NT - 25.01.1985, Blaðsíða 3

NT - 25.01.1985, Blaðsíða 3
Aðgangseyri á að auglýsa - Verðlagsstofnun sendi veitingahúsum tóninn ■ Þau boð hafa nú veriö látin út ganga að þá þegar hótel, veit- inga- eða skemmtistaðir halda skemmtanir þar sem aðgangs- eyrir er hærri en rúllugjald við- Akureyri: Skipulagið endur- skoðað ■ Skipulagsstjóri ríkis- ins telur nauðsynlegt að komið verði á fót nefnd er fjalli um skipulagsmál Ak- ureyrar og Glæsibæjar- hrepps. í bréfi til bæjar- stjórnar Akureyrar er einnig vakin athygli á því að fyllilega tímabært sé orðið að taka aðalskipulag Akureyrar til endur- skoðunar og lagt til að hún fari fram á næstu tveim árum. komandi húss, þá skal koma skýrt fram í viðkomandi augiýs- ingu í fjölmiðlum hver sá að- gangseyrir er. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Verðlagsstofnun, en að sögn Jóhannesar Gunnarssonar hjá Verðlagsstofnun hafa reglur um þetta verið í gildi í eitt ár án þess að þeim hafi verið fylgt eftir. Sagði Jóhannes að ljóst væri að þessu ákvæði yrði fylgt hart eftir og að yfirleitt yrði reglum um verðmerkingar fylgt harðar eftir en verið hefur. Sagði hann það meðal annars komið til af því aukna frjálsræði sem nú væri í allri verðlagningu. Rúllugjald skemmtistaða er ákveðið af þeim sjálfum en gjald hvers staðar verður að tilkynna Verðlagsstofnun. Þegar svo boðið er upp á einhver auka- skemmtiatriði á staðnum er heimilt að hækka aðgangseyri frá tilkynntu rúllugjaldi. En hér eftir á sem sagt að segja frá slík- urn hækkunum í auglýsingum. Akureyri: Margir undir lögaldri á vínveitingahúsunum! ■ Mikið hefur veriö um kvart- anir undanfarna mánuði uin að fjöldi gesta á vínveitingastööun- um á Akureyri sé undir lögaldri og var fundur haldinn í Félags- málastofnun Akureyrar til að ræða þessi mál í byrjun mánað- arins. Þar mættu m.a. bæjarfógeti og yfirlögregluþjónn, auk fél- agsmálastjóra. Rætt var hvernig nrætti kanna sannleiksgildi þess- ara kvartana og m.a. lagttilað lögreglumenn yrðu við inn- ganga vínveitingahúsanna eina helgi til að fylgjast með að engir færu inn í húsin sem ckki hefðu aldur til. Þá var einnig rætt unt eftirlit með leiktækjastofum en ástæða er til að ætla að þar sé ekki fylgt fullkomlega reglum um aldur gesta og opnunartíma. Niðurstöður umræðnanna urðu þær að lögreglan lýsti sig fúsa til að standa að virkara eftirliti og má því búast við að erfiðara sé fyrir æskufólk á Akureyri að komast inn í „gleðina" í H-100 og Sjallanum. Ræður Póstur og sími ekki við verkefni sín? Sexhundruð íbúar Grafarvogs sambandslausir við umheiminn Mjög alvarlegt mál, segir Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri 69 sótt um síma og 31 bíður: 30 símar eru þegar komnir í Grafarvog - segir Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri, og vísar á bug dylgjum um getuleysi Pósts og síma ■ „Það eru þegar komnir 30 símar í nýja Grafarvogshverfið og 69 aðilar hafa sótt um flutn- ing á síma þangað,“ sagði Jón Skúlason, póst- og símamála- stjóri, sem hafði samband við NT og vildi koma á framfæri mótmælum embættisins vegna fréttar blaðsins sl. laugardag þar sem kom fram að 600 íbúar Grafarvogs væru sambandslaus- ir við umheiminn. Póstur og sími gerði athugun á þessum málum, þegar eftir að frétt NT birtist, og var sendur maður á vegum embættisins í hús í Grafarvogi til að athuga hvar þau væru á vegi stödd með flutning og annað þess háttar. Samkvæmt þeim upplýsingum er flutt í 31 hús af þeim 69 sem hefur verið beðið um símaflutn- ing til. Bíður það fólk því eftir síma núna. Átta hús munu vera tilbúin til að flytja inn í en það hefur ekki verið gert ennþá. Ellefu þessara 69 húsa eru tilbú- in undir tréverk, átta fokheld, eitt er óreist flekahús og tíu eru ýmist á því stigi að vera sökklar eða grunnar ennþá. Búið er að leggja jarðsíma- kerfi í hverfið og þessa dagana er vcrið að ganga frá tengingu á stofnstreng úr tengihúsi handan Grafarvogsins yfir í nýju stöðina í Hraunbæ. Sú stöð verður tekin í gagnið í síðasta lagi um miðjan næsta mánuð og þá fær það fólk samband sem hefur beðið um flutning. Sagði Jón að það væri af og frá að það væru 600 manns sem biðu eftir því að fá síma þarna en ílutningur og uppbygg- ing kerfis tæki alltaf ákveðinn tíma. Yrði þetta að teljast nokk- uð vel að verki staðið, að áliti þeirra hjá Pósti og síma og vísaði Jón á bug öllum dylgjum um það að Póstur og sími gæti ekki ráðið við verkefni sín. ■ Símastrengur tengdur. Óðum styttist í það að þeir íbúar Gral’arvogs sem bíða eftir síma komist i samband við um- heiminn. Á meðan ætti að vera smuga að fá að hringja hjá ná- grannanum. Tveir bros- leitir ■ Afmælisbarnið Öl- mundur á Mylluhól og afmælisgjöfin sem hann fékk frá Elrekkjalómafé- laginu í tilefni af 29 ára afmælinu sínu. Afmæli Ölmundar (Ásmundar Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra Myllu- hóls) var s.l. mánudag. Hrekkjalómarnir birtust hins vegar um miðnætti daginn áður með söng og flugeldaskotum að ó- gleymdum afmælisgrísn- um/gjöfinni í broddi fylk- ingar, en hann hafði ver- ið sóttur upp á Suður- | landsundirlendið í sér- ! stakri flugvél. Ný fóðurblanda á fengitímanum: Gaf ánum sykur og slapp við fóð- urbætisskattinn! Fékk út 30% ódýrara fóður ■ Það hefði einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar að bóndi eyddi sykri ofan í búpen- ing sinn. En í vetur var það gert til sparnaðar á tveimur bæjum í Biskupstungum, að í stað fóð- urblöndu blönduðu bændumir saman tonni af sykri og tonni af fiskimjöli og gáfu fénu um fengi- tímann. Með þessu móti hafa bændurnir fengið fóður sem er þriðjungi ódýrara en fóður- blandan. „Sykurinn er svo til hrein orka en út úr fiskimjölinu fást svo steinefni og eggjahvítuefni en það er einmitt það sem vantar í þessi ónýtu hey“, sagði Gísli Einarsson, bóndi í Kjarnholt- um, annar þeirra tveggja sem þetta reyndu í vetur. Aðspurður hvort þeir hefðu heyrt um það áður að menn gæfu kindum sykur kvað Gísli svo ekki vera. „Þetta eru sérstakar aðstæð- ur, sykurverð er óvanalega iágt, var komið niður í 14.000 þarna um fengitímann en fóðurbland- an er óvanalega dýr vegna kjarnfóðurgjaldsins. Það er enginn fóðurbætisskattur á sykrinum," sagði Gísli ennfrem- ur. Aðspurður kvaðst hann hafa gefið hverri kind um 250 grömm af þessu skattfría fóðri á dag en það er ekki ósvipað magn og almennt er að gefa kindum af fóðurblöndu um fengitímann. Fóðurblandan kostaði á þess- um tíma 18.000 krónur en fiskimjðlið 11.500 krónur. Tonnið af þessu nýja fóðri kost- aði í kringum 12.750 krónur og var því rúmum 30% lægra í verði en fóðurblandan. Sykurinn, sem notaður var, er samskonar og við brúkum í kaffið okkar en keyptur á heildsöluverði í 50 kílóa sekkjum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.