NT - 09.01.1985, Side 4

NT - 09.01.1985, Side 4
Miðvikudagur 9. janúar 1985 4 Seðlabankinn verður oft að bíða mánuðum saman eftir skilum frá útflytjendum ■ Raunverulcgt útflutningsverð gániailsks - og raunar alls ísaðs fisks sem fer á uppboð erlendis - kemur hvergi fram í opinberum hagtölum um útflutningsverslunina, hvorki hjá Hagstofunni eða Seðlabankanum, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Jóhannessonar, yflrmanni gjaldeyr- isdeildar Seðlabankans. Hagstofan skráir þennan útflutn- ing á verði sem áætlað er þegar útflutningslcyfí er veitt - og miðast við fískverð innanlands - og Seðlabankinn notar sömu tölur í sínum útflutningsskýrsluin. Þar sem Seðlabankanum eiga .að berast öll skil eftirað uppboð hefur farið fram á fiskinum ytra var Sigurður spurður livers vegna upphæðir séu ekki færðar á raunverulegu söluverði í skýrslum biinkans. “Það er svo erfitt að koma því heim og santan, því gjaldeyrisskil koma mjög mismunandi fljött. Við liöfum engan beinan aðgang að gögnum frá uppboðsmörkuðum erlendis og þurfum því að rekast í viðkomandi útgerðarmönnum til að fá réttu pappírana - upp- boðspappírana - en það gctur jafnvel tekið flciri mánuði", sagði Sigurður. Útflutnings- gjöldin sagði hann hljóta að eiga að reiknast af endanlegu uppboðsverði og venjan sé að draga þau af gjaldeyrisskilunum þegar þau koma. Greiðsla út- flutningsgjaldanna getur því dregist mánuðum saman, sam- kvæmt framansögðu. Hefur Seðlabankinn þá ekk- ert eftirlit með möguleika á einhverjum samanburði til aö fá staðfestingu á því að sölupapp- írum hafi ekki að einhverju leyti verð „hagrætt"? „Saman- burður er auövitað enginn ann- ar en sá, að við viljum fá stað- festingu frá viðkomandi mörkuðum á fyrir hvað farm- urinn hafi selst. Að seljendur fái einhverjar „hagræðingar" á þeim pappírum kæmi mér frek- aráóvart. En égget þóauðvitað ekki svarað fyrir mannlegan breiskleika svona yfirleitt." Spuröur hvort pappírar þeir sem seljendum er gert að skila séu þannig, að þeim verði ekki „hagrætt" án vitundar yfir- manna viðkomandi markaðar, sagöi Sigurður: “Tæpast, cða þá með undanskoti á magni, með þátttöku einhverra útlendinga eða eitthvað því um líkt." Spurður, taldi Sigurður að Seðla- bankanum mundi tæpast verða hægt um vik að ganga úr skugga um hvort „mannlegir breiskleik- ar" komist að við útfyllingu þeirra pappíra sem skilað er liverju sinni. Að hinar raunverulegu sölu- tölur séu hvergi til sagði Sigurð- ur ckki rétt - þær liggi fyrir í Seðlahankanum einhvcrntím- ann cftir dúk og disk, þótt þær fari ckki inn í opinberar hagtöl- ur. Einhverntímann eftirá sjáist því hvert rtiunverulegt söluverð sé í hverri sölu. Stundum komi þó fyrir að nokkrar sendingar séu borgaðar með einum tékka og þá verði vcrð í hverri sölu ekki brotið niöur nenia með hjálp viðkomandi útflytjenda. Að tvöfalt verð fengist fyrir gámafiskinn erlendis miðað við hér heima taldi Sigurður nokkr- ar ýkjur, a.m.k. þegar allur kostnaður hefði verið dreginn frá. Eftirsóknin eftir að flytja fiskinn út á markað stafi fyrst og fremst af því að menn fái pen- ingana fyrr en hjá frystihúsun- um. Ýmsirvilduseljaútijafnvel þótt þeir fengju lægra verð en hér heima - til að fá peningana fyrr. Ferðaskrifstofa ríkisins: Tekur yfir umboð Smyrilline ■ Ferðaskrifstofa ríkisins hef- ur nú tekið við af ferðaskrifstof- unni Úrval sem aðaiumboðs- maður Smyriliine á íslandi í samvinnu við Austfar hf. og Jónas Hallgrímsson á Seyðis- fírði. 1985 verður þriðja árið, sem M/F Norröna heldur uppi áætl- anaferðum milli íslands, Fær- eyja, Noregs, Danmerkur og Shetlandseyja. í tengslum við ferðir skipsins í sumar verður boðið upp á fjölbreytta ferða- möguleika um alla Evrópu. Fyrsta ferð Norröna í ár verð- ur 30. maí og verður brottför alla fimmtudaga frá Seyðisfirði til 5. september, samtals 15 ferðir. ■ M/F Norröna, ferjan sem haldið hefur uppi ferðum milli íslands, Færeyja og Shetlands- eyja undanfarin ár. Prófskrekkur í Háskólanum ■ Janúarpróf eru hafín í Há- skóla íslands og í gær þreyttu tæplega þúsund inanns próf í liinum ýmsu dcildum skólans. Flestir eru þeir eins og endra- nær í verkfræði- og raunvísinda- dcild og viðskiptafræðideild. en í læknadeild taka % manns próf. Nú er náttúriega komin upp ný staða í Háskólanuin scm annars staðar vegna nýrra laga um reykingar á opinbcrum stöðum. Enn hefur þó ekki verið talið fært að meina tób- aksneytenduin að skreppa út úr prófí og fá sér reyk til að stilia taugarnar - enda veitir sennilega ekki af. Hérstreymir hluti prófþreytenda inn í hátíð- arsal Háskólans í gær. NT-mynd: Árni Bjarna. Eyrarfoss: Lengdur um þrettán metra ■ Elín íngibjörg Kristjánsdóttir, eigandi Brauðstofu Ingu í veitingasalnum. Smurbrauðstofa í Garðabænum ■ Ný smurbrauðstofa, smurbrauðsgerð fyrir stærri og „Brauðstofa Ingu". hefur ver- . minni veislur, auk þess sem ið opnuð að Hrísmóum 4 í , hún er opin sem veitingastofa hinum nýja miðbæ Garöabæj- á venjulegum verslunartíma. ar. Eigandi er Elín Ingibjörg Brauðstofan lekur að sér Kristjánsdóttir. Flutningsgeta skipsins eykst um 20% eða úr 3600 tonnum í 4500 tonn. Ganghraði og olíu- eyðslan er svipuð cftir lenging- una og ekki er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður aukist neitt að ráði. Með lengingu Eyrarfoss og. síðar með lcngingu Álafoss í mars á þessu ári, er talið að flutningsgeta skipanna verði næg næstu árin í mcginlandssigl- ingum félagsins. ■ Eyrurfoss var lcngdur í skipa smíðastöðinni í Howaldswerke Deutche Werft í Hamborg og tók verkið tæpan háll'un mánuð. Hér sést unnið að breytingunum á skipinu í skipasmíðastöðinni. ■ Eyrarfoss skip Eim- landsins á mánudag eftir að skipafélagsins, kom til búið er aö gera miklar hreytingar á því í Þýska- landi. Breytingarnar, sem fólgnar eru í 13,1 m leng- ingu, styrkingar á veður- þilfari og milliþilfari, við- bótarhjálparvél, qýrri bógs- krúfu kostuðu 33 ntilljónir króna. ■ Eyrarfoss í Sundahöfn á mánudag, 13 metrum lengri en þegar liann lá þar síðast við bryggju. NT-mynd: Ari.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.