NT

Ulloq

NT - 09.01.1985, Qupperneq 5

NT - 09.01.1985, Qupperneq 5
Fulltrúar Suðurfjarða á Austurlandi: Eyðing vargfugls og meindýra í ólestri - aðeins einn maður má fara með svæfingalyf og til hans næst sjaldan ■ Mikillar óánægju gætti hjá fulltrúum sveitarfélaga á Suður- fjörðum á Austurlandi um eyð- ingu vargfugls og meindýra á svæðinu, á samstarfsfundi sem haldinn var að Staðarborg í Breiðdal nokkru fyrir áramót. Það voru fulltrúar Búða-, Fáskrúðsfjarðar-, Stöðvarfjarð- ar-, Breiðdals-, Berunes- og Búlandshrepps sem þarna komu saman og lýsti Hafþór Guð- mundsson, sem hafði framsögu, því yfir að ástand þessara mála væri engan veginn nægilega gott. Benti hann á að aðeins einn maður á Austurlandi, Páll Leifsson, hefði leyfi til að fara með svæfingarlyf fyrir vargfugl, en oft er erfitt að ná í hann enda einnig atvinnuskytta landsins og því á þeysingi út um allt. Höfðu fundarmenn áhyggjur af uppgangi vargfugls og töldu nauðsyn að fjölga þeim mönn- um sem hafa leyfi til að svæfa vargfugl. Ennfremurhvetja þeir til þess að settar verði strangar reglur um meðferð úrgangs, en víða á fuglinn auðvelt með að komast í æti, fiskúrgang, og sorp. Einnig var fjallað um sam- ■göngumál þessara byggðarlaga og er skorað á hlutaðeigandi aðila að gera ítarlega áætlun hið fyrsta um vetrarsamgöngur á landi milli Hafnar í Hornafirði og Neskaupstaðar. Skuli stefnt að því frá og með næsta vetri að halda uppi reglubundnum áætl- unarferðunt a.nt.k. einu sinni í viku, á þessari leið og tengja þar öðrum áætlunarferðum beggja megin frá. Pá er undirstrikað að vöru- flutningar Skipaútgerðar ríkis- ins séu mikilvæg og ómissandi þjónusta fyrir byggðarlögin og skorað á umboðsaðila að koma sem fyrst upp viðunandi geymsl- um og afgreiðsluhúsnæði fyrir þessa starfsemi. Fundurinn var sammála um að móta þyrfti heildaráætlun um flugsamgöngur, sern þjóni svæðinu með einum stórum tlugvelli ásamt öðrum ntinni völlum vel búnum. Tungl spillir veiði ■ Loðnuflotinn þokast nú á miðin eftir jólafrí en margir sem lítið eiga eftir af kvóta sjá ekki ástæðu til að flýta sér. Fyrir síöustu helgi höfðu aðeins 4 skip landað og í fyrrinótt til- kynntu fjögur um full- fermi og héldu í átt til lands. Slæm skilyrði hafa verið til að veiða því bjart er af tungli um nætur. Pegar þannig stendur á heldur loðnan sig dýpra og torveldar það veiði. Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd kvaðst í samtali við NT ætla að langt innan við helmingur flotans væri kominn á miðin. Margir eru á leið- inni en sumir þeir sem ekki eiga nema einn til tvo túra eftir bíða átekta. Ný handbók í stærðfræði ■ Út er komin ný stærð- fræðihandbók hjá Erni og Örlygi. Bókin er ætluð kennur- um og nemendum, og ekki síst foreldrum sem vilja hjálpa börnum sínum við heimadæmin en hafa veigr- að sér við því vegna breyt- inga á framsetningu og inni- haldi á námsnefni grunn- skólanna. Efni bókarinnar skiptist í þrjá meginþætti: 1) Breytingatíma- bil - orsakir og afleiðing, 2) Stærðfræðinám - fyrstu bekkir grunnskólans, 3) Stærðfræði- hugtök. Bókin er unnin í prentsmiðj- unni Odda hf. Skipað í bankaráð ■ Viðskiptaráðherra hefur Iokið við að skipa formenn bankaráðanna. Formaður bankaráðs Landsbankans er Pétur Sigurðsson alþingismað- ur, og Kristinn Finnboga- son framkvæmdastjóri varaformaður. Valdimar Indriðason, alþingismaður, er formað- ur bankaráðs Útvegsbank- ans og Jóhann Einvarðs- son varaformaður. Stefán Valgeirsson, al- þingismaður, er skipaður formaður bankaráðs Bún- aðarbankans og Friðjón Þórðarson, alþingismaður varaformaður. Pessar skipanir gilda all- ar til fjögurra næstu ára. Sumarvinna á Norðurlöndum Mikill áhugi fyrir íslandi í norrænum vinnuskiptum ■ Langar þig í sumarvinnu á Norðuriöndunum? Ef þú ert á bilinu 18 til 25 ára og átt fyrir farinu, gæti þessi draumur sem best orðið að veruleika. í sumar lítur nefnilega dagsins ljós nýr angi norrænnar samvinnu sem felst í því að ungu fólki gefst kostur á að vinna sumarvinnuna utan heimalandsins. Pessi vinnuskipti eru árangur- inn af starfi samnorrænnar nefndar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna komu á fót í fyrra. Alls er gert ráð fyrir að hátt í 2000 manns muni fá sumarvinnu utan heimalandsins með þessu móti. Að sögn Agn- etu Björklund, hjá sænska ráð- gjafafyrirtækinu Samhállsrádet, sem nú er stödd hérlendis til að vinna að framgangi málsins, er stefnt að því að 200 ungir íslend- ingar fari utan í sumar og jafn- margir Norðurlandabúar komi hingað í staðinn. Agneta sagði ástæðuna fyrir þessu háa hlut- falli íslands vera aðíkönnun- um sem gerðar hefðu verið úti. hefði komið í Ijós mikill áhugi fyrir íslandi og væri mjög al- gengt að ungmenni nefndu ís- land sem fyrsta valkost. Agneta kvað vafasamt að hægt yrði að ná þessu marki, en það færi þó eftir undirtektum íslenskra fyrirtækja. Hún sagð- ist þó vonast til að 100-150 væri raunhæf tala í þessu sambandi. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar boðið fram störf handa norrænum ungmennum. M.a munu SÍS og kaupfélögin taka við 35-40 ungmennum í sumar- vinnu. Agneta Björkiund sagði ferðakostnaðinn vera nokkurt vandamál þegar um ferðir til og frá Islandi væri að ræða cn um þessar mundir væri verið að athuga hversu mikið væri hægt að lækka hann. Ekki væri þó unnt að greiða niöur ferða- kostnaðinn þar eð ekki hefði verið veitt neinu fjármagni til þessara aðgerða. Flest þau störf sem í boði eru á Norðurlöndunum standa frá því í byrjun júní og út ágúst. Vissar undantekningar eru þó á þessu og í sumurn tilvikum verð- ur unnið fram í september. Pau störf sem íslendingum bjóðast ytra í sumar eru af ýmsum toga. Töluvert verður um vinnu við ýmiss konar iðnað en einnig verður hægt að velja um störf við verslun og þjón- ustustörf. Launin fara eftir samningum í hverju landi. Upplýsingabækl- ingi og umsóknareyðublöðum verður dreift í skólum á mennta- skóla- og háskólastigi og á ís- landi munu þau liggja frammi á fleiri stöðum, m.a. í Norræna húsinu í Reykjavík. ■ Janúar í Hljómskálanum. NT-mynd: Anii Bjarna ■ Agneta Björklund meö bæklinginn, „Nordjobb 85“ sem dreift erður í 50.000 eintökum um öll Noröurlönd. Nýtt fyrirtæki á Akranesi: Framleiðir lása á lyfjaskápa ■ Nýtt fyrirtæki, Akropolis á Akranesi, mun brátt hefja framleidslu á öryggislæsing- um Jóhannesar Pálssonar, uppfínningamanns, sem ætl- aðar eru á skápa undir lyf og hættuleg efni. Slysatíðni ungbarna vegna eitrana er óeðlilega há, eða um 11% allra heimaslysa barna á aldrinum 0-4 ára (skv. skýrslum slysadeildar Borgarspítalans.) Uppfinning Jóhannesar hefur vakið mikla athygli er- lendis og hefur hann aflað sér einkaleyfa á henni í mörgum löndum. Helstu hluthafar í Akro- polis hf. eru: Akraneskaup- staður, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Stefán Thor- arensen hf., Reykjavík, Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akranesi og nágrenni, S.I.B.S. deildin Akranesi, Akranesdeild Rauða kross íslands, ásamt nokkrum ein- staklingum. Akropolis hf. hefur gert samning við verndaðan vinnustað á Vesturlandi, sem áætlað er að hefji framleiðslu læsinganna um mitt ár.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.