NT - 20.12.1984, Blaðsíða 19

NT - 20.12.1984, Blaðsíða 19
fullorðinna, en þaðeransi langurtími í I ífi barns sem er að þroskast, “ segir Marianne Cederblad. „Brjótumst út úr einangrun kjarnafjölskyldunnar11 En hvað er til ráða að mati Marianne Cederblad? „Við verðum markvisst aðvinnaað því aðbrjótast út úreinangrun kjarnafjölskyldunnar,“ segir hún. Við þurfum t.d. að skapa góð tengsl við nágrannana, þó ekki endilega með garðveislunum sem menn trúðu á á 8. áratugnum. Þáverðum viðaðfinna fleiri leiðir út úr fjölskylduvandamálum en hjónaskilnaði," segir hún. „Geðheilsa íslenskra barna“ Fimmtudagur 20. desember 1984 19 Sigurjón Björnsson, sálfræðingur Marga rekur sjálfsagt minni til að sambærileg rannsókn hefur verið gerð á geðheilsu reykvískra barna á aldrinum 5-15 ára. Það var Sigurjón Björnsson prófessor í sálarfræði við Háskóla íslands sem hafði veg og vanda með rannsókninni. Niðurstöðurnar voru birtar fyrir um fjórum árum m.a. í bókinni „Börn í Reykjavík". Þá kom það sama í Ijós og í Svíþjóð; fimmta hvert barn í Reykjavík reyndist eiga við geðræna vandamál að stríða. Hjá reykvísku börnunum kom þetta einkum fram í viðkvæmni, feimni og kvíða. Erfiðleikar við að mynda tengsl við aðra reyndust einnig vera algengt einkenni þessa. Þá voru lestrar- og skriftarörðugleikar allalgengir hjá drengjum svo og óstýrlæti, þrjóska, ósjálfrátt þvaglát og málfarstruflanir. Yfirleitt virtust stelpur vera við heldur betri geðheilsu en strákar skv. íslensku rannsókninni, en marktækur munur fannst hins vegar ekki á aldri. Skv. rannsókn Sigurjóns Björnssonar voru það einkum átta þættir sem stóöu í nánum tengslum við geðheilsu barna. Jákvæð fylgni reyndist vera á milli geðheilsu barns og meðaleinkunnar á barnaprófi, menntunar föður, hlýleika móður, greindarvísitölu barns, starfs föðurafa, menntunar móður og starfs föður. Neikvæð fylgni reyndist vera á milli sinnuleysis móður og geðheilsu barns. „Börnin skilgetin afkvæmi þjóðfélagsins“ Þær niðurstöður sem hér hafa verið kynntar eru í sjálfu sér engin nýlunda, því sambærilegar niðurstöður má finna úr fjölmörgum erlendum rannsóknum. Þær koma þó ansi óþægilega við mann, því það að 20% allra barna skuli eiga við geðræn vandamál að stríða er mjög alvarlegt mál. En hvað veldur? Því fer fjarri að hægt sé að skella allri skuldinni á foreldra. Skólinn, fjölmiðlarnir og leikfélagarnir eru dæmi um þætti sem hafa veigamikil áhrif á uppeldi barna. Sigurjón Björnsson segir í bók sinni „Börn í Reykjavík" (bls. 159-160): „En barn er ekki einungis háð foreldrum, nánasta umhverfi sínu og skóla um þroska sinn. Það er einnig skilgetið afkvæmi þess þjóðfélags, sem fóstrar það. Margt í fari foreldranna, heimilislífi og skólahaldi endurspeglar þjóðfélagið á hverjum tíma. Foreldrar heimili og skóli eru að vissu leyti e.k. miðill hinna fjarlægari áhrifa, sem engu að síður eru mikilvægari en margan grunar." Þaðværi efni ílangagreinefgera ætti því viðhl ítandi skil hvernig menn telja þjóðfélagið helst hafa brugðist börnum sínum. En höfum þetta hugfast að lokum. Börnin eru framtíð þjóðanna. Þau eru betri fjárfesting en nokkuð annað sem hugsast getur. Það er því aldrei of dýrt fyrir þjóðfélagið að búa eins vel að börnunum og menn hafa vit og þekkingu til hverju sinni. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir -Svíþjóð Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Krossholti, Örlygshöfn sendir viðskiptavinum, starfsfólki svo og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.