftirminnilega vann Muhammed Ali einu sinni, er nú hröðum skrefum að byggja upp l'eril sinn sem hnefaleikari að iivju eftir að heimsmeistarínn Larry Holmes barði hann í köku í hringnum í fyrra. Frazier hinn ungi vann um helgina breska boxarann Funso Banjo í hnefa- leik. Frazier hafði yfirburði allan tímann, en Banjo tapaði þarna í fyrsta sinn viðureign sem atvinnumaður þungavigt hnefaleika.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.