NT - 05.01.1985, Síða 11
Laugardagur 5. januar 1985 11
Nigel Watson með
eins-manns show undir
stjórn Stuart Cox
■ „Það vekur furðu hvað
einn maður getur gert, hara
með trommur, baktjald og
bolla sér til aðstoðar. Með
þessu þrennu ásamt ólgandi
hæfileikum tókst Nigel Watson
að töfra lítinn áhorfendahóp í
gærkvöldi."
Á þessa leið byrjar gagnrýn-
andi skrif sín í South Wales
Evening Post, um sýningu
þeirra félaganna Nigel Wat-
sons og Stuart Cox. En þeir
eru einmitt staddir hér á landi
í boði Alþýðuleikhússins og
sýna á Kjarvalsstöðum dagana
6. til 14. janúar næstkomandi
og hefjast sýningar kl. 20.30.
Taliesin Theatre kemst að
þessu sinni íyrir í einni ferða-
tösku, trúlega fullri af leyndar-
dómum þar til Nigel Watson
afhjúpar þá í augsýn áhorf-
enda. En hann er sem sagt eini
leikarinn og fer með yfir þrjá-
tíu hlutverk, í því að hann
flytur okkur sögur byggðar á
því klassíska indverska verki
Panchatantra, en sagðar á nú-
tíma máli, væntanlega auð-
skiljanlegar öllum sem ekki
standa alveg á gati í enskunni.
,.A word in the stargazers
eye" heitir sýningin á ensku,
en á íslensku blátt áfram: Orð
í auga. Panchatantra var gefið
út á íslensku 1963, þýtt úr
sanskrít undir nafninu Fimm-
dægra.
Upphaflega fyrir börn
„Já, það má alvegkalla þetta
keðjusögu, eldgömul frásagn-
araðferð sem Indverjar nota
og þú hlýtur að þekkja frá
Þúsund og einni nótt," segir
Nigel, þegar ég tylli mér til að
leggja fyrir hann nokkrar
spurningar um sýninguna og
sjálfan hann. Nei, við fórum
alls ekki beint í Panchatantra,
við unnum þetta verk upp úr
Kalila and Dimna, sem er í
rauninni safn af dýrasögum frá
Indlandi, en byggt á þessu
æfaforna verki, sem hefur
teygt anga sína um allan heim,
gjarna í formi ævintýrsins.
Þetta verk er sprottið upp af
gamalli löngun okkar Stuarts
til að byggja á indverskum stíl,
ekki síst dansinum, sem í þessu
tilfelli litar mjög leikrænar
hreyfingar. Ég hafði unnið
með indverskum dansflokki
um tíma og það örvaði mig.
Sögurnar eru tímalausar, gætu
hafa gerst fyrir fimm þúsund
árum, en geta lfka verið að
gerast núna, grundvallar-
mynstrið í mannlegu eöli virð-
ist óbreytanlegt.
En svo ég segi þér aðeins frá
því hvernig sýningin varð til þá
gerðum við Stuart það í sam-
einingu að breyta sögunum í
sviðsverk. Við skálduðum
inní, bættum við og umskrifuð-
um en upphaflega með börn í
huga sem áhorfendur. Við
byrjuðum aö æfa í júní, '83 og
frumsýndum fyrir börn í okt-
óber sama ár í London.
Breyttum sýningunni
fyrir fullorðna
Við komumst fljótt að því
að kennararnir nutu sýning-
anna í ríkum mæli og eins
fore Idrar sem komu með börn-
um sínum. Þá kom að því að
við ákváðum að breyta sýning-
unni þannig að hún væri við
hæfi fuliorðna. Það var spcnn-
andi verkefni að spreyta sig á,
því munurinn liggur ekki endi-
lcga í breyttu orðavali, en öllu
hcldur í hugsuninni á bakvið.
Fullorðnir hafa t.d. hæfileik-
ann til að skynja kúnstpásur,
það hafa börn aftur á móti
ekki. Áherslurnar verða allar
aðrar þegar talað er til fullorð-
inna. En það var mjög lær-
dómsríkt að þreifa sig áfram á
þennan hátt, segja sömu sögu
á ólíka vegu, og dágóð þjálfun
fyrir mig sem leikara þegar viö
ferðuðumst um með tvær út-
gáfur samtímis. Þegar ég lék
fyrir börn síðdegis og fyrir
fullorðna að kvöldi. Þetta er í
rauninni spurning um allt ann-
an stíl.
Enginn harmleikur
Nei, þetta er ekkert alvarleg
sýning, þótt sagan sé sígild og
undirtónninn byggi á trú, póli-
tík og heimspeki. Það kemur
af sjálfu sér að samkvæmt
indverskum trúarbrögðum í
hinduismanum er dauöinn t.d.
enginn harmleikur, sálin fer
bara í annan líkama viö dauð-
ann. Tilfinningatónninn er
vissulega litaður af þcssari trú.
En þótt undirtónninn sé jafn-
vel myrkur, þá hcld ég að mér
sé óhætt að segja að sýningin
sé byggð á heilmiklum húmor,
enda er ætlunin að ef fólk vill
fyrst og fremst afþrcyingu, þá
fái það hana. En sagan sem ber
sýninguna uppi er þess eðlis að
það erendalaust hægt aö túlka
hana og tengja hana því sem
gerist í heiminum um þessar
mundir heimfæra augnablikin
upp á atburöi í og í kringum
okkur. Sem dæmi þá get ég
sagt þér að ég fann glöggt fyrir
sterkum straumum frá áhorf-
endum á ákveðnu augnabliki,
daginn eftir dauða Indiru
Gandhi. Það voru ný viðbrögð,
vegna þess sem hafði gerst.
Leikhús er aldrei pólitískt
nema í ljósi atburða sem eru
að gerast. Og sagan er alltaf að
endurtaka sig.
Hundrað prósent
keltneskur
Ég er frá Wales, en ólst upp
í Englandi meira eða minna,
segir Nigel aðspurður. Ég er
hundrað prósent keltneskur.
En foreldrar mínir voru geröir
útlægir frá Wales og fluttu til
Englands og bjuggu þar þang-
að til fyrir nokkrum árum. Þau
eiga rætur að rekja til Walesog
búa nú í luisi þar sern faðir
minn þarf ekki annað cn taka
kíkinn sinn til að sjá bernsku-
heimilið sitt hinum megin viö
vatnið. Þau eiga rætur sem
mín kynslóð á ekki. Ég veit
það bara af brjóstvitinu aö það
cr annaö að vcra frá Walcs en
Englandi cn ég skynja ckki
þessar rætur. En það má vel
vera að mér takist einhvern
tínia í framtíöinni að nota
lcikhúsiö til að tengja þessa
sundruðu þjóöerniskcnnd
mína. Ég hef nú þcgar t.d.
unnið talsvert með ólíkar mál-
lýskur. Áhugi minn beindist
að leikhúsinu á unglingsárun-
um, þá var ég í skóla í Suður-
Englandi og á staönum var
bæði atvinnulcikhús og áhuga-
mannaleikhús. Átvinnu-
leikhúsið var staðnaö en
áhugafólkið í rauninni fag-
mannlegra, cnda menntaðir
leikarar í bland og góðir lcik-
stjórar. Þar voru settar upp
sígildar sýningar af niiklum
þrótti og með góðum árangri
og á sumrin var leikið undir
berum himni. Ég tók heilmik-
inn þátt í leiklistarlífinu í bæn-
um og þar kom að ég fór að
skrópa úr skóla til að fylgjast
með æfingum og seinna til aö
leika. Ég fór þó í háskólann og
lagði þar stund á leikhúsfræði
áöur en ég helgaði leikhúsinu
alla mína krafta.
Hollt að hlusta
á gamla fólkið
Jú, þaöcr ýmislcgt á döfinni.
Við ætlum enn að bæta Orð í
auga, ætlum að auðga sýning-
una með tónlist. Við höfum
fengiö tvo indverska tónlistar-
menn til liðs mcö okkur og
hugmyndin cr að þcir vcröi
með tónleika á undan sýning-
um og síðan mcö undirlcik og
millispil í sjálfri sýningunni.
Þctta er gert í samvinnu við
Institude of Indian culture í
London og ég lít á þaö scm
heilmikinn heiður aö fá þá í liö
meö okkur á þennan hátt.
Eitt af þcim verkefnum, sem
er framundan og við erum nú
þegar búnir að leggja góðan
grundvöll aðí samvinnu við fólk
á elliheimilum, er samtal cða
vcrk fyrir tvo, karl og konu.
Verkið byggir á viðtölum við
aldraða og þar eiga stærsta
þáttinn clsti maður Bretlands
annars vegar, sem er 107 ára
að aldri og mjög klár í kollin-
um enda hefur liann aldrei
drukkiö og aldrei reykt.
Hins vegar cr 96 ára gömul
kona, sem er stórkostleg og
kann sannarlega að segja frá.
Hennur örlög voru þau að hún
var bakaradóttir og eignaöist
barn í lausaleik nítján ára
gömul. en þuð kostaði hana
dvöl á hæli fyrir fatlað og
vangefið fólk. Þar var hún í
fjörutíu og þrjú ár og eignaðist
tvö börn í viðbót. Um sextugt
varð hún svo frjáls ferða sinna
og fór þá bcint inn á elliheimili.
Hennar frásögn og aðrar henni
líkar er ekki að finna á bóka-
söfnum. Mér er það mikils
virði að fá þessar frásagnir
milliliöalaust. Þessi kona kann
t.d. að lýsa lífi sínu allt frá
venjulegum degi í bakaríi um
aldamótin, þcgar luin var barn
scm þurfti að vinna í stað þess
að ganga í skóla, og til clliár-
anna. Eftir að hún kom á
elliheimilið var lienni ein-
hvcrju sinni boöiö að lyfta sér
upp, fara í bíltúr hvert svo sem
luin óskaði sér. Hún bað um
að fá að fara í heimsókn á
hæliö þar sem lnin hafði dvaliþ
í fjörtíu og þrjú ár. Þar voru
vinir hennar, fólkið scm henni
þótti vænst um. Þar voru henn-
ar rætur.
Þcgar ég hiusta er ég alltaf
að heyra oröatiltæki sem fá
mig til aö hvá. Orðatiltæki, sem
cinhvern tíina hafa verið í
tísku, cn aldrei orðið bókntál.
Mál scm cldra fólkið notar,
einkum sín á milli.
Það er hollt fyrir okkur að
hlusta á gamla fólkið og átta
okkur á því hvað lífið hefur
breyst. I rauninni er það nauð-
svnlegt til að viö lærum að
meta þau kjör sem við búum
við sjálf. Þaö er oft talað um
að veriö sé að yíirdrífa í leik-
húsverkum, gcra stórmál úr
litlu. En raunvcruleikinn er
yfirleitt ótrúlegri en listin.
Stærðin er fólin í raunveru-
leikanum.
Var þrjú ár á íslandi
Nigcl Watson er íslenskum
leikhúsgestum ekki mcð öllu
ókunnur, en hann hefur bæði
leikiö og leikstýrt hér á landi.
Þar má nefna Kaspar Hauser,
sem hann leikstýröi við Þjóð-
leikhúsiö '77 og Fröken Júlía,
sýning byggð á tcxta Strind-
bergs og leikin að Fríkirkju-
vegi 11. Einnigmánefnagesta-
leik Sagaleikhússins árið '79,
þar sem Nigel var annar leikari
af tveimur og lék þá á móti
Ingu Bjarnason. „Stuart var
líka með okkur þá, annars
leikstýrum við og leikum til
skiptis, við erum búnir að
vinna saman í mörg ár. Já, ég
hef dvalið hér á landið allt upp
í þrjú ár. Ég kenndi við Há-
skólann, þarsem ég sameinaöi
bókmenntir og leikhúsfræði,
fékk frelsi til að haga kennslu
minni á þann veg sem mér
þótti líklegast til árangurs. Svo
setti ég upp með áhugaleik-
flokki í Borgarnesi. Það var í
fyrsta sinn sem ég leikstýrði á
íslensku, enda íslenskt verk.
þetta var bráðskemmtilegur
tími og gekk vel að mínum
dómi. Ég talaði auðvitað ís-
lensku eins og fífl, og það vissu
allir. Allir urðu að vera já-
kvæðir og það bar árangur.
Þetta var lærdómsríkur tími
fyrir mig."
Texti: Kristín Bjarnadóttir Mynd: Árni Bjarna