NT - 09.01.1985, Blaðsíða 10

NT - 09.01.1985, Blaðsíða 10
■ „Þið eruð alveg met, að nenna að þvælast í eina 10 daga fram og til baka á togara - bara til að komast í búðir í Brenterhafen í 2 daga. - Og þaö á þessunr tíma árs þegar alltaf má búast við brjáluðu veðri". Athugasemdir líkar þessari voru ekki óalgengar í garð okkar kvennanna þriggja þegar spurðist að við ætluðum að skella okkur með togaran- um Vestmannaey í sölufcrð til Bremerhafen síðast í nóvem- ber. Það sem margir liins vegar athuga ekki, er hve siglingin sjálf getur verið bráð skemmti- leg og afslappandi - frí frá öllu daglegu stússi, eldamennsku, uppvaski og símanum, svo nokkuð sé nefnt. Karlarnir hlógu að okkur Vestmannaey lagði af stað til Bremerhafen finrmtudaginn 22. nóvember, og höfðum við Ásta, Svava og undirrituð þá bæst í hóp skipverja í Eyjum. Ekki var þó laust við að Svava fengi svolitla bakþanka í byrj- un ferðar, því fyrsta sólar- hringinn var norðaustan bræla, er stóð beint á bakborðshlið skipsins, sem skapaði tölu- verðan velting. Þegar djöful- gangurinn var hvað mestur fannst Svövu skipið vera að taka niðri. Karlarnir lilógu hins vegar - sögðu þetta bara smá skvettu. Veðrinu slotaði jafn snögglega og það skall á. Það sem eftir var siglingarinnar - bæði út og síðan heim - var rjómalogn og sléttur sjór eins og á sumardegi. Videó og spil í tómstundunum Sigling á togara þýðir síður en svo neitt frí fyrir áhöfnina, ef einhver hefur haldið það. Karlarnir verða að standa tíu tíma hvern dag - frá 8 á morgnana til 6 á kvöldin - í að gera við allt sem bilað er, þar mcð talin veiðarfæri og síðan að þrífa skipið hátt og lágt, pússa alla lista og hvert einasta tæki um borð. í frístundunum stytta menn sér svo stundir við hitt og þetta - horfa á videó, leggja kapal og við konurnar gjarnan að prjóna. _Þá var frumsamin framhaldssaga sem þeir Eyjólf- ur skipstjóri og Halldór vél- stjóri fluttu á hverju kvöldi alveg óborganleg. Framhalds- söguna byggðu þeir félagar á mannkynssögunni - þóttust sjálfir hafa lifað hvert tímabil hennar frá tímum Rómverja til okkar daga, og sögðu frá ■ Þegar tvær hemlur duga ekki er nærtækast að stinga sjálfskeiðiingmnn í iiiiiniiiiin. hverju þeirra fyrir sig. Sem Rómverjar tóku þeir t.d. þátt i að leggja Karþagó í rúst, en Rómverjatímabili þeirra lauk nreð því að þeir voru drepnir eftir að hafa eitrað fyrir fíla Hanníbals, er hann kom með þá yfir Alpana. Frækilegri þátt- töku þeirra í þrælauppreisninni lauk einnig með dauða. Á kú- rekatímabilinu voru þeir félag- ar í Texas - í kring um 1800 - þegar jafnvel blindir menn gátu skotið buffalóa. það var svo mikið af þeim. Allir höfðu góða skemmtun af þessu stikli þeirra um veraldarsöguna, og sumir væntanlega nokkurn fróðleik. Ófrýnilegarfegrunar- aðgerðir Meðan strákarnir voru að púla, nutum við konurnar þess að fara daglega í snyrti- og fegrunarmeðferð. M.a. höfð- um við heyrt eftir gömlum kerlingabókum að eggjarauð- ur væru einstaklega góðar fyrir húðina. Við rændum þessum fegrunarmeðulum því óspart frá Ómari kokk og gekk svo langt að hann var farinn að fela fyrir okkur eggin, svo hann yrði ekki uppiskroppa. Þótt áhrifin af eggjunum ættu að vera góð verður ekki það sama sagt um útlit okkar meðan á meðferðinni stóð. Við vorum vægast sagt ófrýnilegar, a.m.k. þegar við fórum að hlægja og þurr eggjamaskinn sprakk framan í okkur. Enda brá skip- stjóranum illilega í brún þegar hann kom að okkur óvörum í miðjum fegrunaraðgerðum síðasta dag siglingarinnar út - en þá vorum við stödd á Norðursjónunt. Og fleirum virðist hafa brugðið - því í ■ Ekkert frí, takk, þótt verið sé í siglingu. Strákarnir verða að hamast við viðgerðir og þrif 10 tíma á dag. ■ Ludvig Jansen, konsúll og umboðsmaður margra íslenskra skipa, og frú fagna góðri sölu með áhöfninni að kvöldi. ■ Fiskdoktorarnir á inarkaðinum gefa físknum í hverium kassa gæðaeinkunn -A,B, cða ónýtt efeitthvert óhapp hefurátt sérstað.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.