NT - 09.01.1985, Page 3

NT - 09.01.1985, Page 3
1 Miðvikudagur 9. janúar 1985 - 3 L il Fréttir Dýrt að sleppa hundum sínum lausum á Suðurnesjum: Lausnargjaldið allt að 5000 kr. ■ Á Suðurnesjum getur það nú kostað hundaeigendur upp í 5.000 krónur að sleppa hund- inum sínum lausum utan dyra og síðan dauðadóm yfir hund- inum eða a.m.k. brottvísun af svæðinu ef hundur er nappað- ur laus oftar en þrisvar. Tveir starfsmenn á vegum heilbrigð- isfulltrúa Suðurnesja hafa þann starfa með höndum að ferðast um svæðið og fylgjast með að reglugerð um hunda- hald sé fylgt. Lausa hunda eiga þeir að taka og færa í geymslu, þar sem greiða verð- ur sektina til að leysa þá út. Hundaeigendur á Suðurnesj- um eru nú um 200 talsins. Frá síðustu áramótum hefur handsömunargjald verið ákveð- ið stighækkandi frá 3 þúsund og upp í 5 þúsund fyrir fyrstu þrjú skiptin sem hundur er tekinn laus, en gerist. það oftar en þrisvar er hundaleyfi endurkall- að. Leyfisgjald í ár hefur verið ákveðið 3.000 krónur. Sameig- inleg reglugerð gildir nú frá og með síðasta ári fyrir öll sveitar- félögin á Suðurnesjum og sam- eiginlegt eftirlit. „Reynslan af þessu er að því leyti góð, að fólk er farið að skilja að það er nausynlegt að hafa hlutina í lagi varðandi hundahaldið og að það kostar peninga að reka svona starfsemi og eftirlit eins og við erum með. Aðalvandamálið er í sambandi við það að hundar eru hafðir lausir utan dyra. Ef þess væri betur gætt að binda hunda tel ég að sárafá vandamál mundu skapast vegna hundahaldsins. Af þessum ástæðum höfum við verið að hækka sektargjald- ið. Fólk finnur orðið fyrir því ef það þarf að fara að borga þetta trekk í trekk og passar því hundana væntanlega betur“, sagði Jóhann Sveinsson, heil- brigðisfulltrúi. Hann sagði gjöldin miðst við það að hunda- eigendur beri allan kostnað sem af hundahaldinu leiðir. Leyfis- gjaldið innifeli jafnframt hreinsigjald og tryggingar. Eggert Jóhannesson, formaður Þroskahjálpar: Málefni fatlaðra eru félags mál ekki heilbr igdismál! ■ Þessa dagana eru þingflokk- ar ríkisstjórnarinnar að ræða stjórnkerfisbreytingar þær sem Innlausn ríkisskuldabréfa frá 1975: Albert borgar lán Matt- híasar50föld ■ Þeim sem lánuðu Matthíasi Á. Mathiesen, fjármálaráðherra 100 krónur (nkr.) árið 1975, verður Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, nú að borga út um 5.000 krónur. Á morgun, 10. janúar, hefst innlausn verð- tryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. 1975, samkvæmt frétt frá fjár- málaráðuneytinu. Hvert skírteini sem upphaflega var að nafnverði 10.000 gamlar krónur - eða 100 nýkrónur - verður nú inn- leyst með verðbótum og | vöxtum samtals að upp- hæð 4.987 krónur. í krón- um talið hefur upphæðin því margfaldast 50 sinnum á þessum eina áratug. Á sama tíma hefur vísitala kauptaxta ekki alveg náð að 30 faldast, svo pen- ingarnir sem Matthías fékk að láni virðast hafa ávaxtast nokkuð vel. kynntar hafa verið í fjölmiðlum en þar er m.a. gert ráð fyrir því að félagsmálaráðuneytið og við- skiptaráðuneytið verði lögð nið- ur og Hagstofunni breytt í sjálf- stæða stofnun. Ráðuneytin yrðu þá 10 þ.e forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, mennta- og kirkjumálaráðuneyti, heilbrigð- is- og félagsmálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti, iðnaðar- og verslunarráðuneyti, landbúnað- arráðuneyti, sjávarútvegsráðu- neyti, dóms- og innanríkisráðu- neyti og samgönguráðuneyti. Af nöfnunum má sjá hvaða breytingar yrðu á verkefnum. Af verkefnum félagsmálaráðu- neytisins flyttust t.d. málefni fatlaðra yfir í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti, en mál- efni sveitarstjórna yfir í innan- ríkisráðuneyti. Þetta er án efa ein viðkvæmasta breytingin af þeim sem fyrirhugaðar eru og sneri NT sér af þeirri ástæðu til Eggerts Jóhannessonar, for- manns Þroskahjálpar, og innti hann álits á fyrirhugaðri breyt- ingu. „Ég vara alvarlega við þeim hugmyndum sem nú eru uppi um að leggja niður núverandi félagsmálaráðuneyti og flytja málefni fatlaðra undir heilbrigð- isráðuneytið,“ sagði Eggert. Hann sagði ennfremur: „Á ár- unum 1977-1979 þegar unnið var að endurskipulagningu á málefnum þroskaheftra var lögð mikil áhersla á að flytja yfir- stjórn þess málaflokks frá heil- brigðisráðuneytinu, þar sem hún hafði verið um árabil með litlum árangri og notið tak- markaðs skilnings, til félags- málaráðuneytisins, þar sem þessi mál væru ekki heilbrigð- ismál heldur félagsleg mál. Rétt er að benda á í því sam- bandi að mikilvægustu þættirnir í þjónustu samfélagsins við fatl- aða eru á sviði húsnæðis- at- vinnu- og menntamála og tengj- ast þannig jafnframt starfsemi sveitarfélaga. Meirihluti fatl- aðra þarf síst meiri heilbrigðis- þjónustu en almennt gerist með aðra þegna þjóðfélagsins. Skip- an málefna fatlaðra undir félagsmálaráðuneytið _ hefur reynst vel og sýnt sig að vera heppileg enda rökrétt. Engar breytingar í þjóðfélaginu rök- styðja afturhvarf til fyrri yfir- stjórnar. Þvert á móti sýnir uppbygging í málefnum fatlaðra frá 1980 að breytt yfirstjórn ásamt nýjum lögum hefur leitt af sér umtalsverðar framfarir". ■ Eggert Jóhannesson, maður Þroskahjálpar. for-

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.