NT - 07.03.1985, Blaðsíða 8
0
_r_____ ?f/í i- f.-f r.’’ f 'jVlp«J>ií<.W/<
Fimmtudagur 7. mars 1985 8
ndur haf;
Dag-
bók
Afmæli
■ 70 ára varð 5. mars Arnleif
Steinunn Höskuldsdóttir.
Hún er dóttir hjónanna
Höskuldar Sigurðssonar og
Þórdísar Stefánsdóttur sem
bjuggu að Höskuldsstöðum
Djúpavogi.
Arnleif er gift Agli Gests-
syni, tryggingarmiðlara og búa
þau að Klapparbergi 23,
Reykjavík.
Börn þeirra eru. Örn,
Höskuldur, Ragnheiður og
Margrét Þórdís.
Arnleif tekur á móti gestum
ásamt manni sínum í Lions-
húsinu Reykjavík, n.k. föstu-
dag þ. 8. mars, milli kl. 17.0Ö
og 19.00.
Fréttatilkynning
■ Fimmtudaginn 7. mars nk.
verður haldinn undirbúnings-
fundur vegna Heimsmóts
æskunnar ’85 að Skólavörðu-
stíg 19. 2. hæð kl. 20.00.
Heimsmót Æskunnar verð-
ur haldið í Moskvu dagana 27.
júlí til 3. ágúst 1985. Á Heims-
mótinu verða m.a. umræður
um ýmis mál er varða ungt
fólk, íþróttir, hljómleikar o.fl.
Þau félög eða einstaklingar er
áhuga hafa á að standa að
undirbúningi fyrir mótið, þar á
meðal fjáröflun, eru hvattir til
að mæta á stofnfund undirbún-
ingsnefndar mótsins, þar verð-
ur komið á skipulagi til undir-
búnings Heimsmótsins.
Æskulýðssamband Islands.
Frásagnir úr stríðinu á
„opnu húsi“ MÍR
■ Opið hús verður í félags-
hcimiíi MÍR að Vatnsstíg 10,
n.k. laugardag, 9. mars kl. 14.
Sérstakir gestir félagsins að
þessu sinni verða úr röðum
starfsfólks sendiráðs Sovét-
ríkjanna á íslandi. Segja þeir
frá eigin reynslu á styrjaldrár-
unum 1941-1945 og þeim
kjörum, sem almenningur í
Sovétríkjunum mátti þá búa
við. Einnig verður hópferð
MÍR til Sovétríkjanna næsta
sumar enn til umræðu. Kaffi-
veitingar.
Kvikmyndasýning verður að
venju í MÍR-salnum sunnu-
daginn 10. mars kl. 16.
Aðgangur er öllum heimill.
Verkstæðissýning
■ Verkstæðissýning verður
haldin í húsakynnum Glits að
Höfðabakka 9, Reykjavík,
helgina 9. og 10. mars. Sýnd
verða verk eftir Hring Jóhann-
esson listmálara unnum í Lista-
smiðju Glits. Þá er gestum
boðið að skoða Listasmiðju
Glits og aðstöðu listamanna til
að vinna að gerð listaverka og
þeim möguleikum sem Lista-
smiðjan býður upp á.
Sýningin verður opin kl.2,-
5. eftir hádegi.
Fór í hundana
■ Öðru hverju er verið að
reyna að gera okkur svartsýnis-
mennina hlægilega með því að
vitna til þrjú þúsund ára gam-
alla ummæla um að allt sé að
fara til fjandans vegna siðspill-
ingar unga fólksins.
En mérerspurn: Fórekki sú
menning sem þá hafði dafnað
um stund, í hundana? Og þó
að nútíminn sé tekinn til
samanburðar, er þá ástæða til
að vera mjög ánægður yfir
framvindunni, þegar minnst er
vaxandi notkunar eiturlyfja,
þar með talið alkóhól og nikó-
tín, og ákafs undirbúnings að
kjarnorkustríði, svo aðeins tvö
Er ástæða til að vera mjög ánægður yfir framvindunni...?
eiiikenni nútímamenningar-
innar séu nefnd.
Hitt er svo annað mál hvort
ástæða er til að vantreysta
Enn um amerískan fót
bolta og íshokký
Háttvirta lesendasíða
Mér til ánaegju þá hef ég
orðið var við tvö lesendabréf í
blaði yðar þar sem minnst er á
tvær íþróttagreinar sem vonast
er eftir að þeir íþróttafrétta-
menn hjá sjónvarpinu taki til
sýningar. Hér er átt við amer-
ískan fótbolta (American fo-
otball) og íshokký. Ég get svo
sannarlega tekið undir þessa
áskorun því ég hef séð báðar
þessar íþróttir og á ekki orð til
að lýsa því hversu frábærar
þær eru. Sem sjónvarpsíþrótt
þá er íshokký alveg tilvalið.
Það gerist mikið í hverjum
leik. Lítill völlur og hraði
lijálpa þar til. Þar að auki er
töluvert um pústra í leiknum
og það á bara vel við okkur
íslendinga. Fótboltinn er líka
frábær íþrótt sem vert væri að
sýna. Hann er að vísu miklu
hægari en íshokkýið en þegar
menn eru farnir að þekkja
reglurnar þá elska menn þessa
íþrótt.
Annar bréfritari minntist á
prógram sem breska sjón-
varpsstöðin Channel 4 sýnir
frá ameríska fótboltanum og
get ég tekið undir það að þetta
prógram er frábært og þess
virði að kanna möguleika okk-
ar á að fá það keypt.
Sem sagt, ég skora á Bjarna
og Ingólf að reyna að sýna frá
þessum íþróttum sem fyrst.
Íþróttafrík
Hryilingsmyndir eru ekki við hæfi barna
Drengurinn hengdi sig
25.2.1985
Ég hlusta mikið á útvarpið,
m.a. morgunorð-
Það sem rekur mig til að
skrifa þessa grein er það að ég
hlustaði á Kristján Þorgeirsson
í morgunorðum 1. febrúar og
var ég honum svo innilega
sammála í öllu sem hann sagði.
M.a. var hann að tala um allar
myndbandaleigurnar sem virð-
ast ríða gandreið um landið
með miður hollu efni. Hann
kom með eitt hroðalegt dæmi
frá Noregi þar sem fjölskyldan
var í rólegheitum að horfa á
myndbandið kvöld eitt og
hafði valið sér hryllingsmynd
án þess að hugsa nokkuð um
hvaða afleiðingar það gæti
haft.
Sonur hjónanna varð mjög
hugsi yfir myndinni og spurði
foreldrana hvort það væri
virkilega jafn einfalt að hengja
sig, og sýnt var í myndinni.
Játtu þau því. Nú, drengurinn
lét til skarar skríða og fram-
kvæmdi verknaðinn.
Finnst ykkur ekki landar
góðir að gjaldið sem þessi
fjölskylda greiddi fyrir þessa
spólu vera full mikið?
Það er ekki nóg að vera þess
aðnjótandi að geta eignast
blessuð börnin (en það geta
ekki allir), heldur verðum við
að vera vel vakandi yfir gim-
steinunum okkar gá vel að
hverju við mötum þau á.
Að mínu mati eru börnin
okkar sú mesta guðsgjöf sem
hægt er að hugsa sér, en því
miður skemmum við allt of oft
gjafir guðs. Verðum við því að
vera vel vakandi og gæta þeirra
vel.
Um fram allt: reynum að
efla það góða í börnunum
okkar og okkur sjálfum og
verið þá viss um að allt kemur
til með að ganga svo miklu
betur í lífsbaráttunni.
Veljum því mannbætandi
myndir en ekki myndir sem
geta valdið sjálfum okkur og
öðrum skaða.
Hlúum að andlegum styrk
okkar til að vernda okkur fyrir
skyndilegum óhöppum og ver-
um ekki að hryggja okkur sjálf
með leiðinda ímyndunarafli.
Margur óttinn stafar af
þreytu og einmanakennd.
Höldurn heilbrigðum aga en
verum samt góð við okkur
sjálf.
Verum þess vegna sátt við
guð og nienn. Að lokum; ver-
um glaðvær og reynum að vera
hamingjusöm.
H.Kr.Jak
Burtu með
krumlurnar
úr sorpinu!
■ Mikið er ábyrgðarleysi og
óskammfeilni fjármálaráðu-
neytisins að láta það viðgang-
ast að birtar séu í sjónvarpi
undir nafni þess svo hræðilega
vitlausar og „vúlgerar" auglýs-
ingar sem raun ber vitni, þegar
verið er að lemja á fólki að
kaupa ríkisskuldabréfin.
Eins og sofandi sauðir eru
forráðamenn ráðuneytis þessa,
þegar þeir gefa einhverjum
gröllurum og prökkurum
heimild til þess að sjóða saman
þessa volæðislegu vitleysu í
nafni þess, svo vitlausa að
heldur við dónaskap. Ráðu-
neytið á nefnilega lágmarks
virðingar að gæta og á ekki að
nauðsynjalausu að stuðla að
því að nafn þess sé notað á
sama hátt og það væri vínar-
brauðsgerð eða skeinipappírs-
heildsala. Enginn lætur sig
skipta máli hvaða brellum svo-
leiðis aðilar beita til að laða að
sér athygli.
Fjármálaráðuneytið hefur
þann kostinn tekið að skríða
niður til lágkúrunnar í stað
þess að halda sig hæfilega ofan
við hana og gramsar nú í slóginu
svo ekki sér mun á því og þeim
smádýrum sem dags daglega
hafa af því viðurværið.
Því segja margir við fjár-
málaráðuneytið nú: „Burtu
með krumlurnar úr sorpinu
og þvoið af þeim óbraggið vel
á eftir!"
Holiráður