NT - 04.01.1985, Blaðsíða 2

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 2
LlL Föstudagur 4. janúar 1985 Reykingar eru bannaðar í opinberum byggingum: Merkja ber staði þar sem þær eru leyfðar! - segir Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins og f urðar sig á vanþekkingu Alberts Guðmundssonar á skaðsemi reykinga ■ „Það er skýrt í lögunum að aðalreglan er sú að reykingar eru ekki heimilar í þessum byggingum og því er með öllu óþarft að setja upp skilti þar um. Starfsfólk á að benda almenningi á að þessi nýju lög séu gengin í gildi og merkja ber þá staði sem heimilt er að reykja á,“ sagði Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu er NT spurðist fyrir hvernig stæði á því að ekki hefði verið komið upp skiltum um reykingabann í öllum opinberum byggingum sem nýju tóbaksvarnarlögin ná til. Nefndi Páll í því sanibandi aö þaö væri skylda forráðamanna veitingastaða að afmarka ákveðin svæði sem væru reyk- laus og forsvarsmönnum staða, þar sem fólk sækti opinhera þjónustu væri skylt aö fram- fylgja settum lögum um tóbaks- varnir! Hvað varðar merkingar um skaðsemi tóbaks hefur verið gefinn frestur til l. júlí en eftir þann tíma eiga allar tóbaksvör- ur að vera merktar með við- vörunum frá tóbaksvarnanefnd. Aðspurður kvað Páll þær full- yrðingar um skaðsemi reykinga sem þar yrðu fram settar stand- ast fyllilega og væru þær birtar í samráði við landlækni og undir hans nafni. Væri það gert til að enginn vafi léki á sannleiksgildi þeirra og kvaðst Páll undrast viðbrögð fjármálaráðherra í blöðum í gær. Það ætti ekki að vera honum ókunnugt, frekar en öðrum, að'reykingar eru ein helsta orsök lungnakrabba- meins og ýmissa hjartasjúk- dóma. Gæti landlæknir upplýst þá er það vildu um hvaðan þessar upplýsingar væru komnar. Um er að ræða þrjár mismun- andi merkingar eftir tóbaksteg- undum. Á píputóbaki og vindl- um verður merking sem varar við að tóbaksreykingar mengi loft og geti verið hættulegar heilsu manna, á neftóbaki verð- ur viðvörun um að notkun geti valdið slímhimnubólgu í vör og nefi en á sígarettupökkum er staðhæfing um að hundruð Is- lendinga látist árlega vegna reykinga. Eftirlit með að nýsettum lög- um um tóbaksvarnir verði fram- fylgt mæðir mest á þrem aðilum. í fyrsta lagi á tóbaksvarnar- nefnd sem á að sjá um kynningu á lögunum og leiðbeiningar um tóbaksvarnir. í öðru lagi á heil- brigðisnefndum og Vinnueftir- liti ríkisins, sem eiga að sjá um að lögunum sé framfylgt í opin- berum byggingum og á vinnu- stöðum. I þriðja Iagi á Hollustu- vernd ríkisins að fylgjast með að reglur unt sölu, auglýsingar og merkingu á tóbaksvörum séu virtar. Hvað varðar brot á þessum lögum cru ströngustu viðurlögin við brotum sem snerta sölu og auglýsingarátóbaki. Þaðvarðar fjársektum og varðhaldi að selja tóbak sem ekki er merkt með þar til gerðum aðvörunarmið- um. Sömuleiðis ef börnum und- ir lögaldri er selt tóbak. Er það á valdi dómstóla að ákveða hversu þung refsingin er hverju sinni. Reykingar í húsnæði, sem lög þessi ná yfir varða áminningu og kæru ef brotið er endurtekið og er hugsanlega hægt að sekta þann sern reykir og umráða- menn húsnæðisins, ef hann hlýt- ir ekki settum lögum. Það skal reynt í framkvæmd þessara laga að beita fortölum og höfða til skynsemi manna, eins og gert er við framkvæmd annarra laga er að hollustuhátt- um lúta, enda eru það sömu aðilar sem hafa eftirlit með þessum málum. Lést af völdum bíl- slyss á Raufarhöfn ■ Oddný Guðmundsdóttir kennari og rithöfundur lést af slysförum í fyrrakvöld. Oddný varð fyrir bil á aðal- götu Raufarhafnar. Oddný Guðmundsdótt- ir. Oddný var fædd 15. febrú- ar 1908 á Hóli á Langanesi. Hún útskrifaðist sem gagn- fræðingur á Akureyri 1929 og stundaði nám við lýðhá- skóla í Svíþjóð og í Dan- mörku. Eftir það starfaði hún víða um land sem far- kennari. Oddný var þjóðkunn fyrir ritstörf, en hún skrifaði fjór- ar skáldsögur, nokkrar smá- sögur hennar birtust í blöð- um og tímaritum, en enn- fremur liggur eftir hana fjöldi blaðagreina um þjóðmál og ntenningarmál, en einkum lét hún sig varða íslenskt mál og málrækt. Hún var mjög vel ritfær og viðhafði enga tæpitungu um þau mál sem hún lét sig varða. Greinar hennar í Tímanum og síðar NT skipta tugum. Hún var ógift og barnlaus. Nýárs-stelpa ■ Inga Jóna Þórðardóttir for- maður útvarpsráðs. Inga Jóna formaður útvarpsráðs ■ Inga Jóna Þórðardóttir við- skiptafræðingur hefur verið skipuð formaður útvarpsráðs frá 1. janúar að telja. Hún kemur í stað 'Markúsar Arnar Antons- sonar sem tekið hefur við starfi útvarpsstjóra. ■ Það var norðanmanneskja sem fyrst kom í heiminn á nýju ári. 65 mínútum eftir áramót fæddist þeim Dóru Margréti Ólafsdóttur skrifstofustúlku og Árna Frey Antonssyni skipasmið 12 markæ stúlkubarn. Þau eru búsett á Akureyri. Mæðgunum heilsast vel, þó sú litla hafí ekki verið hrifnari af Ijósmyndara en svo að hún gretti sig og hallaði aftur augum. ivr-n.,nd: G,in. Þorskur í net: Leyfis- bundnar veiðar ■ Veiðar í þorskfisk- net eru leyfisbundnar og ber að sækja um leyfi til ráðuneytisins það tímanlega að við- komandi fái leyfið af- hent áður en veiðar hefjast, segir í frétta- tilkynningu frá Sjávar- útvegsráðuneyti. Þarer ennfremur vakin at- hygli á að til 15. janúar er heimilt að nota þorskfisknet með 6 tommu möskva en eftir þann tíma er lágmarks- stærðin 7 tommur. Veiðar í þorskfisknet hófust á hádegi í gær, þann þriðja janúar. Kaupendur NT í Keflavík og Njarðvík Vinsamlega athugið að nýir umboðs- menn hafa tekið við störfum. Keflavík Guðríður A. Waage, Ai sturbraut 1 sími, 2883 Ingibjörg Einarsdóttir, Suðurgötu 37, sími 4390 Ytri-Njarðvík Kristinn Ingimundarson, Hafnargötu 72, simi 3826. Gunnar Sólnes Hrl. um ættleiðingardóminn í Hæstarétti: Spurning um lög- sögu stjórnvalda ■ „Ég hef ckki séð dóminn og ekki rætt viðmína skjólstæðinga og get því lítið sagt um málið," sagði Gunnar Sólnes hrl. í sam- tali við NT, en hann var verjandi í ættleiðingarmálinu, sem greint var frá í NT fyrir áramót, fyrir hönd þess aðila, scm sótt hafði um ættleiðingarleyfi 1977 og fengið það en ættleiðingin var síðan ógild í Hæstarétti á dögunum á þeim forsendum að sá sem leyfið fékk hafði á þeim tíma heimilisfestu í Svíþjóð. „Þetta er spurning um lög- sögu íslenskra stjórnvalda,“ sagði Gunnar, þegar hann var spurður um hvort réttarstaða þeirra sem hefðu fengið sam- norrænt flutningsvottorð væri óskýr. „Hér er um íslenska ríkisborgara að ræða og Hæsta- réttur virðist telja að þessi samningur, sem vitnað er til komi í veg fyrir að íslensk. stjórnvöld hafi lögsögu yfir þeim.“ Gunnar kvaðst ekki geta sagt neitt um það hvort um hugsanlegan bótarétt væri að ræða, vegna þess að íslensk stjórnvöld hefðu vanrækt að gera umsækjanda grein fyrir réttarstöðu sinni, en sagðist í fljótu bragði ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að ættleiðingarleyfið yrði veitt á ný, nú þegar aðilar væru heimilisfastir á (slandi á ný. í dómsmálaráðuneytinu vildu menn ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.