NT - 07.03.1985, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 7. mars 1985 4
Miðstjórn ASÍ á móti virðisaukaskattinum:
Hækkar matvöruverð um 18,9%
og lánskjaravísitölu um 4,5%
■ Miðstjórn Alþýðusambands
íslands telur að athuguðu máli
óhjákvæmilegt að mæla gegn
því að frumvarp um að taka upp
virðisaukaskatt í stað okkar
gamalþekkta söluskatts nái
fram að ganga á Alþingi og
færir fyrir því fjölmörg rök.
Um 3-3,8% hækkun
á heimilisreikningnum
Með þessum skiptum á skatt-
kerfum mun skattgreiðendun-
um fjölga stórlega, kerfið verða
flóknara og viðameira en núver-
andi söluskattskerfi og þar með
dýrara í framkvæmd. Með hinu
nýja kerfi verður skattinn-
heimta ríkisins einnig verulega
aukin, sem m.a. kemur fram í
því að verðlag einkaneyslu mun
að meðaltali hækka um 3-
3,8%. Par vegur þyngst 18,9%
verðhækkun á öllum matvörum
sem nú eru undanþegnar sölu-
skatti. Þær skatttekjur sem inn-
heimtar verða umfram áætlaðar
tekjur af núverandi söluskatti
hyggst ríkisvaldið hins vegar
millifæra/endurgreiða til barn-
margra fjölskyldna og ánnarra
sem þunga framfærslu hafa eða
lágan framfærslueyri, svo þeir
fái risið undir verðhækkununum
sem af þessu nýja skattkerfi
leiða.
Hækkar byggingarkostnað
um 8%
Söluskatturinn er nú 24%
sem kunnugt cr, en gert er ráð
fyrir að virðisaukaskatturinn
(VASK) verði 3 prósentustigum
lægri eða 21%. Verð vöru og
þjónustu sem nú ber söluskatt á
því að lækka um 3%. VASK
leggst hins vegar á mikilsverðar
nauðsynjavörur sem undan-
þegnar hafa verið söluskatti.
Auk 18,9% verðhækkunar á
matvöru bendir ASÍ á að húsa-
hitunarkostnaður muni einnig
hækka sem skattprósentunni
nemur. Pá muni og byggingar-
kostnaður, sem nú er undanþeg-
inn söluskatti að hálfu, hækka
um 8% með virðisaukaskattin-
um. Út frá ' amangreindum
hækkunum - o;. íhrifum þeirra
á framfærslu-1,, byggingarvísi-
tölu - gerir ASÍ ráð fyrir að
lánskjaravísitala muni hækka
um u.þ.b. 4,5% við kerfisbreyt-
inguna.
Færir skattbyrgðina frá
fyrirtækjum til neytenda
Að áiiti miðstjórnar ASÍ mun
upptaka VASK fela í sér veru-
lega tilfærslu á skattbyrði frá
fyrirtækjum til neytenda. Sú til-
færsla lendi með mestum þunga
á lágtekjufólki sem notar stóran
hluta tekna sinna til að greiða
fyrir matvörur og í húsnæðis-
kostnað. Gera megi ráð fyrir
því að lágtekjufólk þurfi að
taka á sig 3% meiri verðhækkun
en almennt verður. Gagnrýnir
ASÍ það, að í frumvarpinu um
VASK fari lítið fyrir hugmynd-
um um það hvernig mæta eigi
vanda þeim sem lífeyrisþegar,
barnafjölskyldur og lágtekju-
fólk yfirleitt lendir í með til-
komu virðisaukaskattsins.
Brýnna að herða
söluskattsinnheimtuna
ASÍ álítur ekki að þessi skatt-
kerfisbreyting sé lausn á þeim
vanda sem við er að etja í
íslensku þjóðfélagi um þessar
■ Með tilkomu virðisaukaskattsins í stað gamla „góða“ söluskattsins kemur vísitölubrauðið okkar til með að hækka í verði um tæp 19%
sem og allar aðrar matvörur. Fyrir það verð sem við nú borgum fyrir brauðið fáum við því aðeins 5/6 af brauði eftir virðisaukaskatt en
1/6 verðsins fer í ríkiskassann. NT-mynd: Róbert.
mundir. Telur ASl það brýnna
úrlausnarefni að herða inn-
heimtu söluskatts og tryggja
betri skattskil almennt, sérstak-
lega í atvinnurekstrinum.
Ekki eins auðvelt að stela
virðisaukanum undan
Þórður Friðjónsson, efna-
hagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar
segir einn helsta tilganginn með
þessari skattkerfisbreytingu
vera þann að reyna að komast
hjá þeim skattundandrætti sem
tvímælalaust virðíst vera tals-
verður í sambandi við söluskatt-
inn. Hinar mörgu undanþágur
frá söluskattinum og það hve
algengt er að menn selji bæði
skattskylda og óskattskylda
vöru geri mönnum bæði auðvelt
að færa hann að einhverju leyti
undan og valdi því jafnframt að
Vetrarorlof bænda í Reykjavík:
Blanda af fróðleik,
skemmtun og hvíld
■ Sýnishorn af því, sem hægt verður að sjá á Mokkakaffi frá og
með laugardegi, dúkristur eftir Kristin G. Harðarson og Helga
Þorgils Friðjónsson.
á Mokkakaffi
■ Hinar árlegu vetrarorlofs-
vikur bænda í Reykjavík standa
nú fyrir dyrum. Næsta orlofs-
vika verður dagana 11 .-17. mars
Húsavík:
Nýr mjólk-
ursamlags-
stjóri
HJ/Húsavík
■ Nýr mjólkursamlags-
stjóri tók til starfa á Húsa-
vík þann 1. mars síðastlið-
inn. Hann heitir Hlífar
Karlsson, 38 ára gamall og
menntaður í Danmörku.
Hlífar tók við starfinu af
Haraldi Gíslasyni, sem
lést fyrir tveimur mánuð-
um.
ef næg þátttaka fæst.
Vetrarorlof bænda í Reykja-
vík hefur verið hæfileg blanda
af fróðleik, skemmtun og hvíld,
að sögn Agnars Guðnasonar,
blaðafulltrúa bændasamtak-
anna. Pátttökugjald í orlofsviku
er 6 þúsund krónur á mann.
Það innifelur gistingu og
morgunverð á Hótel Sögu,
kvöldverð tvisvar sinnum, spila-
kvöld, dansleik og ferðir með
hópferðabifreiðum í 3 daga.
Auk þess sagði Agnar boðið
upp á ýmislegt án aukakostnað-
ar fyrir þátttakendur.
Dúkristur
■ Kristinn Guðbrandur Harð-
arson og Helgi Þorgils Friðjóns-
son opna myndlistarsýningu á
kaffihúsinu Mokka á Skóla-
vörðustíg á laugardag. Þar ætla
þeir að sýna bók, sem gefin er
út af Seedorn Verlag í Zurich í
Sviss, og hefur að geyma 36
dúkristur, sem Kristinn og Helgi
unnu í sameiningu. í bókinni er
texti eftir Dieter Schwarz og
Franz Josef Czernin. Einnnig
verða sýndar myndir, sem unnar
voru samhliða dúkristunum.
Bókin og ntyndirnar eru til sölu.
bókhaldslega sé erfitt að fylgjast
með eða hafa eftirlit með sölu-
skattsuppgjöri.
Réttlátari skattlagning
Annan megin tilgang sagði
Þórður þann, að fá fram réttlát-
ari skattlagningu á atvinnuveg-
ina. Fyrirtæki þurfi að borga
söluskatt af ýsmum aðföngum
og nefndi hann rafmagnið sem
dæmi. Af rafmagninu þurfi
fyrirtækin að borga söluskatt og
síðan aftur söluskatt af endan-
legu framleiðsluverði, þar sem
rafmagnið sé einn hluti tilkostn-
aðarins við framleiðsluna.
Þannig geti oft verið um tvöfald-
an og jafnvel þrefaldan skatt að
ræða, þ.e. skatt ofan á skatt.
Þetta sé mjög óheppilegt bæði
fyrir útflutningsframleiðsluna
en einnig fyrir innlendu fram-
leiðsluna sem keppa þarf við
innfluttar vörur frá fram-
leiðendum sem sloppið hafa við
slfk uppsöfnunaráhrif. Virðis-
aukaskattur gildi nú í nær öllum
Evrópulöndum.
„Út frá því sjónarmiði að
byggja hér upp sterkt atvinnulíf
þá er það tvímælalaust eðlilegri
skattlagning sem fellst í virðis-
aukaskattinum en söluskattin-
um,“ sagði Þórður.
Leysir þó ekki
öll vandamál
En kemur virðisaukaskattur í
veg fyrir þann söluskattsund-
andrátt sem líklegt er að flest
okkar þekki, þ.e. þegar við
greiðum manni/mönnum fyrir
ákveðna þjónustu í formi vinnu-
launa fyrst og fremst, t.d. fyrir
að dytta að húsinu okkar eða
laga bílinn í einhverjum heima-
skúr. Þórður viðurkenndi að
það vandamál leysi V ASK ekki.
Athvarf fyrir
unglinga
á Akureyri
Frá fréttaritara NT á Akureyri, HÍA:
■ Samstarfshópur um ung-
lingaathvarf á Akureyri hefur
lagt fram tiliögu um að komið
verði á fót athvarfi fyrir ung-
linga þar í bæ, ekki síðar en á
næsta hausti.
Hefur bæjarráð Akureyrar
lagt blessun sfna yfir þessa
hugmynd, og ákveðið að
verja 450 þús. króna frantlagi
til verksins. í ráði er að at-
hvarfið verði rekið til reynslu
frá 1. sept. '85 til 1. júní '86,
og að það verði opið síðari
hluta dags, þrisvar í viku.
Athvarfið mun heyra undir
félagsmálaráð, en starfa í bein-
um tengslum við foreldra við-
komandi unglinga, æskulýðs-
ráð, skólanefnd og aðra þá
sem um málefni unglinga
fjalla.
Gert er ráð fyrir að unglinga-
athvarfið geti tekið við sex til
átta manns í einu, og að þar
muni unglingarnir m.a. fá að-
stoð við heimanám, leiðbein-
ingar og stuðning við tóm-
stundastarf, nám og starfsval.