NT - 04.01.1985, Blaðsíða 21

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 21
sérlega ábyrgö á því að varð- veita friðinn á plánetunni. Þess vegna leitast Sovétríkin við að koma á góðum samskiptum við Bandaríkin á heiðarlegum og jafnréttháum grundvelli. í þessu sambandi lögðu So- vétríkin til við Bandaríkin að þau hæfu viðræður um að koma í veg fyrir hervæðingu geimsins, um niðurskurð strat- egísks og meðaldrægs kjarn- orkubúnaðar. Fundur Gromykos og Shultz, sem verður 7.-8. janúar nk. í Genf verður upphafið á þessum viðræðum. Sovétríkin fagna slíkum viðræðum, sem gætu orðið til að flýta fyrir lausn á málefnum varðandi takmörkun og niðurskurð víg- búnaðar, fyrst og fremst kjarn- orkubúnaðar allt til algerrar eyðileggingar hans, sem mundi byggjast á grundvelli sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Spurning: Samskipti íslands og Sovétríkjanna eru nokkuð víð- tæk á hinum ýmsu sviðum og hafa verið vinsamleg og báðum þjóðunum til hagsbóta þrátt fyrir að þjóðirnar tilheyri ólík- um þjóðfélagskerfum. Álítið þér að sú staðreynd að lönd okkar tilheyra hvort sínu hern- aðarbandalagi hafi skaðsamleg áhrif á samskipti þeirra? Svar: Við þróun samskipta við kapítalísk ríki ganga So- vétríkin út frá hinni lenínísku reglu um friðsamlega sambúð ríkja sem búa við ólíkt þjóð- skipulag. Þessi regla er tákn um viðleitni Sovétríkjanna til að varðveita friðinn og þróa alhliða samstarf við öll kapíta- iísk ríki á grundvelli jafnréttis. Á þessum grundvelli þróast með góðum árangri samskipti á ýmsum sviðum við Island þrátt fyrir að lönd okkar tilheyra ólíkum þjóðfélags- og stjórn- málakerfum. Hvað það varðar hvort sú staðreynd, að ríki okkar til- ' heyra ólíkum hernaðarbanda- lögum, sem standa hvort gegn öðru, hafi skáðsamleg áhrif á samskipti okkar, leikur enginn vafi á því að tilvera slíkra bandalaga leiðir til þess að viss spenna skapast í samskipt- um milli landanna sem eru í hinum gagnstæðu bandalögum svo og vantraust sem stuðlar að vígbúnaðarkapphlaupi. Þess vegna eru Sovétríkin fylgjandi því að samið verði um að leggja niður þessi tvö hernaðarbandalög. Mig langar til að leggja áherslu á að það voru ekki sósíalísku löndin sem áttu frumkvæðið að stofnun tveggja hernaðarbandalaga í Evrópu. NATO var stofnað árið 1949 á árum „kalda stríðsins“ undir þeirri fölsku átyllu að verja þyrfti Vesturveldin fyrir „yfir- vofandi hernaðarhættu af hálfu austursins“. Þetta er greinileg fölsun þar sem árið 1949, þ.e. fjórum árum eftir að lokið var hinni blóðugustu styrjöld í sögu mannkynsins, var allur Evrópuhluti Sovétríkjanna, þar sem var meginiðnaðar- svæði Sovétríkjanna, í rústum og ösku. Sovétríkin dreymdi aðeins um frið og endurreisn lands sfns, en ekki um nýtt stríð. En eftir að NATO var stofnað vorum við neydd til að gera varnarráðstafanir, þar sem NATO lýsti opinskátt yfir óvináttu sinni í garð Sovétríkj- anna og annarra sósíalískra landa. Þess vegna sameinuðust sósíalísku löndin og stofnuðu Varsjárbandalagið árið 1955, þ.e. næstum sex árum eftir að NATO var stofnað. Sovétríkin og sósíalísku löndin hafa oftar en einu sinni lagt til að bæði hernaðar- bandalögin verði leyst upp, en það mundi stuðla að bættu andrúmslofti í Evrópu og heiminum, þróun alhliða sam- starfs milli allra ríkja í vestri og austri og að lokuni að því að efla friðinn í Evrópu og heiminum öllum. Föstudagur 4. janúar 1985 21 Kína: Félagsleg markaðshyggja í staðinn fyrir ríkisforsjá Peking-Reuter ■ Zhao Ziyang, forsætisráð- herra Kínverja, hefur lýst því yfir að dregið verði enn frekar úr ríkisforsjá í landbúnaðarmál- um á þessu ári. Fram til þessa hefur bændum verið skylt að selja ákveðinn hluta framleiðslu sinnar til ríkis- ins á fyrirfram ákveðnu verði. Ríkið hefur síðan endurselt landbúnaðarvörurnar í ríkis- verslunum í borgunum, á niður- settu verði. Þetta fyrirkomulag mun verða aflagt nú í ár. Ríkið mun að vísu halda áfram að kaupa landbúnaðarvörur og að- stoða við dreifingu þeirra en bændur verða ekki eins bundnir og áður og geta selt stærri hluta framleiðslu sinnar beint til neyt- enda eða smákaupmanna. Þrátt fyrir aukinn hlut mark- aðssamkeppninnar mun ríkið samt halda áfram að stýra verði á mikilvægum landbúnaðarvör- um til að hindra miklar verð- sveiflur. Kínverska ríkið á mikl- ar birgðir af korni sem það getur notað til að auka framboð ef verðið hækkar. Slíkt myndi neyða bændur og smákaup- menn til að lækka verðið aftur. Sjálfsagt verður samt ekki hjá því komist að landbúnaðarverð hækki nokkuð og hafa Kínverj- ar í því sambandi rætt um fjölskyldubætur til láglauna- fólks eða almenna launahækkun í borgum til að vega upp á móti hækkununum. Hin nýja stefna í markaðs- málurn cr hluti umbótastefnu þeirrarsem kommúnistaflokkur Kína hefur beitt sér fyrir frá því árið 1978. Þrátt fyrir nokkra andstöðu harðlínu maoista inn- an flokksins hefur Deng Xiaop- ing og fylgismönnum hans tekist að knýja fram breytingar á framleiðsluskipan í sveitum sem m.a. felast í því að miklum meirihluta alls landbúnaðar- lands hefur verið skipt á milli bænda þótt það sé ennþá formleg eign samyrkjubúanna. Talsmenn breytinganna segja að vanþróað framleiðslu- og markaðskerfi í kínverskum sveitum sé helsti dragbíturinn á sósíalíska uppbyggingu þar. Aukið frjálsræði bænda og skipting lands á milli þeirra hefur nú þegar aukið landbún- aðarframleiðsluna mjög mikið. Kínverjar vonast til að aukið frelsi í markaðsmálum landbún- aðarins verði til að auka verka- skiptingu í sveitum þannig að hópar bænda geti einbeitt sér að þjónustu, verslun og iðnaði jafnframt því sem afköst akur- yrkjubænda aukast. Vestræn olíufyrirtæki ganga á birgðir sínar Reyna að þvinga fram lægra olíuverð París-Reuter. unni. Olíufyrirtækin hafa nú ■ Olíufyrirtæki á Vesturlönd- aðeins birgðir sem svara 71 dags um hafa að undanförnu gengið olíunotkun í iðnaðarlöndum mjög á birgðir sínar í von um að utan sósíalísku ríkjanna. Sér- olíuverð muni lækka á næst- fræðingar segja að olíubirgðirn- K.Í-.Í ] Umsjón: Ragnar Baldursson og ívar Jónsson ar hafi aldrei verið jafn litlar síðastliðin tíu ár. Olíukaupendur vona að verð- ákvarðanir Samtaka olíufram- leiðsluríkja, OPEC, standist ekki og markaðsverð á olíu haldi áfram aö lækka. En ýmsir tclja að frekari lækkun olíu- verðs sé alls ekki örugg heldur muni litlar birgðir ölíufyrirtækj- anna hafa áhrif á veröþróun næstu þrjá mánuði . Mörg olíuframleiðsluríki hafa ákveðið að draga úr fram- leiðslu til að reyna að framkalla verðhækkanir. Meðal annars hafa Mexíkanar, Egyptar og Sovétmenn dregið úr fram- leiðslu sinni og olíuráðherra Kuwait er nú í Peking þar sem búist er við að hann biðji Kín- verja að gcra hið sama. Mengun krabbameins- valdandi ■ Mengun frá efnaverksmiðjum og landbúnaði í Danmörku er sannanlega krabbameinsvaldandi. Þetta sýndi rannsókn sem dönsk krabbameins- varna- og umhverfisverndaryfirvöld stóðu að. Óyggjandi sannanir eru sagðar fyrir því að krabbamein af ólíkustu tegund- um hrjái fólk sem býr í nágrenni efnaverksmiðja. Líkurnar á krabba- meini eru meiri hjá fólki sem býr í slíkum borgarhverfum. Þetta á t.d. við um íbúa Thyborön og Cheminova efnaverksmiðjuna í Harboöre á Norð- ur-Jótlandi. Nýrnakrabbi er algengur þar. Ástandið er þó sagt verst í Óðinsvé- um á Fjóni. Þar er hættan mest á lungnakrabba, nýrnakrabba og krabba í þvagrás. Önnur slæm svæði, sem nefnd eru í rannsókninni, eru Maribo Gilleleje og Herlev við Kaup- mannahöfn. En jafnvel úti á landi, þar sem engar mengandi verksmiðjur eru, er tíðni krabbameins óvenju há. Magakrabbi er sérstaklega algengur á svæðum þar sem nítrat er mikið í drykkjarvatni. Þessi mengun stafar af of mikilli áburðagjöf að því er talið er. Á sama tíma og rannsóknarskýrslan var birt fyrr á þessu ári var afhjúpuð mikil mengun frá Proms efnaverk- smiðjunni við Viemose á Suður-Sjá- landi. í nágrenni verksmiðjunnar hef- ur komið í ljós að krabbamein í þvagrás er óvenju algengt. Strand- lengjan við verksmiðjuna er líka mikið menguð og rannsókn sem þrenn um- hverfisverndarsamtök stóðu að, leiddi í Ijós að hafsbotninn er aldauður á stóru svæði við verksmiöjuna. m Skulda- kreppan óleyst ■ Nú eru liðin tvö og hálft ár síðan skulda- kreppa Mið- og Suður- Ameríkuríkja komst í al- gleyming og Mexíkóríki varð nærri greiðsluþrota. Embættismenn og hag- fræðingar segja lausn kreppunnar enn ekki í sjónmáli. Mjög róstur- samt var í löndum róm- önsku Ameríku á síðasta ári, m.a. vegna kröfu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um að ríkisstjórnir róm- önsku Ameríku hrintu í framkvæmd sérstakri að- haldsstefnu. Þessi að- haldsstefna leiddi til skerts kaupmáttar launþega og kom hart niöur á fátæk- lingum. 11 ríki rómönsku Ame- ríku héldu sameiginlegan fund í Cartagena á síðasta ári og ræddu sameiginleg- ar aðgerðir gegn Alþjóð- lega gjaldcyrissjóðnum og vestrænum bönkum. Fundurinn bætti samn- ingsstöðu ríkjanna. Greiðslubyrði ríkjanna hefur verið létt með leng- ingu endurgreiðslutíma lánanna til fleiri ára. Nú eru blikur á lofti þar sem hagfræðingar spá sam- drætti í efnahagslífi Bandaríkjanna á seinni hluta ársins 1985. Róm- önsku-Ameríkuríkin 11, Gartagenaríkin, munu halda fund 8. febrúar n.k. í Dóminikanska lýðveld- inu og fjalla um afstöðu ríkjanna í umræðunum sem fara munu fram í vor. Alþjóðabankinn og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa haft frumkvæði að umræðum þessum og verða tengiliðir milli iðn- ríkjanna og þriðjaheims- ríkja. HEILSURÆKT HÁTÚNI 12 • 105 REYKJAVÍK SlMI 29709 Opnum að nýju eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar. Hjá okkur leiðbeina löggiltir sjúkraþjálfarar. Blandaðir tímar. Frjáls mæting - en panta þarf fyrsta tímann. Innritun og upplýsingar í síma 29709. lílj:!5!j|ff !, i •; . ■. í j '/*•*.- - ; 1 ; \J t >1 *

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.