NT - 25.01.1985, Blaðsíða 4
Hvað segja þau um niðurstöðurnar?
Jón Baldvin Hannibalsson:
Jafnaðar-
menn orðnir
sterkt af I
■ Það seni mér finnst eftir-
tektarverðast við þessar niður-
stöður er hve gífurleg umskipti
hafa orðið á sköntmum tíma.
Það eru ekki nema rúmir tveir
mánuðir síðan veruleg breyt-
ing varð á stefnu og málflutn-
ingi Alþýðuflokksins og við
höfum beint okkar orku að því
að kynna þessa stefnu úti á
landi. Þetta eru meiriháttar
umskipti. Við fáum fylgi tæp-
lega 16% þjóðarinnarsem mér
telst vera fjögurra þingsæta
aukning frá síðustu kosning-
um.
Fylgisaukningin er sam-
kvæmt könnuninni mest úti á
landi. Það sýnir að kynningar-
herferð okkar þar hefur borið
árangur. Það er mjög ánægju-
legt því að Alþýðuflokkurinn
hefur sætt ámæli fyrir það að
vera Faxaflóaflokkur, hefur
engan þingmann í jafn stórum
kjördæmum og Suðurlandi og
Austurlandi.
Við erum ekki byrjaðir að
kynna stefnu okkar hér á
höfuðborgarsvæðinu, cn telj-
um að hér eigum við mikinn
óplægðan akur.
Alþýðuflokkurinn er nú orð-
inn stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn ogskoðanakannan-
Föstudagur 25. janúar 1985 4
:koðanaki
Stefán Benediktsson:
Nokkuð ánægður
■ Mér sýnist að ykkar niður-
stöður séu mjög í samræmi við
niðurstöður Helgarpóstsins og
ég get ekki annað en verið
nokkuð ánægður fyrir okkar
hönd þegar horft er til þess að
ríkisstjórnin missir samkvæmt
könnuninni aðeins þrjá
þingmenn. Ég gerði ekki ráð
fyrir að við hirtum obbann af
þeim.
Þá kemur það í ljós að
hamagangurinn í Jóni Baldvin
kemur ekkert niður á okkur,
hins vegar kann ég engar
skýringar á tilflutningi fylgis af
Alþýðubandalaginu yfir á Al-
! þýðuflokkinn.
Það á eftir að koma á daginn
í hverju róttækni Jóns Baldvins
felst. Hún felst að minnsta
kosti ekki í því að hann vilji
segja skilið við samtryggingar-
kerfið samanber síðustu banka-
ráðskosningar.
Guðrún Agnarsdóttir:
Orðið varar við vaxandi byr
ir hafa aðeins einu sinni sýnt
hann stærri en Alþýðubanda-
lagið.
Þegar við fórum af stað og
töluðum um að sameina jafn-
aðarmenn í einn flokk; afl
vinstra megin við miðju, þá
brostu menn út í annað. Én
hvað er að gerast? Alþýðu-
flokkurinn og Bandalag Jafn-
aðarmanna hafa nú 22 xh%
samkvæmt ykkar könnun og
sameiginlega mynda þeir nú
sterkt afl.
■ Ég er að sjálfsögðu mjög
hress með þessar niðurstöður.
Þó get ég ekki sagt að þær
komi mér á óvart því að við
höfum orðið varar við vaxandi
byr, vaxandi áhuga á málefn-
um okkar, ekki síst eftir ferð
okkar um landið í sumar.
Þessi vaxandi skilningur
kemur til þrátt fyrir mikinn
áróður gegn okkur og þrátt
fyrir málgangsleysi, sem er
mjög bagalegt, en það segir
mér að málstaður okkar á er-
indi til fólks.
Karlinn í
brúnni fiskinn
á atkvæðin
■ Jón Baldvin Hannibalsson hefur
sveiflað Alþýðuflokknum rækilega
upp á við, síðan hann tók við
formennskunni af Kjartani
Jóhannssyni og það verður ekki
betur séð en „karlinn í brúnni" sé
bærilega fiskinn á atkvæðin. Hvort
sem úrslit þessarar
skoðanakönnunar eru borin saman
við síðustu könnun okkar eða
síðustu alþingiskosningar, er Ijóst
að fylgi flokksins hefur vaxið
gífurlega.
Fylgisaukning Alþýðuflokksins
kemur úr ýmsum áttum en þó trúlega
mest frá Sjálfstæðisflokknum, sem
samkvæmt skoðanakönnunum
undanfarið virðist á stöðugu
undanhaldi. Fylgi
Sjálfstæðisflokksins í könnunum
náði hámarki í april á síðasta ári, en
fiokkurinn fékk meira en helming
atkvæða. Síðan hefur jafnt og þétt
hallað undan fæti. Hér við bætist að
reynslan virðist sýna að flokkurinn
fái yfirleitt heldur minna fylgi í
kosningum en skoðanakannanir
gefa til kynna.
Við höfum áður varað fólk við því
hér á síðum NT að taka
skoðanakannanir of hátiðlega og
skal það enn ítrekað hér, að
óvissuþættir þeirra
skoðanakannana, sem stundaðar
eru hérlendis, eru of stórir tii að hægt
sé að fullyrða að þær gefi rétta mynd
af ástandinu. Það styður þó nokkuð
niðurstöður okkar að þessu sinni, að
skoðanakönnun Helgarpóstsins,
sem birt var í gær, ber í stórum
dráttum saman við þær.
Töflur þær og línurit sem birtast
hér í opnunni, eiga að skýra sig að
mestu sjálf og má út úr þeim lesa
niðurstöðurnar í smáatriðum.
Á morgun
■ Hver er (eða var) merkasti
stjórnmálamaður íslendinga á
þessari öld? Hversu hátt hlutfall
íslenskra kvenna hefur orðið
fyrir nauðgun, eða tilraun til
nauðgunar?
Við leituðum svara við m.a.
þessum tveim spurningum í
skoðanakönnuninni sem
framkvæmd var í fyrrakvöld.
Sum svörin koma á óvart, Þú
færð þau I NT á morgun.
■ Myndin sýnir hlutföllln milli stjórnmálaflokkanna allt frá siðustu kosningum til þessa dags,
miöað við úrslit skoðanakannana er birtar hafa verið á timabilinu.
Önnur línan neðan frá afmarkar fylgl stjórnarinnar en það hefur eins og sjá má rokkað frá
rúmlega 56% upp í rúm 69%.
Nýju flokkarnir tveir, sem komu inn á þlng í siðustu kosningum virðast eiga ser tilverurett
áfram að mati kjósenda og Samtök um kvennalista virðast meira að segja vinna á hægt en
Flokkur mannsins, sem i tveim síðustu skoðanakönnunum fékk 0,3% atkvæða er hér sýndur
með „öðru“, þ.e. þeim sem kváðust myndu kjósa eitthvað annað en þá flokka sem sæti elga
á þingi.
Bilið hægra megin við punktalínuna sýnir þróunina frá síðustu skoðanakönnun NT, r
nóvember á síðasta ári, og fram til dagsins i dag. Mesta gleikkun milli lina hefur orðið hjá
Alþýðuflokknum, enda er þar um mesta fylgisaukningu að ræða.
örugglega.