NT - 24.02.1985, Blaðsíða 4

NT - 24.02.1985, Blaðsíða 4
EE Sunnudagur 24. febrúar 1985 H _ivað varð um geirfuglinn sem svo mikið var talað um hér í eina tíð? Hver urðu örlög þessa fugls sem sameinaði íslendinga í byrjun áttunda áratugarins. Fuglinn sem olli því að gamlir flokkadrættir urðu einn góðan veðurdag að engu, menn hættu að rífast um pólitík og barna- og gangfræðaskólar landsins urðu miðstöðvar iandssöfnunar til bjargar þessum löngu útdauða fugli. Hvar er geir- fuglinn niður- kominn? Þegar blm. NT fór á stúfana og tók að spyrjastfyrir um fuglinn urðu svörin á marga vegu. Sumir töldu að fuglinn væri hafður í haldi vestur í Háskóla en aðra minnti að Þjóðminjasafnið hefði haft hann til sýnis. Enn aðrir töldu sig hafa frétt að Alþjóðabank- inn hefði tekið fuglinn upp í pant vegna vangoldinna skulda ríkissjóðs við lánadeild bankans. Ekkert af þessu reyndist rétt eins og oft vill verða. Það kom sem sagt upp úr kafinu að geirfuglinn er í Náttúrugripa- safni Islands við Hverfisgötu í Reykjavík og hefur staðið þar í búri sínu hreyfingarlaus allt frá því að hann kom til landsins á útmánuðum árið 1971. Að vísu mun hann hafa verið til sýnis í Þjóðminjasafninu allra fyrst eftir komuna til landsins en hafnað síðan í þröngum húsakynnum Náttúrugripa- safnsins. Á uppbodi hjá Sotheby Eins og menn rekur ef til vill minni til þá kom upp sá orð- rómur í byrjun ársins 1971 að brátt mundi uppstoppaður geirfugl verða seldur á uppboði í Lundúnum. Það mun hafa verið Benedikt Árnason endurskoðandi sem færði þá hugmynd í tal vió Valdimar Jóhannesson fréttast jóra á Vísi hvort ekki væri unnt að fá menn til að leggja málinu lið og fá fuglinn keyptan hingað til lands. Það voru jú einu sinni íslendingar sem kálað höfðu síðasta geirfuglinum og því ekki óeðlilegt að hér væri ein- tak til af slíkum fugli þó upp- stoppað væri. Valdimar brást skjótt við og hafði samband við fjölda fólks sem lagði málinu lið. „Það var ekki mikill tími til stefnu þegar við byrjuðum á þessu, mig minnir að það hafi verið skömmu fyrir helgi og uppboðið átti að fara fram á miðvikudegi," sagði Valdimar þegar við báðum hann að rifja upp söguna um geirfuglinn. Valdimar er eins og kunnugt einn af eigendum veitinga- stofunnar DUUS og löngu hættur að starfa sem blaða- maður. Allir vildu hjálpa til „Það voru ýmis félagssam- tök sem lögðu þessu máli lið sérstaklega Rotary, Lions og Kiwanis-klúbbamir. Við höfð- um einnig samband við skóla- stjóra á Reykjavíkursvæðinu og þeir brugðust vel við og í skólunum var tekið á móti fjárframlögum. Dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur var einnig mjög áhugasamur og beitti sér fyrir því að mynd- arlega yrði að þessu staðið. Strax á fyrsta degi söfnunar- innar höfðu bæði einstaklingar og fyrirtæki samband við okk- ur og peningar streymdu víða að. Á þessum örfáu dögum söfnuðust um tvær milljónir íslenskra króna á núverandi gengi og með þessa peninga héldum við Finnur utan til að vera við uppboðið. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri var okkur innan handar og í gegn- um hann var ráðinn maður til að bjóða í fuglinn fyrir okkar hönd. Hann fékk þau fyrirmæli að bjóða allt að tíu þúsund pundum eða sem svaraði söfnunarfénu. Ef það muni ekki duga átti ég að taka við og bjóða í fuglinn en Seðlabank- inn, menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg höfðu lofað að hlaupa undir bagga ef með þyrfti. Þannig hefði verið unnt að þrefalda þá upphæð sem safnað hafði verið og bjóða allt að sex milljónum króna á nú- verandi verðgildi. Til þessa kom þó aldrei því við fengum fuglinn á um tvær milljónir eins og áður segir. Það vissi þó enginn hvernig þetta mundi fara og það var uggur í okkur vegna þess að við höfðum frétt að fulltrúi bandaríska auðkýf- ingsins DuPont mundi bjóða í fuglinn til að fá hann á nátt- úrugripsafn sem þessi ríka ætt hefur mikið stutt. yað varð um • Geirfuglinn kominn heim. Myndin er tekin á Kettavíkurflug- vetti þegar þeir Finnur og Valdimar komu færandi hendi heim. í kassanum eru jarðneskar leifar geirfugisins en íslendingar útrýmdu tegundinni fyrir miðja síðustu öld. NT-mynd: Ámi Bjama Þegar búið var að bjóða sex þúsund pund stóð fulltrúi DuP- ont upp og hrópaði hátt og skýrt að hann byði átta þúsund pund í fuglinn. Þetta átti að vera sálfræðilégt bragð til að fæla aðra frá boðum en okkar maður bauð hærra og trúlega hefur þetta verið sú upphæð sem fulltrúanum hafði verið leyft að fara. Alla vega bauð hann ekki hærra og fuglinn var okkar* Fréttin fór vída Þetta mun hafa verið eitt hæsta boð í náttúrugrip sem seldur hefur verið á vegum Sotheby í Lundúnum. Þegar Ijóst var að fuglinn var kominn í eigu íslendinga stukku fjöl- margir blaðamenn á fætur til að ræða við þá Finn og Valdi- mar. Þessi frétt fór víða og bæði blöðog útvarp í Bretlandi gerðu málinu ýtarleg skil. Ekki vildu uppboðshaldar- arnir hafa neitt með fulginn að gera eftir að uppboðið hafði farið fram þannig að þeir tví- menningarnir urðu að stinga fuglinum undir frakkann og halda með hann til íslenska sendiráðsins þar sem Flugfélag íslands lét pakka honum í þar til gerðan kassa. Þeir Finnur og Valdimar héldu næsta dag til íslands þar sem málið vakti að sjálfsögðu ennþá meiri at- hygli. Framboð geirfugla eykst Það kom nokkuð á menn þegar það fréttist skömmu seinna að í Bretlandi væru fleiri slíkir fulgar til sölu. Á tímabili virtist meira að segja vera allt í einu töluvert fram- boð af geirfuglum en þegar málið var kannað voru þeir seldir á svipuðu verði og fékkst fyrir fuglinn á uppboðinu hjá Sotheby. Það var nokkur bót í máli að sá íslenski var í mjög góðu ásigkomulagi eða gott eintak eins og það heitir á máli hamslausra safnara. Það var von margra að þessi merkilegi gripur yrði til þess að loks yrði drifið í því að reisa Náttúrugripsafni íslands veg- legan samastað. Nú þej>ar þetta er skrifað fjórtán árum seinna er safnið þó enn til húsa í sömu skons- unni og megnið að þeim grip- um sem safnið á er geymt í trékössum. Það má því segja að harmsögunni um geirfugl- inn sé ekki lokið. Sídustu fuglarnir drepnir Þótt furðulegt megi virðast eru til all nákvæmar frásagnir af því hvernig það átti sér stað er síðustu geirfuglunum á jörð- inni var fargað. Vorið 1858 komu út hingað tveír Englendingar þeir Alfred Newton prófessor í Cambridge og fræðimaðurinn John Woll- ey. Ætlun þeirra félaga var að komast út í Eldey þar sem vitað var að þar hefðu geirfugl- ar einkum haldið sig. Það fór þó svo að þeir komust aldrei út í eyna vegna þess að illa viðraði til uppgöngu í eyna á meðan þeir höfðu hér viðdvöl. Þeir notuðu hins vegar tímann til að safna fróðleik um geirfugl- inn og sögu hans hér á landi. Meðal annars tóku þeir skýrslu af flestum þeim mönnum er verið höfðu þátttakendur í Eldeyjarförinni 1844þegartal- ið er að síðustu fuglamir hafi verið drepnir. Auk þess söfn- uðu þeir töluverðu af geirfugla- beinum sem þeir fundu meðal annars á öskuhaugum í Höfn- um á Reykjanesi þar sem þeir dvöldust. Prófessor Newton skrifaði seinna skýrslu um þessar at- huganir og birtist hún í tímariti breska fuglafræðingafélagsins árið 1862. Báru höfuð- in hátt í skýrslu þeirra Newtons og Wolley kemur fram að síðasti geirfuglinn mun hafa verið drepinnárið 1844.Varþágerð- ur leiðangur út í Eldey að undirlagi Carl F. Simsen og völdust til hans 14 sjómenn úr Höfnum. Formaður á bátnum var Vilhjálmur Hákonarson í Kirkjuvogi. Nokkur brimsúgur var við eyna þegar þeir félagarnir voru komnir að henni en þrátt fyrir það tókst þremur skipverjum að komast klakklaust upp á klettaflösina þar sem lendingin er. Fjórði maðurinn sem átti að fara í land, þorði ekki að stökkva upp á flösina, þegar til átti að taka. Þegar þessir þrír menn héldu upp bergfláann við rætur klettanna, komu þeir strax auga á tvo geirfugla innan um svartfuglinn og lögðu þeir þegar til atlögu við þá. Geirfugl- arnir gerðu enga tilraun til að veita viðnám, en lögðu á flótta fram með klettunum ofan við fláann. Þeir báru höfuðin hátt og héldu litlu vængjunum dá- lítið frá sér, en bar furðu hratt yfir, svo að gangandi maður mátti hafa sig allan við til að hafa við þeim, eins og segir í skýrslunni. Þeirskipverjarsem þarna voru að verki voru þeir Jón Brandsson, Sigurður ís- leifsson og Ketill Ketilsson. Tókst Jóni brátt að króa annan fuglinn af og náði honum en þeir Sigurður og Ketill náðu hinum. Allt gekk þetta fyrir sig á svipstundu og snéru þeir fugl- ana úr hálsliðnum og köstuðu þeim út í bátinn. Þremenningarnir hröðuðu sér því næst niður í bátinn og stukku þeir Sigurður og Ketill fyrst. Jón, sem var maður við aldur, hikaði hins vegar við að stökkva út í bátinn. Hótaði formaðurinn þá að krækja í hann með krókstjakanum. Það varð þó ekki úr og var kastað til hans bandi og hann dreginn út í bátinn í gegnum brimið. Skipinu var síðan snúið strax í átt að landi því veður fór versnandi. Fugiamir sem lágu á botninum í fremsta rúmi bátsins kipptust til annað slag- ið og göptu. Síðustu geirfugl- arnir á jörðinni voru dauðir. Þegar heim kom voru Vil- hjálmi formanni greiddir 80 ríkisbankadalir fyrir fuglana og mun Miiller apotekari í Reykjavík hafa verið fenginn til að hamtaka þá og voru skrokk- arnir settir í vínanda og sendir til Kaupmannahafnar þar sem þeir eru geymdir í dýrafræði- safninu enn þann dag í' dag. Ekki er vitað hvað af hómun- um varð. Kominn heim Fuglinn sem íslenska þjóðin eignaðist á svo eftirminnilegan hátt á uppboðinu hjá Sotheby í Lundúnum mun þó hafa verið nokkru eldri eða frá árinu 1820. F.C. Raben greifi er talinn hafa komist yfir hann í íslandsferð sinni en fuglinn hafnaði seinna á einkasafni Raben-Levetzau baróns í Al- holm-höll á Lálandi. Það sem mestu máli þykir þó skipta er að geirfuglinn er kominn heim eftir langa úti- vist. Að vísu uppstoppaður og til sýnis í safni sem er þjóðinni til skammar en engu að síður kominn heim. , JAÞ

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.