NT - 09.01.1985, Blaðsíða 9

NT - 09.01.1985, Blaðsíða 9
Saga rómversku keisaraaldarinnar Werner Dahlheim: Geschichte de Römischen Kaiserzeit. Olde- nburg Grundriss de Geschic- hte. Band 3. R. Oldenburg Verlag Miinchen 1984. ■ í þessu bindi, sem er hið þriðja í ritröð Oldenburg for- lagsins um sögu Evrópu greinir frá sögu Rómarríkis á keisara- öld. Höfundur hefur frásögnina við þau tímamót er urðu þegar Ágústus keisari komst til valda og rekur hana fram til um 311, er Galerius keisari gaf út tilskip- un um að hætt skyldi ofsóknum á hendur kristnum mönnum. Hér er ekki rakin saga hvers einasta keisara, eins og oft hefur verið gert í umfjöllun um róm- versku keisaaraöldina. Þess í stað leggur höfundur megin- áherslu á að fjalla um helstu stofnanir þjóðfélagsins, og þær breytingar, sem urðu á þeim á þessu skeiði. Hann ræðir fyrst um stofnun keisaradæmisins og þær breytingar, sem það hafði í för með sér. Síðan lýsir hann keisaradæminu sjálfu og undir- stöðum þess. Ýtarlegur kafli er um ýmsa pólitiska forréttinda- hópa og afstöðu þeirra til ríkis- OMenbourg Grundiiti derGeschichte Wemer Dahlheim Geschichte der Römischen Kaiserzeit ins, keisaradæmisins og hvers annars, og mjög fróðlegur kafli er um rómversku borgarastétt- ina og borgarlíf, og um bændur og stöðu þeirra gagnvart jarð- eigendum. Þá er fróðlegur kafli um rómverska herinn, uppbygg- ingu hans, réttindi og skyldur og síðan annar um rómverska heimsveldið - Imperium Rom- anum - takmörk þess og stjórn. Síðast en ekki síst ber að ncfna mjög skemmtilegan kafla um upphaf og útbreiðslu kristin- dómsins. Höfundur leggur áherslu á að lýsa kristninni sem uppreisn gegn valdi Rómverja og gerir í því rækilega úttekt á nýju verðmæta- og siðferðismati kristinna manna og ber það saman við mat fyrri manna. Þá er einnig gerð glögg grein fyrir deilum kristinna manna við keisaraveldið og fyrir þeim sáttum, sem tókust að lokum með ríki og kristindómi. í öðrum hluta bókarinnar greinir frá undirstöðum og helstu vandamálum rannsókn- arinnar og í þriðja hluta er ýtarleg umfjöllun um heimildir, þar sem höfundur segir m.a. í stuttu máli sögu þeirra sögurit- unar, sem gerð hefur verið um rómverska keisaratímabilið allt frá því á 17. öld. Eins og aðrar bækur í þessari ritröð er þessi einkar fróðleg og læsileg og handhæg fyrir þá, sem þurfa að fjalla um þetta tímabil. í bókarlok er tímatalsyfirlit ásamt heimilda- og nafnaskrám. Jón Þ. Þór. Björgvin - gamle Bergen - er gefin út sérstök árbók. Á síðasta ári var svo gefið út sérstakt rit um friðaða borg- arhlutann, eða Museumbyen, eins og hann er gjarnan kallað- ur, og íbúa hans á fyrri tíð. Þetta er vitaskuld ekki nein allsherjarsaga, enda hafa Björgvinjarmenn nýlega gefið út fjögurra binda verk um sögu borgarinnar, heldur hafa höf- undar þann hátt á að þeir velja ákveðnar byggingar og fjalla um sögu þeirra og fólksins, sem þar starfaði og bjó. Bygg- ingarnar eru af ýmsu tagi. Hér greinir frá stórhýsum auð- manna og lífi þeirra, frá verk- stæðum iðnaðarmanna, þeirri starfsemi sern þar fór fram og vinnubrögðum, frá skólum og skólastarfi á fyrri tíð, frá göml- um verslunum, híbýlum al- mennings og þannig mætti lengi telja. Bókin er ríkulega prýdd myndum, sem auka mjög á gildi hennar og í bókar- lok eru allar nauðsynlegar skrár. Textinn er líflegur og læsi- legur og hefur að geyma mjög ýtarlegan fróðleik um húsin, íbúanna og starfsemina, sem frá er greint. Hið eina, sem undirritaður saknar er, að ekki fylgja sérstakir myndatextar hverri mynd og er því á stund- um erfitt fyrir ókunnuga að átta sig á því, við hvaða þátt frásagnarinnar hver mynd á. Jón Þ. Þór Bubbi snýr blaðinu við ■ Allt í einu er komin út ný plata með Bubba eða réttara sagt hljómsveitinni sem hann er í, Das Kapital. Plötur hans frá því fyrr á árinu '84 voru ekki sérlega sannfærandi, hvorki Ný spor né síðasta Egóplatan. Maður hafði það lúmskt á til- finningunni að nú væri veru- lega farið að halla undan fæti hjá Bubba. Síðan var stofnuð ný hljóm- sveit, eftir stutta en vel aug- lýsta Ameríkuferð. Nýja hljómsveitin hafði innan vé- banda sinna ágætis meðlimi auk Bubba, þá Mike Pollock og rythmasveitina úr Tappa Tíkarrass. Einhverjum von- brigðum varðmaðursamt fyrir á hljómleikum þessarar hljóm- sveitar, mér fannst hún ekki vera neitt sérstakt, bara enn ein rokkhljómsveit Bubba Morthens. Platan kemur því á óvart. Þetta er ekkert meistarastykki, en vinnur ntjög á við hlustun. Það sem helst vekur athygli er hve hljómsveitin er góð. Þetta er örugglega besta hljómsveit sern Bubbi hefur verið í, og minnir mann helst á fjaður- dýnu, er bæði traust, lifandi, öflug og mjúk. Þeir Jakob og Guðntundur eru ntjög góðir, og Mikki ekki síðri á gítarinn. Þetta eru líka orðnir mjög reyndir hljóðfæraleikarar eftir að hafa starfað í 4 ár í bransan- um. Tónlistiner sem sagt kröft- ugt og drífandi rokk, ekki neitt þungarokk, heldur e.k. pönk- popprokk. Textasmíðar Bubba eru hinar ágætustu, og eru enn beinskeyttari en áður. Þeir skiptast að venju í tvennt, annars vegar í ýmsar persónu- legar hugleiðingar, og hins vegar í þjóðfélagsleg komment, og mér finnst Bubbi gera hvoru tveggja mjög góð skil. Lagasmíðar eru flestar í höndum Bubba, og ef hægt er að tala um veika hlið á plöt- unni, þá eru það þær. Það eru þó aðeins 3 eða 4 af lögunum sem eru slöpp, hin 5 eða 6 eru góð og skemmtileg. Lili Mar- lene, sent er eina lag plötunnar sem ekki cr eftir Das Kapital, virðist mér ekki falla verulega vel inní. Danski textinn hans Bubba er þó góður. Bestu lögin eru annars Svartur gítar og Blindsker. í heild er ekki hægt að segja annað en að platan sé mjög þokkaleg, og það langbesta sent Bubbi hefur komið ná- lægt á þessu ári. Menn hafa verið að bera saman Utan- garðsmenn og Das Kapital, og er ekki hægt að segja annað en að Das Kapital hafi þar vinn- inginn. Það er margt líkt í því sem þessar hljómsveitir gera, en Das Kapital er þroskaðri, eins og meðlimirnir. ÁDJ (8 af 10) ■ Mörg gömlu húsanna í Björgvin eru fögur listasmíð. Gamla Björgvin Sissel Hamre Dagsland, Svein N o rd: Den gamle by. Om folk og hus í gamle Bergen. With an english summary. Universitetsforlaget 1984. 128 bls. ■ Þess hefur áður verið getið hér í þessum þáttum, að frænd- ur vorir Norðmenn standi flest- um þjóðum framar að því er snertir rannsóknir á byggða- sögu, sem og í varðveislu gam- alla bygginga og borgarhluta. Hafa Norðmenn friðað heila bæjar- og borgarhluta, og víða unnið mikið starf við endur- byggingu og viðgerðir. Björgvinjarmenn eru meðal þeirra, sem standa einna fremst á þessu sviði í Noregi, enda eiga þeir ríkulegri sögu- legri minjar fólgnar í gömlum húsum, en margir aðrir. Hluti gamla bæjarins í Björgvin hef- ■ Björgvin stendur að miklu leyti í hlíð. Hér getur að líta ur verið friðaður, og um gömlu teikningu af nokkrum húsanna í bröttu landslagi. Kaupendur NT í Keflavík og Njarðvík Vinsamlega athugið að nýir umboðs- menn hafa tekið við störfum. Keflavík Guðríður A. Waage, Austurbraut 1 sími, 2883 Ingibjörg Einarsdóttir, Suðurgötu 37, sími 4390 Ytri-Njarðvík Kristinn Ingimundarson, Hafnargötu 72, sími 3826.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.