NT - 09.01.1985, Blaðsíða 6
ffl
Magnús Magnússon:
Um stór
Uppistaða þessarar greinar er
erindi sem flutt var á ráðstefnu
Lífs og lands um stöðu
atvinnuveganna:
Inngangur
■ Stóriðja er afar illa skil-
greint hugtak. Fyrir sumum er
það samheiti yfir eitthvað
tröllslegt og vont en aðrir sjá í
því merkingu athafna og fram-
fara. Flokka má fiskvinnslu
t.d. undir stóriðju, þar sem
hún er bæði fjármagnsfrek og
fjölmenn. Erindi þetta mun
takmarkast við orkufrekan
iðnað, en orkufrekt iðnferli er
sú framleiðsla sem þarf a.m.k.
2 kWst. til að framleiða eitt
kíló af vöru.
Ekki get ég talist neinn sér-
stakur áhugamaður um stór-
iðju, þótt ég hafi unnið fyrir
tvö slík fyrirtæki, en ég tel að
hún eigi fyllilega rétt á sér eins
og aðrar arðvænlegar iðngrein-
ar og þurfi að vera inni í
myndinni við atvinnusköpun á
íslandi. Það er merkilegt með
okkur íslendinga að bjarg-
hringurinn, sem við ætlum að
fleyta okkur og lifa á, þarf
alltaf að vera sá, sem er lengst
undan og lengra er að synda
að. Virkjanir áttu að bjarga
öllu, en það var ekki lengi.
Síðan var það stóriðja, fiskeldi
tók við, en þegar menn fóru að
kynnast rekstri fiskeldisstöðva
og leysa varð vandamál, sem
þeim fylgja eins og gengur
og gerist í framleiðslu, þá varð
lífefnaiðnaður ofan á og telst
af mörgum framtíðarlausn í
atvinnumálum. Bjarghringur
okkar hefur alltaf þurft að vera
sá sem fáir þekkja til hlítar og
því geta allir tjáð sig um málið,
bjarghringinn sem við sjáum í
fjarska-rétt einsog í hillingum.
Nei, góðir lesendur, fram-
tíðin er í dag, ef við vinnum
eins vel og við getum með
árvekni og alúð og endurtök-
um það á morgun, erframtíðin
okkar. Ekki má skilja orð mín
svo að ég vilji gera lítið úr
ábendingum og framtíðarspám
þeirra manna, sem vísa okkur
veginn að lífefnaiðnaði, fisk-
eldi, stóriðju og fleiri greinum,
heldur vil ég benda á að það er
ekki skynsamlegt að einfalda
hlutina um of og setja allt
traust á eina grein iðnaðar,
heldur á að hlúa að þeim
greinum, sem fyrir eru og eiga
framtíð, og horfa með raunsæi
á möguleika okkar með arð-
semi og annan ávinning í huga.
Stóriðja getur skilað okkur
fram á veg, ef rétt er á málum
haldið, í átt að betra mannlífi
og hagsæld.
Núverandi stóriðja
og áhrif hennar
Orkufrek iðnfyrirtæki í
landinu eru íslenska álfélagið,
íslenska járnblendifélagið,
Áburðarverksmiðjan og Kísl-
ilgúrvinnslan. Þessi fyrirtæki
og sérstaklega þau fyrrnefndu
ollu gífurlegri byltingu í iðnað-
ar- og verkkunnáttu okkar ís-
lendinga, þar sem við lærðum
og fengum dýrmæta reynslu í
undirbúndingi og að standa að
slíkum framkvæmdum.
Ymis smærri fyrirtæki sem
stofnuð voru vegna uppbygg-
ingar þessara iðjuvera, hafa
vaxið og dafnað og eru nú hæf
til þess að takast á við ný
verkefni. Það er hægt að
standa þannig að byggingu og
rekstri stóriðjufyrirtækja, að
smáiðnaðurinn dafni í skjóli
þeirra. Kannski er þarna rétt-
lætingin fyrir stóriðju og orku-
frekum iðnaði, sem finnur I
rekstrargrundvöll í lágu raf-
orkuverði, en skapar um leið
aðstöðu sem þarf til að efla
smærri iðnað. Forsenda fyrir
slíku er þó að nægur tími sé til
undirbúnings, svo hægt sé að
taka tillit til aðstæðna íslenskra
fyrirtækja, sem flest eru smá.
Miðvikudagur 9. janúar 1985 6
■ Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga var byggð fyrir52.000 tonna framleiðslu, en ársframleiðslan þar er nú 59.000 tonn. Mengun
verksmiðjunnar er viðunandi.
Þjóðhagslega arðbærar að-
gerðir, svo sem að samræma
aðstöðu innlendra og erlendra
framleiðenda, sem keppa um
verk við framkvæmdir, varð-
andi tolla og aðflutningsjöld á
efni og búnaði, myndi hjálpa.
Margfeldisáhrif álversins
sjást greinilega í Hafnarfirði,
járnblendifélagsins á Akranesi
og kísilgúrverksmiðjunnar við
Mývatn. Þekking flyst með
einstaklingum, en ekki fyrir-
tækjum. Dæmi um einstakl-
inga, sem fóru í eftirfarandi
framleiðslu eða sjálfstæða
starfsemi eftir þjálfun og vinnu
hjá orkufreku iðnfyrirtækjun-
um eru: Ráðgjöf í uppbygg-
ingu örtölvuiðnaðar, gerð hug-
búnaðar í framleiðslustjórn
fyrirtækja, framleiðsla grill-
kola, framleiðsla steinullar og
hönnun og ráðgjöf við fram-
leiðniaukningu í fiskiðnaði.
Dæmin sýna að stóriðjan
myndar umhverfi, sem vekur
upp nýjar hugmyndir og örvar
menn til framkvæmda.
Mengun og vinnuvernd
Frá upphafi byggðar á ís-
landi hafa menn mátt þola
ýmsa mengun, svo sem meng-
un af flúor, brennisteini og
kolmonoxíði. Hún hefur aðal-
lega komið frá jarðumbrotum,
frá hverasvæðum og ölkeldum.
Nú á síðustu árum hefur borið
á menguðu lofti frá Evrópu og
mengun hafssvæða í kringum
okkur fer vaxandi. Mengun er
aldrei réttlætanleg, en við
verðum að lifa við hana að
vissu marki.
Það á að gera þær almennu
kröfur til fyrirtækja að mengun
þeirra sé innan við ákveðin
mörk og að mengun þeirra ógni
ekki lífríki stórra svæða. Ef
fyrirtæki standa ekki undir
fjármagnskostnaði nauðsyn-
legra mengunarvarna, á ekki
að byggja þau. Ef dæmi eru
tekin, þá standast nýrri álver,
t.d. í Noregi og Kanada, fylli-
lega þær kröfur. Járnblendi-
verksmiðjan á Grundartanga
hefur sýnt og sannað að meng-
un hennar er viðunandi og
kannað hefur verið og talið
tryggt að mengun frá fyrirhug-
aðri kísilmálmvinnslu á Reyð-
arfirði er langt innan við þau
mörk, sem sett hafa verið.
Um innri mengun og aðbún-
að á vinnustað í áðurnefndum
fyrirtækjum er hægt að fullyrða
að ástandið er með því besta,
sem hér gerist um hliðstæð
störf. Þetta sannar fastheldni
manna í að vinna hjá fyrirtækj-
unum. Hér nægir að nefna til
viðmiðunar aðbúnað starfs-
manna í minni vélsmiðjum,
við bílasprautun, í byggingar-
iðnaði þar sem unnið er með
lökk og lím, rafsuður í bílskúr-
um og álíka húsnæði, heyryk
við gegningar, vinna við mal-
bik og fleira mætti lengi telja.
Vinnuaðstöðu þarf að bæta
hvar sem hægt er að koma því
við, en viðmiðanir eru nauð-
synlegar til s'amræmingar.
Gaman er að rifja upp tvö
dæmi, sem tengjast mengun-
armálunum. Rykið í útblæstri
járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga var þyrnir í aug-
um margra, en það var fyrst
kögglað og urðað. Nú er sama
ryk orðið eftirsótt söluvara og
hefur leitt til þess að unnt var
að stemma stigu við alkalí-
virkni íslensks sements. Hitt
dæmið eru nýjar mengunar-
varnir í álverum, þar sem súr-
álið er látið sía flúor úr út-
blæstri álvera, en með þvf
endurvinnst flúorið og sparn-
aður kemur á móti útlögðum
kostnaði vegna mengunar-
varna.
Valkostir:
Stóriðja -
smáiðnaður
Það er oft munur á því sem
Frá upphafi byggðar á Íslandi hafa
menn mátt þola ýmsa mengun, svo
sem mengun af flúor, brennisteini og
kolmonoxíði. Hún hefur aðallega
komið frá jarðumbrotum, frá hvera-
svæðum og ölkeldum.
Er NT málgagn
forsætisráðherra?
■ Frétt NT urn það að for-
maður Alþýðubandalagsins sé
hallur undir samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn hefur heldur
betur vakið liðið á þeim bæ og
bregst Svavar Gestsson við af
ntiklu offorsi og lýsir því yfir !
að frétt NT sé „algjör upp- i
spuni". Hann telur tilgang NT
vera þann að „draga úr athygli
fólks á algerri íhaldsþjónkun
Framsóknarforystunnar" og
telur það nær NT að „spyrja
forntann Framsóknar hvernig
honum líði'í samstarfinu með
íhaldinu". Það sem endur- 1
speglast í þessum viðhorfum
Svavars er sú skoðun að NT
eigi fyrst og síðast að fjalla um
Framsóknarflokkinn og fréttir |
þess aðrar séu liður í einhverju
heljarmiklu samsæri Fram-
sóknar. Þetta eru viðhorf l
flokksþrælsins, sem er alinn
Jón
upp viö það að blöð séu flokks-
blöð og hagsmunir flokksins
liti og stjórni öllum fréttaskrif-
um. Þess vegna sé ekkert mark
takandi á fréttum þeirra. Þetta
er reyndar athyglisverð skoðun
manns, sem hefur verið blaða-
maður og ritstjóri dagblaðs
mest alla sína hunds- og katta-
tíð.
Svavar Gestsson skal hins
vegar upplýstur um það að
fréttadcild NT er ekki stýrt frá
Framsóknarflokknum og NT
ntun halda áfram að flytja
fréttir af öllum sviðum þjóðfé-
lagsins og úr þeim flokkum og
félagasamtökum þar sem
eitthvað er að gerast, alveg
óháð því hvort það hentar
hagsmunum tiltekinna stjórn-
málaflokka eða ekki. Raunar
erum við vissir um að það
henti langtímahagsmunum
þjóðarinnar best að fjölmiðlar
séu sjálfstæðir og marki sér þá
stefnu að upplýsa almenning
um livað er að gerast á líðandi
stund. M.ö.o. í þeim sé reynt
að draga upp ntynd af þjóðfé-
laginu eins og það er, en ekki
eins og cinhverjir tilteknir
menn vilja að hún sé. Þetta
höfurn við reynt að gera og
munum halda því áfram.
Það kernur raunar fáum á
óvart þó að formaður Alþýðu-
bandalagsins láti svona. Álvar-
legra er þegar fréttastofa út-
varps lætur sig hafa það að
byggja fréttir sínar á frétta
skrifum NT og hnýta aftan við
að NT sé málgagn forsætisráð-
herra. Það er eins og ríkis-
starfsmennirnir þar óttist það
að upp í Síðumúla sé blað sem
er að reyna að vera sjálfstætt í
fréttaflutningi og reyni með
öllum ráðum að bregða fæti
fyrir tiltækið.
Nú er það staðreynd að
Framsóknarflokkurinn á 40%
■ Svavar Gestsson telur frétt
NT Framsóknarsamsæri.
í því hlutafélagi sem rekur NT
og blaðið, sem arftaki gamla
Tímans, tengist Framsóknar-
flokknum með ýmsurn hætti.
einkunt þó óbeinum. En í
fréttadeildinni gildir það sjón-
armið eitt að upplýsa hlutina
og þar vinna hlutfallslega ekk-
ert fleiri Framsóknarmenn en er
í þjóðfélaginu gegnunisneitt.
Örugglega rnun færri en á
fréttastofu Útvarps.
Alþýðublaðið um Jesú
Baldvin og Jón Krist
Það er húmor í Alþýðublað-
inu í gær, sem aðallega er
undirlagt frásögnum af fjöl-
ntennum og fjörugum fundum
sem Jón Baldvin er að halda út
um allar koppagrundir, nú síð-
ast á Austfjörðum. Að sjálf-
sögðu er fjölmenni á öllum
fundum „sumarstemmning og
ailt gott að frétta", enda ætlar
Alþýðuflokkurinn að verða
stærsti flokkur þjóðarinnar eft-
ir næstu kosningar. Alþýðu-
blaðið segir frá því að „á Egils-
stöðum komu til fundarins um
70 manns, enda þótt fjölmennt
bridgemót hefði verið í gangi á
staðnuni á sama tíma" (þessir
bridgemenn, þeir hefðu örugg-
lega mætt!) Hins vegar var
frekar fámennur fundur á
Seyðisfirði daginn áður, en
„toppaðsókn ásunnudeginum,
þegar um 70-80 Norðfirðingar
komu saman til að hlýða á
formann Alþýðuflokksins" og
á Fáskrúðsfirði „voru um 40
manns samankomnir".