NT - 20.12.1984, Blaðsíða 2

NT - 20.12.1984, Blaðsíða 2
IU' Fimmtudagur 20. desember 1984 Jólabl Jólahugvekja: Og bræðralags tilfinningin vaknar... eftir sr. Baldur Kristjánsson ■ Örfáar mírmtur á ári tekur líf okkar á sig annan blæ. Við rjúfum hring hversdagsleikans kl. 6 á aðfangadag. Friður færist yfir. Allir sem geta eru með fjölskyldum sínum, það ersem tíminn stöðvist, ágreiningsefni eru lögð til hliðar. Við erum um stund sem í öðrum heimi, jólin eru komin. Hátíð Ijóssins, hátíð kristinna manna, fæðingarhátíð Jesú Krists. Allt líf okkar jóladagana er í hrópandi mótsögn við líf okkar aðra daga. I stað sundr- ungar kemur friður, í stað spennu kemur ró, í stað óróa kemur kyrrð. Við finnum til samstöðu með fjölskyldu okk- ar og ástvinum, já öllum mönnum. Samstöðuþráin sem allir menn eiga, kemur upp á yfirborðið, fær notið sín, það að vera góður verður allt í einu eðlilegur hlutur. Ef við gætum viðhaldið því andrúmi sem jólin skapa innra með oss, alltaf, þá færi margt betur. Þrátt fyrir þetta er merking jólanna misjöfn fyrir okkur kristnum mönnum. Fyrir sum- um er þessi fæðingarhátíð frelsarans upprifjun og minn- ing þess að Guð greip inní söguna, gaf son sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur öðlist eilíft líf. Pessi stórkostlega játning fær þýðingu dýpri merkingu en aðra daga. Sú von nær yfir- höndinni að maðurinn standi ekki einn, heldur sé líf hans í höndum þess Guðs sem menn- ina skapaði, og sleppir aldrei af þeim hendi. Þessi er sú vonin, sú fullvissan sem gerir okkur kleift að lifa, þrátt fyrir sjúkdóma, ástvinamissi og áföll. Vonin sú að á bak við allt sé Guðs líknandi hönd. Hann bíði okkar þegar hinni síðustu síðu hefur verið flett. Hann eigi síðasta orðið. Þessi er von hins kristna manns og jólin færa okkur nær þessum eilífa sannleika. Það er sem við skynjum brot af eilífðinni. Hefjumst upp yfir forgengi- leikann, þar sem allt virðist duttlungúm og tilviljunum háð. Þar sem ekki verður séð að hið góða hafi betur í barátt- unni við hið illa. Fyrir öðrum eru jólin einnig ásteytingarsteinn. Askorun um nýjan og betri heim. Það er spurt; hefur þú gert allt sem í þínu valdi stendur til að létta meðbræðrum þínum lífið? Hefur þú verið öðrum allt? Eða hefur þú játast undir, gjörst fylgismaður, þess órétt- lætis, sem svip sinn setur á lífið á þessari jörð? Koma jesú- barnsins er áskorun, fleinn af holdi þess sern lætur sig litlu skipta neyð annarra, en bindur huga sin við eigin magafylli og vellíðan. Þess mannssem mót- að hefur lífið á þessari jörð. Og veröldin er í stöðugri þörf fyrir áskorun þess manns sem gaf okkur fyrirheit um nýjan heim. Þess rnanns sem kenndi okkur að vera með- bræðrum okkar allt. Þess manns sem sagði; „Hungraður var ég og þér niettuðuð mig“. Og spurt er. Hefur koma Jesú Krists breytt einhverju á okkar voluðu jörð, þar sem milljónir saklausra búa við hungur og örvæntingu, sem í flestum til- vikum má rekja til valdníðslu og styrjaldarátaka. Það má æra óstöðugan með því að telja upp þau svæði þar sem neyðin er mest. Afganistan. Á þriðja í jólum eru fimm ár síðan styrjöldin þar hófst með þeim afíeiðingum að ein milljón, ein milljón Afgana hefur fallið - og við prédikum þann mann- skilning að líf hvers og eins sé óendanlega dýrmætt. Hungur- vofuna í Eþíópíu þekkja lands- menn af upplýsingum sem það- an koma. Um þessi jól er hjálparstarfi kirkjunnar sér- staklega beint þangað. Þar tor- veldar grimmileg borgara- styrjöld hjálpina og eykur stór- um neyðina. Mannréttindi svartra manna í Suður-Afríku eru fótum troðin. Engin endir virðist vera á styrjaldarátökun- um í Líbanon. í löndum Mið- og Suður-Ameríku er stöðugt styrjaldarástand og hryðju- verkastarfsemi. .ÍKampútseu og Nicaragua grúfir ógn og skelfing yfir borgurunum og er hér aðeins minnst á nokkur dæmi af mörgum í heimi „blóðs og tára“ þar sem kjarn- orkuvopn hanga yfir með ógn sinni um endalok alls lífs á jörðinni. í bæninni um frið hljótum við að sameinast á þessum jólum sem endranær. Og í bæninni verðum við að minn- ast þess að Guð á ekki önnur verkfæri á þessari jörð en okk- ur sjálf, og af þessum verk- færum þurfum við að hrista rykið. Það er heilög skylda okkar gagnvart því barni sem fæddist fyrir tæpum 2000 árum í Betlehem og það er skylda okkar gagnvart öllum börnum sem fæðast nær og fjær. Öllum þeim börnum skuldum við betri heim en þann sem við nú höfum byggt. Við höfum nú á jólaföstu gefið brot af auði okkar til hungraðra barna í Eþíópíu. Fyrir það eigum við ekkert hrós skilið. Með því höfum við ekki keypt okkur neinn frið, því hver gefur ekki af gnótt sinni? Þó eru margir meðal okkar sem gefið hafa af litlum efnum, því má ekki gleyma, umhyggjan fyrir lífinu á sér víða djúpar rætur meðal vor. Til eru þeir sem elska náunga sinn eins og sjálfan sig. „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður“ sagði Jesús. Með þeirri friðarbæn er það Guð sem gefur okkur gleðileg jól. Kirkjan hefur á umliðnum árum hvatt menn til þess að tendra jólaljós og bera það að glugga þar sem það lýsir til næsta nágranna. Með þessu móti tengjst nágrannar sér- stökum vinar-og kærleiks- böndum á hátíðinni og sam- stöðutilfinningin, bræðralags- tilfinningin vaknar. Það er sú tilfinning sem heiminum getur bjargað. Sú tilfinning að allir menn séu bræður og eigi sér sameiginlegt markmið. sameiginleg örlög. í Guðs friði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.