NT - 05.01.1985, Síða 7
fuglinn. En jafn hættulegt er
einnig, að ríkisvaldið verði svo
veikt og afskiptalítið. að það
geti ekki haldið hinum gömm-
unum í skefjum. Það fná ekki
slaka svo mikið á stjórnsem-
inni að það gefi gömmunum
frjálsan tauminn.
Þetta reyndi þjóðin á vissan
hátt á hinum svonefndu ný-
sköpunarárum, á árunum
1944-1946. Þegar ný ríkisstjórn
kom til valda haustið 1944. átti
þjóðin inneign erlendis, sem
nam um 600 milljónum doll-
ara, en það svarar til 24 millj-
arða íslenskra króna í dag.
Hin nýja ríkisstjórn fylgdi
algerri frjálsræðisstefnu í við-
skipta- og peningamálum.
Gammarnir notuðu sér fljótt
tækifærið. Hvers konar brask
og sukk magnaðist á flestan
hátt. Eftir að stjórnin hafði
farið með völd í tvö ár, var
ekki aðeins búið að eyða allri
inneign þjóðarinnar erlendis,
heldur var hún búin að safna
miklum skuldum erlendis. Af-
leiðingin varð sú að grípa varð
til ströngustu skömmtunar á
mörgum nauðsynjavörum.
Vafasamt er þó að það hefði
bjargað þjóðinni t’rá gjald-
þroti, ef Marshallhjálpin hefði
ekki komið til.
Að takmörkuðu leyti virðist
þessi saga hafa cndurtekið sig
á síðasta ári. Dregið var of
skyndilega úr höftum á ýmsum
viðskiptum og þjónustustarf-
semi. Gammarnir fóru enn á
kreik. Hvers konar brask
blómstraði og leiddi af sér
magn í dagvistarmálin en
skipulagsvinna um uppbygg-
ingu dagvistarheimila og innra
starf hefur verið unnin þótt
slíkt þurfi að sjálfsögðu að
endurskoða reglulega.
Fækkun borgarfulltrúa
tímaskekkja
Varðandi tillögur annarra
flokka þá studdum við flestar
tillögur Alþýðubandalagsins
nema tillögur þeirra um
hverfaskiptingu og hverfa-
stjórnir. Margar þessartillögur
voru ræddar ítarlega á síðasta
kjörtímabili. Fyrstar skulu
nefndar tillögur um 21 borgar-
fulltrúa og sjö borgarráðsfull-
trúa. Það er fáránleg tíma-
skekkja að Itafa borgarfulltrúa
15,jafnmarga og 1907. Borgar-
búum hefur fjölgað um sjötíu
þúsund á þessu tímabili. Mark-
miðið með fjölgun borgarfull-
trúa í 21 var að sjálfsögðu að
auka lýðræði og valddreifingu
og tryggja að þar kæmu fram
sem fjölbreytilegust sjónarmið
og vandaðri vinnubrögð. Mið-
að við 15 fulltrúa þarf 3400
atkvæði á bak við hvern þeirra
í stað 2400 núna. En 15 borg-
arfulltrúar geta samkvæmt út-
reikningi tryggt Sjálfstæðis-
flokknum meirihluta með
minnihluta atkvæða eða 44.5%
ef mótframboðin eru fjögur.
Fækkun borgarfulltrúa er því
ntikið hagsmunamál fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, mikiðstórmál.
Tillaga Alþýðubandalagsins
að ráða forstöðumenn stofn-
ana til ákveðins tíma. fyrst til
5-6 ára og endurráða í 2-3 ár í
senn svo og æðstu yfirmenn
borgarinnar til jafnlengdar
kjörtímabils, eins og eðlilegt
má teljast, náðu ekki fram að
ganga. Með því að hunsa þær
geta sjálfstæðismenn á vissan
hátt viðhaldið stöðu sinni og
völdum íborgarkerfinu í gegn-
um embættismannakerfið þótt
þeir misstu meirihlutann.
Ástæðan fyrir því að við
studdum ekki stofnun hverfa-
stjórna er sú að við teljum að
þær myndu auka yfirbygging-
una með fjölgun skrifstofa og
fjölgun starfsfólks. Við styðj-
um hins vegar heils hugar góða
samvinnu og samráð við íbúa
hverfa. Við erum hins vegar
sammála því að borgarfulltrú-
ar fengju skárri starfsaðstöðu.
Eins og nú háttar hafa almenn-
• \ K 1
Laugardagur 5. janúar 1985 7
■ John Stuart Mill
þenslu og öfugstreymi í fjár-
festingu. Halli varð miklu
meiri á utanríkisviðskiptum en
nokkurn hafði órað fyrir.
Haldi þessu áfram er ekki annað
sjáanlegt en aö hér bíði fram-
undan nýtt skömmtunartíma-
bil, líkt og á árunum I947-
1949. Þannig fer oftast þegar
frjálsræðinu er gefinn of laus
taumurinn.
Hinu cr ekki að neita, aö
margir hafa makað vel krókinn
á þessu háttalagi. Misskipting
tekna og eigna hefur aukist í
þjóðfélaginu. Þetta leiddi til
verkfallsins mikla í haust, þótt
aðrar leiðir hefðuverið betri til
að draga úr misskiptingunni en
óraunhæf kauphækkun.
Stjórnsemi eða stjórn-
ieysi
Þrátt fyrir þessa reynslu,
magnast þær kenningar að
leiðin út úr vandanum sé að
auka frjálsræðiö m.a. með
frjálsum vöxtum. sem aðöllum
líkindum myndi leiða til þess,
að fjármagnið rynni mest til
ýntissar braskstarfsemi, sem
getur gefið af sér skjótan arð,
en styrkir ekki þjóðarbúið á
neinn hátt nemasíðursé. Þetta
myndi skapa hreint stjörnleysi
í peningamálum.
Ef við viljum viðhalda raun-
verulegu frelsi. mcgum við
ekki glevma því, að algert
frjálsræði leiðir til stjórnleysis,
sent endar með höftum og
ofstjórn. Þjóöin þarfnast nú
alls annárs cn stjórnleysis. sem
gefur bröskurum og þrýstihóp-
um frjálsan tauminn.
Eins og ástatt er. þörfnumst
við fremur meiri stjórnsemi en
meira stjórnleysis, þess vegna
má ekki veikja ríkisvaldið svo,
að hinir smærri gammar -
braskarar og þrýstihópar - geti
farið sínu fram.
Sá vandi. sem biður þjóðar-
innar á nýju ári. verður ekki
leystur með stjórnleysi hins
algera frjálsræðis, sem fitar
gammana. Hann verður að
leysa með stjórnsemi með hag
og frelsi hinna máttarminni í
huga og styrkja á þeim grund-
velli efnahagslcgt frelsi þjóðar-
innar, sem vissulega er í hættu.
■ Borgarfulltrúar ráða ráðum sínum.
ir borgarfulltrúar aðgang að
einu herbergi með einum síma
og ritvél.
Sjö borgarstjórar
og kvennaráð
Tillögur borgarfulltrúa
Kvennaframboðsins eru
skemmtilega fráburgðnar tillög-
um annarra flokka. Miðað við
núverandi skipan mála er
Kvennaframboðið svo rausn-
arlegt við borgarfulltrúa meiri-
hlutans að vilja gera sjö þeirra
að borgarstjórum, þar sem þær
gera að tillögu sinni að for-
nienn ráðanna gegni því starfi
einvörðungu. Hins vegar gera
þær ráð fyrir að kvennaráð
verði yfir þeim þar sem það
ætti að hafa eftirlitsskyldu
gagnvart ráðunum sjö en í
kvennaráðinu ætti reyndar
aðeins ein sjálfstæðiskona sæti.
skv. hugmyndum Kvenna-
framboðsins. Við borgarfull-
trúar Framsóknarflokksins lít-
um á tillögur Kvennafram-
boðsins sent sjálfstæða hcild
og sátum því hjá við afgreiðslu
þeirra. Kvennaráðið finnst
ntér skemmtileg auglýsinga-
brclla en úr tengslum við raun-
veruleikann. Nær væri að
styrkja jafnréttisnefnd borgar-
innar svo hún risi undir nafni.
En hún býr við kröpp kjör.
fjárvana án starfsmanns eða
starfsaðstööu, er hreint í lausu
lofti. í frumvarpi til laga unt
jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla segir í 14.
grein. ..I kaupstöðum og ann-
ars staðar sem því veröur við
komið skal skipa jafnréttis-
nefndir og skulu þær Itafa með
höndum jafnréttismál innan
síns sveitarfélags."
Varðandi tillögur Alþýöu-
flokksins studdum við tillögu
um verksviö borgarstjóra að
hann annist könnunarviðræður
fyrir hönd börgarstjórnar svo
og samningaviöræður að fcng-
inni heimild borgarráðs eða
borgarstjórnar.
Stórmál
Það sem einkennir breyt-
ingatillögur meirihlutans er
fyrst og frcmst samþjöppun
valds. Vegiö er að flokkum
sem eiga fáa borgarfulltrúa
með því að fækka borgarfulltrú-
um, fækka fundum í borgar-
ráði, fækka nefndum, og ekki
síst nteð því að fækka fulltrú-
um í nefndum og ráðum.
En fulltrúar meirihlutans
halda því blygðunarlaust fram
aö tillögur þeirra auki lýðræðið
í borginni í því augnamiði að
kasta ryki í augum almcnnings.
Suntar samþykktir þeirra eru
til bóta en þær eru léttvægar á
móts við þá gífurlegu sam-
þjöppun valds sem flestar
breytingarnar hafa í för með
sér. Hér er stórmál á feröinni,
sem borgarbúar ættu aö kynna
sér vel og hugleiða. Er það
þetta sem Reykvíkingar vilja?
Bókun borgarfulltrúa Framsóknarflokksins
Borgarfulltrúar Fram-
sóknarflokks óskuðu bókað:
Það sem einkennir tillögur
Sjálfstæðismanna um breyt-
ingar á samþykkt um stjórn
Reykjavíkurborgar er, að
meira vald er fært í hendur
fárra. Dregið ér úr áhrifunt
borgarfulltrúa, en aukið vald
borgarstjóra. Þetta er gert
með fækkun borgarfulltrúa
úr 21 í 15. en það er sama
fulltrúatala og árið 1907,
með fækkun funda í borgar-
ráöi. sem færir aukið vald til
borgarstjóra og cmbættis-
manna lians, nteð fækkun
nefnda og ráða og síðast en
ckki síst með fækkun fulltrúa
í nefndum og ráðum. Meö
þessu er séð til þess. að þeir
flokkar, sem hafa fáa full-
trúa. liafi sem minnstan að-
gang aö borgarmálum og
missi heildarsýn yfir þau. Við
teljum þessa samþjöppun
valds einræðislega og stórt
spor aftur á bak. 15 borgar-
fulltrúar geta hins vcgar
tryggt Sjálfstæðisflokknum
meirihlutavald í borgarstjórn
með minnihlutaaikvæöa séu
mótframboðin fjögur.
Við lýsum andstöðu okkar
og andúð á þeirri grundvall-
arstefnu, sem kemur fram í
tillögum meirihlutans.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Framkvæmdastj.: Siguröur Skagfjörö Sigurðsson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknislj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Slðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritsljórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Veruleikinn á Islandi
■ í áramótaávarpi sínu minntist útvarpsstjóri á hugtakið
íslenskan vcruleika og saknaði þess að það er æ sjaldnar
notað. Hann lét í ljósi ugg um að svo kynni að fara að
íslendingar glati tungu sinni og menningararfleifð. Þetta
hugboð á því miður viö gild rök að styðjast. Verulcikinn
á íslandi er aö vcrða alþjóðlegur.
Á tímum mikilla umbyltinga, tækniframfara og þjóð-
flutninga og ekki síst yfirþyrmandi ásókn alþjóðlegra
fjölmiðla er menningu og tungu lítillar þjóðar hætt. I þessu
umróti öllu er hugtökum brenglað. Nýjungagirni er kölluð
framfarir og aö gapa við hvcrju tískutildri cr kallað á
nútímamáli, að fylgjast meö tímanum.
í fyrrgreindu ávarpi var vikið að hlutverki og ábyrgð
Ríkisútvarpsins. Ekki skal úr því dregið cn spurning er
hvort þessi mikilvæga stofnun sinnir því hlutverki sem
skyldi, að varðveita og efla íslenska menningu og tungu.
Sérstök útvarpsstöð cr til þess stofnuð að flytja hingað
þynnkuna úr engilsaxneskri menningu og er (íðagotið við
þann starfa svo mikið að vart líða nema nokkrar
klukkustundir frá því að fjárplógsfyrirtæki í London eða
New York tilkynna um hvareinhvergaddavírsmúsik hefur
lent á svokölluðum vinsældalistum, að sá úrskurður cr
orðinn að íslenskum veruleika. Málfar og framburður
orða og selningarhluta íslensku jókeranna scm flytja
fagnaðarboðskapinn er að fyrirmynd brcskra og banda-
rískra starfsbræðra þeirra.
Yngra starfsfólk ríkisfjölmiðlanna er vel flest mcnntað
á erlendri grund. Pað ber ekki að lasta. En ankannalegt
er að heyra allt í einu vandaðan eriendan framburð á
erlcnduni nöfnum þcgar verið cr að burðast við að tala
íslensku. Borgarnöfn á meginlandi Evrópu eru iðulega
skrifuð og flutt aðenskum hætti. Fyrir kemur að ekki þykir
taka að íslenska ensk orð. Dæmi: í íslenskum texta með
enskri fréttaskýringamynd voru áhorfendur fræddir á að
kcrosene væri aðalljósmetið í tilteknu landi. Til skamms
tíma vissi hver islendingur hvað steinolía er.
Bandarísku áhrifin berast með undrahraöa, og vissir
þjóðfélagshópar taka viö þeim eins og þurr svampur vatni.
Fyrir nokkru varð til „skrykkur" í fátækrahverfum stór-
borga Ameríku. íslensk börn voru óðarfarin að iðka þessa
skemmtan, plötur og hljómsnældur sem þcssu tilheyra
voru óðar á markaði og auðvitað sáu kaupahéðnar um
að viðeigandi klæðnaöur væri til sölu. Kunnáttufólk í
faginu var fengiö til að íslcnsku börnin lærðu þessa íþrótt
fljótt, vel og milliliðalaust.
S.l. sunnudag brá svo við aö Reykjavíkurbréf Morgun-
blaðsins var helgað aðvörunarorðum um áhrif engilsaxn-
eskrar menningar á íslcnskt þjóðlíf og menningararf. Þar
voru engin ný sannindi flutt en fjallað um málið af
skarpskyggni oggóðri yfirsýn. Bent var á hve yfirþyrmandi
engilsaxnesku áhrifin eru, og að þau eru í reynd alþjóðleg.
Ef enginn hefur vilja, getu eða kjark til að spyrna við fótum
mun íslcnsk arfleifð sogast inn í hringiðu alþjóðlegra
strauma og þaðan er ckki afturkvæmt. Morgunblaðiö er
voldugur fjölmiðill og það er gleðiefni að þar skuli tekinn
upp hinn íslenski málstaður en á þcim bæ hefur oft viijað
brenna við takmarkalítil og gagnrýnislaus aðdáun á öllu
því sem berst austur um haf frá bandarískum menningar-
heimi seni er bæði voldugur og ágengur. Hafi höfundur
Reykjavíkurbréfs þökk fyrir framlag sitt.
Ekki ber svo að skilja að æskilegt sé að íslendingar taki
upp einangrunarstefnu eða afturhaldsaman þjóðernis-
rembing. Þvert á móti er nauðsynlegt að hafa útsýn til
umheimsins og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. En við
eigum að hafa vit á að kunna að velja og hafna, og hafa
skjái okkar opna til fleiri átta.
Ef íslensk tunga glatast vegna ofmenntunar og rang-
hugmynda unr hvað í því felst að fylgjast með tímanum,
er stutt í að þjóðernið fari sinn veg og þar með sjálfstæðið.
Eigi íslendingar að koma fram með reisn gagnvart
sjálfum sér og öðrum þjóðum verðum við að vernda
tunguna og þjóðernið. Að öðrum kosti eigum við ekki
skilið að kalla okkur sjálfstæða þjóð. Með því móti einu
getum við borið höfuðið hátt og haldið virðingu meðal
þjóðanna.
Sú harmafregn hefur borist að Oddný Guðmundsdóttir
er látin.