NT - 24.02.1985, Blaðsíða 2

NT - 24.02.1985, Blaðsíða 2
HKUÍAR- BLAO Umsjónarmenn Helgar- blaðs: Atli Magnússon, Birgir Guðmundsson og Jón Arsæll Þórðarson Hver man ekki eftir geirfuglin- um sem keyptur var á uppboði í Lundúnum hér um árið. Á tímabili var vart um annað talað en þennan uppstoppaða sakleysingja. En hvar er hann niðurkominn nú? Hver urðu örlög þessa fiðraða sakleys- ingja sem íslenska þjóðin hafði. nagandi samviskubit yfir og hefur ef til vill enn? Sjá bls. 4-5. Oddur Björnsson rithöfundur skrifar pilstilinn „Af hinu góða" þar sem hann rýnir í menn og málefni samtímans. Sjá bls. 16 Á Veðurstofu islands samein- ast upplýsingar um veður og veðurbreytingar á nokkrum mínútum. Við skyggnumst bak við veðurfregnirnar og lítum á það starf sem þær byggjast á. Bls. 8-9. Hægrisveifla, vinstrisveifla, hvað er nú það? Hvernig stendur á því að svo margir snúast til frjálshyggju á þess- um síðustu og verstu tímum en ekki til vinstristefnu. Birgir Guðmundsson stjórnmála- fræðingur og einn af umsjón- armönnum helgarblaðsins fjallar um þessa spurningu á bls. 14-15. Forsíðumynd: Aö þessu sinni er Gunnar Elísson gestur okk- ar í Ljósbroti og hann er einnig höfundur forsiðumynd- arinnar sem ættuö er frá New York. ' f f|# / starískynningu hjá NT. Þeir heita Kristófer Omrsson, Sæmndur Oddsson úr Ölduselsskóla í Reykjavík, og Þór Sævarsson úr Húnavallaskóla I A-Húnavatns■ á blaöamennsku og tilað kynnast grennsluðust fyrir um afbrotamál unglinga. ■ Afbrot unglinga eru oft í sviðs- Ijósinu og vekja áhuga manna, ekki síst yngra fólksins sem kannski þekkja til þeirra sem hafa leiðst út á þessa braut. Til þess að fá nánari upplýsing- ar um þetta mál höfðum við samband við Hörð Jóhannesson hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins, en hann sérmeðal annars um afbrotamál unglinga. Ánægdir með 40 prósent Við spurðum hann fyrst hver væru algengustu afbrot unglinga og sagði hann það vera þjófnað, hnupl í búðum, veskjaþjófnað á vinnustöð- um og innbrot. Það mun vera meira um afbrot stráka en stelpna, og innbrot stráka til dæmis eru nokkuð tíð. Sjaldnast er þó um einstaklings- framtak að ræða heldur eru það hópar stráka sem eru að verki. Yfirleitt er talað um unglingaafbrot þegar viðkomandi fremur glæpinn yngri en 18 ára. Ef unglingur, sem er 15 ára eða yngri fremur afbrot, er ekki hægt að stinga honum inn og viðkomandi rannsóknarlögreglumað- ur hefur samband við barnaverndar- nefnd sem síðan sendir fulltrúa til þess að fylgjast með yfirheyrslunni. Þessir unglingar eru ekki sakhæfir og eru stundum sendir á unglingaheimili til dvalar þar til þeir eru orðnir 16 ára. Ef unglingar brjóta af sér eftir sextán ára aldur, fá þeir það sem kallað er skilorðsbundinn dóm. Það þýðir að þau mega ekki brjóta af sér næstu tvö árin, en ef þeir gera það eru bæði málin tekin fyrir og dæmt í þeim saman hjá Sakadómi. Við spurðum Hörð hversu stór hluti afbrotamála unglinga leystust. Hann sagði að þeir hjá rannsóknarlög- reglunni væru ánægðir ef hlutfallið væri um það bil 40 af hverjum 100. Jafnframt sagði hann að þegar væri verið að spyrja ungling, sem væri grunaður um innbrot, út úr, kæmi það stundum fyrir að unglingurinn væri að tala um eitthvert allt annað innbrot en hann væri grunaður um. Þegar við spurðum hvort algengt væri að unglingar væru undir áhrifum. áfengis eða lyfja þegar þeim fremja afbrot, sagði hann að það væri ekki mikið um það. Afbrot færast í aukana Það kom fram hjá Herði að afbrot eru að færast í aukana og algengast er að unglingar byrji að brjóta af sér 12-13 ára en hætti svo um 16-17 ára, því þá eru þeir komnir á þann aldur að þeir þurfa að fara að afplána dóma. Sumir halda þó áfram og verða það sem kallað er síafbrotamenn, en oft er það fólk sem hefur hafið afbrotaferilinn mjög snemma. En þó eru margir sem byrja kannski að drekka 18-19 ára og eru nú orðnir síafbrotamenn. Þegar krakkar eru að byrja að stela, er það oft smádót úr búðum svo sem sælgæti og þess háttar og talsvert er um að þeirsteli bókum og skóladóti þegar skólarnir byrja. Þegar þeir eldast hnupla þeir nytsamari hlut- um og til dæmis er oftast stolið peningum og sígarettum þegar brotist er inn í sjoppur. Við grennsluðumst fyrir um hvað væri gert við ungling sem ekki hefði tekið þátt í innbroti en hefði verið með í hóp sem brytist inn. Hörður sagði að ef hann hjálpaði til við innbrotið þá væri hann sekur en ef hann gerði ekki neitt þá væri hann saklaus. Varðandi innbrot í skólum sagði Hörður að yfirleitt væri um hreinan vitleysisgang að ræða, unglingarnir hefðu þá á brott með sér krítar, stimpla, blek og fleira dót sem þeir hefðu gekkert gagn af. Oftast kemst upp um afbrot ung- linga vegna þess að þeir monta sig af því að hafa framið innbrot og ef fleiri en einn eru saman er trúlegt að einhver úr hópnum segi frá. Góður félags- skapur lausnin? Ef unglingar freistast til að hnupla, en koma síðan sjálfir og skila hlutum sem þeir hafa tekið og borga skemmdir, er tekið tillit til þess. Hjá um 60% af þeim unglingum sem fremja afbrotin eru báðir foreldrar heima, 30% búa hjá einstæðum for- eldrum og um 10% eða minna búa á unglingaheimilum eða frændfólki sínu. Unglingar sem eru í íþróttum eru yfirleitt ekki með í afbrotum. Oft þarf ekki nema einn til þess að stinga upp á því t.d. að brjótast inn og ef þessi eini er kannski sendur eitthvað burt þá tvístrast hópurinn. Krakkar sem stunda innbrot verða oft að ljúga að foreldrum sínum.segja t.d. að þau ætli að sofa hjá vini eða vinkonu þannig safnast allar lygarnar saman og foreldrar frétta þær um leið og unglingurinn verður tekinn af lögg- unni. A.fbrot tin H Hörður Jóhannesson Prír piltar f starfskynningu hjá NT

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.