NT - 24.02.1985, Blaðsíða 22

NT - 24.02.1985, Blaðsíða 22
M Það gengu lengi sögur um að nasistar hefðu falið digra sjóði á botni Tiplitzvatns á austurrísku Ölpunum. Árið 1963 voru gerðir út kafarar á vegum þýsks viku- blaðs. Þeir fundu heilu búntin af vel' fölsuðum breskum pundseðlum og bandarískum dollurum. Þetta voru eftirprentanir sem Þjóðverjar hugðust dreifa í viðkomandi löndum til að grafa undan efnahagsstarfseminni, en ekkert varð úr. ■ í undanförnum helgar- blöðum hefur verið þáttur sem tileinkaður er markverðum at- burðum fyrir 40 árum. Ber þar að,sjálfsögðu hæst heimsstyrj- öldina síðari og framvindu mála á síðustu dögum hennar. Rán og gripdeildir hafa alltaf verið fylgifiskar styrjalda og heimsstyrjöldin síðari var að því leyti í engu frábrugðin. Ótalinn auður og hvers kyns gersemar skiptu um eigendur á þessum tíma, megnið af þessu skilaði sér heim til föðurhús- anna að hildarleiknum loknum en þó ekki allt. Mikið hefur verið skrifað og margar goð- sagnir hafa orðið til um hulda fjársjóði heimsstyrjaldarinnar síðari, en eftir því sem árin líða verður stöðugt erfiðara að greina staðreyndir frá skáld- skap í þessum efnum. Þó er ljóst að margir högnuðust gríðarlega og að víða liggur enn falið fé. Þýska gullið Stærsta rán sem sögur fara af var framið af bandarískum hermönnum. Það skeði í júní 1945, skömmu eftir lok hern- aðarátaka í Evrópu. Þýskir embættismenn í Bæjaralandi buðust til að sýna nokkrum höfuðsmönnum í her Banda- ríkjanna hvar varasjóður þýska ríkisbankans væri geymdur. Leiðin lá í gamla námu í Klausenkopffjalli, ná- lægt Einsiedel. í þessari salt- námu gat að líta heilu staflana af gullstöngum, í allt voru þær 728 og voru þá metnar á 8 milljónir dollara. Það hefði ekki verið neitt mál að láta nokkrar gullstengur hverfa, þaö var tilgangur embættis- mannanna með ferðinni að vingast á þennn hátt við hina nýju sigurvegara. En höfuðs- mennirnir Robert Mackenzie og Martin Borg hugsuðu ekki í smáaurum. Aðstæður voru þeim líka hliðhollar. Þýska- land var í upplausn, leiðtogar nasista voru ýmist dauðir eða á flótta, stjórnkerfið var hrun- ið og nýtt, sem laut stjórn bandamanna, var ekki enn komið í gagnið. Þeir skipu- lögðu því og útfærðu rán á öllu góssinu, þetta voru heilu vöru- bílafarmarnir af gulli. Mack- enzie náðist og var dreginn fyrir dóm, en félagi hans Borg sást síðast í Sviss árið 1946. Þaðan hvarf hann og með hon- um megnið af gullinu. Milljónir á flótta Þeir sem voru í þeirri að- stöðu að geta rakað að sér fé, gátu alltaf notað slíkt sem nokkurs konar baktryggingu fyrir þægilegri framtíð ef gæfan sneri baki við þeim. En þessi auður gat líka verið kvöð, sern ógnaði þessari framtíðartil- veru. Þegar hershöfðingi eða stjórnmálaleiðtogi neyddist til að flýja gat ránsfengurinn, ef hann var þungur í flutningi, komið viðkomandi í vandræði og því varð oft að losa sig við hann í hvelli. Slíkt henti marg- an misgóðan manninn á síð- ustu vikum heimsstyrjaldar- innar. ítalski einræðisherrann Ben- ito Mussolini fór í styrjöldina sem bandamaður Þýskalands, en árið 1943 hrökklaðist hann frá og var settur í varðhald. Úr því var honum hins vegar bjargað stuttu seinna af þýsk- um fallhlífarhermönnum og var dubbaður upp sem leiðtogi lýðveldisins Salo á N-Ítalíu. Verndarar hans voru allir þýskir og fyrir þeim fór kaft- einn nokkur, Otto Kisnat. Þeg- ar Þióðverjar voru loks hraktir frá Ítalíu voru örlög Mussolini ráðin. Hann og hjákona hans reyndu að komast til Sviss, en náðust hjá Comovatni og voru tekin af lífi í apríl 1945. Flestir fylgdarmenn Mussolini sluppu, þar með Kisnat. Hann sagði svo frá seinna að hann hefði haft undir höndum auð- æfi einræðisherrans fyrrver- andi, þetta voru skartgripir og gimsteinar sem komið var fyrir í tveim stórum ferðatöskum. En þær töfðu Kisnat á flóttan- um, svo hann losaði sig við þær í Comovatnið á leið sinni norð- ur til Þýskalands. Þessi fyrrver- andi lífvörður Mussolini skrift- aði fyrir ítölsku lögreglunni árið 1957, opinber leit var gerð að fjársjóðnum, en hún bar engan árangur. Roinmel og nýnasistarnir Erwin Rommel, segja þeir sem eitthvað vit hafa á her- fræði, var snjallasti hershöfð- ingi Hitlers. I febrúar 1941 tók hann við yfirstjórn þýsku lierj- anna í Afríku, og innan árs hafði hann lagt undir sig Lí- býu, megnið af Túnis og væna sneið af Egyptalandi. Eyði- merkurrefurinn, eins og Romrnel var kallaður, sankaði að sér gulli, gimsteinum, fíla- beini og listmunum á þessari yfirferð sinni, en svo urðu straumhvörf í styrjöldinni. Rommel og her hans voru króaðir af íTúnis. í mars 1943 var hershöfðinginn kallaður heim til Þýskalands og tveim mánuðum síðar var styrjöldin í N-Afríku á enda. En það var ekki aðeins Rommel sem slapp, góssið var líka flutt burt í flugvélum skömmu áður en bandamenn náðu yfirráðum í lofti og á legi. Það var farið með það til Korsíku, eyju sem laut hernaðaryfirráðum Þjóð- verja. Þaðan hvarf það. Úm þennan fjársjóð ganga margar sögur, sú trúverðug- asta að hann hafi verið fluttur í þýsku skipi út á Bastiaflóa aðfararnótt 18. september 1943 og sökkt þar á 60 metra dýpi. Það hefur ekki skort tilraunir til að ná upp þessum fjársjóði Rommel, og sumar þeirra eru í ætt við góða reyf- ara. Á miðjum sjöunda ára- tugnum birtist fyrrverandi þýskur hermaður, sem sagðist hafa verið með í umræddri ferð þegar ránsfengurinn var falinn. Honum tókst að vekja áhuga bandarískra kaupsýslu- manna sem réðu nokkra þaul- vana kafara, en þegar komið var út í flóann þar sem kisturn- ar sex áttu að liggja, reyndist minni þessa fyrrverandi her- manns vera meir en lítið var- hugavert. Hann hvarf svo stuttu seinna við grunsamlegar aðstæður, sem ýtti undir get- gátur manna að þaggað hefði verið niður í honum af nýnas- istum, sem sjálfir teldu sig vera sjálfskipaða verndara fjár- sjóðsins. Þeir sem taka þetta trúverð- ugt hafa líka bent á svipuð atvik, sem styðja þann grun að ýmsir fjársjóðir nasista séu geymdir og varðveittir af leyni- samtökum sem trúi leynt eða Ijóst á endurreisn þjóðernis- sósíalismans. Árið 1955 fannst lík af ungum manni í skóglendi nálægt Salzburg. Hann hafði verið skotinn á milli augnanna og við hlið hans lá skamm- byssa. Við krufningu kom í Ijós að kúlan gat ekki verið úr byssunni, svo sjálfsmorð var þettaekki. Stuttusíðarfundust tveir fjallgöngumenn stungnir til bana á- sömu slóðum. Skammt frá þeim voru um- merki er bentu til þess að kistur eða kassar hefðu verið grafnir úr jörðu. Þessi morð skeðu á svæði sem lengi hefur gengið orðrómur um að geymi mikið magn gulls sem nasistar komu þar fyrir á lokadögum stríðsins.' Auður í austri Hann gekk undir nafninu Tígurinn frá Malaja. Tomuy- uki Yamashita var grimmur og harðskeyttur hermaður af hugsjón, hann vakti jafnmik- inn ótta meðal eigin manna sem óvina Japans. Þegar land hans lagði út í seinni heims- styrjöldina, var Yamashita fengin yfirstjórn herliðs sem átti að leggja undir sig stöðvar Evrópumanna í Suðaustur Asíu. Her hans fór líkt og sinueldur yfir Malakkaskaga, og lagði að lokum undir sig Filipseyjar. Eftir því sem leið á herförina rakaði Tígurinn að sér ótrúlegum auðæfum af ránsfeng, gulli, silfri, hvíta- gulli, gimsteinum og reiðufé. Hann geymdi góssið í nokkr- um flutningabílum sem fylgdu honum hvert sem hann fór, og hann hafði þennan auð enn undir höndum þegar stríðs- lukkan fór að snúa baki við Japönum árið 1944. Her hans hopaði skipulega undan fram- sókn bandamanna, en beið aldrei ósigur. Tígurinn hélt út ásamt her sínum í fjalllendi Luzon á Filipseyjum allt til enda styrjaldarinnar. Hann gafst upp 2. september 1945. Rúmum fimm mánuðum síðar var hann dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi og hengdur. En hvað varð um fjársjóð Yamashita? Hershöfðinginn sjálfur gaf engar vísbendingar eða upp- lýsingar um hvar hann kynni að vera niðurkominn, og það er almennt talið að hann hafi komið þýfinu fyrir á nokkrum stöðum á undanhaldinu. En það eru til aðrar útgáfur á þessari goðsögn. Samkvæmt þeim varð mestur hluti sjóðsins eftir í Malasíu, falinn þar til seinna brúks fyrir hershöfð- ingjann eða þann keisaralega málstað sem hann þjónaði. Fjölmargir hafa að sjálfsögðu reynt að finna fjársjóð Tígurs- ins. Það var haft eftir banda- rískum blaðamanni á miðjum áttunda áratugnum að helsti forsprakkinn sem væri á höttunum eftir sjóðnum væri sjálfur Ferdinand Marcos Fil- ipseyjaforseti, sem persónu- lega fjármagnaði klíku nokkra er gekk undir nafninu Leber, sem með aðstoð gamalla upp- drátta væri að leita 172 fjár- sjóða er Tígurinn hefði skilið eftir sig. Marcos neitaði sög- unni og framburður hans var studdur af Minoru Fukumitsu nokkrum. Fukumitsu stóð sjálfur að opinberri leit að þýfi Yamashita á sjöunda áratugn- um. Árið 1953 var honum veittur aðgangur að japönsk- um og bandarískum skjölum og leyft að yfirheyra 300 vitni, sem mörg hver voru nánir samstarfsmenn hershöfðingj- ans. Afrakstur þessara rann- sókna var kort, en skv. því átti fjársjóðurinn að vera í Kiang- an, tvö hundruð mílur norður af Manila. Fukumitsu gróf á þessum uppgefna stað og fann ekkert. Samt sem áður eru til heimildir um þennan stóra fjársjóð. En hvað varð þá um hann? Kannski er lausnarinnar að leita í japanskri fréttaklausu frá því í ágúst 1978. Þar birtist viðtal við Masujiro Wada, 62 ára gamlan mann í Nagoya, sem sagðist hafa verið einn af fimm vörðum er Yamashita fól varðveislu fjársjóðsins eða hluta hans. Samkvæmt honum var stór kista, er innihélt bolla, diska, vindlingaveski og steng- ur úr gulli, ásamt armböndum, hringjum og fleiri skartgripum, afhent í Kuala Lumpur árið 1945 áströlskum majór, rneð rautt yfirskegg. Þjóðarauðæfí á hafdýpi Það er enginn skortur á goð- sögnum um týndan auð og falda fjársjóði seinni heims- styrjaldarinnar. En því miður, þegar nánar er rannsakað, reynast fæstar þessara sagna eiga við rök að styðjast. Það er ekki sökum þess að fjöldi ger- sema hafi ekki verið hulinn í þeirri örvæntingu sem greip um sig vegna yfirvofandi hættu, heldur að oftast voru það margir með í ráðum að um leynd var ekki að ræða. Flestir ránsfengir voru endurheimtir aftur af stjórnvöldum eða grafnir upp af björgunarleið- öngrum, sem gerðir voru út á vegum opinberra aðila þegar hernaðarátökum lauk. En yfir staðsetningu tveggja fjársjóða úr seinni heimsstyrjöldinni hvílir hvorki leynd né vafi. í mynni Manilaflóa er lítil klettaeyja, sem heitir Corregi- dor, og á stendur gamalt kast- alavígi. Árið 1942 var ríkisfé- hirsla Filipseyja flutt á þennan stað. Japanski herinn var skammt undan og það var aðeins tímaspursmál hvenær Manila félli. I febrúar var gull- forðinn fluttur frá Corregidor, fimm og hálft tonn af gulli var sett um borð í bandaríska herskipið Detroit og flutt til Bandaríkjanna. Gjaldeyris- forði í formi seðla var brenndur. Enn voru samt eftir tæpar 16 milljónir silfurpesos, sem þá voru metnir á 10 mill- jónir dollara. Japanir voru nú komnir svo nálægt að það voru engir vegir færir að koma sjóðnum úr landi. Yfirvöld ákváðu því að sökkva honum í dýpsta hluta flóans. Á síðustu dögum aprílmánaðar 1942 var tundurduflaslæðarinn Harri- son sendur nokkrum sinnum að næturlagi og varpaði 2632 kistum á 35 metra dýpi. En verjendurnir tóku ekki með í reikninginn hæfileika Japana til að verða sér úti um upplýsingar. Hinir nýju herrar Filipseyja komust því fljótt á snoðir um tilveru silfursins, byrjuðu björgunaraðgerðir og notuðu stríðsfanga sem kafara. En þetta samstarf sigurvegar- anna og hinna sigruðu skilaði aðeins broti, og í lok ársins 1942 hafði einungis tekist að ná upp rúmum 2 milljónum pesos. Áður en styrjöldinni lauk birtust nokkrir bandarísk- ir ævintýramenn þarna. Þeir náðu hálfri milljón pesos upp, áður en stjórnvöld hröktu þá í burtu. Stjórn Filipseyja gerði síðan út leiðangur er tókst að ná megninu af sjóðnum upp, enn eru samt tæpar tvær mill-. jónir pesos á botni Manilaflóa. Stór farmur af japönskum stríðsfeng liggur ósnertur á 60 metra dýpi í sundinu milli Formósu og Kína. í ársbyrjun 1945 veittu bandarísk hernað- aryfirvöld vöruflutningaskip- inu Awa Maru heimild til að fara þrjár ferðir með særða Japani frá Suðaustur"Asíu til Japan. En skipstjóri Awa Maru hafði fyrirmæli að heim- an að setja fleira um borð en slasaða landa sína. Hann lét skipa um borð 12 tonnum af hvítagulli, 40 tonnum af gull- stöngum 150 þús. karötum af óslípuðum demöntum, auk ó- grynnis af iðnaðarhráefni, allt ránsfengur sem stjórnvöld í Japan ætluðu að nota til að hressa upp á stríðsreksturinn. Awa Maru hafði lagt þrjá fjórðu hluta leiðarinnar að baki, þegar það varð á vegi bandaríska kafbátsins Queen Fish. Hvort það sem á eftir fylgdi var slys, eða að banda- ríski sjóherinn hafi komist að raunverulegum tilgangi ferðar- innar, hefur aldrei verið skýrt. Hvað sem því líður, Awa Maru var sökkt með tundurskeytum 14 mílum undan kínverska meginlandinu og tók með sér á botninn allan farminn, þar af 2008 manneskjur. Nokkrar til- raunir hafa verið gerðar til að finna Awa Maru, en án árang- urs. Ef fjársjóðnum verður bjargað í náinni framtíð, standa björgunarmenn frammi fyrir vandamáli. Það eru enn þúsundir manna á Iífi, sem gætu gert lögmæta kröfu til margra hinna stolnu niuna er voru í farminum. -þýtt og endursagt- Gísli Friðrik Gíslason

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.