NT - 25.01.1985, Blaðsíða 1
í stríði við stóra bróður:
Réttarríkið og mann-
réttindi fótumtroðin
- Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. gagnrýnir kerfiskarla
Skoðanakönnun NT
færir Jóni blóm
■ Skoðanakönnun NT um fylgi stjórnmálaflokka sýndi svo
ekki er um villst að Alþýðuflokkurinn er á hraðri uppleið.
Vafalítið eru margir sem þakka það skeleggum málflutningi
formannsins, Jóns Baldvins Hannibalssonar.
NT fór því á stúfana, fann Jón í þingþúsinu og færði honum
blóm og hamingjuóskir. Það var ung blómarós ofan úr
Borgarfirðinum sem færði Jóni rósina. Stúlkan sem heitir
Sigríður Elísdóttir er hjá NT í starfskynningu ásamt
skólafélaga sínum úr Reykholtsskólanum, Kára Kárasyni.
Sjá nánari umfjöllun um skoðanakönnunina á bls 4-5
NT-mynd Róbert
Landsvirkjun:
Framkvæmdir
Föstudagur 25. janúar 1985
skornar niður
■ Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum í gær að
draga úr virkjanarannsóknum á þessu ári, miðaö við fyrri
áætlanir. Skal nú varið 950 miiljónum til framkvæmda og
rannsókna í stað 1200 sem samþykkt hafði verið í
desember. Ástæðan er ný orkuspá sem gerir ráð fyrir minni
orkueftirspurn en eldri spár gerðu.
Var ákveðið að hætta við endanlega lokið. Ef þurfa þykir
framkvæmdir við 5. áfanga kemur til greina að fresta gang-
Kvíslarveitu og Þórisvatnsstíflu sétningu fyrstu vélar við Blöndu
enfrestunBlönduvirkjunarbíð- til ársins 1989 eða jafnvel
ur þfe§s að nefndri orkuspá verði lengur.
23. tbi. 69. árg.
■ Réttarríkið, mannréttindi
og réttur einstaklings eru fótum-
troðin vegna vanhæfra
embættismanna í dómsmála-
ráðuneyti og víðar. Og svo virð-
ist á stundum sem æðsti dóm-
stóll landsins sé hallur undir
opinbera aðila þegar þeir eiga í
hlut.
Þetta kom fram í máli hæsta-
réttarlögmannsinsr dr. Gunn-
laugs Þórðarsonar þar sem hann
kynnti á blaðamannafundi tvö
mál tveggja umbjóðenda sinna
sem hafa átt í stríði við kerfið.
Ekkja með ómyndug börn
hyggst selja íbúð sína og kaupa
aðra en til þess þarf leyfi yfir-
fjárráðanda ómyndugra og að
því loknu formlega afgreiðslu
dómsmálaráðuneytis. A síðar-
nefnda staðnum er málið tafið í
20 mánuði en íbúðin síðan seld
án samþykkis ekkjunnar og á
verði sem hún gat alls ekki sætt
sig við. Telur Gunnlaugur að
þarna hafi ráðuneytið því rekið
erindi kaupanda hússins. NT
spurði Gunnlaug hvort hann
teldi að þarna hefði verið um
klíkuskap að ræða: „Þarna hafa
verið einhver sérstök tengsl sem
embættismenn hafa sett ofar
þeim hagsmunum sem þeim var
ætlað að vernda“, sagði Gunn-
laugur.
Hitt málið snertir framsal ís-
lenskrar konu frá Bandaríkjun-
um sem hingað komin var sýkn-
uð saka af ríkissaksóknara en
nánast sakfelld í greinargerð
dómsmálaráðuneytis um málið.
Nánar verður skýrt frá þess-
um málum í NT í næstu viku.
„Varla lýgur
útvarpið“
- sagðiJónPáll
í samtali við NT
■ Jón Páll Sigmarsson sigraði í
keppninni „Sterkasti maður heims“
í Svíþjóð í gær, að því er óstaðfestar
fréttir íslenska útvarpsins hermdu.
Jón Páll játaði því hvorki né neitaði
í samtali við NT í gær, en taldi
ólíklegt að íslcnska útvarpið færi
með rangt mál, svona yfirleitt. Sjá
íþróttir bls. 23. Símamynd: Mora Tidningar
Stálu 50
ávísunum
- RLR að kafna í gúmmHékkum
■ Ávísanahefti með 50 ávísun-
um var stolið í innbroti í húsnæði
Skrifstofuvéla við Hverfisgötu í
fyrrinótt og eru allar ávísanirnar
með áletrun fyrirtækisins. Þær eru
úr Austurbæjarútibúi Landsbank-
ans og númer 9964351-400.
Á undanförnu misseri hafa bor-
ist kærur vegna fjölda ávísana úr
yfir 100 heftum og fæst þeirra mála
verið upplýst. Þá þegar málin
upplýsast reynast sökudólgarnir
sjaldnast borgunarmenn sinna
skulda. Því biður RLR fólk að
sýna aðgát við móttöku ávísana.
Ákaft leitað
að jeppabíl
■ Lögreglan leitar nú ákaft að
blágráum Willisjeppa, sem ekkert
hefur spurst til síðan á sunnudag.
í dag var leitað að bílnum á landi
og úr lofti og meðal annars flogið
yfir hálendið en án árangurs.
Landhelgisgæslan hefur aðstoðað
við leitina.
Jeppinn er sem fyrr segir blágrát
en með svörtum toppi og skráning-
arnúmerinu X-5571. Þeir sem ein-
hverjar upplýsingar kunna að geta
veitt um það hvert umræddri bif-
reið hefur verið ekið frá því hún
týndist á sunnudag eru beðnir um
að láta lögregluna í ReykjaYík
vita.
Af sérstökum ástæðnm er talið
afar mikilvægt að bifreið þessi
finnist hið fyrsta.