NT - 05.01.1985, Blaðsíða 2

NT - 05.01.1985, Blaðsíða 2
Laugardagur 5. janúar 1985 2 Flugleiðir: Nýr forstjóri ráð- inn fljótlega ■ NýrforstjóriFlugleiðaverð- ur ráðinn á næstu mánuðum. Sigurður Helgason, stjórnarfor- maður Flugleiða, sagði í samtali við NT í gær, að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um hver hlyti starfið. Á síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt að ráða forstjóra að fyrirtækinu, en áður gegndi Sigurður Helgason því starfi. Sigurður tók hins vegar við stjórnarformennsku félagsins á síðasta aðalfundi, og síðan hef- ur enginn gegnt forstjórastarf- inu. Stjórnin hefur skipað fjög- urra manna nefnd til að vinna að þessu máli. í henni eiga sæti þeir Sigurður Helgason, Krist- inn Olsen, Halldór H. Jónsson og Sigurgeir Jónsson. Samkvæmt heimildum NT hefur nafn eins framkvæmda- stjóra félagsins heyrst í sam- bandi við starfið, en Sigurður Helgason vildi ekki staðfesta það. ■ Andrési Björnssyni útvarpsstjóra fyrrvcrandi var haldið kveðjuhóf í gærkvöld. Á myndinni með hunum er Markús Antonsson, hinn nýi útvarpsstjóri, t.h. og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Útvarpsráðs. NT-mynd: Sverrir. Landinn slakur í drykkjunni Útivist Metuppskera kartaflna ’84: Franskar kartöflur niðurgreiddar um 30% ■ Áfengisneysla íslendinga er áberandi minni en annarra vest- rænna þjóða og munar þar mest um drykkjuá sterku öli. Þannig er meðalneyslan rúmir 8 alkó- hóllítrar á hvert mannsbarn ár- lega í löndum Evrópu, Ameríku og Ástralíu sé tekið meðaltal þessara landa. Ársneysla ís- lendinga nemur aftur á móti ekki nema rúmum þremur lítrum. Drykkja sterkra drykkja á íslandi er ámóta og víðast er- lendis en þar sem drykkja er hvað mests er langmestur hluti í formi bjórs og léttvíns. ■ Nýlega tók gildi 30% niður- greiðsla á verði íslenskra verk- smiðjuframleiddra kartaflna en sú verðlækkun samsvarar niður- Ársskýrsla Útivistar ’84 ■ Ársrit Útivistar fyrir 1984 kom út skömmu fyrir jól. { ritinu er m.a. grein um Esjuna, ferð á Herðubreið og um íslenska sveppi. Þá er greint frá félagsstarfi Útivistar og árs- skýrsla félagsins birt. Ritið, sem er um 140 bls., er prýtt fjölda litmynda af náttúru landsins. Ritstjóri er Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Andri Ass og Snorri Grétarsson: Ofarlega á móti í Noregi Andri Áss Grétarsson og Snorri Bergsson voru í öðru til þriðja sæti þegar þeir höfðu lokið skákum sínum í móti skákmanna 20 ára og yngri í Hamar Noregi sem haldið var um hátíðirnar. Hollenskur skákmaður átti möguleika til að komast upp fyrir þá, en hann átti eftir að ljúka biðskák. Þeir Andri og Snorri eru aðeins 15 ára gamlir. fellingu vörugjalds sem hefur verið heimt af þessari vöru. Ástæða þessa er slæm sam- keppnisaðstaða innlendu fram- leiðslunnar gagnvart þeim kart- öflum sem eru innfluttar. Það hefði svo aftur getað leitt til þess að hluti af kartöfluupp- skeru 1984 hafnaði á ruslahaug- um. Eftir sem áður hvílir nú 30% vörugjald á innfluttum verk- smiðjukartöflum sem áður voru ívið ódýrari en þær innlendu. Talið er að þær hafi haft um það bil helmings markaðshlutdeild á móti þeim íslensku, sem koma úr Þykkvabæ og Eyjafirði. Heyrst hefur að hollenskir fram- leiðendur hafi stundað undir- boð til þessa í verðstríði við íslenska aðila. JAFNTEFLIENN ■ Að öllum líkindum hafa þeir nú teflt sína síöustu skák í Súlnasalnum þeir Karpov og Kasparov. Einvígið flyst úr Höll verkalýðsins í Hotel Sport í útjaðri Moskvu. ■ Allt tíðindalaust úr Moskvuborg þar sem sagan endalausa heldur áfram. Að- eins nokkra daga vantar uppá fjórða mánuð einvígisins og staðan enn sú sama. Jafntefli í gær og Karpov leiðir með fímm vinningum gegn aðeins einum. Heimsmeistarinn hefur ekki unnið skák síðan seinni part nóvembermánaðar. Þegar það gerðist hringdi liann til Grikklands, þar sem Ólympíu- mótið stóð yfir, og spurði hvernig veðrið væri. Hann var staðráðinn í því að mæta og tefía síðustu skákirnar fyrir hönd Sovétríkjanna. Þó einvígið sé orði langt og heldur leiðinlegt og hafi valdið skákunnendum um allan heim talsverðum vonbrigðum, skal á það minnt hér, að við þessu mátti einmitt búast. Þessir menn tapa ekki nema 2-3 skák- um á ári svo jafnteflin hljóta að verða mörg. Skák gærdagsins tók svipaða stefnu og 12. skákin. Fyrstu 15 leikirnir voru þeir sömu. Það er raunar etirtektarvert að í þann mund sem Kasparov hætti að beita Tartakower-af- brigðinu byrjaði Karpov á því. Kasparov virtist hafa heidur þægilegri stöðu lengst af en Karpov varðist vel. Þegar minnst varði tóku keppendur að þráleika. Nú er aldrei að vita nema skákirnar verði 50 talsins. Skákmennirnir virðast að nýju fastir í jafnteflisgír: 38. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 8. Be2 Bb7 9. Bxf6 (Kasparov lék 9. Hcl í 36. skákinni sem hann var nálægt því að vinna en Karpov er áreiðanlega vel undir það bú- inn að mæta þeirri leið. Kaspa- rov teflir nú eins og í 12. skákinni.) 9. .. Bxf6 10. cxd5 exd5 11. b4 c5 12. bxc5 bxc5 13. Hbl Bc6 14. 0-0 Rd7 15. Bb5 Dc7 16. Dc2 (Og hér endurbætir pilturinn taflmennsku sína frá því í 12. skákinni þar sem hann lék 16. Dd2. Munurinn virðist ekki stórvægilegur við fyrstu sýn.) 16. .. Hfd8 17. Hhcl Hab8 (Sama staðan og í 12. skákinni að því undanskildu að hvíta drottningin var á d2.) 18. a4 (Styrkir drottninguna í sessi á b5 en athyglisverður möguleiki var 18. Da4.) 18... Dd6 19. dxc5 Rxc5 20. Bxc6 Dxc6 21. Rb5 Be7 (Hvítur virðist hafa örlítið frumkvæði í stöðunni en Karp- ov verst að vanda af miklu öryggi.) 22. Df5 De8 23. Re5 Hb7 24. Rd4 Hc7 25. Rb5 Hb7 Framkvæmda- stjóri NT: Lætur af störfum 9.6/10 ■ Sigurður Skagfjörð Sig- urðsson lætur í dag af störf- um sem framkvæmdastjóri NT. Hann hefur gegnt þessu starfi síðan Nútíminn hf. tók við rekstri blaðsins og nafni þess og skipulagi öllu var breytt. Sigurður lætur af störfum að eigin ósk og hefur stjórn Nútímans hf. orðið við lausnarbeiðni hans. Starfsfólk NT þakkar Sig- urði Skagfjörð samstarfið og óskar honum heilla og vel- farnaðar á nýjum starfsvett- vangi. ■ Sigurður Skagfjörð Sigurðs- son. abcdefgh - og hér var samið jafntefli.' Þau eru nú orðin 32 talsins. Staðan í einvíginu: Karpov 5(21) Kasparov 1(17) 39. skákin verður að líkind- um tefld á mánudaginn. . Helgi Olafsson skrifar umskák

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.