NT - 04.01.1985, Blaðsíða 11

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 11
p Rás 2 sunnudag kl. 13.30-15. Krydd í tilveruna á þrettándanum ■ Sunnudaginn 6. janúar - á þrettándanum - klukkan 13.30-15.00 verður Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir með þátt sinn á Rás 2 „Krydd í tilveruna'-. Ásta Ragnheiður sagðist auðvitað vera nreð tónlist og rabb í tengslum við þrettánd- ann, svo við megum búast við að fá að heyra m.a. álfasögur og söng. Líka bjóst Ásta við að fá gesti í heimsókn í þáttinn. ■ Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir. Föstudagur 4. janúar 1985 11 Ijónví Sjónvarp sunnudag kl. 20.50: Tónlistarmenn Sigrún Gestsdóttir syngur ■ Elín Þóra Friöfinnsdóttir stjórnar upptöku á þætti sem nefnist Tónlistarmenn og cr á dagskrá sjónvarpsins á sunnu- dagskvöld kl. 20.50. I þessum þætti syngur Sigrún Gestsdóttir söngkona innlend og erlend lög. Þrír hljóðfæraleikarar leika undir söng Sigrúnar, eða þau Hrefna Eggertsdóttir, Einar Jó- hannesson og Joseph Fung. Sigrún ValgerðurGestsdótt- ir er Hvergerðingur og hlaut þar sína fyrstu tónlistarmennt- un. Árið 1971 lauk hún tón- menntakennaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Næstu 4 árin stundaði Sigrún söngnám í Englandi og Banda- ríkjunum. Síðan hún kom heim frá námi hefur hún kennt við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, jafnframt hefur ■ Sigrún Gestsdóttir söng- kona. luin komið fram sem einsöngv- ari, aðallega í Ijóöasöng og óratóríu. Sigrún Gestsdóttir tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins I983. i ■ George C. Scott í hlutverki Pattons. Sjónvarp laugardag kl 21.25: PATTON - strídsmynd fyrir fólk sem hatar stríðsmyndir ■ Kvikmyndagagnrýnendur hafa kallað kvikmyndina PATTON „stríðsmynd fyrir fólk sem hatar stríðsmyndir". Þó auðvitað séu vígvcllir heim- styrjaldarinnar vettvangur kvikmyndar, þá er hún líka saga um mannleg örlög og hvernig Patton hershöfðingi reyndi að koma sínu fram í hálfgerðu stríði við „kerfið" sem stjórnaði öllum hlutum. George C. Scott leikur Patton, og liann sagði þegar hann hafði kynnt sér hlutvcrk- ið: „Þessi maður hcfur stcrkan persónuleika og hann hefur hatað alla múgmcnnsku og fyrirlitið almcnningsálitið scm honum fannst ráða of miklu." Karl Malden leikur Omar N. Bradlcy hershöföingja, og eru oft átök á milli þeirra Pattons og hans um hvernig á að standa að málum í hernað- inum. Eftir uppgjöf Þjóðverja 8. maí I945 var Patton gerður hernaðarlegur yfirntaður í Bæjaralandi og lenti þá í pólit- ískum átökum, sem leiddu til þess að honum var vikið úr embætti. Hann liafði gefiö i skyn að næst yrðu Sovétríkin mcsti óvinur Vesturveldanna. Patton varð mjög bciskur út í tilveruna ogfannst laun heims- ins fyrir langa þjónustu fyrir land sitt verá vanþakklæti. Útvarp laugardag kl. 16.30: Ingibjörg Haraldsdótt- ir gestur Bókaþáttar ■ I vetur hefur Njörður P. Njarðvík haft umsjón mcð þáttum um bókmenntir í út- varpinu á laugardögum kl. 16.30. Þættir þessir bera hið yfirlætislausa hciti „Bókaþátt- ur“ og hefur kennt þar ýmissa grasa. I þættinum í þctta sinn verð- ur viðtal við Ingibjörgu Har- aldsdóttur um þýðingu hennar á Glæpur og refsing cftir Dost- ojevskí, scm er gerö beint úr rússnesku. Sú saga hefur áður birst í íslenskri þýðingu,-en þá stytt, segir Njöröur okkar. Nú birtist hún í fyrsta skipti á íslensku í hcild. Þá segist Njörður oft biðja fólk af ýmsu tagi, að segja frá því sem það hefur verið að lesa í þáttunum. Aö þessu sinni er það Þórður Helgason Verslun- arskólakennari, sem verður við þeirir ósk Njarðar. Ekki kvaðst Njörður taka neitt frekar mið af jólabóka- flóðinu í cfnisvali þáttarins. Sjálfum hefur honurn þó sóst nokkuð vel aö komast í gegn- um það, „enda er það partur af mínu starfi,“ scgir hann cn hann cr sem kunnugt er dósent í íslensku við Háskóla íslands og kcnnir þar íslenskar bók- menntir. Hann segist þess vegna lcggja sig cftir því að ■ Njörður P. Njarðvík ræðir við Ingibjörgu Haraldsdóttur iiiii þýðingn hennar á „Glæpur og refsing.“ lesa allt þaö helsta sem kemur út af íslenskum skáldskap. stjórnar blönduöum þætti fyrir ung- linga. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Útvarpssagan: Grettis saga Óskar Halldórsson les (18). 22.00 Tónleikar 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Galdrar og galdramenn Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. (RÚVAK) 23.05 Frá tónleikum íslensku hljómsveitarinnar i Bustaða- kirkju 25. nóvember i vetur Stjórnandi: Kurt Lewin. a. Sinfónía nr. 29 i A-dúr eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. b. Kammer-sinfónía eftir Hanns Eisler. Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 4. janúar 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson og Sig- uröur Sverrisson. 14.00-16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluö óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 17.00-18.00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Hlé 23.15-03.00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengd- ar aö lokinni dagskrá rásar 1. Laugardagur 5. janúar 14.00-16.00 Léttur laugardagur Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Baröason. Hlé 24.00-03.00 Næsturvaktin Stjórn- andi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar1. Sunnudagur 6. janúar 13.30-15.00 Krydd í tilveruna Stjórnandi: Asta Ragnheiöur Jó- hannesdóttir. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum er gefinn kostur á aö svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráöa krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00-18.00 Vinsældalisti Rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórn- andi: Ásgeir Tómasson. Föstudagur 4. janúar 1984. 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir í hverfinu. 3. Inga flytur í hverfið. Kanadiskur myndaflokkur í þrettán þáttum, um atvik í lífi nokkurra borgarbarna. Þýöandi Kristrún Þóröardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 21.10 Skonrokk Umsjónarmenn: Anna Hinriksdóttir og Anna Kristin Hjartardóttir. 21.55 Hláturinn lengir lifið Breskur myndaflokkur í þrettán þáttum um gamansemi og gamanleikara í fjöl- miðlum fyrr og síðar. Þýöandi: Guöni Kolbeinsson. 22.55 Fanný og Alexander. Siöasti hluti. Sænsk framhaldsmynd i fjór- um hlutum eftir Ingmar Bergman. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.50 Fréttir i dagskrálok. Laugardagur 5. janúar 14.45 Enska knattspyrnan. Bikar- keppni: Fulham - Sheffiled Wed. Bein útsending frá 14.55-16.45. 17.15 Hildur Tíundi þáttur - Endur- sýning. Dönskunámskeið I tiu þáttum. 17.40 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.25 Kærastan kemur i höfn Fimmti þáttur. Danskur mynda- flokkur í sjö þáttum ætlaður börnum. Þýöandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. (Nordivision - Danska sjónvarpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ugla sat á kvisti - Endursýn- ing. Þáttur tileinkaður Sigfúsi Halldórssyni Þeir sem fram koma: Fjórtán Fóstbræöur, Ragnar Bjarnason, Björgvin Halldórsson, Haukur Morthens, Elín Sigurvins- dóttir, Guðmundur Guöjónsson og Sigfús Halldórsson. Umsjónar- maöur Jónas R. Jónsson. 21.25 Patton Bandarísk biómynd frá 1969. Leikstjóri Franklin Schaffner. Aöalhlutverk George C. Scott, Karl Malden, Michael Bates og Stephen Young. Myndin er um einn snjallasta og einþykkasta herforingja Bandamanna í heims- styrjöldinni siöari. Þýöandi Krist- mann Eiðsson. 00.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 6. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Dr. Jakob Jonsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 8. Kæri Albert Bandarískur framhald- smyndaflokkur. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 17.00 Listrænt auga og höndin hög. 5. Lifandi viður. Kanadiskur myndaflokkur i sjö þáttum um listiðnað og handverk. Þýöandi Þorsteinn Helgason. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 18.00 Stundin okkar Umsjonar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upptöku: Valdimar Leifsson. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Tónlistarmenn Sigrún Gests- dóttir syngur innlend og erlend lög. Hljóöfæraleikarar: Hrefna Eggerts- dóttir, Einar Jóhannesson, Joseph Fung. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friöfinnsdóttir. 21.15 Dýrasta djásnið Áttundi þáttur. Breskur framhaldsmyndaf- lokkur i fjórtán þáttum, gerður eftir sögum Pauls Scotts frá síöustu valdaárum Breta á Indlandi. Þýð- andi Veturliöi Guðnason. 22.05 Laurence Olivier lítur yfir far- inn veg - seinni hluti Bresk heim- ildamynd I tveimurhlutum um einn mesta leikara sem Bretland hefur aliö. I þessum hluta er fjallaö um líf og starf Oliviers frá 1945 fram til þessa. Þýöandi Kristmann Eiös- son. 23.30 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.