NT


NT - 05.01.1985, Side 8

NT - 05.01.1985, Side 8
LeBon ekki í ess- inu sínu Duran Duran - Arena Parla- phone/Fálkinn ■ Það merkilegasta við þessa síðustu plötu Duran Duran flokksins finnst mér vera áber- andi raddleysi og óöryggi Simon Le Bon, söngvara flokksins. Kannski er um að kenna ótrúlegri yfirferð mannsins um svið hljómleika- salanna, en hvað sem því líður þá hangir maðurinn í flestum háum tónum auk þess að vera falskur hér og þar inn á milli. Simon er með ágæta rödd en eitthvað er hreinleiki raddar hans á hraðri niðurleið. Um- sögn um þessa plötu eins og aðrar verður stutt vegna pláss- leysis og skæðadrífu breið- skífna yfir hljómplötugagnrýn- endur sem varla hafa við þessa dagana. Lögin á Arena, en svo heitir þessi plata, eru öll í eldri kantinum, nema Wild Boys, sem tröllriðið hefur vinsældar- listum víða um heim. Meðal laga má nefna Is there som- thing I should know?, Hungry like the wolf og Save a prayer, sem mér finnst langbesta lag flokksins til þessa. Þessar upp- tökur á eldri lögunum eru „live“, þ.e. teknar upp á hljómleikum víða um heim. en það heyrist varla múkk í skaranum, þannig að stemmn- ingin hverfur algerlega fyrir bí. Og hvað stendur þá eftir? Lítið sem ekkert... (2 af 10) M Frábær forsöngur Black Uhuru/ Anthem Island/Fálkinn ■ Nokkuð er um liðið síðan plata Black Uhuru, Anthem kom út en engu að síður verður nú aðeins fjallað um breiðskífuna. Black Uhuru er ein besta reggí- sveit heims, á því leikur enginn vafi. Sérstaða hennar að mínu viti, liggur í frábærum söng Michael Rose og notkun ný- tískulegra hljóðfæra. Raf- trommusett í hávegum haft og svuntuþeysar, ekki orginal percussion eða orgel eins og hjá flestum öðrum þekktustu reggísveitum alheimsins, þó vissulega sé svuntan víða kom- in til sögunnar. Michael Rose er forsöngvari og sem slíkur er hann frábær. Hann beitir röddinni sérstak- lega og er greinilega undir miklum áhrifum frá hebreskri tónlist, syngur þannig skala. Þeir Duckie Simpson og Puma Jones radda einatt með Rose og þar er listilega unnið. Radd- setningar eru stórskemmti- legar og oft og tíðum farið út fyrir hinn venjulega ramma þríhljómanna. Sly Dunbar og Robbie Shakspier klikka aldrei í rythmanum og eru dúndur- þéttir. Þá eru það lagasmíðarnar. Þær eru léttar og einfaldar, um textana þarf vart að fjalla, það er þetta venjulega í reggíi þið vitið. Besta lag er Black Uhur- u Anthem að mati gagnrýn- anda. (8 af 10) -jói Laugardagur 5. janúar 1985 8 Kikk - amerísk áhrif á sæmilegri plötu ■ Hljómsveitin Kikk hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu. 6 laga plötu. sem átti upphaflega að verða I0 laga. Steinar eru sennilega orðnir févana, því þeir höfðu ekki efni á að senda liljóm- sveitina í stúdíó til að taka upp þau 4 lög sem á vantaði. Kikk hefur veriö einna dugleg- ust allra hljómsveita við að spila á böllum, og spilar þar tónlist sem margir ungir tónlistarmenn vilja ekki snerta við, kópieringar á vinsældalistum. Hljómsveitin hefur þó haft ákveðna stefnu í þessunt kópieringum sínum, þannig að hún hefur markað scr skýra braut. Tónlist hljómsveit- arinnar má lýsa sent amerískri hard-rokktónlist í stíl viö REO- Speedwagon, Foreigner. Journ- ey o.þ.h. Nú er þetta ekki mín uppá- haldstónlist, og satt að segja leist mér ekkert á plötuna fyrst þegarégheyrði hana. Aðaltromp hljómsveitarinnar er söngkonan. Sigga Beinteins, scm hefur bæði mikla og góða rödd. Sigga syngur af miklum krafti og hörku, en mér finnst vanta blæbrigði og mýkt í röddina, og þessi harka virkar fráhrindandi. Undirspilið er ágætt, en lagasmíðar ekki alveg nógu traustar. Þetta er þó cins og kemur í Ijós við frekari hlustun, vel frambærilegt rokk á þessari línu. Platan er ekki lciði- gjörn en mér finnst sú tónlistar- stefna sem Kikk hefur valið sér fremur lítt spennandi og ekki mjög skapandi. Það má minnast á það að ekki virðist liafa tekist að ná hljóm- sveitinni saman í myndatöku því að á umslaginu eru aðeins myndir af Siggu Beinteins, alls sex aö tölu. Eg er ekki að kvarta yfir því, stúlkan er augnayndi. En er þetta ckki hljómsveit sem spilar á plötunni. Ef gefa á heildarniðurstöðu má segja að þetta sé góð en óspennandi plata. með fremur góðri söngkonu sem verður ör- ugglega mun betri á næstu plötu. (6 af 10) Einkunnaskali plótudóma NT: 10 Meistaraverk 9 Frábært 8 Mjöggott 7 Gott 6 Ágætt 5 Sæmilegt 4 Ekkert sérstakt 3 Lélegt 2 Afburða lélegt 1 Mannskemmandi SCHWARZ AUF WEISS ■ Það skal viðurkennast að gagnrýnandi var ekkert mjög kunnugur Level 42 er hann fékk þessa plötu sveitarinnar í hendur á dögunum. Platan heitir True Colours og inniheld- ur seiðandi, fönkað popp. Trommuleikarinn fer fremstur í flokki oft og tíðum og notar öll þau ásláttarhljóðfæri sem finnast. Það var það sem heill- aði undirritaðan fyrst og fremst, skemmtilegir taktar og oft og tíðum óvenjulegir. Hljómborðsleikarinn ersnyrti- legur í sínunt línum og af- gangurinn stendur auðvitað fyrir sínu. Lögin eru flest mjög áheyri- leg en það tekur nokkra stund að venjast þeim (sem betur fer). Verða ekki höfð fleiri orð um þessa plötu en henni gefin hin bestu meðmæli sem popp- plötu í hæsta gæðaflokki. (9 af 10) -jói. Frábær Bap-plata BAP/Zwesche Salzjebáck im Bier EMI/Fálkinn ■ Mikiðskelfingpassarþýsk- an vel í rokkinu. Hér verður stuttlega fjallað um síðustu plötu hljómsveitarinnr þýð- versku BAP, en sú sveit ku vera ein sú alvinsælasta í Þýskalandi á þesum síðustu og bestu tímum. BAP er rokkhljómsveit sem flytur krötuga tónlist í nokkuð hráurn útsetningum. Hvergi er yfirhlaðið heldur passað að hvert hljóðfæri fái að njóta sín. Lögin eru mörg liver held- ur svartsýnisleg, vissulega, en það. er ekkert yfirþyrmandi, langt í frá. Platan hetir (haldið ykkur): Zwesche Salzjebáck im Bier (og þýði hver sent vill). Það er ekkert óeðlilegt við það að bera BAP saman við Spliff sem fjallað er um á öðrum stað á síðunni. Tæknilega tekur Spliff BAP fram en á móti kemur að „Fílingurinn" virðist ráða meira ferðinni hjá BAP. Ekki ætla ég mér að gera upp á milli sveitanna, báðar eru frábærar á sinn hátt. Kynnist þýsku gæðarokki og kaupið þessa plötu með BAP. Hún er frábær. (9af 10) ji Aldeilis stórbrotið Spliff/Schwarz afu Weiss CBS/Steinar ■ Spliff er frábær hljómsveit og platan þeirra Schwarz afu Weiss er stórkostleg. Hljóðið frábært, lögin mátulega þung, en nokkuð fljót að venjast, hljóðfæraleikur með ólíkind- um og fjölbreytnin mikil. Þetta eru stór orð en við þau skal staðið. Ég veit eiginlega ekki livað skal fleira segja um þessa þýsku sveit sem aldeilis hefur blómstrað eftir að hafa sagt skilið við Ninu nokkra Hagen. Fjórmenningarnir Manne Preqker, Potsch Potschka, Reinhold Weil og Herwig Mitteregger eiga það sameigin- legt að vera snillingar á sín' hljóðfæri og þeir nota tæknina til liins ýtrasta á plötunni góðu. Hér er að finna hin ýmsu stílbrigði með Spliff-yfirbragð- inu sem klikkar ekki.Langi þig lesandi góður að heyra rokk, tæknirokk af bestu gerð, þá skaltu snarast út í búð og versla eitt eintak. (9 af 10) M Level 42? Meiriháttar! Level 42/ True Colours Polydor/Skífan ISPUFF

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.