NT - 20.12.1984, Blaðsíða 11

NT - 20.12.1984, Blaðsíða 11
 f Fimmtudagur 20. dasambar 1084 11 LlL Jólablad II I jólavættir! hann gefa óþægum börnum ráðningu! Eftir siðaskiptin á 16. öld þótti Lútherstrúarmönnum óhæfa að kaþ- ólskur dýrlingur héldi áfram að gleðja börn þeirra með gjöfum. Þá kom fram sú hugmynd að jólaengill kæmi með gjafirnar, og nú á sjálfum jólunum. Nikulás hélt samt velli í einu lúthersku landi, það er Hollandi. Þar hefur 6. desember til skamms tíma verið aðal-gjafadagurinn. Nikulás leggur lönd undir fót Á 17. öld barst fyrrgreindur siður með hollenskum innflytjendum til Am- eríku. Þar stofnuðu Hollendingar m.a. borgina Amsterdam sem seinna varð að New-York, þegar Englend- ingar náðu tökum. Ameríkanar kölluðu hollenska jólasveininn Santa Claus, sem er af- bökun úr hollenska nafninu. Jólin urðu gjafahátíð vestra. Innflytjendur frá Evrópu kynntust þessari nýju jólasveinavenju í Ameríku og siður- inn barst þaðan til Evrópu; að veru- legu leyti með jólakortum, amerísk- um. Þannig ferðaðist Nikulás og trúin á hann fram og aftur yfir Atlantshafið, með litlum breytingum. Póstkort með jólasveininum Nikulási komu fram um 1880, bæði vestan hafs og austan. Fyrsta jólasveinamyndin, sem vitað er um í íslensku blaði, var birt á forsíðu Æskunnar árið 1901 og segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur í bókinni Jól á Islandi, en þar er saman dreginn mikill fróðleikur um jólahald í gamla daga. Eins og glöggt sést af framan- skráðu, er mikill munur á „biskups- jólasveininum" Nikulási, sem nú ræð- ur lögum og lofum, og á hinn bóginn gömlu, íslensku „náttúruvætta-jóla- sveinunumn“. Nikulás er góðviljaður, gjöfull og skemmtinn vinur barnanna, en íslenskir jólasveinar máttugir staf- karlar og varasamar verur, sem best var að halda utan dyra. En mikil fjölbreytni er í fari þeirra. Skyldu þeir ekki eiga fyrirmyndir allar götur aftur í heiðni? Nikulás sigraði hér á landi, einkan- lega á striðsárunum og um það bil, með öflugri aðstoð útvarps, her- manna og síðar sjónvarps. Það er oft farið illa með íslensku jólasveinana í íslenskum fjölmiðlum, þeir eru gerðir heimskir, klaufskir og hlægilegir, jafnvel í „Bakkabræðrastíl“, en Niku- lás lofaður, þó einhæfur sé. Hver eru nöfn íslensku jólasveinanna? Algengustu nöfnin munu þessi: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur (eða Pönnusleikir), Þvörusleikir, Potta- sleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Ketkrók- ur, Gluggagægir, Gáttaþefur og Kertasníkir. Eru þá komnir þrettán. Til eru fleiri nöfn, t.d. Hurðaskellir, Flórsleikir og Þvengjaleysir. Má vera að sumt séu tvínefni. Nöfnin eru mjög einkennandi og lýsa helsta gamni eða girnd sérhvers jólasveins. Allir fitn- uðu þeir af því sem illt var talið. Fremur meinlitlir vættir voru þetta að jafnaði. Þeim hætti til að læðast í jólamatinn og hrekkja löt, óhlýðin börn. Þá lá stundum við ófarnaði af völdum þeirra: „Andrés stóð þar utan gátta, þeir ætluðu að færa hann tröllunum.“ En þá bjargaði jólabjallan. Oft var talið að jólasveinar kæmu til byggða í þeirri röð sem að framan er talið. En ekki ber öllum sögnum saman um það. í jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum t.d. er röðin ekki alveg hin sarna. Nikulás jólasveinn er innfluttur fyr- ir alllöngu. Nýrri útlendir þjóðtrúar- vættir hér eru jólahafur og jólaköttur, en ævagamlir erlendis. Jólakötturinn er illvættur, enginn vill fara í jólakött- inn; gjöf þó lítil væri, helst fatnaður var örugg vörn í því. Jólahafurinn var aftur á móti frjósemdartákn og var settur upp í von um góða uppskeru og góð fénaðarhöld á komandi ári. „I kvöld ég skil eftir skóinn minn úti í glugga, úti í glugga,“ er líka innfluttur siður. Fyrrum var skórinn settur framan við eldstóna, því þá átti jólasveinninn að koma niður í gegnum reykháfinn! Gaman væri að fá nýjar hressilegar myndir af gömlu íslensku jólasveinunum. Þessi, sem hér er sýndur, líkist öllu meira dverg eða búálfi. Önnur mynd er af jólahafri, gerðum úr hálmi. og mein- leysislegum jólaketti. Hafurinn ber kornvisk, og fyrir fótum hans er greniköngull, korn og ertur, ímynd frjósemi, og von um góða sprettu að vori. Spáfuglinn er austurlenskur, hrafn er íslenski spáfuglinn. „Er jeg álfur, er jeg álfur eöa jólasveinn, trull í háum helli, hrímþurs úti á velli, eða dvergur, eða dvergur, eða svipur einn? Gáttaþefur, gáttaþefur gráan koll rak inn. Gapir gufu yfir, greyið á því lifir. Hann er magur, haus ófagur, hrukkótt gamalt skinn. Gluggagægir, gluggagæir kíkir kankvís inn. Hvað er Björn að brugga, brosa káta Gugga? Báðum gaman sýnist saman segir húsbóndinn. Sankti Káus, sankti Kláus biskupsmítur bar. Brönuim gjafir gefur, gægst í skóinn hefur. Attu kannski, áttu kannski eitthvað fallcgt þar? Tröll í fjöllum, tröll í fjöllum troða skafl og svell. Dulinn dvergur í steini dýrgrip smíðar í leyni. Álfar dansa, álfar dansa, opnast hóll og fell. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS með þökk fyrir það liðna <B KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA B orgarnesi Akmnesi •Vegamótum• H ellissandi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.