NT - 25.01.1985, Blaðsíða 11

NT - 25.01.1985, Blaðsíða 11
 Föstudagur 25. janúar 1985 11 LlL Öryggis- o g tryggingamál ■ Það er fleira en að fylgjast með innbrotum sem er í verkahring öryggisvarðanna. lega á móti slíkum hlutum. Ef öryggisvörður frá okkur kemur auga á innbrot eða eitthvað sem hann telur að lögregla skyldi hafa afskipti af, kallar hann upp stöðuna, og við hringjum síðan á lögregluna, og hún afgreiðir síðan málin. Karate og slíkar íþróttir eru ekki hluti af þjálfun örygg- isvarðanna en margir þeirra hafa áhuga og æfa sig. Eiturlyf og sprengiefni { dag starfa hjá Vara um 10 manns og þeir vakta nokkur hundruð stofnanir, fyrirtæki og heimili, og ótaldar milljónir í bönkum og vöruhúsum. Svo eru aðrir hlutir sem ekki eru verðmæti beinlínis, en mega ekki komast í umferð. Þetta eru m.a. sprengiefni, eitur og ákveðin lyf. Mörg fyrirtæki hafa í sínum fórum sprengiefni sem notuð eru við þjónustu og starf, og er gífurlega mikið atriði að vel sé passað upp á þá hluti. Apótek eru mörg undir okkar gæslu og aðrar stofnanir sem hafa með hættuleg efni að gera. Minni verðmætum stolið Innbrotum fækkar ekki þótt komin séu þjófavarnarkerfi upp í mörgum fyrirtækjum, en við verðum að líta á þá stað- reynd, að með í tölum yfir innbrot í dag eru einnig þau innbrot sem ekki hafa heppn- ast vegna þess að þjófabjalla verður virk og innbrotsþjófur- inn verður skelkaður og hverf- ur af staðnum. Innbrotin geta hugsanlega verið jafnmörg, en verðmætahlutfallið minna. Því að sparki einhver upp hurð er það talið innbrot, og kerfið fer í gang og verður því ekkert úr innbrotinu, þar með er forð- að að nokkuð tjón verði unnið, og hefur það áhrif á hversu mikið hverfur af verðmætum. Með þjófavarnarkerfum minnka líkurnar á því að þjóf- ur reyni, og einnig að hann nái árangri. Við köllum ekki eina brotna rúðu árangur. Þannig er það nánast útilokað að þjóf- ur komist í gegnum kerfið og nái því sem hann ætlar sér. Áhættan f ærist yf ir á aðra Þeir aðilar sem setja upp þjófavarnarkerfi eru óbeint að færa hættuna á að brotist verði inn f fyrirtækið eða heimilið yfir á þau fyrirtæki sem ekki hafa komið sér upp einhverri vörn. Það gefur augaleið að þjófur sem ætlar að brjótast inn hjá gullsmið og hefur um tvo gullsmiði að velja, og annar þeirra er með þjófavarnarkerfi en hinn ekki, þá velur hann þann sem er ver varinn. Hins- vegar er alltaf einhver hluti innbrota sem framinn er í ölæði eða undir áhrifum eitur- lyfja, og þar ríkir engin skyn- semi. Það er bara vaðið í rúðuna, án nokkurrar hugsun- ar. Einkennisbúningar Einkennisbúningurinn þjón- ar aðallega þeim tilgangi að gefa eftirlitsmanninum vald í sambandi við samskipti hans við aðra aðila. Hann getur I þurft að vísa fólki út úr hús- næði, eða halda fólki þótt svo að ekki sé mælt með því að nota ofbeldi. Algengt er að öryggisverðir hafi samskipti við lögreglu, og geta þeir þá þekkt öryggisvörðinn, og má segja að einkennisbúningurinn sé fyrst og fremst til þess. Áðurgreint sjónarmið réttlætir fyllilega notkun einkennisbún- ingsins. Námskeið fyrir óryggisverði Það eru ekki nein almenn námskeið haldin fyrir örygg- isverði, hinsvegar leiðbeinum við okkar mönnum um hvernig á að bregðast við í tilfellum sem geta komið upp, og má sem dæmi nefna eld, innbrot, eða eitthvað annað sem getur gerst. Við leggjum okkar starfsmönnum lífsreglur um hvernig þeir eigi að haga sér við sín störf, og má sem dæmi nefna að við bönnum okkar öryggisvörðum að reykja í fyrirtækjum þeim sem vöktuð eru. Svo eru mörg fyrirtæki sem þurfa að setja örygg- isvörðum reglur um hvernig skuli að vöktuninni staðið, hvað snertir aðstæður, vélar, sérstök verkefni á staðnum o.s.frv. Litli lífvórðurinn Litli lífvörðurinn er tæki sem ætlað er sjúklingum og þeim sem þurfa að geta kallað á hjálp fyrirvaralaust og geta lent í þeirri aðstöðu að komast ekki í síma. Þetta er m.a. fólk sem er blint eða getur fengið aðsvif hvenær sem er svo og þeir sem bundnir eru við hjólastóla. Tækið er hengt um háls sjúklingsins, og það eina sem hann þarf að gera, þegar hann telur sig þurfa aðstoð, er að toga í tækið, og fara þá samstundis boð til móðurtölv- unnar sem staðsett er í höf- uðstöðvum fyrirtækisins á Þór- oddsstöðum við Reykjanes- braut. Þar gera öryggisverðir Vara aðstandendum, eða fólki í nálægum íbúðum viðvart, og er öruggt að hjálpin berst inn- an skamms. Tvisvar bjargað lífi mínu Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir býr í Austurbrún 6 og er veik fyrir hjarta, og hefur blóð- tappa í heila sem getur farið af stað hvenær sem er. Beina- sjúkdómur hrjáir Guðrúnu einnig, og má segja að litli Starfsemin á fullan rétt á sér segir Bjarki Elíasson ■ Eftir að hafa haft sam- band við öryggisgæslufyrir- tækin og kynnst starfsemi þeirra, þótti okkur tilhlýði- legt að hafa einnig samband við lögregluna og heyra við- horf hennar til þessara fyrir- tækja. Bjarki Elíasson yfirlög- regluþjónn varð fyrir svörum, Aukið öryggi Hann sagðist ekkert hafa við fyrirtækin að athuga. Þau eiga að starfa hér með leyfi frá ráðuneyti og þegar starfsemin fer fram innan þess ramma er allt í lagi með þau. Bjarki tók fram að þetta væru einkafyrir- tæki sem störfuðu eftir erlendri fyrirmynd, slík fyrirtæki væru algeng víða erlendis og ættu fullan rétt á sér einnig hér á landi. „Það er aukið öryggi af þe$s- um fyrirtækjum. Til dæmis Ihafa þau oft látið okkur vita beint, þegar menn frá þeim hafa átt leið fram hjá húsum, |þar sem verið er að fremja innbrot, jafnvel þótt staðurinn væri ekki á þjónustuskrá þeirra." Það virðist því vera gott samstarf milli lögreglunnar og öryggisþjónustufyrirtækjanna og ekki að sjá að neinar breyt- ingar þurfi að verða þar á. ■ Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn. NT-mynd: GE. lífvörðurinn geri henni kleift að búa ein og vera samt sem áður örugg um að fá hjálp þegar hætta steðjar að. Guðrún sagði að hún vildi fá að búa ein, og ekki nú fyrir löngu fékk Guðrún vægt hjartaáfall, og þrátt fyrir að hún sæti við símann gat hún ekki hringt eftir hjálp. í þetta skipti var nóg fyrir hana að toga í litla lífvörðinn og barst samstundis merki til Vara, og gerðu starfsmenn þar strax við- eigandi ráðstafanir til að Guð- rúnu bærist hjálp án tafar. Litli lífvörðurinn hefur ekki náð mikilli útbreiðslu, og er helsta orsökin sú að sögn Baldurs, að útbúnaðurinn allur kostar um tuttugu þúsund krónur. Þar kemur á móti að Tryggingastofnun ríkisins hef- ur greitt hluta af kostnaðinum ef hægt er að framvísa uppá- skrift læknis um nauðsyn þess fyrir sjúklinginn að fá tækið, og tekur þá stofnunin drjúgan þátt í kostnaðinum. Fyrírspumir um þjófavamarkerfi Mikið er hringt til okkar hér sagði Baldur, og spyr fólk um allt milli himins og jarðar. Hingað hefur hringt fólk sem spyr hvað þjófabjalla kostar. Þessu er ekki auðsvar- að, vegna þess að hvert þjófa- varnarkerfi er „klæðskera- saumað" fyrir hvern við- skiptavin, og er þá farið eftir því hvernig staðhættir og áhætta er á hverjum stað. Ef við tökum t.d. skrifstofu og berum hana saman við verk- stæði, kemur í ljós að um algerlega óskyld fyrirtæki er að ræða, sem krefjast ólíkra ráðstafana, og þjófavarnar- kerfa. Kostnaður við að koma upp öryggiskerfi er mjög mismun- andi, og getur t.d. í verslun verið á bilinu tuttugu til fimm- tíu þúsund krónur eftir því hversu öruggur viðkomandi vill vera.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.