NT - 25.01.1985, Blaðsíða 24

NT - 25.01.1985, Blaðsíða 24
Föstudagur 25. janúar 1985 ■ Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, simi: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Stjórn Landsvirkjunar ályktar: Myndbandaleigur: Fullyrðingum Finnboga vísað á bug ■ Stjórn Landsvirkjunar vísaði á fundi sínum í gær algerlega á bug fullyrðingum Finnboga Jónssonar, varamanns í stjórninni, um að umframorkugetu í Landsvirkjunarkerfinu megi rekja til ákvarðana á liðnum árum, sem hafí verið órökstuddar miðað við aðstæður á þeim tíma. Fram settar tölur um kostnað Landsvirkjunar og viðskiptamanna hennar telur stjórnin að séu rangar. Ofbeldismyndir fjar lægöar í næsta mánuði í ályktun stjórnarinnar kemur fram að þær 200-250 millj. króna sem það kostaði að flýta Kvíslaveitu um 4-5 ár ntuni aðeins valda um l% hækkun á raforkuverði. Jaín- framt að ekkert hafi komið fram um að öryggiskrafa um að eiga ávallt 250 gígavatts- stunda varaforða eigi ekki rétt á sér. Vísar stjórnin í mat sem verið er að gera á öryggiskröfunni af sérfræð- inganefnd á vegum Lands- virkjunar, Orkustofnunar og RARIK. Þá bendir stjórnin á að vegna þess að virkjað er í stórum áföngum verði full- komnum jöfnuði rnilli frani- leiðslugetu og orkusölu aldrei náð. Auðvelt sé hins vegar að vera vitur eftir á og vafalaust hefði verið hægt að fara hægar í framkvæmdir við Kvíslaveitu, ef þá hefði verið vitað um þá minnkandi raforkueftirspurn, sem nú liggur fyrir. Tillit til þess sé nú tekið í áætlunum um nýjar framkvæmdir. Að sögn Finnboga Jóns- I sonar hefur í framlögðum gögnum verið staðfest að forgangsorkugeta Lands- virkjunar sé nú um 400 GWh meiri en markaðsþörf. Stjórn Landsvirkjunar hafi ekki hrakið að fjárfestingarkostn- aður nemi um 150 millum á kílóvattstund, þannig að óhaggað standi að fjárfest- ingarkostnaður vegna um- framorkunnar nemi u.þ.b. 4,5 milljörðum króna. I2% vextir af erlendum lanum vegna þessara framkvæmda þýði 40% álag á orkuverð til almenningsveitna. Finnbogi sagði málið ekki snúast um að vera vitur eftir á. Óþarft hafi verið að ráðast í Sultartangastíflu og Kvísla- veitu þótt miðað væri við eldri orkuspá, en þær fram- kvæmdir auka orkuvinnslu- getu Landsvirkjunar um 360 GWh. Þeim 2 milljöröum sem þetta hafi þegar kostað á núverandi gengi, hefði bet- ur verið varið til nýsköpunar í atvinnulífinu en í orku sem enginn kaupandi er að næstu árin. ■ Kvikmyndaeftirlitið mun í samvinnu við dómsmála- ráðuneytið og lögregluyfírvöld fjarlægja 40-50 ofbeldis- kvikmyndir úr myndbandaleigum landsins í byrjun næsta mánaðar. Eru aðgerðir þær liður í því að framfylgja nýjum lögum um bann við ofbeldiskvikmyndum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1983. Nýju lögin mæla svo fyrir um, að myndbönd skuli lúta sama eftirliti og kvikmyndir, sem sýndar eru í bíó. Níels Árni Lund forstöðu- maður kvikmyndaeftirlitsins sagði í samtali við NT, að frá því að lögin hefðu verið sett, hefðu starfsmenn eftirlitsins lagt mat á 3 þúsund titla og hefðu 40-50 þeirra fallið undir skilgreininguna „ofbeldiskvik- myndir,“ en hann sagðist þó vera viss um, að þær væru fleiri á markaðinum. Undanfarna 1 Eins og segir í gömlum skræðum var það skylda bænda að fagna þorra og bjóða honum í garð með því að hoppa á öðrum fæti í annarri brókarskálminni kringum bæ sinn. Þessi Breiðholtsbúandi lætur ekki sitt eftir liggja til þess að hafa vættimar góðar en þorri gengur í garð með bóndadegi í dag. vr-mynd Róben Helgarveðrid 10 ■ Það verður norðaustanátt um allt land og éljagangur á Norður- og Austurlandi. Vindhraði verður ekki mjög mikill, kaldi víðast hvar og stinningskaldi á Norðaustur- og Austurlandi. Sunnanlands verður léttskýjað inn til lands- ins en skýjað með ströndinni. daga hefur kvikmyndaeftirlitið verið að bera saman ofbeldis- kvikmyndir á íslenskum mynd- bandamarkaði við lista yfir bannaðar myndir á Norður- löndunum, og sagði Níels Árni, að þar væri yfirleitt um sömu myndir að ræða. „í myndunum er blandað saman hvers konar ofbeldi. Þarna eru misþyrmingar á mönnum, börnum og jafnvel dýrum, og allt leiðir þetta of- beldi til dauða. Mannslífið er að engu virt,“ sagði Níels Árni um myndirnar, sem hér um ræðir. Aðspurður sagði hann, að kvikmyndaeftirlitsmenn hefðu aldrei orðið varir við svokallaðar barnaklámmynd- ir, sem hafa verið að tröllríða Bandaríkjunum og fleiri lönd- um að undanförnu. Ofbeldiskvikmyndirnar, sem kvikmyndaeftirlitið ætlar að fjarlægja af markaðinum, liggja allar frammi í mynd- bandaleigunum og getur hver sem er fengið þær að láni. Myndbandaleigurnar hafa ver- ið mjög fúsar til samstarfs við kvikmyndaeftirlitið í máli þessu og ekki talið sig missa neitt, svo fremi sem myndir af þessu tæi væru fjarlægðar úr öllum myndbandaleigum. HliUiA RBLai, Helgarblaði NT er alltaf eitthvað fyrir þig. Helgin er e.t.v. ekki ónýt en allavegana miklu skemmtilegri með helgarblaðið í hafurtaskinu. Meðal efnis á morgun: Um Kossa, allt frá mömmukossum upp í sleik. Fjörtíu ár frá stríðslokum Enn um mengun á höfuðborgarsvæðinu. Rætt við Einar Egilsson, verslunarstjóra og formann Náttúruverndarfélags Suðvesturlands. Á ísraelska kaupskipaflotanum er laumufarþegum hentfyrir borð. Við segjum frá einum slíkum. Brennivínsvarnir eiga þær að vera hluti af verkefnum SÁÁ eða Reykjavíkurborgar. Við segjum frá ágreiningi sem upp er kominn varðandi það mál. Saga amerísku vestranna, bréflesenda tilgeðlæknis og lögfræðings, krossgáta, og síðast en ekki síst; allt um Dýrasta djásn íslenska sjónvarpsins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.