NT - 08.12.1984, Blaðsíða 24

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 24
HRINGDU Viðtökum við ábendingum umfréttirallan sólarhringinn. Greiddar verða 1000krónurfyrir hverja ábendingusem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NTSíðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 _____ ¦ Þeim sem standa fyrir skemmtanahaldi úti á lands- byggðinni þykir þaö einkenni- legt réttlæti aö þeir skuli þurfa aðborgaallt uppí lOþús. króna löggæslukostnað vegna hvers dansleiks er þeir halda þegar danshúsaeigendur á höfuðborg- arsvæöinu geta látiö ríkiö eitt um þcnnan kostnaðarlið hjáscr. Leyfi til skemmtanahalds á landsbyggðinni er bundið þcim skilyröum að 3-5 og jafnvel 7 lögregluþjónar scu þar til staðar allt kvöldið. Er þess skcmmst aö minnast aö meðan BSRB- verkfalliö stóð voru skemmt- analeyfi ckki vcitt á landsbyggð- inni mcðan öll öldurhús í Rcykjavík voru opin við óvenjumikla aðsókn. Reglugerð sem túlka má á marga vegu Að sögn Hjalta Zóphóníus- sonar, deildarstj. í dómsmála- ráðuneytinu cr þarna farið eftir sérstakri rcglugerð þar scm kostnaðarrcglur cru ákveönar. Að vísu sc hún nokkuð flókin og snúin og þannig úr garði gcrð að hægt cr að túlka hana á marga vcgu. í rcglugerð þessari segir, að þcir scm fyrir skcmmt- unum standa skuli endurgrciða þann kostnað scm leiði af auk- inni löggæslu vegna skemmtun- arinnar umfram þaö sem eðli- legt má telja. En við það cr miöað að hvcrju sinni scu að jafnaði tiltækir 2 lögrcglumenn viö almenn löggæslustörf í ná- grenni skemmtistaöarins, scm ríkið greiðir allan kostnað af. Fimm löggur skilyrði á Suðurlandi Af Suðurlandi fréttir NT að almennt tíðkist að 5 Iðgreglu- þjónar allt kvöldið á kostnað hússins sé algert skilyrði fyrir skemmtanalcyfi. Mcð auka- gjöldum fari sá kostnaður í um 10 þús. krónur á kvoldi, sem mönnum þykir óréttlátt. Oftast eru þetta menn sem aðcins stunda löggæslu um helgar. Ríkislöggurnar 2 komi síðan til viðbótar um eitt-leytið á nótt- unni og hafi þá eingöngu af- skipti af mönnum utandyra, t.d. vegna ölvunaraksturs. Dyravörður sem NT ræddi við á Suðurlandi kvaðst jafnframt vera mjög óhress með það hvað „bcrserkir" sleppi allt of oft við að borga brotnar rúður og ann- aö sem þeir eyðilcggja - þrátt fyrir 5 lögreglumenn í húsinu. Menn komist jafnvcl upp með það að Ijúga til nafns við skýrslutöku og síðan sc ckkcrt gcrt í málinu. Úr tveim öðrum landshlutum frcttum við að sýslumcnn láti skcmmtanahaldara borga laun cins aukamanns hverju sinni, - um 1,530 krónur - þannig að reglur cru grcinilcga misjafnar. Ástæðulaust að ríkið borgi niður ballkostnað fólks Hjalti Zóphóníasson kvaðst alls ekki neita því að þessi mismunum sé ósanngjörn, þó seint verði líklega komið í veg fyrir hana að fullu. í ráðuneyt- inu sagði hann í athugun að finna cinhvcrjar nýjar rcglur til að láta samkomuhaldara taka þátt í þeim aukalöggæslukostn- aði sem af skemmtunum lciðir allsstaðar á landinu. Astæðu- laust sé að ríkið sé að borga niður ballkostnað fyrir almenn- ing. 10-20 aukalöggurí Reykjavík um helgar í samtali við Bjarka Elíasson, yfirlögregluþjón kom fram að um 10-20 mönnum er bætt við á vaktir hjá Reykjavíkurlögregl- unni um helgar til viðbótar við þá 30 sem þar eru jafnan á vakt. Óneitanlega sagði hann aukn- inguna beint eða óbeint tengjast skemmtanahaldinu, kvaðning- um á skemmtistaði, mikilli um- ferð fólks milli skemmtistaða og ölvunarakstri sem algengastur sé eftir skemmtanir um helgar. ¦ Hverjir eiga að greiða aukakostnað vegna löggæslustarfa sem rekja má beint til skemmtanahalds? Eiga ekki sömu reglur að gilda í þessu efni fyrir höfuðborgarsvæðið og landsbyggð- ina? Sýslumenn hafa mótmælt mismununinni Að sögn Friðjóns Guðröðar- sonar á Höfn hafa sýslumenn á landsbyggðinni mótmælt þeirri mismunun sem hér er um að ræða. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem halda skemmtanir eða heimilt sé að hafa veitingahús opin fram á miðjar nætur þyrftu að borga nokkuð dýr skemmtanaleyfi og inni í því væri þá tekið tillit til aukinnar löggæslu. Þetta gæti gilt um allt land og væri auðveld- ur máti til að laga þetta misræmi sem nú tíðkast." Bankastarfsmenn: Fjölgunum 110% á einum áratug! ¦ í íslenska bankakerfinu virðist sem sífellt þurfí fleira og fleira fólk til að telja færri og færri krónur og það þótt manni hafl skilist að helstu tæknifram- farir undanfarinna ára hafl einmitt verið hvað mestar á „skrifræðissviðinu." Unnum ársverkum í bönkum, spari- sjóðurh og fjárfcstingarsjóðum fjölgaðj um 110% á árunum frá 1971 til 1981. eða úr 1.600 manns upp í 3.361, sam- kvæmt því cr fram kcmur í riti Fram- kvæmdastofnunar „Mannfjöldi, mann- afli og tekjur." (Því hinu sama og hvaö mestu fjaðrafoki hefur valdið meðal kcnnara landsins). Til samanburðar má geta þcss að fjöldi bankastarfsmanna - 3.361 árið 1981 - var þá orðinn nær hinn sami og mannafli á öllum fiskibátum landsins, sem cru milli 700 og 800 talsins. Sá er hins vegar munur á að bátasjómönnum hafði fækkað um 15% þennan sama áratug. Arsverk viðallarfiskveiðaráriö 1981 voru talin 5.587 og hafði aðeins fjölgað um 8% á sama tíma og banka- verkunum fjölgaði um 110%, sem fyrr scgir. Bönkum virðist því hafa verið fjölgað meira en togurum þcnnan ára- tug. Scgja má að þessar tvær atvinnu- greinar séu mestu gjaldeyrisaflendur í þessu landi, skipin meö því að flytja út fisk, en bankarnir með því að flytja inn erlcnt lánsfé, sem nemur nú orðið mcira cn þreföldu því vcrðmæti sem fengist hefur fyrir allan sjávarvöruút- flutning landsmanna það sem af cr þessu ári. dxtareikningur ÖVEFÐBOLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. ------------------------*----------------,---------------------------------------,--------------------------...,..^.......^- Hækkandívextír Hávaxtareikningur ber stighaskkandi vexti, 17% i fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir siðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. Arsávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextír frá s tofndegí AUar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. NýstárlegtrVrírkonMilag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Því er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. Óbundinn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Betri kjör bjóðast varía. Samvinnubankinn

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.