NT - 24.02.1985, Blaðsíða 8

NT - 24.02.1985, Blaðsíða 8
 fíf? Sunnudagur 24. febrúar 1985 8 uil Þetta er á ... M Gudmundur Hafsteinsson, veðurfræiiingur, lítur á sólinxli stofnunarinnar. Petta erbrenni- gler sem mælir sólarstundirnar meii strikum sem þad brennir á pappír. M Gáð til veðurs. NT-mvndir: Sverrir * Markús með kort sem sýnir vinnusvæði Veðurstofu íslands en það nær yfír Norður-Atlantshaf til Kanada og Bandaríkjanna og til Skandinavíu og V-Evrópu. Klukkan er tólf á yeðurstofu íslands. Á þessari stundu er veðurathuganafólk úti um allt land, já. úti um allan heim að lesa af hitamælum, vindhraða- mælum og úrkomumælum og eftir aðeins fintm mínútur munu skeytin taka að streyma inn ogeftirtíu mínúturerlendu skeytin. Athuganatímarnireru samræmdir um allan heim og á örskammri stundu er hægt að gera sér mynd af veðráttunni um allan heim. ,.I veðurfræðinni er ekkert járntjald ti!.“ segir Markús Á. Einarsson, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspádeilar, þegar við finnum hann að máli og biðjunt hann að segja okkur af því hvernig vinnudagur þeirra hjá þessari stofnun líður, en þótt við hlýðurn á veðurspár í útvarpi og sjón- varpi dag hvern er ekki víst að við gerum okkur Ijóst hvílík samvinna þúsunda liggur að baki. Vinnusvæði okkar nær vestur til hluta af Kanada og Bandaríkjunum og austur yfir Skandinavíu og V-Evrópu og svo N-Atlantshafið," segir Markús. „Veðurathuganir á islandi eru-mjög mikilvægar fyrir þetta svæði og við komum t.d. áleiðis veðurathugunum frá Grænlandi. Það er breska veðurstofan í Bracknell sent tekur við skeytunum og sendir okkur hér jafnframt upplýsing- ar. Þeir dreifa svo upplýsing- ununt héðan til þeirra landa sem á þeim þurfa að halda. Þetta kerfi er allt saman mjög hraðvirkt og er sífellt að fullkomnast, til dæmis gerir nýuppsett tölva á veðurstofu okkur kleift að fá í hendur fullteiknuð veðurspákort, sem reiknuð eru erlendis. Við erum átta veðuríræðing- ar hér á spádeildinni og höfum okkur til aðstoðar níu rann- sóknamenn. Rannsókna- mennirnir fara út á þriggja klukkustunda fresti allansólar- hringinn, kl. tólf. klukkan þrjú o.s.t'rv. Peir skrá mælingarnar með tölum og táknum, áður en vcðurfræðingarnir fá kortin til greiningar. Spárnareruþýddar á ensku og sendar út á ensku og íslensku með morsi frá fjar- skiptastöðinni í Gufunesi. Einnig fá strandstöðvar Pósts og síma á ísafirði. Siglufirði. Neskaupstað, Höfn og í Vest- mannaeyjum sérstaka spá fyrir sitt svæði. sem þær svo senda út til skipa. Loks er að nefna að Veðurstofa íslands sér um alla veðurþjónustu fyrir flug og eru þær upplýsingar sendar út með sérstökum skeytalykli. Flugvallarspár eru gerðar nt.a. tvrir flugvellina í Keflavík, í Reykjavík, á Akureyri, á Sauðárkróki. Egilsstöðum og Höfn. í Reykjavík og á Kefla- víkurflugvelli eru auk þess gerðar sérstakar veðurathug- anir á klukkustundar fresti. Veöurskipin Það er mikill her manna sem stendur að baki vcðurspánni. eins og fyrr er vikið að. Auk fastra veðurathuganastöðva á landi leggja flugvélar og skip á millilandaleiðum svo sitt af mörkum og loks veðurskipin. Þau veðurskip sem við höt'um mest not af eru Charlie, sem er 1300 km suðvestur frá strönd Islands, Lima. sent er 650 km suöur'af Vestmannaeyjum og loks Metro, sent er í hafinu á milli Islands og Noregs og Ronteo, sem er langt vestur af Biscayaflóa. „Því miður ferskipunum nú senn að fækka," segir Markús Á. Einarsson," og það er vegna kostnaðarins við að gera þau út. Flest voru skipin þegar Alþjóða flugmálastofnunin sá um reksturinn, en svo tók Alþjóða veðurfræðistofnunin við. Hún hefur nú í hyggju að hætta útgerð eins skipanna og líklega verður það Romeó, sem raunar hefur minnsta þýð- ingu fyrir okkur hérna. Veðurstofa íslands Þegar veðurstofan tók til starfa var hún undir yfirstjórn Löggildingarstofunnar. Fyrsti veðurstofustjórinn var dr. Þorkell Þorkelsson. Fyrsti veðurfræðingurinn var hins vegar Jón Eyþórsson. sent lærði í N'oregi, og var

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.