NT - 05.01.1985, Page 14
Rás 2 sunnudag kl. 16.
Utvarp sunnudag
kl. 13.20
Af hverju nef-
braut kaupmaður-
inn konuna sína?
■ Enn heldur útvarpiö áfram
að endurflytja ieikrit Odds
Björnssonar. Nú á sunnudag-
inn kl. 13.20 veröur flutt
leikritið „Hvernig heiðvirður
kaupsýslumaður fær sig til að
nefbrjóta yndislega eiginkonu
sína í viðurvist annarra".
Leikritið var áður flutt árið
1974. Leikstjóri er Bríet Héð-
insdóttir.
Söguþrlðurersem hérsegir:
Arni Árnason, einhleypur rit-
höfundur um sextugt, rifjar
upp æsku sína á ríkmannlegu
kaupmannsheimili úti á landi.
Einkum veltir hann fyrir sér
hvers vegna faðir sinn, Árna-
son kaupmaður,einstakt prúð-
menni og auðmjúkur eigin-
maður, hafi nefbrotið konu
sína, frú Áslaugu, scm al-
mennt var álitið að vantaði
ekkert nema vængina til þess
að geta talist fullkominn engill.
Lcikendur eru Rúrik Har-
aldsson, Gísli Halldórsson,
Þóra Friðriksdóttir, Sigurður
Skúlason. Baldvin Halldórs-
son, Guðrún Þ. Stephensen,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Jakobína Flosadóttir, Guðrún
Sigurðardóttir, Helga Þ. Step-
hensen, Hrafn Jökulsson,
Hilmar Oddsson, Sólveig
Hauksdóttir, Ketill Larsen,
Auður Guðmundsdóttir og
Þórunn Sigurðardóttir.
■ Bríet Héðinsdóttir leik-
stýrir verki Odds Björnssonar.
5. janúar 1985 14
Útvarp
Eldra fólk hvatt til
að taka þátt í vin-
sældalistakosningu
■ Ásgeir Tómasson er einn
af traustustu liösmönnum
Rásar 2 og hefur verið frá
upphafi. Nú unr hclgina hefur
hann umsjón með tveim
þáttum, laugardagsþætti kl.
14-16, sem kailast L.éttur laug-
ardagur, og á sunnudaginn
leikur httnn vinsældalista Rás-
arinnar, öll 20 lögin. sem á
hann komast, kl. 16-18.
Tilhögun vinsældalistakosn-
ingarinnar er sú, segir Ásgeir
að á fimmtudögum kl. 16-18
sitja fjórir starfsmenn Rásar-
innar og taka við upphringing-
um frá hlustendum, sem hafa
valið sér þau tvö lög sem
vinsælust eru í þeirra huga þá
stundina. Á þessum tveim tím-
um eru það liútt í 1000 manns,
sem láta óskir sínar í Ijós,
yfirgnæfandi meirihluti ungl-
ingar. Segir Ásgeir það tilfinn-
anlegt að eldri hlustendur séu
óduglegir við að hringja, og
þess vcgna gefi listinn ekki
nógu breiða mynd af tónlistar-
■ Ásgeir Tómasson er með
tvo þætti á Rás 2 um helgina.
smckk hlustenda. Það vilja því
vcröa aðdáendur hljómsveita
cins og Duran Duran og Wham
sem ráða feröinni á vindsælda-
listanum!
„Hann er alltaf að
segir eiginkona Sir
Laurence Oliviers
■ í fyrri hluta af þættinum
um lcikferil Laurence Oliviers
sagði frá æsku leikarans og
leikferli hans fram á heimstyrj-
aldarárin. í seinni hluta þessar-
ar bresku heimildamyndar er
fjallað um líf og starf Oliviers
frá 1945 og fram til þessa.
Laurence Olivicr er talinn
einn mesti leikari sem Bretland
hefur alið, og hel'ur hann verið
aðlaöur fyrir lcikafrek sín, sem
leikari og leikstjóri. 1 fyrri
þætti sáum við hvernig hann
flutti sig frá leiksviðum Lund-
úna yfir hafið til Hollywood og
lék þar í stórmyndum, sem
sýndar voru um allan heim.
Um þetta leyti skildi liann við
fyrstu eiginkonu sína, Jill
Ésmond, oggiftist leikkonunni
Vivien Leigh, en þau höfðu
leikiö saman bæði á sviði og í
kvikmyndum og tekist með
leika“
þeim ástir. Þau þóttu merkasta
„leikarapar" í heimi um þessar
mundir.
Á árunum í kringum 1950
vann Olivier mikið sem leik-
stjóri og leikari við Shake-
speare-lcikrit.
Þriðju eiginkonu sinni
kvæntist Sir Laurence árið
1961, en það var leikkonan
Joan Plowright. Hún gefur
honum þann vitnisburð, að
hann geti aldrei hætt að leika.
„Hann er alltaf að leika. Jafn-
vel þegar hann er að raka sig
fyrir framan spegilinn á bað-
inu, þá er hann allt í einu
farinn að grctta sig eins og
Shylock og tauta setningar úr
leikritinu".
Sjónvarp kl. 22.05 - sunnudag
■ Jónas R. Jónsson og Sigfús Halldórsson sifja þarna saman 1976 undir merki litlu flugunnar.
Sjónvarp kl. 20.35 - laugardag:
„Ugla sat á kvisti“
- endursýningfrá 1976
Vestfirðingar
duglegir að hringja
Rás 2 tengdist Vestfjarðar-
kjálkanum rétt fyrir jól sem
kunnugt er, og segir Ásgeir að
Vestfiröingar hafi veriö með
eindæmum duglegir að hafa
samband við Rásina. Sem
dæmi nefndi hann að strax
fyrsta daginn, sem reyndar bar
upp á fimmtudag. hafi hringt
um 200 nranns. „Viö hlökkum
til að fá samband við Akureyr-
inga og Egilsstaðabúa og allt
þar á milli þcgar þar að keniur
ef þeir verða jafn duglegir að
hringja í okkurog Vestfiröing-
ar," segir Ásgeir.
■ Margir sjónvarpsáhorf-
endur muna sjálfsagt eftir þátt-
unum „Ugla sat á kvisti", sem
sýndirvoru árið 1976. Umsjón-
ármaður þeirra var Jónas R.
Jónsson, en Hermína Benja-
mínsdóttir var tímavörður og
aðstoðarkona Jónasar.
Þátturinn sem endursýndur
er nú var tileinkaður Sigfúsi
Halldórssyni og hans vinsælu
sönglögum. Það verður margt
söngfólk sem kemur fram í
þættinum: Fjórtán fóstbræður
syngja, sömuleiðis Ragnar
Bjarnason, Björgvin Halldórs-
son, Elín Sigurvinsdóttir,
Haukur Mortens, Guðmundur
Guðjónsson og sjálfur Sigfús
Halldórsson og strokkvartett
leikur.
Umsjónarmaöur er, sem
áður segir, Jónas R. Jónsson,
en Egill Eðvarðsson stjórnar
upptöku.
Laugardagur
5. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Tón-
leikar. Pulur velur og kynnir. 7.25
Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð -
Guðmundur Ingi Leifsson talar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) Tón-
leikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúkllnga. Helga Þ.
Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúk-
linga frh.
11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður
Helgason stjórnar þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.40 fþróttaþáttur Umsjón: Her-
mann Gunnarsson.
14.00 Hér og nú Fréttaþáttur I viku-
lokin.
15.15 Úr blöndukútnum Sverrir Páll
Erlendsson. (RÚVAK).
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslenskt mál Jón Aðalsteinn
Jónsson flytur þáttinn.
16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður
P. Njarðvik.
17.10 Síðdegistónleikar
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Veistu svarið? Umsjón: Unnur
Ólafsdóttir. Dómari Hrafnhildur
Jónsdóttir. (RÚVAK)
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón
Sveinsson Gunnar Stefánsson
les þýðingu Freysteins Gunnars-
sonar (14).
20.20 Harmonikuþáttur Umsjón:
Sigurður Alfonsson.
20.50 Sögustaðir á Norðurlandi -
Möðruvellir i Hörgárdal (siðari
þáttur). Umsjón: Hrafnhildur Jóns-
dóttir. (RÚVAK)
21.35 Þættir úr sígildum tónverk-
um.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Uglan hennar Mínervu
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason.
23.15 Operettutónlist
24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón:
Jón Örn Marinósson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút-
varp frá Rás 2 til kl. 03.00.
Sunnudagur
6. janúar
8.00 Morgunandakt Séra Jón Ein-
arsson flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Létt morgunlög. Konunglega
hljómsveitin I Kaupmannahöfn
leikur lög eftir H. Chr. Lumbye,
Arne Hammelboe stj.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar „Jólaóratori-
an“ eftir Johann Sebastian Bach
(5. og 6. þáttur) Elly Ameling.
Helen Watts. Peter Pears, Tom
Krause og Söngsveitin í Lúbeck
syngja með kammersveitinni í
Stuttgart, Karl Múnchinger stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein-
ar Karl Haraldsson sér um þáttinn.
11.00 Messa í Laugarneskirkju
Prestur: Sóra Jón Dalbú Hróbjarts-
son. Organleikari: Sigríður Jóns-
dóttir. Hádegistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Leikrit: „Hvernig heiðvirður
kaupsýslumaður fær sig til að
nefbrjóta yndislega eiginkonu
sina í viðurvist annarra“, eftir
Odd Björnsson
14.35 Miðdegistónleikar a. Fantasia
I C-dúr op. 17 eftir Roberf
Shumann. Maurizio Pollini leikur á
píanó. b. „Allegro appassionata"
op. 43 eftir Camille Saint-Saéns
og „Elegie'1 í c-moll op. 24 eftir
Gabriel Fauré Julian Lloyd-Webb-
er leikur á selló og Clifford Benson
á píanó.
15.10 Með bros á vör Svavar Gests
velur og kynnir efni úr gömlum
spurninga- og skemmtiþáttum út-
varpsins.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslensk utanríkisstefna lýð-
veldistímabilið 1944-1984 Atta
mótandi atriði utanríkisstefnunnar.
Dr. Hannes Jónsson sendiherra
flytur síðara erindi sitt.
17.20 Frá tónlistarhátíðinni i
Schwetzingen í fyrra Kammer-
sveitin í Pforzheim leikur. Stjórn-
andi: Dirk Joeres. Einleikari: Klaus
Becker. a. Concertogrosso i G-dúr
op. 6 nr. 1 eftir Georg Friedrich
Hándel. b. Óbókonsert I c-moll
eftir Benedetto Marcello. c. Seren-
aða nr. 2 op. 63 eftir Robert
Wolkmann d. Sinfónía í A-dúr K.
201 eftir Wolfgang Amadeus
Mozart.
18.00 Á tvist og bast Jón Hjartarson
rabbar við hlustendur.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 „Hvernig Wang Fo varð
hólpinn" Smásaga eftir Marguerie
Yourcenar. Guðrún Eyjólfsdóttir
les þýðingu sína.
20.00 Um okkur Jón Gústafsson
stjórnar blönduðum þætti fyrir ung-
linga.
20.50 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
21.30 Útvarpssagan: Grettis saga
Óskar Halldórsson les (18).
22.00 Tónleikar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Galdrar og galdramenn
Umsjón: Haraldur I. Haraldsson.
(RÚVAK)
23.05 Frá tónleikum íslensku
hljómsveitarinnar í Bústaða-
kirkju 25. nóvember i vetur
Stjórnandi: Kurt Lewin. a. Sinfónía
nr. 29 í A-dúr eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart. b. Kammer-sinfónía
eftir Hanns Eisler. Kynnir: Ásgeir
Sigurgestsson.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Laugardagur
5. janúar
14.00-16.00 Léttur laugardagur
Stjórnandi: Ásgeir Tómasson.
16.00-18.00 Milli mála Stjórnandi:
Helgi Már Barðason.
Hlé
24.00-03.00 Næsturvaktin Stjórn-
andi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
Rásirnar samtengdar að lokinni
dagskrá rásar 1.
Sunnudagur
6. janúar
13.30-15.00 Krydd i tilveruna
Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir.
15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan
Hlustendum er gefinn kostur á að
svara einföldum spurningum um
tónlist og tónlistarmenn og ráða
krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón
Gröndal.
16.00-18.00 Vinsældalisti Rásar 2
20 vinsælustu lögin leikin. Stjórn-
andi: Ásgeir Tómasson.
Laugardagur
5. janúar
14.45 Enska knattspyrnan. Bikar-
keppni: Fulham - Sheffiled Wed.
Bein útsending frá 14.55-16.45.
17.15 Hildur Tíundi þáttur - Endur-
sýning. Dönskunámskeið I tíu
þáttum.
17.40 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
19.25 Kærastan kemur í höfn
Fimmti þáttur. Danskur mynda-
flokkur I sjö þáttum ætlaður
börnum. Þýðandí Jóhanna Jó-
hannsdóttir. (Nordivision - Danska
sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Ugla sat á kvisti - Endursýn-
ing. Þáttur tileinkaður Sigfúsi
Halldórssyni Þeir sem fram koma:
Fjórtán Fóstbræður, Ragnar
Bjarnason, Björgvin Halldórsson,
Haukur Morthens, Elín Sigurvins-
dóttir, Guðmundur Guðjónsson og
Sigfús Halldórsson. Umsjónar-
maður Jónas R. Jónsson.
21.25 Patton Bandarisk biómynd frá
1969. Leikstjóri Franklin
Schaffner. Aðalhlutverk GeorgeC.
Scott, Karl Malden, Michael Bates
og Stephen Young. Myndin er um
einn snjallasta og einþykkasta
herforingja Bandamanna í heims-
styrjöldinni siðari. Þýðandi Krist-
mann Eiösson.
00.20 Dagskrárlok.
Sunnudagur
6. janúar
16.00 Sunnudagshugvekja. Dr.
Jakob Jónsson flytur.
16.10 Húsið á sléttunni. 8. Kæri
Albert Bandarískur framhald-
smyndaflokkur. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
17.00 Listrænt auga og höndin
hög. 5. Lifandi viður. Kanádískur
myndaflokkur i sjö þáttum um
listiðnað og handverk. Þýðandi
Þorsteinn Helgason. Þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
18.00 Stundin okkar Umsjónar-
menn: Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Stjórn
upptöku: Valdimar Leifsson.
18.50 Hlé.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku.
20.50 Tónlistarmenn Sigrún Gests-
dóttir syngur innlend og erlend lög.
Hljóöfæraleikarar: Hrefna Eggerts-
dóttir, Einar Jóhannesson, Joseph
Fung. Stjórn upptöku: Elin Þóra
Friöfinnsdóttir.
21.15 Dýrasta djásnið Áttundi
þáttur. Breskur framhaldsmyndaf-
lokkur i fjórtán þáttum, gerður eftir
sögum Pauls Scotts frá síðustu
valdaárum Breta á Indlandi. Þýð-
andi Veturliði Guönason.
22.05 Laurence Olivier lítur yfir far-
inn veg - seinni hluti Bresk heim-
ildamynd i tveimur hlutum um einn
mesta leikara sem Bretland hefur
alið. í þessum hluta er fjallað um
líf og starf Oliviers frá 1945 fram til
þessa. Þýðandi Kristmann Eiös-
son.
23.30 Dagskrárlok.