NT - 04.01.1985, Blaðsíða 12

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 12
Tom Selleck - aðdáendahópur sat fyrir honum í frumskóginum! * Foreldrar Sellecks, Martha og Bob Selleck, sjást hér með honum.' Tom var giftur, en þau hjónin eru nú skilin. mkm * Svona líkar mér lífið í mínum sælb garðinum. Vinningar í H.H.Í. 1985: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 108 á kr. 100.000; 2.250 á kr. 20.000; 18.855 á kr. 4.000; 113.436 á kr. 2.500. 234 aukavinningar á kr. 15.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 544.320.000 Föstudagur 4. janúar 1985 12 U Tom Selleck þykir með glæsi- legustu leikurum, sem sjást á hvíta tjaldinu. Selleck leikur í myndinni Lassiter, sem sýnd er í einu kvik- myndahúsinu hér um þessar mundir. Reuter-fréttaskeyti frá Honolulu 17. des. sl.: ■ Órakaður og þreytulegur stendur leikarinn Tom Selleck með byssu í hendi í stafni fljótabáts, sem kemur á fullri ferð fyrir bugðu á ánni og stefnir að landi við leðjuborinn árbakka í stórrigningu og frumskógurinn teygir sig niður að ánni. Tom skimar til beggja handa eins og til að gá að hættu- legum óvini, stekkur síðan á land í rigningunni og hleypur upp ár- bakkann, en... allt í einu staðnæm- ist hann, því framundan varð óvænt fyrirsát. Það var þó ekki óvinurinn í kvikmyndinni, sem hann var að leika í - heldur 100 manna hópur af gegnblautum að- daendum leikarans, sem höfðu gert honum þarna fyrirsát til að sjá hann og fá eiginhandaráritun hans! Þegar Selleck kom hlaup- andi upp árbakkann hrópaði fólkið: „Tom, Tom við elskum þig!“ Leikarinn stóð þarna steini lostinn, en öryggisverðir hlupu til, svo þessir einlægu aðdáendur gerðu ekki aðsúg að stjörnunni, en allir vildu fá einhvern minjagrip eða i það minnsta áritun á mynd af leikaranum. Tom Selleck er nærri 2 m á hæð og allur hinn myndarlegasti. Leikstjór- ar eru yfir sig hrifnir af Tom sem mótleikara glæsikvennda, sem nú til dags eru margar hverjar það hávaxn- ■ ályað sumar hetjurnar verða að vera á háhæluðum skóm til að geta kysst þær. Selleck hefur sl. fjögur ár leikið í framhaldsmyndaflokknum Magnum og hann var að leika i einum slíkum þætti, þegar aðdáendurnir biðu hans í rigningunni. I þessum þætti átti hann að vera að leita að vini sínum úr st^ðinu í Víetnam, sem hafði verið stríðsfangi, og var atburðurinn mynd- aður á Hawaii-eyjunni Oahu. Magn- um-þættirnir eru teknir á Hawaii og því hefur Tom Selleck búsetu þar. Nú er svo komið, að Tom segist helst vilja hafast við í húsvagni sínum i kvikmyndaverinu, þvi að hann hafi ■ engan frið fyrir fólki í húsinu sem hann býr í. Þessir sjónvarpsþættir hafa gengið mjög vel I samfleytt á fimmta ár, en Tom réði sig til 7 ára hjá því fyrirtæki. Magnum-þættirnir hafa verið áýpdir í 73 löndum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.