NT - 05.01.1985, Síða 24
Laugardagur 5. janúar 1985
Viðtökum við ábendingum umfréttir allan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónurfyrir hverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvdldsimar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
■ í gærkvöldi lét rússncskt
skip úr höfn á Akureyri með
rækjufarm, sem ætlaður var
Niðursuðuverksmiöju Kristjáns
Jónssonar & Co á Akureyri en
reyndist við nánari skoðun ekki
vinnsluhæfur. Búið varað landa
um 200 tonnum af 420 sem voru
í farminum, þegar kom í ljós að
verulegir gallar voru í að
minnsta kosti hluta farmsins.
Seljandinn féllst þá á að taka
við öllum farminum aftur verk-
smiðjunni að kostnaðarlausu og
lauk útskipuninni í gærkvöldi.
Að sögn Kristjáns Jónssonar
verksmiðjustjóra var þcssi
rækja veidd í Barentshafi s.l.
sumar og geymd í frosti í landi
um nokkurt skeið og taldi
Kristján að gallana mætti rekja
til þcss að frost hefði farið af
rækjunni í geymslu og hún síðan
frosið aftur. Hann sagði þetta
ekki hafa nein áhrif á starfsemi
verksmiðjunnar, þar væri nóg
hráefni og næg vinna.
Sóknarmark
eða kvóti
- 20 dagar til að velja
■ Reglugerð um skip-
an botnfiskveiða verður
gefin út næstkomandi
þriðjudag. Helstu
breytingar á kvótakerf-
inu frá í fyrraeruað nú
gefst mönnum kostur á
að veiða eftir svoköll-
uðu sóknarmarki. Sam-
kvæmt því eru takmörk
á þroskaflanum og yfir
20% hærri en viðkom-
andi fiskiskip hefði ella
fengið. Takmörk á veið-
um annarra botnfisk-
tegunda eru engin en
á móti þessu kemur að
bátar með sóknarmark
hafa takmarkaða út-
haldsdaga og geta því
hugsanlega staðið uppi
með minni afla í lok árs.
Á næstu dögum verð-
ur útgerðaraðilum skýrt
frá kvóta báta sinna og
hafa eftir það 20 daga til
að velja milli kvótans
og sóknarmarksins. Það
val er svo endanlegt og
öll viðskipti með sókn-
armark eru óheimil.
Rússneskur rækjufarmur reyndist ónýtur:
Var skipað út
aftur og flutt-
ur til baka
Grunnskólakennarar fá rúm
lega 2 launaflokka hækkun
Árás við Hegningarhúsið:
Ekki í lögsögu
fangavarðanna
„Skárra en að setja málið í Kjaranefnd“ segir
Valgeir Gestsson um samninginn
■ Fjármálaráðuneytið og
Kennarasamband íslands hafa
undirritað sérkjarasamning fyr-
ir grunnskólakennara sem felur
það í sér að byrjunarlaun
kennara sem réttindi hafa
hækka úr 15. launaflokki í 17.
og önnur laun samsvarandi. Þá
hækka skólastjórnendur einnig
um 2 Ifl.
I’á var samið um nokkra
hækkun á greiðslum fyrir leið-
réttingu verkefna og undirbún-
ing kennslu utan vinnuskyldu.
Þá hækka sérkennarar með sér-
stakt framhaldsnám um einn
flokk til viðbótar,- ginnig kenn-,
arar sem starfa við skólasöfn og
hafa til þess menntun.
Kennarar án kennsluréttinda
hækka minna en aðrir, eða um
einn til tvo launaflokka eftir
menntunarstigi.
í samningnum er heimild til
endurskoðunar þegar nefnd
sem vinnur að endurmati á
störfum kennara skilar áliti, cn
stefnt er að því að hún gcri það
fyrir I. mars.
„Vissulega er ég ekki ánægð-
ur með þennan samning," sagði
Valgeir Gestsson formaður K.í.
„en stóra samninganefnd Kcnn-
arasambandsins samþykkti
mótatkvæðalaust að gera þcnn-
an samning sem áfangasamning
fremur en að setja máliö í
Kjaranefnd."
■ Ráðist var á fullorðinn
mann utan við Hegningarhúsið
á Skólavörðustíg í fyrrakvöld
og honum veittir áverkar. Nær-
staddur vegfarandi kallaði á
fangaverði gegnum dyrasíma
fengelsisins og benti þeim á að
hjálpa manninum sem á var
ráðist. Þeir svöruðu því til að af
þessu vildu þeir ekkert skipta
sér. Seint og um síðir hringdu
þeir þó á lögreglu en áður en
hún kom gerði árásarmaðurinn
nokkrar atlögur að manninum
fyrir utan glugga fangavarða.
Árásarmaðurinn náðist ekki
en að sögn lögreglu var hér um
góðkunningja lögreglunnar að
ræða. Þá sagði lögreglan að
svæðið utan Hegningarhússins
væri ekki í lögsögu fangavarð-
anna á Skólavörðustíg.
■ I dans- og leiksmlðjunni Kramhúsið, Bergstaðastræti 9B, er
nú um þessar mundir boðið upp á fjölbreytta kennslu í dansi og
fimleikum fyrir börn og fullorðna, Afríkudansa, spunadans og
fleira. Einnig býður Kramhúsið upp á leikfimi fyrir böm frá 8 ára
aldri.
Kennarar við Kramhúsið eru alls 8 talsins. Myndin er af Abdul
Dhour, sem kennir Afrikudansa.