NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 05.01.1985, Qupperneq 19

NT - 05.01.1985, Qupperneq 19
Laugardagur 5. janúar 1985 19 Neil Kinnock: Nicaragua ekki ógnun við bandarískt öryggi London-Rcutcr: ■ Neil Kinnock, leiðtogi breska Verkamannaflokksins sækir Nicaraguamenn heim í næstu viku til viðræðna um hlutverk Bandaríkjanna í mál- efnum Mið-Ameríku. Tals- menn Verkamannaflokksins segja að skoða beri vandamál Mið-Ameríku sem vandamál þróunarlanda en ekki í ljósi átaka austurs og vesturs. Kinnock sem sýnt hefur mál- efnum Mið-Ameríku mikinn áhuga verður gestur ríkisstjórn- ar Nicaragua. Kinnock mun eiga viðræður við leiðtoga Nicaraguamanna um stuðning Bandaríkjamanna við hægrisinnaða skæruliða sem berjast gegn stjórn Nicaragua. Kinnock lítur á átökin í Mið- Ameríku sem brennidepil al- þjóðaátaka og hafnar þeirri skoðun Bandaríkjastjórnar að stjórn marxista í Nicaragua ógni öryggi Bandaríkjanna. ■ Neil Kinnock, formaður Verkarnannaflokksins á Bret- landi. ítölsk mafíusambönd í Gullna þríhyrningnum ■ Embættismenn, sem starfa hjá fíkniefnalög- reglunni á Ítalíu og í Thai- landi telja að ítalska mafí- an hafi komið sér upp beinum tengslum við glæpahringi sem starfa í Gullna þríhyrningnum í Asíu þar sern mikið er ræktað af ópíum. Þetta kemur meðal ann- ars fram í nýju hefti af Asíutímaritinu „Far East- ern Economic Review" sem fjallar sérstaklega um starfsemi asískra glæpasamtaka. Sam- kvæmt heimildum blaðs- ins munu persónuleg tengsl á milli asískra og vestrænna glæpamanna hafa myndast þegar sumir af foringjum þeirra hafa setið saman í fangelsum. Gott dænti um þetta er kínverski eiturlyfjasalinn Koh Bak Kin. sem kemur frá Singapor. Hann var handtekinn á Ítalíu árið 1976 fyrir smygl og sölu á fíkniefnum. Hann sat þá í fimm ár í fangelsi í Róm þar sem hann kynntist fé- lögum í ítölsku mafíunni. Eftir að hann losnaði úr prísundinni notaði hann þessi tengsl til aö smygla ópíum og heróíni. Svipuð tengsl viröast einnig hafa myndast við bandarísku mafíuna en hópur kínverskra glæpa- manna í Bandaríkjunum hefur einnig komið upp sín- um eigin leynisamtökum sem reka öfluga glæpa- starfsemi. Gullni þríhyrningurinn ~h 50______100 150 CHINA k VIETNAM BURMA SHANSTATE •Taunggyi Tachj|e Ban HinTaek^ Pieng Luang- iBan Houei Sai Mae Hong Son-< Doi Lamg Chiang Rai •Chiang Mai THAILAND LAOS . Vientiane/ ■ Gullni þríhyrningurinn. Hann liggur á landamærum þriggja ríkja: Burma, Thailands og Laos og jafnvel eitthvað inn í Kína. A þessu svæði vernda vopnaðir einkaherir ópíumkónga ópíumuppskeruna fyrir stjórnvöldum sem hafa árangurslaust reynt að uppræta þá. Indverjar boða tölvu- væðingu í stjórnsýslu Nýja Ddhi-Kcutcr: ■ Indverska stjórnin hefur skýrt frá stórhuga áætlunum um töívuvæðingu stjórnsýslukerfis- ins sem nú er bæði seinvirkt og þunglamalegt. Fjármálaráðherra Indlands, V.P. Singli, sagði á blaða- mannafundi í gær að hinn nýi forsætisráðherra landsins, Rajiv Gandhi, hefði gefið fyrirmæli um að tölvuvæðing stjórnkerf- isins skyldi vera forgangsverk- efni stjórnvalda. Nú þcgar hefur verið gerð áætlun um að nota 80 milljón dollara í þessum til- gangi. Gervihnettir verða notaðir til að tengja tölvur í öllum 27 ríkjum Indlands og 457 héröð- um. Nú þegar hafa verið keypt- ar fjórar stórar japanskar lölvur fyrir 24 milljónir dollara scm verða notaðar til að koma upp tölvumiðstöðvum á fjórum stöðum á lndlandi. Fjármálaráðherrann sagði að mcð þessu væri skorin upp herör gegn seinagangi í stjórnkerfinu og flýtt fyrir ákvarðanatöku. ■ Tölvuvæðing er ofarlcga á baugi bæði í þróuðum iðnaðar- lönduin Evrópu og þróunar- löndum eins og Indlandi. Bær án barna ■ Kínverjar segja að í smábæ nokkrum í Jiangsu- fylki hafi ekki fæðst nein börn um tíu ára skeið. Læknar sem sendir voru á staðinn komust að þeirri niðurstöðu að barnleysið stafaði af því að íbúarnir notuðu mikið ákveðna tegund matarolíu sem búin er til úr baðmullar- fræum. Við nánari rannsókn á olíunni sögðust kínverskir vísindamenn hafa ein- angrað sérstakt efni í henni sem leiði til þess að karlmenn verði ófrjóir. Þeir fullyrtu að pillur með þessu efni gerðu karlmenn ófrjóa og hefðu engar óæskilegar aukaverkanir. Frakkland: Barist í Uganda Kampala-Rcutcr ■ Miklir bardagar hafa átt sér stað síðast liðnar tvær vikur milli stjórnar- hersins í Uganda og skæruliða. Frá þessu er sagt í blaði stjórnarands- töðuflokksins, Lýðræðis- flokksins. Stjórnarherinn hefur látið til skarar skríða gegn bækistöðvum skæru- liða. Skæruliðar eru sagðir hafa ráðist á járnbrauta- stöðina í Nkonge og unnið skemmdarverk á járn- brautalínunni milli Kam- pala og Kaseses. Skærulið- ar véfengja kosningu Obote 1980 en leiðtogi þeirra er fyrrverandi varnarmálaráðherra Ug- anda, Museveni. París-Reuter: ■ Forsætisráðherra Frakka, Laurent Fabius, mun taka ákvörðun í þessum mánuði um það hvort tugir þúsunda heimilistölva verði keyptar í franska skóla. Petta er haft eftir opinberum heimildum. Ákvörðun Fabius er mjög mikilvæg því hún mun fela í sér kaup á tölvum fyrir allt að tvo milljarða franka (rúmlega 8 milljarðar króna), en ekki er ljóst hvort það verða frönsk tölvufyrirtæki í ríkiseign, Apple eða bandarísk fyrirtæki sem hreppa hnossið. Stórtap hjá Renauit bíla- verksmiðjunum París-Reuter: ■ Talsmaður frönsku Renault-bílaverksmiðj- anna sagði í gær að búist væri við því að tap af rekstri verksmiðjanna árið 1984 væri meira en sjö milljarðar franka (30 mill- jarðar ísl. kr.). Frönsk blöð hafa spáð því að tapið af rekstri verksmiðjanna verði jafn- vel enn meira eða um níu milljarðar franka. Em- bættismenn í Frakklandi viðurkenna að svartsýn- isspár blaðanna geti reynst réttar. Renault-fyrirtækið er í ríkiseign og eitt sinn var litið á það sem fyrirmynd- ardæmi um ríkisrekið iðn- fyrirtæki. Yfirntenn fyrir- tækisins hafa meðal ann- ars kennt deilum við verkalýðsfélög um slæma fjárhagsstöðu. Verka- lýðsfélögin hafa neitað að fallast á tillögur stjórnar fyrirtækisins um fækkun starfsfólks og aðrar breyt- ingar.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.