NT - 05.01.1985, Blaðsíða 3

NT - 05.01.1985, Blaðsíða 3
IU' Laugardagur 5. janúar 1985 Flugleiðir: Viðskipti SÍS og Kaffibrennslu Akureyrar fyrir dómstólana? Fengu allir kaffi- innflytjendur bónus? Fá undanþágu frá hávaða- reglum í USA ■ Verðlagsstofnun og Gjald- eyriseftirlitið hafa nú til um- sagnar skýrslu sem unnin hefur verið á vegum skattrannsóknar- stjóra um viðskipti SÍS og Kaffi- brennslu Akureyrar hf. á árun- Rafmagn hækkar - um tæp 20% ■ Fyrsta janúar s.l. hækkaði smásöluverð á raforku frá Rafmagnsveit- um ríkisins um 16-20%. Rafmagnsverð hefur verið óbreytt frá því í ágúst 1983 og segir í frétta- tilkynningu frá Rafmagns- veitunum að ekki hafi ver- ið hægt að komast hjá því að hækka rafmagnsverð nú, m.a. vegna verðhækk- ana á raforku frá Lands- virkjun, en heildsöluverð hefur hækkaö um samtals 19.7% á þessu tímabili. um 1979-1981. SlS og KEA á Akureyri eiga 98% hlutafjár í Kaffibrennslunni og skipta þeim með sér til helminga, en ein- staklingar eiga 2%. SÍS flytur inn kaffið fyrir Kaffibrennsluna í gegnum norræn samvinnufyr- irtæki, NAF. Af rannsókninni má ráða að SÍS hafi ekki endur- greitt Kaffibrennslunni afslátt eða bónus, sem seljendur í Brasilíu veittu. heldur fært sem eign í eigin bókhald. Er talið að um sé að ræða samtals 500 þús. $. Hjá verðlagsstjóra fengust þær upplýsingar í gær að ekki væri af hálfu stofnunarinnar litið svo á að um verðlagsbrot liafi verið að ræða þar sem á þessum árum hafði ávallt verið farið eftir gögnum annars kaffiinn- flytjanda, O. Johnson & Kaaber við verðákvarðanir. Framkvæmdastjóri O. John- son & Kaaber, Ólafur Jónsson, vildi ekki tjá sig um þctta mál í gær, en sagði að afslættir eða bónusar hefðu verið í boði á þessum árum í mismiklum mæli. Samkvæmt heimildum NT hefur svokölluðum Non-mem- ber löndum verið boðnir þessir afslættir sem hafa verið mjög mismunandi háir undanfarin ár. Non-member löndin eru lönd sem ekki eru í samtökum kaffi- innflutningsríkja og má þar nefna ísland og austantjalds- löndin. Aðildarlöndin hafa hins vegar forgang um kaffikaup. Munu þessar bónusgreiðslur hafa vakið urg meðal þeirra og er búist við að þær verði alveg felldar niður nú á næstunni. Reiknað er með því að sak- sóknaraembættið fái gögn máls- ins í hendurnar seinna í þessum mánuði til ákvörðunar um hvort það verði sótt fyrir dómstólum. ■ Hljóðdeyfar sem Flug- leiðir hafa pantað á flugvél- ar sínar vegna nýrra reglna í New York um hávaða- mengun verða væntanlega tilbúnir næsta haust. Þangað til mun félagið nota DC 8-71 flugvél sem það hefur tekið á leigu til cins árs, og einnig eigin vélar að svo miklu leyti sem undanþága leyfir. í samtali við Sæmund Guðvinsson í gær kom fram að Ijóst er að félagið fær undanþágur frá hinuni nýju reglum, en ekki hefur endanlega verið gengið frá að hversu miklu leyti. Félagið mun um miðjan mánuð hætta Nigeríuflugi sínu og sagði Sæmundur að ekki væri nvtt vcrkefni í bígerð. Hann sagði að aukning yrði á flugi félags- ins á komandi sumri, og aðvbætt yrði við þotu í Evrópuflug félagsins. Þá væri möguleiki á að Amer- íkuflugið yröi aukið eitthvað. Kæra NT á hendur borgaryfirvalda: Send Hollustuvernd ins til álits og umsagnar ríkis ■ Ríkissaksóknari hefur sent Hollustuvernd ríkisins kæru NT, vegna meintra brota borg- ar- og heilbrigðisyfirvalda í Reykjavík á ákvæðum 61. greinar heilbrigðisreglugerðar, til álits og umsagnar. Að sögn Péturs Guðgeirsson- ar, fulltrúa ríkissaksóknara, munu þeir bíða átekta með frekari rannsókn málsins þar til umsögn Hollustuverndar hefur borist, en óvíst er hversu langan tíma tekur að útbúa hana. Málsatvik eru þau að seinni partinn í haust gerðu blaða- menn Helgarblaðs NT könnun á frágangi skólplagna í fjörum borgarlandsins og hugsanlegri mengun á því svæði. Við athug- un kom í Ijós að reglugerð um að skólp skuli leitt út fyrir stórstraumsfjöruborð er ekki fullnægt og er mengun í fjörum Reykjavíkur veruleg. Heil- brigði borgarbúa, sérstaklega þeirra sem búa nálægt sjó, er því stefnt í hættu auk þess sem af slíkri mengun skapast bæði óþægindi og vanlíðan. Var málið kært til ríkissak- sóknara með bréfi dagsettu 7.12. 1984 og vísað til laga frá 1981 um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit er mæla fyrir um meðferð opinberra mála. NT-myndir: Róbert og Árni Sæberg Fjórða janúarveðrið ■ Hvort er 4. janúar nafn á sumardegi eða vetrardegi? Myndirnar hér að ofan gefa tilefni til efasemda. Stuttur sól- argangur þessa dagana sannfær- ir okkur þó um að árstíminn tilheyri vetri konungi. Myndirnar hér að ofan eru teknar á sama stað í Breiðholt- inu í gær og 4. janúar í fyrra. Sjálfsagt hafa fáir reiknað með þessu sumarveðri í höfuð- borginni í gær-, eftir reynsluna af snarbrjáluðu veðri 4. janúar tveggja undanfarinna ára. Raunvextir 25% í mínus í desember ■ Lækkun úr 10% raunvöxt- urn í byrjun árs 1984 og niður í 25% neiícvæða raunvexti í des- embcr s.l. er í stuttu máli þróun- in sem orðið hefur á raunvöxt- um almennra sparisjóðsbóka á síðasta ári, samkvæmt Hagtöl- um Seðlabankans. Vegna gífur- lega aukinnar verðbólgu nú síð- ustu mánuðina hafa raunvextir á almennum sparisjóðsbókum og öðru óverðtryggðu fé hrapað niður frá því í haust. Vextir á almennum sparisjóðsbókum hafa síðustu mánuðina verið 17%, sem kunnugt er, þar til þeir hækkuðu um 7% nú um áramótin. Til að meta raunvexti segist Seðlabankinn nota verðlags- mælikvarða byggðan á miðsettri lánskjaravísitölu á fjögurra Þakkir frá Mæðra- styrks- nefnd ■ Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þakkar inni- lega öllum þeim sem styrkt hafa nefndina með fram- lögum. Án þess væri okk- ur ekki kleift að starfa. Fyrir hönd Jólasöfnunar Mæðrastyrksnefndar, Guðrún Runólfsdóttir. mánaða tímabili. Slík lækkun raunvaxta sem nú hefur átt sér staö segir Seðlabankinn að reynslan sýni að dragi úr inn- lánamyndun og leiði til gjald- eyrisútstreymis. 25- Dærni um vexti -Meöaltaisvextir í mánuði- Óverðtryggö skuldabréf 20- P 1 Almennar spari- sjóösbækur ■ Þróun meðaltalsvaxta á mánuði samkvæmt mynd úr Hagtölum Seðlabankans, en þar sést að raunvextir almennra sparisjóðsbóka fóru niður í 25% í mínus í desember s.l. eftir að hafa verið jákvæðir um 10% í upphafi ársins. Á myndinni miðar Seðlabankinn við óbreytta vexti frá því sem þeir voru í nóvember. Vextir á óverðtryggðum innlánum hækkuðu hins vegar nú um áramótin, þannig að forsendur hafa breyst nokkuð frá því sem Seðlabankinn gerði ráð fyrir nú næstu mánuði, þ.e. að raunvextir ættu ekki að verða eins neikvæðir og þar er gert ráð fyrir. Heila línan (sú efri á myndinni) sýnir þróun raunvaxta á óverðtryggðum skuldabréfum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.