NT - 04.01.1985, Blaðsíða 20

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 20
Föstudagur 4. janúar 1985 20 „Sovétríkin og Bandaríkin bera ábyrgð á að varðveita friðinn“ Rætt við sendiherra Sovétríkjanna Evgeniy Alexandrovits Kosarev ■ í september á síðasta ári kom nýr sendiherra Sovétríkjanna, Evgeniy Alexandrovits Kosarev, hingað til lands. Hann vakti mikla athygli nú um áramótin þegar hann tók lagið fyrir landsmenn ásamt bandaríska sendiherranum, Brement, í beinni útsendingu frá Sigtúni. NT lék forvitni á að kynnast sendiherranum og skoðunum hans á heimsmálunum. Skömmu fyrir áramót ræddi NT við Kosarev og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Kosarev, sem er 65 ára gamall, er mjög reyndur diplómat. Hann hefur starfað í fjörutíu ár í sovésku utanríkisþjónustunni. Hann er upphaflega menntaður sem flugvélaverkfræðingur en á árundm 1941 til 1943 var hann kallaður í herinn og tók þá m.a. þátt í vörnum Sovétmanna í Leníngrad. Að stríðinu loknu byrjaði Kosarev að starfa hjá utanríkisráðu- neytinu. 1944 til 1947 sótti hann sérstakan diplómataskóla og síöan liefur hann dvalist samtals 27 ár erlendis bæði í Austur-Þýska- landi oi> Vestur-Þvskalandi og í Luxemborg þar sem liann var sendi- hcrra 1969 til 1979. Kosarev segist lengi hafa haft áhuga fyrir íslandi og íslenskri menningu. Árið 1963 heimsótti eiginkona hans, Valentína.ísland og söng hér á tónleikum, en þá var hún söngkona hjá Bolshoj-leikhúsinu. Sendiherrann hefur einnig lesiö mörg íslensk bókmenntaverk í rússneskri þýðingu, þar á meðal íslenskar fornsögur. Hér á eftir fara svör Kosarcvs við nokkrum spurningum blaöa- manna erlendu fréttadeildarinnar á NT. Spurning: Herra sendiherra, verslunarviðskipti (slands og Sovétríkjanna eru mjög mikil- væg fyrir íslendinga, enda kaupa Sovétríkin umtalsvert magn af útflutningsvörum okkar, Hversu mikilvæg eru þessu viðskipti fyrir Sovétríkin og teljið þér hagkvæmt að auka viðskiptin milli landa okkar enn meira? Svar: Verslunarviðskipti eru ein elsta aðferð samstarfs og samskipta milli þjóða í ólíkum löndum. Þau gera sérhverju landi kleift að afla sér vöru til að fullnægja eftirspurn íbú- anna. Sovétríkin byggja v'erslunar- viðskipti sín við önnur ríki á grundvelli gagnkvæms hagn- aðar og jafnréttis, þannig að það væri ekki rétt að tala um einhliða hagnað annars hvors aðilans - viðskiptin eru í þágu beggja aðila. Eins og kunnugt er kaupa Sovétríkin 20% íslenskra fiskafurða, og hvað varðar síldina, kaupa þau um 80% aflans. Auk þess kaupum við ullar- og skinnavörur og máln- ingavörur. Þar sem efna- hagskreppa herjar ekki á so- véskan markað, tryggir þetta þúsundum íslendinga fasta at- vinnu í fiskiðnaði, ullar- og skinnaiðnaði. Viðskiptin við ísland veita Sovétríkjunum ekki aðeins tækifæri til að gera borð sovésks verkafólks fjölbreyttara. held- ur einnig til að selja Islandi olíuvörur, bifreiðar og fleiri vörur, sem ekki eru framleidd- ar á íslandi. Fyrir okkur, eins og fyrir íslandinga, eru við- skiptin einnig mikilvæg vegna þess að þróun þeirra stuðlar að betra pólitísku andrúmslofti og auknum skilningi og trausti milli ríkja, sem er afar mikil- vægt nú á tímum, þegar spenn- an í heiminum hefur orðið meiri en dæmi eru til. Spurning: Þjóðir Evrópu hafa sívaxandi áhyggjur af hernað- aruppbyggingu sem á sér stað bæði í vestri og austri. Hvaða ráðstafanir teljið þér að verði að gera til að draga úr hinni hættulegu spennu, sem ríkir í Evrópu? Svar: Ég er yður fyllilega sam- mála að íbúar heimsins hafa vaxandi áhyggjur vegna auk- innar hættu á því að það komi til kjarnorkustyrjaldar. Það skilur sérhver maður að því meiri sem kjarnorkuvopna- birgðir eru í heiminum og því fleiri herstöðvar og önnur hernaðarmannvirki, því senni- legra er að komi til kjarn- orkustyrjaldar og ef kæmi til slíkrar styrjaldar þá er nú eng- inn lengur í vafa um að lífinu á plánetu okkar væri lokið. Það yrði ekki um neina sigur- vegara að ræða og ekki heldur sigraða. Til þess að draga úr spenn- unni í heiminum, er nauðsyn- legt að öll lönd og fyrst og fremst þau, sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, hafni beit- ingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði, eins og Sovétríkin hafa þegar gert. Ef ekki verður um fyrstu kjarnorkuárásina að ræða, verður ekki um svarárás að ræða. Til þess að draga úr þeirri spennu sem ríkir í Evrópu og heiminum er nauðsynlegt að Bandaríkin og NATO-löndin hætti aðgerðum til að ná hern- aðaryfirburðum umfram So- vétríkin og önnur sósíalísk lönd. Slíkar aðgerðir leiða að- eins til vígbúnaðarkapphlaups og vaxandi gagnkvæmrar tor- . tryggni. K. Chernenko, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna og forseti Forsætisnefnd- ar Æðsta ráðs Sovétríkjanna, sagði: „Sovétríkin leitast ekki við að ná hernaðaryfirburðum umfram aðra, en leyfa heldur ekki að yfirburðir séu umfram þau. Það getur verið að ein- hverjir í Bandaríkjunum eigi erfitt með að sætta sig við þetta en það verður að viðurkenna Sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, Evgeniy Alexandrovits Kosarev. NT-mynd Ari þá staðreynd, að ríki okkar geta aðeins átt samskipti á grundvelli sem byggist á jöfn- um og lögmætum hagsmunum hvort annars. Það er ekki til neinn annar skynsamlegur val- kostur.“ Sovétríkin leggja til við Vest- urveldin að þau hafni í sam- skiptum við önnur ríki hugtök- um eins og „ofbeldisstefnu“, „fælingu"', „yfirburðum" og leggja til að í staðinn komi hugtökin „að beita ekki valdi“, „traust", „jafnrétti“, „gagnkvæmt tillit tilöryggis". í mars sl. gekk K. Chern- enko út frá þessu er hann mótaði og lagði fram tillögur um að kjarnorkuveldin fylgdu eftirfarandi reglum í samskipt- um sín á milli: Að kjarn- orkuveldin líti á það sem meg- intakmark utanríkisstefnu sinnar að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Að þau leyfi ekki að það skapist ástand þrungið hættu á kjarnorku- átökum, og ef til slíkrar hættu komi, verði þegar í stað haldn- ar viðræður til að kjarnorku- átökin fari ekki af stað. Þau hafni áróðri kjarnorkustyrjald- ar í hvaða formi sem er - ■ í sovéska sendiráöinu í Reykjavík. Lengst til hægri er E. Barbukho, yflrmaður fréttastofu APN á íslandi, þá kemur sendiherra Sovétríkjanna, Evgeniy Alexandrovits Kosarev, við hliö sendiherrans situr V. Trofímov, blaðafulltrúi sendiráðsins og lengst til vinstri á myndinni situr Ragnar Baldursson blaðamaöur NT. nt-mynd Arí alheims eða takmarkaðrar. Þau taki á sig þá skuldbindingu að beita ekki kjarnorkuvopn- um að fyrra bragði. Þau beiti ekki undir neinum kringum- stæðum kjarnorkuvopnum gegn kjarnorkulausum löndum, sem hafa slík vopn ekki á landsvæði sínu. Þau virði kjarnorkuvopnalaus svæði, sem þegar hefur verið komið á og hvetji til stofnun- ar nýrra svæða af því tagi í ýmsum heimshlutum. Þau leyfi ekki dreifingu kjarnorkuvopna í hvaða formi sem er. Þau selji engum þessi vopn eða stjórn yfir þeim, komi þeim ekki fyrir á landsvæði ríkja, þar sem þau eru ekki fyrir, flytji ekki kjarn- orkukapphlaupið á ný svið, þ.m.t. geiminn. Þau vinni að því skref fyrir skref á grund- velli jafns öryggis að draga úr vígbúnaði allt til algerrar eyði- leggingar hans í öllum formum. Land okkar er fylgjandi því að eiga samningaviðræður við önnur kjarnorkuveldi um sam- eiginlega viðurkenningu á slík- um reglum og að þær verði gerðar skuldbindandi. Slíkt mundi stuðla að minnkandi hættu á kjarnorkuátökum og drægi verulega úr spennunni í Evrópu. Spurning: (slenskt máltæki segir að sjaldan valdi einn þá tveir deila. Er ekki réttmætt að telja að Sovétríkin beri sinn hluta ábyrgðarinnar á því van- trausti, sem ríkir í samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna? Er stjórn yðar reiðubúin til að hefja viðræður við Bandaríkin í því skyni að draga úr spennu í samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna og taka aftur upp viðræð- urnar um takmörkun vígbún- aðar? Eins og kunnugt er hefur R. Reagan, sem nýlega var endurkjörinn í forsetaembætt- ið, sýnt áhuga á að bæta sam- skiptin við Sovétríkin. Svar: Þér vitnið í íslenskt mál- tæki og spyrjið hvort Sovétrík- in eigi ekki sök á því vantrausti sem nú ríkir í samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Ég svara því skýrt og skorinort - Sovétríkin eiga ekki sök á því. Sovótríkin hafa aldrei átt fumkvæðið að vígbúnaðar- kapphlaupi á nokkru sviði. Allar vígbúnaðartegundir í So- vétríkjunum hafa komið fram eftir að þær hafa komið fram hjá Bandaríkjunum og banda- mönnum þeirra. Þannig var það með atómsprengjuna og vetnissprengjuna, orrustuflug- vélarnar og ýmsar tegundir eldflauga. Aðgerðir Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra hafa haft í för með sér svaraðgerðir af hálfu Sovét- ríkjanna og enginn getur af- sannað þá staðreynd. Sovétríkin hafa aldrei reynt að deila við Bandaríkin og aldrei gefið ástæðu til þess. K. Chernenko, forseti For- sætisnefndar Æðsta ráðs So- vétríkjanna, sagði í viðræðu við fulltrúa bandarískra við- skiptaaðila þann 4. desember sl. að „Sovétríkin fylgdu stöð- ugt þeirri stefnu að koma á jöfnum og góðum samskiptum við Bandaríkin á grundvelli gagnkvæmrar virðingar og með tilliti til lögmætra hags- muna hvors aðila. Sovétríkin eru fylgjandi gagnkvæmum tengslum á öllum sviðum, þar á meðal viðskipta- og efna- hagssviðinu, ef rutt verður úr vegi þeim gervihindrunum, sem þeim hafa verið settar." Ef stjórnvöld í Bandaríkjun- um færu eftir þessari hvatningu Sovétríkjanna, mundi ástand- ið í heiminum breytast til hins betra. Víst hefur Reagan upp á síðkastið lýst nokkrum sinnum yfir að nauðsyn beri til að losa jörðina við kjarnorkuvopnin, að möguleikar séu á alvarleg- um viðræðum við Sovétríkin og fl. En samt sem áður ganga því miður allar aðgerðir bandarískra stjórnvalda á skjön við yfirlýsingar um vilja til að bæta samskiptin við So- vétríkin. Eins og áður reyna þau að ná hagstæðri stöðu fyrir Bandaríkin með valdi í viðræð- um við Sovétríkin og ekki verður vart neinnar viðleitni til að hætta vígbúnaðarkapphlaup- inu, þvert á móti eru gerð- ar ráðstafanir af hálfu Banda- ríkjanna til að færa vígbúnað- arkapphlaupið yfir á nýtt svið - út í geiminn. Þetta gerir okkur varkára og gefur ástæðu til að draga í efa friðaryfirlýs- ingar Reagans. Ef bandarísk stjórnvöld eru reiðubúin til að láta hlut fylgja máli, þá munu Sovétríkin ekki láta á sér standa. Við skiljum að nú á tímum bera Sovétríkin og Bandaríkin

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.