NT - 20.12.1984, Blaðsíða 17

NT - 20.12.1984, Blaðsíða 17
ia' Fimmtudagur 20. desember 1984 17 Jólabl Helgi Hannesson: Rangvellingabók - sveitargersemi ■ Rangárvellir eru víölend sveit: Um 50 þúsund metra langir, meöfram Ytri-Rangá - Um 30 þúsund metra breiðir meöfram Austurfjöllum Um 30 þúsund metra langir fram meö farvegi Eystri-Rangár, eins og hann var fyrir átta hundruö árum, þegar Þverá og Eystri-Rangá féllust I faðma í Markapytti, um þaö bil 2.000 metr- um fyrir suðaustan Uxahrygg - og runnu þaðan í einu fljóti, á.a.g. 12 þúsund metra á mörkum Landeyja og Rangárvalla, vestur í Ytri-Rangá. Sáfarvegur mun hafa fyllst af vikri í ofboðslegu Heklugosi, líklega 1294 eöa 1341. Þá urðu árnar áttavilltar, lónuöu uppi og flæddu víöa yfir flat- lendið. Brátt braust Rangá beint af augum, vestur yfir Oddaengjar, út í Ytri-Rangá. Og Þverá fann sér nýjan farveg yfir mýrina fyrir norðan Skeið, vestur í farveg Eystri-Rangárog fellur s íöan eftir honum, öfugt viö það sem Rangá rann áöur -uns þær samein- ast eigi langt fyrir vestan Móeiöar- hvol. Síöan hafa Bakkabæingar, frá Ár- túnum, Fróðaholt, Galtarholt, Uxa- hrygg og Bakkakoti, átt upp yfir Þverá að sækja til sóknarkirkju sinnar í Odda, lífs og síðast liönir. Rangárvellir hafa til forna verið frá- bærilegafögursveit. Meðan þeir voru að miklu leyti vafðir samfelldu gróður- lengi—grasi og birkiskógi. Enda sóttu landnámsmenn ótæpt þangað - og eru nafnkunnir tíu talsins, - fleiri en í nokkurri annarri íslenskri sveit. Sennilega sér þar merki samvinnu þeirra fróðu vina: Sæmundar prests og Ara Þorgilssonar. Það þykir víst, að Ari fróði hafi skráð íslands elstu Landnámabók, og byrjað hana með því að telja 40 landnema í Rangár- þingi, af 400 alls á landi hér. Hann sýndi þar, að Sæmundur fróði var kominn frá tveimur og hálfum tug landnema vítt um land - og kona hans frá átta eða fleiri, þar að auki. Menn vita ekki hvar Ari dvaldi flest hans æfiár. Ég held að hann hafi verið í Odda, kennari og fræðimaður og áttu bú í „Fróðarholti“, stuttri bæjar- leið fyrir sunnan Odda. Einhver „Fróði“ hefur búið þar. II Fyrir um það bil tveimur árum kom út á Hellu á Rangárvöllum merkisritið: „Rangvellingabók". Réttnefnd þann- ig fyrir margar sakir: Bókin er rituð af Rangvellingi: Valgeiri bónda á Þing- skálum, Sigurðssyni. Hún er prentuð á Rangárvöllum, -ein af öllum bókum hingað til-og gefin út af Rangárvalla- hreppi. Efni hennar er ágrip af sögu allra jarða á Rangárvöllum, bæði byggðra og eyddra - og allra bænda sem heimildir herma, að verið hafi skráðir ábúendur þar í sveit - frá landnámsöld til 1980 - Lauslega talið um 1100 manns, á 89 bæði stórum og smáum býlum. (Nú eru aðeins 38 í byggð). Mjög er bændum misskift milli jarða, frá einum upp að 56 á bæ. Svo fjölmennir eru Oddabændur. Segir á 30 blaðsíðum frá þeim og Oddastað. Næst Odda gengur Gunnarsholt með 43 bændur á 18 blaðsíðum. Þá koma Keldur með 40 kunna ábúendur. Næstir þeim standa: Gaddstaðir, Stórahof, Ártún og Næfurholt, með 29-32 kunna bændur - á hverri jörð. Bókin er að öðrum þræði fáorð saga allra lögbýla og kota á Rangárvöllum fyrr og nú. Getið er elstu heimilda um jarðir, kaup þeirra, sölur, erfðir og eigendur þegar bókin erskráð. Lýsterhlunnindum.göllum, gæðum, landspjöllum og landamerkjum - og taldir upp ábúendur á hverju býli. Meginefni bókarinnar er æfiskrár þessara ábúenda. Þar er sagt frá ættum bænda, ef að kunnar eru, eiginkonum og foreldrum þeirra, börnum og tengdabörnum. Auk þess prýða bókina myndir af öllum bændum og húsmæðrum, sem myndir fundust af - Alls 410 húsráðendum. Allt er þetta unniö með prýði frá hendi höfundar. Þar mun ekki auðfundin villa í ættfestu né frásögn. Þar mun óvíða hallað réttu máli um nokkurn mann - nema þá með því, að þegja um lesti óþokka og gallagripa - og hafa eftir oflof einhverra annarra um stöku mann. Fyrir þetta er frásögnin stundum bragðminni, en verið gæti. En þeir munu þakklátir fyrir þetta, sem ekki vilja annað heyra en lof um frændur sína. Gallalaus er þessi bók ekki fremur en nokkur önnur. Mér þykir það missmíð á henni, að í hana vantar marga menn, sem búið hafa á Rangárvöllum, þótt aldrei væru þeir taldir fyrir jörð. Þeir sátu í byggingu annarra baenda og voru kallaðir húsmenn. Ég bendi á Guðjón í Bakkakoti Guðlaugsson, sem bjó í skjóli tengdaföður 15-20 ár - og kom upp 9 af 12 börnum sínum. Höfundur gætti þess ekki í tíma, að taka þessa menn með. Rang vellingabók er þrátt fyrir þetta, sveitargersemi. Rangvellingar heima og heiman ættu að eiga hana. Og allt fólkforvitið um ættir, þarf að hafa hana hendi nær. Helgi Hannesson Gleðiíeg jól KAUPFÉLAG BERUFIARÐAR 0G BÚLANDSTINDUR H/F óska viðskiptavinum og starfsfólki svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og ^ M É farsœldar á komandi ári með þökk fyrir samstarf og viðskipti á liðnum árum JA Farsœlt nýtt ár

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.