NT - 05.01.1985, Page 6
Laugardagur 5. janúar 1985 6
Frelsið þarf að njóta verndar
gegn óteljandi gömmum
Gammafjóld
■ í byrjun hins fræga rits
Johns Stuarts Mill um frelsið
er það rifjað upp, að í fornöld
liafi staðið barátta milli þegn-
anna eða nokkurra stétta
þeirra á aðra hlið og stjórncnd-
anna á hina. Þá var frelsið
túlkað sem vernd gegn harð-
stjórn drottnendanna. Enginn
þorði, og ef til vill óskaði
heldur enginn, segir Mill, að
vefengja rétt drottnendanna
til valdsins, en mcnn vildu
reisa þær skorður, er föng voru
á, gegn því að þeir misbeittu
valdi sínu,
Eftir að hafa rifjað þetta
upp kemst Mill svo að orði
(þýðing Jóns Ólafssonar í út-
gáfu Þjóðvinafélagsins 1886):
„Vald þeirra var álitið nauð-
synlegt, en jafnframt mjög
hættulegt", eins og vopn, er
þeir væri eigi að síður vísir til
að beita gegn þegnum sínum,
heldur en gegn útlendum óvin-
um. Til þess að afstýra því, að
óteljandi hrægammar legðust
með ránskap á liina veikari
félagslimi, þá var það nauðsyn-
legt aö til væri rándýr nokkurt
sterkara cn öll hin, er hefði
það starf á hendi að halda
þeim í skefjum. En með því að
konungur gamanna rnundi
ekki ógjarnari á aö sýna hjörð-
inni ránskap, heldur en liver
hinna smærri ránfugla, þá væri
nauðsynlegt að vera jafnan
vígbúinn til varnar gegn nefi
hans og klóm.“
í þýöingu þeirra Jóns Hnef-
ils Aðalsteinssonar og Þorsteins
Gylfasonar sem út kom 1978,
er þetta orðað á þessa leið:
„Valdið var álitið óhjá-
kvæmilegt, en einnig mjög
hættulegt. Það var eins og
vopn, sem valdhafarnir gátu
beitt gegn þegnum sínum engu
síðuren ytri fjandmönnum. Ef
hinirpastursminni þegnarsam-
félagsins áttu ekki að verða
gammafjöld ;tö bráð, hlaut
cinn ráníuglinn að vera hinurn
voldugri og hafa umboö til að
halda þeim í skefjum. En kon-
ungur gammanna gat átt það til
að ráðast á hjörðina engu síður
en minni ránfuglarnir. Því
hlutu menn sífellt að vera á
verði gegn klóm hans og
kjafti."
Hlutverk ríkisvalds, hvort
heldur það cr í höndum ein-
ræðisherra eða lýðræðisstjórn-
ar. verður tæpast skýrt betur.
Hlutverk þess er að tryggja
frelsi og rétt þegnanna fyrir
hinum yfirgangssömu einstakl-
ingum eða þrýstihópum, sem
ætla sér meiri og stærri hlut en
öðrum. Sú hætta vofir hins
vegar yfir ríkisvaldinu að ætla
sér of mikið vald og beita
þegnana þeim yfirgangi, sem
því er ætlað að afstýra af hálfu
hinna gammanna.
Mesta spurning mann-
lífsins
Hér kemur til sögunnar það
vandmál, sem er óleyst enn og
veröur ef til vill aldrei leyst.
Það er að finna mörkin milli
valds ríkisins og réttinda þegn-
anna. John Stuart Mill lýsir
þessu svo í þýðingu þeirra Jóns
Hnefils og Þorsteins:
„Hvar á að setja mörkin?
Hvcr eru réttu hlutföllin milli
einstaklingsfrelsis ; og félags-
legs aðhalds? Allt, sem gefur
lífi einstaklingsins gildi, veltur
á því að athafnafrelsi annarra
hafi verið takmörk sett. Því
verður að setja ýmsar siðaregl-
ur, annað hvort með lögum
eða með almenningsáliti, þeg-
ar aðstæður henta ekki til laga-
setningar. Mestaspurningmann-
lífsins er hverjar þessar reglur
skuli vera. En þessi spurning
er í hópi þeirra, sem hvað
örðugast hefur reynst að svara
nema í örfáum augljósum til-
vikum."
í þýðingu Jón Ólafssonar
hljóðar þetta á þennan veg:
„Allt það, sem gjörir hverj-
um manni lífið dýrmætt. er
undir því komið, að lögð séu
nokkur bönd á hegðanafrelsi
annarra manna. Nokkrar
hegðanareglur verður því að
setja, fyrst og fremst með
logum, og með almenningsáliti
í mörgum tilfellum, sem svo
eru löguð, að lög ná þar ekki
til. Hvað vera skuli efni þess-
ara reglna, það er stórvægilegt
aðalatriði í skipulagi mannlegs
félags. En ef vér undan tökum
fá ein auðráðnustu tilfelli, þá
er þetta eitt af þeim atriðum,
þar sem menn eiga hvað lengst
í land og komast að nokkurri
fastri niðurstöðu."
Þetta sagði Mill fyrir meira
en 120 árum. Þótt margt hafi
breyst og margt verið reynt á
þessum tíma, er áðurnefnt við-
fangsefni raunar jafn óleyst
nú og þá.
24 milljarðar
Stjórnmálabaráttan í flest-
um löndum hefur þó öðru
fremur snúist um þessi mörk,
sem setja skal til að tryggja
frelsið og eiga jafnt að verja
það fyrir hinurn óteljandi
gömmum, sem Ieggjast á hina
pastursminni, og ofurvaldi og
misbeitingu ríkisvaldsins.
Hættan er annars vegar sú,
að ríkið geti gerst mesti rán-
Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi:
Einokunarvald Sjálf-
stæðisflokksins aukið
Breytingar á stjórnkerfi borgarinnar
Einokunarvald
■ Á síðasta fundi borgar-
stjórnar á því herrans ári 1984,
sem haldinn var 20. desember
sl. voru samþykktar stjórn-
kerfisbreytingar, sem marka
þáttaskil: þær stefna að því að
styrkja enn frekar einokunar-
vald Sjálfstæðisflokksins í
borginni. Formaður stjórn-
kerfisnefndar, Markús Örn
Antonsson, kynnti tillögur
meirihlutans í borgarstjórn 6.
desember og lagði sérstaka
áherslu á bætt tengsl við borg-
arbúa og fór um þau mörgurn
fögrum orðum. Þetta var klók-
indalega gert í því augnamiði
að breiða yfir raunveruleg
áform sjálfstæðismanna sem
cr samþjöppun valds í hendur
fárra. Á þeim fundi sagði
Kristján Benediktsson borg-
arfulltrúi að tvennt einkenndi
þessar tillögur meirihlutans: I
fyrsta lagi væri vald borgar-
stjóra aukið en minnkað vald
borgarfullt'rúa og í öðru lagi að
séð væri til þess að þeir flokkar
sem ættu fáa fulltrúa í borgar-
stjórn hefðu sem minnstan að-
gang að borgarmálum. Vissu-
lega er þetta stórt spor aftur á
bak. Tveir flokkar, Framsókn-
arflokkur og Alþýðuflokkur,
áttu ekki fulltrúa í þessari
stjórnkerfisnefnd, en við kom-
um með nokkrar breytingatil-
lögur til viðbótar við þær sem
komu fram í stjórnkerfisnefnd-
inni.
Ég mun nú gera grein fyrir
afstöðu okkar borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins til þess-
ara stjórnkerfisbreytinga og
annarra tillagna.
Vald borgarstjóra aukið
Fyrst ber að nefna nýja grein
þess efnis að borgarstjórn geti
ákveðið að bera einstök mál
undir atkvæði borgarbúa, en
niðurstöður slíkrar atkvæða-
greiðslu séu ekki bindandi fyrir
borgarfulltrúa. Þessari sam-
þykkt fögnum við en hún var á
stefnuskrá Framsóknarflokks-
ins fyrir síðustu kosningar og
flutt af okkur í borgarstjórn í
upphafi þessa kjörtímabils og
vísað til stjórnkerfisnefndar.
Sjálfstæðismenn hafa ákveð-
ið að fækka fundum í borgar-
ráði. I samþykkt um stjórn
Reykjavíkurborgar frá 1964
stendur að borgarráð skuli
halda fund að jafnaði tvisvar í
viku. Borgarráð fer með fram-
kvæmdastjórn borgarmála
ásamt borgarstjóra skv. sant-
þykkt um stjórn borgarinnar.
Sú staðreynd að nú hefur verið
samþykkt að í stað orðanna að
jafnaði 2 í viku komi að jafnaði
1 sinni í viku er talandi dæmi
um það að færa á meira vald til
borgarstjóra og embættis-
manna lians. Þessu mótmælt-
um við harðlega. Hins vegar er
til bóta nýtt ákvæði þess efnis
að borgarstjórn auglýsi eftir
ábendingum frá borgarbúum
við undirbúning fjárhagsáætl-
unar. Þetta atriði er reyndar
staðfesting á því sem gert hefur
verið síðustu árin.
Við gerðum að tillögu okkar
að formenn ráða og nefnda
ættu rétt á að mæta í borgar-
ráði þegar mál viðkomandi
nefnda og ráða væru tekin
fyrir. Við lítum svo á að kjörnir
fulltrúar geti litið öðrum aug-
um á mál en embættismenn og
rétt sé að sjónarmið þeirra
komi einnig fram. Þessi tillaga
náði ekki fram að ganga og er
enn ein sönnun þess að sjálf-
stæðismenn gera engan greinar-
mun á kjörnum fulltrúum í
borgarstjórn og embættis-
mönnum borgarinnar. Þá
gerðum við að tillögu okkar að
verði borgarstjórar fleiri en
einn sbr. samþykkt meirihlut-
ans verði viðhöfð hlutfalls-
kosning við val þeirra. Tillaga
okkar er fram komin til að
tryggja minnihluta meiri áhrif
því að í raun er það ekki
lýðræði að einn flokkur sé alls-
ráðandi þótt hann hafi nauman
meirihluta atkvæða að baki
sér. Minnihluti hlýtur ávallt að
hafa sinn rétt.
Borgarafundir í hverfum
Sú stjórnkerfisnefnd sem
starfaði á síðasta kjörtímabili
lagði til að haldnir yrðu borg-
arafundir úti í hverfunum. Á
þessa fundi áttu borgarfulltrú-
ar að mæta og æðstu embættis-
menn borgarinnar. Þar átti
borgarbúum að vera gefinn
kostur á því að láta í Ijós álit
sitt á borgarmálum almennt og
hagsmunamálum hlutaðeig-
andi hverfis. - Þessa tillögu
endurfluttum við. Þessi hug-
mynd fékk hins vegar nýjan
búning í meðförum meirihluta
stjórnkerfisnefndar þar sem
áhersla var lögð á einræði
borgarstjóra. Hann átti að
boða til almennra funda með
borgarbúum þar sem borgar-
málin væru kynnt og rædd.
Þessa tillögu dró borgarstjóri
til baka vegna heiftugrar gagn-
rýni en ljóst var á máli hans að
til slíkra funda myndi hann
boða engu að síður. Tillaga
okkar náði því ekki fram að
ganga en hún miðaði að lýð-
ræðislegri vinnubrögðum þar
sem fleiri sjónarmið kæmu
fram. Hins vegar er til bóta
samþykkt þess efnis að ráð og
nefndir geti boðið til funda til
að kynna hugmyndir, en slíkt
hefur reyndar viðgengist.
Samþjöppun valds
Þá er komið að því að fjalla
um ráð og nefndir. Við erum
algjörlega andvíg því að fækka
fulltrúum úr sjö í fimm eins og
samþykkt hefur verið. Þessi
fækkun þýðir að litlu flokkarn-
ir munu missa heildarsýn yfir
borgarmálefnin, þar sem þeir
munu eiga fáa fulltrúa í nefnd-
um og ráðum. Samkvæmt nú-
verandi flokkafjölda munu
tveir flokkar verða útilokaðir
frá sérhverri nefnd.
Menningarmálanefnd
Ég mun gera nokkra grein
fyrir þremur nýjum nefndum:
menningarmálanefnd Reykja-
víkurborgar, íþrótta- og tóm-
stundaráði og stjórn dagvista
barna. Þessari nýju menning-
armálanefnd er ætlað að taka
við hlutverki fjölmargra
nefnda sem fyrir eru; stjórna
Kjarvalsstaða og Ásmundar-
safns, stjórnar Menningarmið-
stöðvar við Gerðuberg og
stjórnar Reykjavíkurviku, og
annast auk þess samskipti fyrir
borgarinnar hönd við stjórn
Sinfóníuhljómsveitar, Lista-
hátíðar og Leikhúsráðs Leik-
félags Reykjavíkur.
Ekki var hirt um að leita
umsagna viðkomandi stjórna
eða samráð haft við forstöðu-
menn og eru það forkastanleg
vinnubrögð. Svo tekið sér eitt
dæmi vakti einn fulltrúi í stjórn
Borgarbókasafns athygli á
fyrirhugaðri breytingu og sam-
þykkti þá stjórnin á fundi sín-
um 18. desember að fá tillög-
una til umsagnar. Borgarbóka-
vörður var þá að heyra þessa
frétt í fyrsta sinn. Af upptain-
ingunni má sjá að menningar-
málanefndinni er ætlað geysi-
víðtækt svið. Við borgarfulltrú-
ar Framsóknarflokksins erum
hlynntir hugmyndinni um
menningarmálanefnd en vor-
um ekki reiðubúnir að ákveða
á þessum fundi hvort verksvið
allra þessara nefnda ætti að
falla undir nefndina. Við gerð-
um því að tillögu okkar að
samþykkt yrði stofnun menn-
ingarmálanefndar en látið
liggja milli hluta verksvið
hennar en borgarráði falið að
skipa sérstaka nefnd til að
semja drög að samþykkt fyrir
nefndina. Tillagan var felld.
Margt er óljóst og þyrfti að
skoða nánar. Verður t.d. ráð-
inn menningarmálastjóri og
verða þá núverandi forstöðu-
menn deildarstjórar hans? Þá
þarf að taka skýra afstöðu til
þess hvernig unnið verður að
t'járhagsáætlun menningarmála-
nefndarinnar, hvort einstakir
þættir menningarmála verða
aðgreindir eins og nú er eða
settir í einn pakka. Slíkt yrði
skref aftur á bak.
iþrótta- og tómstundaráð
Við erum á sama hátt sam-
þykk hugmyndinni um að
íþróttaráð og æskulýðsráð
sameinist í íþrótta- og tóm-
stundaráð. Þessi hugmynd var
sett fram í stjórnkerfisnefnd á
síðasta kjörtímabili. Slík
nefnd starfar í Kópavogi og
hefur gefist vel. Hins vegar
gátum við ekki stutt tillöguna
nú þar sem aðeins verða fimm
fulltrúar í nefndinni (hér er í
raun um helmings fækkun full-
trúa að ræða).
Dagvistarmál
Það skýtur nokkuð skökku
við í þeirri samþjöppunar- og
fækkunaráráttu sem kemur
fram í tillögum meirihlutans
að aðgreina á dagvistarmál frá
félagsmálum. í ræðu formanns
stjórnkerfisnefndar komu
fram þau rök að þessi mála-
flokkur væri orðinn svo um-
fangsmikill að það réttlætti að-
greiningu. Því er til að svara að
í stórborgum Norðurlanda til-
heyra dagvistarmál félagsmál-
um og heyra undir félagsmála-
ráð viðkomandi borga. Raun-
veruleg ástæða er hins vegar sú
að Barnavinafélagið Sumar-
gjöf sá um rekstur heimilanna
allt til ársins 1978 og hefur
starfsfólk aldrei aðlagast eða
sætt sig fyllilega við breyting-
una. Þetta er því fyrst og
fremst tilfinningamál en ekki
stjórnsýsluþáttur, og skal ekki
gert lítið úr því. Eftir að félags-
málaráð í umboði borgar-
stjórnar tók við rekstrinum var
unnið að ýmsum samræm-
ingarverkefnum á síðasta
kjörtímabili, t.d. var eftirlit
með dagvistun á einkaheimil-
um fært undir dagvistardeild-
ina svo og starfsemi gæsluvall-
anna. - Það þarf aukið ijár-