NT - 04.01.1985, Blaðsíða 23

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 23
Lopesvann ■ Ólympíumeistarinn í maraþonhlaupi, Carlos Lopes frá Portúgal sigraði í hinu árlega götuhlaupi í Sao Paulo sem haldið er á gaml- árskvöld. Hlaupnir voru 12,6 kíló- metrar. Brasilíumaðurinn Jose Joa de Silva varð annar og Marcos Barrero Hern- andez frá Mexíkó varð þriðji. Portúgalska stúlkan Rosa Mota sigraði í kvenna- keppninni í fjórða skipti í röð en brasilíska stúlkan Jorilda Sabino varð önnur. Föstudagur 4. janúar 1985 23 Bernd Schuster: Erfiðleikar 09 velgengni á víxl - einkenna feril þessa frábæra knattspyrnumanns ■ Bernd Schuster, Vestur- Þjóðverjinn sem fyrst sýndi hvað í honum bjó í Evrópu- keppni landsliða árið 1980 er nú að ná sér aftur á strik eftir nokkur ár sem hafa einkennst af meiðslum og vandræðum fyrir þennan snjalla knatt- spyrnumann. Útsjónarsemi og leikni þessa Ijóshærða, 25 ára gamla mið- vallarleikmanns er ein aðal- ástæðan fyrir endurreisnartíma- bili Katalóniuliðsins Barcelona undir stjórn Englendingsins Terry Venables. Liðið gæti hlotið meistaratitil í vor eftir 11 ára bið. „Ef Schuster nær að leika áfram af því öryggi og stöðug- leika sem hann hefur gert allt keppnistímabilið til þessa þá segi ég að hann sé besti miðvall- arleikmaður í heimi. Ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni“, sagði Venables í samtali við fréttamenn Reut- ers. Schuster er kallaður „Keisar- inn í Barcelona" vegna algerra yfirráða sinna á miðjunni, en hann getur ýmislegt fleira. Nú þegar hefur hann skorað 6 mörk og er nú eftirlæti íþrótta- fréttamanna í gervallri Kata- lóníu. En það hefur ekki alltaf gengið svona vel hjá Þjóðverj- anum. Hann kom til Spánar í októ- ber 1980 með það orðspor að hann væri erfiður viðskiptis, eftir að hafa lent í rifrildi við framkvæmdastjóra Kölnarliðs- ins, sem hann lék með áður. Schuster byrjaði feril sinn hjá Augsburg en gekk til liðs við Köln 1977 þrátt fyrir full- yrðingar Boruissia Múnchen- gladbach um að hann hefði samþykkt að leika með þeim. Hann komst á toppinn undir stjórn Weisweiler hjá Köln og í landsliðið áður en hann varð tvítugur. Stórkostleg frammi- staða hans í Evrópukeppninni á Ítalíu 1980, þar sem Vestur- Þjóðverjar fóru með sigur af hólmi, varð til þess að menn fóru að líkja honum við Franz Beckenbauer ungan.’ En Schuster sýndi það fljótt að hann átti ekki til hina ísköldu rósemi „keisarans." Köln byrjaði næsta keppnis- tímabil illa undir stjórn nýs manns og Schuster lenti í opin- berum hanaslag sem bitnaði fyrst og fremst á honum sjálfum sem leikmanni. Eftir langar en árangurslausar samningavið- ræður við New York Cosmos þar sem gamli stjórinn hjá Köln, Hennes Weisweller, var seldi Köln, Schuster til Barce- lona fyrir meira en 2 milljónir dollara. En mótsagnir héldu áfram að setja mark sitt á feril hans. Um vorið 1981, lenti hann í útistöðum við landsliðsþjálfar- ann Jupp Derwall, og stríðs- ástand skapaðist á ný. Derwall setti Schuster út úr hópnum þegar svo virtist að hann ætlaði til Ameríku og leika það sem Derwall kallaði „óperettu fótbolta". Derwall tilkynnti síðar að Schuster yrði ekki í landsliðs- hópnum fyrir heimsmeistara- keppnina á Spáni 1982 og Schuster sagði að hann kærði sig ekki um að vera þar meðan Paul Breitner réði þar öllu sem hann kærði sig um. í desember 1981 sleit Schust- er liðbönd í hné og var frá í marga mánuði. 1982 samdi hann frið við Derwall en önnur meiðsli í maí 1984 komu í veg fyrir að hann gæti leikið í úrslitum Evrópu- keppninnar í sumar. Léleg frammistaða Þjóð- verja þar varð svo til þess að Derwall var rekinn en sam- skipti Schusters og hins nýja landsliðseinvalds, Franz Beck- enbauer, eru ekkert betri. Beckenbauer segir að Schuster komi aðeins til greina í landsliðið ef hann gefi kost á sér í alla leiki. Enn hefur Schuster ekki gefið yfirlýsingu þess efnis. En Venables sem er fjórði framkvæmdastjóri Barcelona á 4 árum virðist hafa fundið leið til aðfáþaðbesta útúr honum Schuster segir sjálfur að hann sé ánægðari nú en oftast áður. „Ég er mjög ánægður hjá „Barca“ nú. Hér er góð sam- vinna og félagsskapur bæði utan vallar og innan. Áður fyrr léku allir fyrir sjálfa sig.“ Þessi mikli fjölskyldumaður segist líka vera ánægðari með æfingarnar hjá nýja fram- kvæmdastjóranum. „Nú,get ég gefið börnunum mínum þrem morgunmat og fylgt þeim í skólann áður en æfingar hefjast", segir hann. Þriggja ára samningur hans við Barcelona rann út á síðasta ári en þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann færi til Bayern Múnchen varð ekkert af því heldur ákvað hann að vera á Spáni til 1988. „Ég kæri mig ekki um að snúa til Þýskalands eða landsliðsins. Við kunnum mjög vel við okkur á Spáni en erum þrátt fyrir það mjög þýsk í okkur og lifum að miklu leyti eins og Þjóðverjar. Við tökum upp þá spánska lífshætti sem okkur líkar við en sleppum hinum. Eitt er það á Spáni sem Schuster hræðist meira en ann- að og það er mannrán. Hann hefur lífvörð við heimili sitt „til að vernda fjölskylduna frekar en mig sjálfan", segir hann. Schuster vill ekki segja margt um framtíðaráform sín. „Ég einbeiti mér nú að bar- áttunni um spánska meistaratit- ilinn og ég efast ekki um að við munum fara þar með sigur af hólmi.“ Blak: Sovéskt félagslið bakar landsliðin ■ Nú fer fram í Vestur-Þýskalandi fjögurra landa keppni í blaki karla og einnig átta landa keppni í blaki kvenna. Keppnin hófst í fyrradag, 2. janúar, og voru þá leiknir þessir leikir: í Hagen léku karlarnir: Kúbumenn sigruðu Vestur-Þjóðverja 3-1: 8-15, 15-2, 15-11, 15-7. Hinn leikurinn var milli Svía og Suður-Kóreana. Leikn- um lyktaði með sigri þeirra fyrr- nefndu, 3-0: 17-15, 17-15, 15-8. Kvennakeppnin fer frani í Brernen og leika liðin í tveimur riðlum. í A-riðli eru: Vestur-Þýskaland, Tékkóslóvakía, Suður-Kórea og Kanada. í B-riðli eru Kúba, Frakkland, Holland og félagsliðið Urallotshka Svedlovski frá Sovétríkj- unum. í fyrstu umferð urðu úrslit þessi: í A-riðli vann Vestur-Þýskaland Tékk- óslóvakíu 3-0: 15-2, 15-7, 15-11 og Everton-Leeds ■ Everton og Leeds leika í dag í FA-bikarnum enska. Þessi lið eru nú sitt í hvorri deildinni, Everton í 2. sæti í 1. deild en Lceds ofarlega í 2. deild. Á sjöunda áratugnum voru þessi lið bæði stórlið í Englandi og Leeds átti mikilli velgengni að fagna bæði í deildarkeppni og Evrópu- keppnum undir stjóm Don Revie sem skapaði hina frægu „vatnsþéttu Leedsvörn“. Nú er að sjá hvort Everton tekst að rjúfa hana í dag. Suður-Kórea vann Kanada einnig 3-0: 15-8, 15-7, 15-9. í B-riðli vann Kúba Frakkland 3-0: 15-3, 15-8, 15-7 og Svedlovski vann Holland 3-1, eftir hörkuleik: 16-14, 14-16, 15-12, 15-2. Heimsmeistarar áhugamannaliða ■ Maccabi Tel Aviv sigraði í heimsineistarakeppni félagsliða í körfuknattleik áhugamanna á nýársdag er liðið vann Star Bel- grad í úrslitaleik sem fram fór í Crystál Palace í Englandi. Maccabi er sama félagið og FH lék gegn í handboltanum fyrir skemmstu og sigraði í leiknum með 98 stigum gegn 96. Staðan í hálfleik var 59-39 fyrir Maccabi en Júgóslavarnir sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og náðu að jafna. Júgóslavarnir styrktu lið sitt með landsiiðs- manni rétt fyrir úrslitakeppnina en hjá Maccabi var það Ámer- íkani sem var í aðalhlutverkinu, Lee Jonson að nafni, en hann skoraði 21 stig í hvorum hálfleik og varð stigahæstur með 42 stig. Berkovitz kom næstur, skoraði 25 stig. Fyrir Red Star skoraði Nikolvic mest eða 18 stig, Rado- vic kom næstur með 16 og Avdija gerði 13 stig. ' ]ÚN\ V' Ætlið þið á gömlu dansana í vetur? Athugið þá að dansnámskeið þjóðdansafélagsins byrja mánudaginn 7. janúar í Gerðubergi. Fyrir fullorðna eru bæði byrjenda og framhaldsflokkur ásamt barnaflokkum og unglingaflokki. Innritun í símum 43586 og 23609 kl. 14-19 virka daga. Komið í dansinn með okkur Þ.R.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.