NT - 07.03.1985, Blaðsíða 3
Hvað segja þeir um fram
■ Sáttafundur hefur verið boðaður í dag í deilu sjómanna og
útvegsmanna hjá sáttasemjara. í gær hélt sáttasemjari fund með
Óskari Vigfússyni og Kristjáni Ragnarssyni, þar sem tekin var
ákvörðun um fund í dag klukkan fjögur.
NT hafði samband við nokkra af þeim mönnum sem staðið hafa
í fremstu víglínu samninga viðræðnanna og leitaði álits þeirra á því
hvernig raunhæft væri að ætla að framhald á viðræðum deiluaðila
yrði svo og hvernig úrslit atkvæðagreiðslunnar um samkomulagið,
sem undirritað var á mánudag, leggðist í menn.
Steingrímur Hermannsson Óskar Vigfússon:
Ekki frekari
útgjöld ríkis-
stjórnarinnar
■ Steingrímur Hermannsson sagði
í viðtali við NT í gær, að það hefðu
verið mikil vonbrigði að samningarnir
hefðu verið felldir. Steingrímur taldi
að ríkisstjórnin hefði gripið inn í
deiluna á réttu augnabliki, og taldi
hann að betur hefði tekist að hafa
samráð við deiluaðila í sjómannadeil-
unni, en nokkurn tíma áður.
Steingrímur sagði að aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar myndu kosta 160-170
milljónir, án þess að aðgerðirnar
myndu auka kostnað útgerðarinnar.
Að lokum lagði Steingrímur áherslu
á það að ekki yrði um frekari útgjöld
að ræða frá ríkisstjórninni, en hún
myndi beita sér fyrir því að leiða
menn saman.
Líkur á samn-
ingum í heima-
héruðum
■ Við lítum svo á að LÍÚ fari enn
með umboð fyrir útvegsmannafélög á
landinu til samningargerðar. Hins
vegar höfum við heyrt raddir þar að
lútandi að útvegsmannafélög víða um
land séu farin að gefa stéttarfélögum
sjómanna kost á viðræðum í heima-
héruðum. Ef við fáum staðfestingu á
þessum orðróm, förum við að efast
um LÍÚ í þessu máli,“ sagði Óskar
Vigfússon formaður SSÍ í samtali við
NT í gær.
Ef svo fer að samningar fara fram í
heimahéruðum sjómanna, verður
kostnaðarhlutdeildin ekki lengur mál
númer eitt?
„Nei, og það hlýtur að valda mér
miklum vonbrigðum, vegna þess að
rauði þráðurinn á öllum fundum sem
haldnir hafa verið um þessa samn-
inga, hefur verið óánægja með kostn-
aðarhlutdeildina. Hins vegar ætla ég
að vona, ef svo fer að samningar
færast í heimahéruð, að formenn
sjómannafélaga setji á oddinn þá
hluti sem hvað verst eru farnir hjá
hverju félagi.“
Kristján Ragnarsson:
Atkvæða-
greiðsla mikil
vonbrigði
■ „Þetta olli okkur miklum von-
brigðum, og við eigum erfitt með að
skilja hvernig þetta gat farið svona,
með hliðsjón af því hvernig
yfirmannasamningarnir fóru,“ sagði
Kristján Ragnarsson, form. LÍÚ.
Verða áframhaldandi viðræður í
heimahéruðum deiluaðila?
„Það skal ég ekkert segja um.
Okkar menn gera það ekki nema í
samráði við okkur, ef til þess kemur.
Við náttúrlega ráðum ekki hvort
Sjómannasambandið er í einum eða
tveimur pörtum, því ráða þeir.“
Telur þú að samstaða sjónranna sé
brostin?
„Mér þykir ekki ólíklegt að upp
komi margvísleg vandamál hjá þeim,
og má þá búast við því að þau verði
hliðstæð þeim sem þeir þurftu að
glíma við fyrr í verkfallinu, þegar
togarar og bátar cru farnir til veiða.“
Guðlaugur Þorvaldsson:
Átti von á
úrslitunum
■ Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari sagði í samtali við NT að
hann hefði átt von á þessum lyktum
atkvæðagreiðslunnar, en ekki gert
sér grein fyrir því að munurinn yrði
svona afgerandi.
Voru þetta vonbrigði fyrir þig?
„Auðvitað vildi ég gjarnan að
samningar hefðu tekist, en ég hef
enga skoðun á því hvort um vonbrigði
eða ekki er að ræða hjá mér. Það
hefði hins vegar verið ágætt, ef þessu
þrasi hefði verið lokið.
Jón Sigurðsson:
Átti ekki von
á þessum mun
■ „Nei, ég átti ekki von á því að
sjómenn myndu fella samkomulagið
og ég held að enginn hafi átt von á því
að svona færi, og því síður að munur-
inn yrði jafn mikill og raun bar vitni,“
sagði Jón Sigurðsson, fulltrúi ríkisins
í samningaviðræðunum.
Þá var Jón ynntur eftir því hvort
hans þætti væri lokið í þessum samn-
ingaviöræðuin, og svaraði hann því
til að ekki væri enn vitað hvert
framhald viðræðna yrði, en Jóni
fannst sem það lægi í loftinu að
samningar myndu fara fram í héraði.
VOKVASTYRI
I LAPPANN
Já nú er loksins hægt að
fá traust og vandað
vökvastýri í Volvo
Lapplander.
Allar festingar og
greinargóðar leið-
beiningar um ísetningu
á íslensku fylgja hverju
setti. Við getum
ennfremur annast
ísetningu ef óskað er.
Hagstætt verð.
ITDS/MMíDOð
FUNAHÖFÐA 1 - REYKJAVÍK
S. 91-685260
Jón Baldvin í dönskum f jölmiðlum um kjarnorkuvopnalaus svæði:
Sammála dönsku
hægri flokkunum
■ Slæmt samkomulag Jóns
Baldvins Hannibalssonar við
krata á hinum Norðurlöndunum
vekur mikla athygli í grannríkj-
um okkar.
Sænska sjónvarpið hafði viö-
tal við Jón í gær þar sem hann
var með stóryrðar yfirlýsingar
um utanríkisstefnu Svía, sem
hann sagði að væri ruglingsleg
og að sumar hugmyndir þeirra í
utanríkismálum væru barnaleg-
ar. Jón ítrekaði í þessu viðtali
samanburðinn á Finnlandi og
Afganistan. Sænsk dagblöð
skýrðu líka frá því í gær að
forsætisráðherra Finna hefði
ekki þegið boð sem Jón hélt
leiðtogum norrænna sósíal-
demokrata nú á mánudaginn
vegna yfirlýsinga Jóns um að
kjarnorkulaus svæði á Norður-
löndum væri fyrsti áfanginn í að
„Finnlandísera" öll Norður-
löndin.
Dönsku blöðin tóku sam-
skipti Jóns og Anker Jörgensens
formanns danska sósíaldemo-
krataflokksins einnig sgrstak-
lega fyrir í gær. Þau sögðu að
Jón hefði fengið Anker til að
draga til baka ræðuhöld á stofn-
fundi nýrra friðarsamtaka á Is-
landi. Þau hafaeftir Jóni aðeigi
Norðurlöndin að verða kjarn-
orkulaus eigi það að gerast innan
NATO, að þessu leyti væri hann
sammála hægri flokkunum í
Danmörku. Blöðin hafa það
eftir Anker Jörgensen að ís-
lcnskir kratar hafi breytt um
stefnu í öryggismálum.
Norska útvarpið fjallaði einn-
ig um þessi mál í gær og Finnar
fylgjast einnig grannt með hægra-
flugi Jóns Baldvins Hanni-
balssonar og svívirðingum i
garð fyrrum skoðanabræðra.
Fimmtudagur 7. mars 1985
Útifundur um ríkisstyrk Norðmanna til sjávarútvegs:
Engin stefnubreyting í
norskum sjávarútvegi
- segir Gro Harlem Brundtland formaður norska Verkamannaf lokksins
■ „Tilefni þessa útifundar er
að vekja athylgi á því hversu
óheiðarlega er að þessum mál-
um staðið hjá Norðmönnum en
þessa umræðu hefur alveg vant-
að á dagskrá þessa Norður-
landaráðsþings" sagði Jón
Baldvin Hannibalsson á blm.
fundi á þingi Norurlandaráös í
gær þar sem rætt var um ríkis-
stuöning Norðmanna við sjávar-
útveginn þar í landi.
Furðaði Jón sig á því hvers
vegna ráðamenn Islensku þjóð-
arinnar hefðu ekki tekið þetta
málefni upp á þinginu og vitnaði
til ummæla þeirra í umræðum
um þessi mál 'á Alþingi fyrir
nokkru. Eiður Guðnason hefur
hreyft þessu ntáli á vettvangi
Norðuriandaráðs, einn þingfull-
trúa íslendinga, en aðrir hafa
ýjað að því án þess að gera neitt
frekar.
Gro Harlem Brundtland for-
maður norska Verkamanna-
flokksins sagði í samtali við NT
í gær að engin stefnubreyting vona að íslendingar dyttu ekki í
hefði átt sér stað í norskum þann barnaskap að fara að ræða
sjávarútvegi s.l. 25 ár og þvt þessi mál á þingi Norðurlanda-
skildi hún ekki hvernig norsk ráðs því hvað gætu Norðmenn
byggðastefna ætti allt í einu að ■ sagt um allar þær gengisfellingar
skaða hagsmuni íslendinga. Hér ! sem átt hafa sér stað hér á landi
væri um markaðsvanda að ræða
sem báðar þjóðirnar ættu við að
etja vegna þeirrar þróunar sem
hefði átt sér stað í Kanada en
hún undirstrikaði að það hefði
engin stefnubreyting orðið í
norskum sjávarútvegi.
Stefán Benediktsson sagðist
því gengisfellingar væru ekkert
annað en byggðastefna og það
ruddaleg byggðastefna ef litið
væri á hvaða áhrif þær hefðu á
samkeppni landa á mörkuðum
erlendis.
Loðna
til Eyja
■ Margir bátar komu ineð
loðnu til Vestmannaeyja í
fyrradag, bæöi til frystingar
og bræðslu. í gær var aftur á
nióti lítið um að vera hjá
loðnuskipuiu frá Eyjum.
Netabátarnir voru hins vegar
að koma inn þá með sæmi-
legasta afla, 10, 15 og upp í
<20 tonn. Þeir lögðu
netin aftur í gærkvöldi, en
verða að hafa tckið þau upp
fyrir kl. 18 í dag. Myndin er
frá loðnulöndun í Vest-
mannaeyjum í fyrradag, þeg-
ar öll hjól fóru að snúast þar
á ný eftir vcrkfallið, sem
skelíur svo á aftur nú í kvöld.
NT-mynd: Inga Gísla.