NT - 09.01.1985, Blaðsíða 16
■ Sara ætlar að giftast Davíð, þó að draumur hans um að
komast yfir leiguíbúð með góðri frammistöðu í hnefaleikunum
hafi farið út um þúfur.
„Konur stóðu sig
vel í rokkinu 1984.“
- segir Andrea Jónsdóttir
■ Andrea Jónsdóttir grípur
niöur í kvennabúrinu sínu í
dag Rás 2 kl. 17. Þar ætlar hún
m.a. aö fara yfir vinsældalista
síðasta árs og kynna sér og
hlustendum frannnistöðu
kvenna þar.
„1984 er með betri árum
fyrir konur í rokkheiminum",
segir Andrea, en bætir þó við
að ,.þó að kúrfan sé upp á við",
sé enn langt í land aö jafnrétti
náist milli kynjanna í rokk-
hciminum það er því ekki
ólíklegt að nöfn eins og Tina
Turner og Cyndi Laupcr eigi
eftir að heyrast í þættinum í
dag,. en þær voru nrikið í
sviðsljósinu á sl. ári.Andrea
styðst við árslistana í síðasta
liefti ársins 1984 af bandaríska
vikuritinu Billboard Magaz-
ine.
Þá ætla Andrca að rifja að-
eins upp söguna I984 eftir
George Orwcll og samfara því
að leika lög af plötu Euryt-
hmics með sama nafni, en bún
lýsti mikilli hrifningu á þeirri
plötu og væri full ástæða til að
kynna hana vel og vandlega.
■ Þessi tindóttu og hrikalegu fjöll ber oft fyrir augu í vestra-myndum. Þau eru umhverfis Monument Valley.
Lesa má alla jarðsöguna
í veggjum Miklagljúfurs
■ Fyrsti þátturinn af þrcm í
breskum heimildamynda-
flokki, sem hlotið hefur nafnið
Meginland í mótun, verður
sýndur í sjónvarpi kl. 20.30 í
kvöld. Þessi þáltur bcr nafniö
Stcinarnir tala og fjallar að
miklum hluta um Miklagljúfur
(Grand Canyon) í Colorado-
ríki.
Hið stórbrotna landslag
Grand Canyon, Monument
Vallcy í Utali, náttúrulegir
steinbogarnir í Utah og eyði-
mörk Arizona, en allir þcssir
staðir hafa lagt sitt af mörkum
til að gera vestrakvikmyndir
sem stórkostlegastar, hefur
sjálft sína stórmerkilegu sögu
að segja. Þetta landslag er á
Colorado-hásléttunni. í Grand
Canyon má lcsa langt aftur í
fortíð Noröur-Ameríku, vegg-
ir gljúfursins segja sögu undra-
verðra breytinga, frá fjöllum,
sem hafa horfið', hafi, sem
æddi yfir mcginlandið, liita-
beltisskógum og eyðimörkum.
Allt þetta skall yfir hvað á eftir
öðru á þcssum sama staö.
Hvers vegna?
Til að lcita svara við þessari
spurningu er leitað til jánd-
rekskenningarinnar. Hún
skýrir ástæðuna til þcss að
steingervingar sama grunn-
sjávarfisksins finnast bæði í
Ámeríku og Evrópu, liver
ástæðan er til þess að risaeðlur
hafa fundist á hinum ólíkleg-
ustu stöðum og hvers vegna
hákarlatennur liafa fundist í
cyðimörk í meira en kílómetra
hæð yfir sjávarmáli.
Sjónvarp kl. 21.30:
Astir og fasismi á
Ítalíu
■ Fyrir viku hóf sjónvarpið
sýningar á nýjum framhalds-
myndaflokki. ítölskum, og
vcrður annar þáttur Itans sýnd-
ur í kvöld.
Saga urri ást og vináttu heitir
þcssi flokkur og í fyrsta þætti
kynntumst við aðalsöguhetj-
unum, óaðskiljanlegu vinun-
um Cccarc og Davíð og stúlk-
unni, scm þeir elskti báðir,
Söru. Ungu mcnnirnir fara að
iðka hnefaleika og verður vel
ágengt, en ekki dugði Cecare
þó hnefalcikakunnáttan, þeg-
ar hann lenti í höndum ribb-
alda, scm misþyrmdu honum
fyrir þær sakir cinar, að faðir
hans var kommúnjsti. Sögu-
sviðið cr nefnilega Italía á
uppgangstímum fasista, scm
víluðu ckki fyrir sér að telja
fólki hughvarf með barsmíð-
um og misþyrmingum og var
sérlega uppsigað við kommún-
ista. Sara var þá búin að taka
bónorði Davíös, en það er
dóttir þeirra sem segir söguna.
Sjónvarp kl. 20.35:
Rás 2 kl. 17.
■ Anna Málfríöur Siguröar-
dóttir píanóleikari og Atli
Heimir Sveinsson tónskáld.
Útvarp kl. 16.20:
íslensk tón>
listeftirfjög-
ur tónskáld
■ íslensk tónlist er á dagskrá
útvarpsins kl. 16.20 í dag í
útvarpi. Verða leikin verk eftir
fjögur nútíma-tónskáld hér á
landi, píanóverk, sönglög og
sónata fyrir óbó og klarinettu.
Fyrst leikur Sveinbjörg Vil-
hjálmsdóttir á píanó „Fimm
stykki" fyrir píanó eftir John
Speight.
Þá koma „Fjórir söngvar"
eftir Pál P. Pálsson, sem Elísa-
bet Erlingsdóttir syngur við
hljóðfæraundirleik.
Anna Málfríður Sigurðar-
dóttir leikur næst píanóverk
eftir Atla Heinii Sveinsson,
sem nefnist „Gloria" og að
lokum leika þeir Kristján Þ.
Stephensen og Sigurður I.
Snorrason á óbó og klarinettu
Sónötu eftir Magnús Blöndal
Jóhannsson. Flutningurinn
tekur 50 mínútur.
Miövikudagur
9. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurð-
ar G. Tómassonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð-Steinunn Arn-
þrúöur Björnsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Elsku barn“ Andrés Indriðason
les sögu sína (3).
9.20 Lelkfimi 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 Tslenskir elnsöngvarar og
kórar syngja.
11.15 Úr ævi og starfi fslenskra
kvenna Umsjón: Björg Einarsdótt-
ir.
11.45 íslenskt mál Endurtekinn þátt-
ur Jóns Aöalsteins Jónssonar frá
laugardegi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Heiðdís
Norðfjörð (RÚVAK).
13.30 Lög frá Rússlandi og Suður-
Amerfku
14.00 „Þættir af kristniboðum um
víða veröld" eftlr Clarence Hall
„Líknarstörf í Bólivlu". Kristniboð
doktors Franks Beck. Ástráður
Sigursteindórsson les þýðingu
slna (6).
14.30 Miðdegistónleikar
14.45 Popphólfið - Bryndis Jóns-
dóttir.
15.30 Tilkynningar. Tonleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslensk tónlist a. „Fimm
stykki” fyrir pianó eftir John
Speight. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir
leikur. b. „Fjórir söngvar" eftir Pál
P. Pálsson. Elisabet Erlingsdóttir
syngur við hljóðfæraundirleik. c.
„Gloria" eftir Atla Heimi Sveins-
son. Anna Málfríður Sigurðardóttir
leikur á píanó. d. Sónata eftir
Magnús Blöndal Jóhannsson.
Kristján Þ. Stephensen og Sigurð-
ur I. Snorrason leika á óbó og
klarinettu.
17.10 Sfðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjum eftir Jón
Sveinsson Gunnar Stefánsson
les þýðingu Freysteins Gunnars-
sonar(15).
20.20 Hvað viltu verða? Starfskynn-
ingarþáttur f umsjá Emu Arnardótt-
ur og Sigrúnar Halldórsdóttur.
21.00 „Let the People Sing“ 1984
Alþjóðleg kórakeppni á vegum
Evrópusambands útvarpsstöðva.
6. þáttur. Umsjón: Guðmundur
Gilsson. Keppni blandaðra kóra.
21.30 Að tafli Guðmundur Amlaugs-
son flytur skákþátt.
22.00 Hortt í strauminn með Krist-
jáni frá Djúpalæk. (RÚVAK).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Tímamót Þáttur í tali og tónum.
Umsjón: Ævar Kjartansson.
23.15 Nútfmatónlist Þorkell Sigur-
björnsson kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
MT
Miðvikudagur
9. janúar
10.00-12.00 Morgunþáttur Sljórn-
endur: Kristján Sigurjónsson og
Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Eftir tvö Létt dægurlög.
Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson.
15.00-16.00 Nú er lag Gömul og ný
úrvalslög að hætti hússins. Stjórn-
andi: Gunnar Salvarsson.
16.00-17.00 Vetrarbrautin Stjórn-
andi: Július Einarsson.
17.00-18.00 Úr kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eða samin af
konum. Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
Miðvikudagur
9. janúar
19.25 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni: Scfgu-
hornið - Tötrakrukkan. Sögu-
maöur Siguröur Jón Ólafsson.
Myndir eru eftir Nínu Dal. Tobba,
Litli sjóræninginn, og Högni
Hinriks.
19.50 Fréttaátrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Meginland f mótun 1. Stein-
arnir tala. Breskur heimildaflokkur
i þrem þáttum um náttúru og
jarðsögu vesturhluta Bandarikj-
anna. I fyrsta þætti er meðal ann-
ars lesið úr jarðlögum Miklagljúfurs
í Coloradoríki og landrekskenning-
in höfð til hliðsjónar. Þýðandi Jón
O. Edwald.
21.30 Saga um ást og vináttu. Ann-
ar þáttur. Italskur framhalds-
myndaflokkur i sex þáttum. Þýð-
andi Þuríður Magnúsdóttir.
22.30 Eþiópía - þjóð í þrengingum.
Endursýning. Einar Sigurðsson
fréttamaður, sem var á ferð í
Eþiópíu fyrir röskum mánuði, lýsir
neyðarástandinu i landinu.
22.55 Fréttir f dagskrárlok.