NT - 07.03.1985, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. mars 1985 9
Myndin af páskaeggjunum var:
„Algjör dónaskapur"
- Athugasemd frá Nóa - Síríus
Var myndin auðþekkt
■ Pá vita menn það. Myndin
af páskaeggjunum var sem sagt
úr vinnslusal Nóa - Síríusar.
Pað verður þó að telja í hæsta
máta vafasamt að fólk geti
almennt lesið það út úr mynd-
inni, hvar hún er tekin. Jafnvel
þótt einhverjir glöggskyggnir
lesendur, kynnu að átta sig á
því eftir nokkra yfirlegu að
páskaeggin á myndinni séu
framleidd hjá Nóa - Síríus,
virðist hæpið að það geti skað-
að þetta fyrirtæki fremur en
önnur, enda í sjálfu sér ekki
verið að gefa í skyn að páska-
eggin séu morandi í hárum.
Hafi hins vegar svo ólíklega
viljað til að fyrirtækinu hafi
orðið einhver hneisa að þessari
myndbirtingu, er sjálfsagt að
bíðjast afsökunar á því.
Að öðru leyti er rétt að taka
fram að í greininni sem Krist-
inn vitnar í, er í sjálfu sér ekki
fullyrt að neytendur eigi að
kvarta við framleiðanda en
ekki verslunina. Hinn sænski
greinarhöfundur var hins vegar
að benda neytendum á, að það
borgaði sig undantekningarlít-
ið betur að kvarta við fram-
leiðandann.
Að lokum skal hér tekið
undir orð Kristins:
„Mergurinn málsins er sá,
að neytandi á ekki að sætta sig
við vöru, sem er gölluð. Hann
á kröfu til þess að fá hana
bætta hjá þeim sem gallanum
veldur.“
J.D.
Reykjavík 1. mars 1985.
Mér er það töluvert minnis-
stætt, að í framhaldsþáttum í
sjónvarpinu um Evítu Peron
og fjölskyldu fyrir nokrum
árum, kom fyrir atvik, sem
snerti dálítið sælgætisiðnað.
Þannig var, að súkkulaðikóng-
ur einhver í Argentínu reynd-
ist lítt tilleiðanlegur að greiða
sem honum bar í kosningasjóð
Peronista. Kom þá til sögunnar
lítill Ijótur kall, sem kunni ráð.
Hann greip upp símtól, hringdi
í viðkomandi og sagði íbvgginn
eitthvað á þessa leið: „Eg hefi
fyrir því áreiðanlegar heimild-
ir, að það sé rottueitur í súkku-
laðinu þínu“. Greiðslan barst
að vörmu spori.
í Nútímanum 28. febrúar sl.
birtist dálítið greinarkorn á
neytendasíðu undir fyrirsögn-
inni: „Svíþjóð: Kvartanir
borga sig- Framleiðendur vilja
komast hjá illu umtali.“ Birt er
mynd úr einum vinnslusal Nóa
- Síríus hf. í Reykjavík, þar
sem verið er að pakka páska-
eggjum og sagt í texta „Ef þú
skyldir finna hár í páskaegg-
inu...“ Þetta er náttúrlega gott
og blessað. Enginn skyldi láta
bjóða sér matvöru, hverju
nafni sem nefnist, sem ekki
stenst almennar kröfur. Hins
vegar segir í grein þessari, sem
auðvitað er sænsk að uppruna,
að kvarta eigi við framleiðand-
ann, ekki verslunina, sem selur
vöruna. Petta er nú dálítið
hæpin fullyrðing, svo ekki sé
fastar að orði kveðið. Auðvit-
að á að kvarta við þann, sem
sannanlega veldur galla á vör-
unni. Ef við höldum okkur við
páskaeggin, þá á að kvarta við
framleiðanda, ef hár finnst í
páskaeggi. Ef ef það er þynnis-
bragð, eða eitthvað aukabragð
af egginu vegna þess, að það
hefur verið geymt við hliðina á
efnavörunni í kaupfélaginu,
hvert á þá að kvarta? Pví er
þetta dæmi tekið, að það er
raunverulegt; þetta hefur kom-
ið fyrir. Og hvernig á að kvarta
við framleiðandann, ef sælgæt-
ið með aðskotahlutum í, er
innflutt? Eg held, að menn
veðri að muna í þessu tilviki að
innflutt sælgæti t.d. ræður yfir
50% af íslenska markaðinum,
því er nú ver og miður. Jafn-
framt get ég fullyrt, að það er
ekki sjaldr.ar, sem þarf að
kvarta yfir þeirri vöru en hinni
íslensku.
Mergur málsins er sá, að
neytandi á ekki að sætta sig við
vöru, sem er gölluð. Hann á
kröfu til þéss að fá hana bætta
hjá þeim, sem gallanum
veldur. Þannig er brugðist við
t.d. hjá Nóa - Síríus, ef ljóst
er, að gallinn er okkur að
kenna. Okkur er mikið í mun,
að vara okkar sé ekki gölluð,
en slys geta alltaf komið fyrir.
Sömu sögu er ugglaust að segja
af öðrum framleiðendum ís-
lenskum.
Petta breytir ekki því, að
það er algjör dónaskapur að
nota gamla ljósmynd frá heim-
sókn Tímamanna í Nóa - Sír-
íus fyrir nokkrum árum, með
þessari grein.
Virðingarfyllst
f.h. Nóa - Síríus hf.,
Kristinn Björnsson
Sparnaðarrofar hafa lengi verið algengir í þvottavclum. Nu sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að þeir séu nánast gagnslausir.
Þvottavélar:
Spamaðarrof-
inn gagnslaus
Fyrir nokkru fór fram
rannsókn á vegum Norrænu
embættismannanefndarinnar
um neytendamálefni á því hve
mikið vatn og rafmagn neyt-
endur gætu sparað með því að
þvo þvott á svokölluðu sparn-
aðarkerfi, sem er á mörgum
nýrri gerðum þvottavéla.
Niðurstaðan varð sú að
næstum ekkert rafmagn spar-
aðist, en á sumum sparnaðar-
kerfum nokkuð vatn.
Skýrslunni um rannsóknina
hefur verið dreift til innflytj-
enda þvottavéla og þeir beðnir
Fibermesh:
Nýtt trefja-
efniísteypu
■ Komið er á markaðinn
nýtt trefjaefni - Fiber-
mesh - sem bæta á ýmsa
eiginleika steinsteypu.
Það er fyrirtækið Hlut-
verk sf. sem að hefur um-
boð fyrir efnið hér á landi.
í frétt frá fyrirtækinu er
hér um að ræða trefjaefni
þar sem trefjarnar eru
gerðar úr plastefninu Pol-
ypropilenl-Olefin, sem
m.a. eykur togþol auk
þess sem vatnsheldni verð-
ur mun meiri. Fibermesh-
trefjar ryðga ekki og eru
ekki alkalívirkar. Trefjun-
um er blandað í steypuna
í hlutföllunum 1 kg. pr.
rúmmetra af steypu.
um að nota ekki orðin sparnað-
arrofi eða sparnaðarkerfi í
auglýsingum sínum, nema því
aðeins að unnt sé að sanna að
um vatns- eða rafmagnssparn-
að sé að ræða samanborið við
önnur þvottakerfi vélanna.
Margar nýrri gerðir, þvotta-
véla eru með svonefnd sparn-
aðarkefi, sem mikið er bent á
í auglýsingum. Því fór fram á
vegum Norrænu embætt-
ismannanefndarinnar um neyt-
endamálefni rannsókn á því
hve mikið rafmagn og vatn er
unnt að spara með því að þvo
á því kerfi og hve hreinn
þvotturinn verður. Sparnaðar-
kerfi eru yfirleitt hönnuð á
tvenns konar hátt.
Minna rafmagn
Á sparnaðarkerfum sumra
þvottavéla er vatnið einungis
hitað upp í 60°. Hins vegar er
þvotturinn þveginn heldur
lengur (5-30 mín.) en á venju-
legu kerfi til þess að ná svipuð-
um árangri og næst við 95°
þvott.
Niðurstöður rannsóknarinn-
ar voru þær að vissulega væri
rafmagnssparnaður fólginn í
því að þvo þvott í 60° heitu
vatni, og getur sá sparnaður
verið á bilinu 0.2-0.35 kwh á
hvert kg af þvotti, en þvottur-
inn varð hins vegar ekki eins
hreinn. Blettir sem voru í
þvottinum hurfu ekki.
Þvotturinn varð lítið hreinni
en ef þvegið var á venjulegu
þvottakerfi í 60° heitu vatni.
Slíkt sparnaðarkerfi sem stillt
er á með sparnaðarrofa er því
óþarft.
Minna vatn
Á öðrum þvottavélum er
sparnaðarkerfi ætlað fyrir lítið
þvottamagn. Þvottavélin tek-
ur þá minna vatn inn á sig en
þegar hún er fullhlaðin. Kostn-
aður pr. kg af þvotti minnkar
hins vegar ekki. Rafmagns-
kostnaður verður í raun hærri
þegar þvottavél er sett í gang
tvisvar lítið hlaðin en einu
sinni fullhlaðin.
Flestir neytendur vita að það
má spara rafmagn með því að
þvo stundum suðuþvott, sem
er lítið óhreinn í 60° heitu
vatni. Einnig má spara raf-
magn og vatn með því að
sleppa forþvottinum.
Oheimilt er að veita rangar
og villandi upplýsingar í augl-
ýsingum. Er því ætlast til þess
" samkvæmt
niðurstöðum
nýrrar
rannsóknar
að seljendur þvottavéla noti
ekki orðin sparnaðarrofi eða
sparnaðarkerfi nema því að-
eins að unnt sé að sanna að um
vatns- eða rafmagnssparnað sé
að ræða samanborið við þau
þvottakerfi sem þvottavélin
hefur upp á að bjóða og að
þvotturinn verði jafn hreinn.
(Frá Verðlagsstofnun)
Almannavarnir:
námskeidahald
■ Almannavarnir ríkisins
hafa nýlega sent frá sér tvö rit
um neyðar og björgunarþjón-
ustu. Ánnað fjallar um notkun
þyrlu við björgun og er gefið
út í samvinnu við þyrluflug-
menn Landhelgisgæslunnar.
Verður rítinu dreift endur-
gjaldslaust til almannavarna-
nefnda, lögreglu, björguna-
sveita, heilsugæslulækna og
sjúkrahúsa.
Hitt ritið nefnist Vettvangs-
stjórnun og verður notað við
þjálfun lögreglu og annarra
björgunarmanna í vettvangs-
stjórn á hamfarasvæðum og
þar sem stórslys verða. Al-
mannavarnir hyggjast nú gang-
ast fyrir námskeiðum í þessum
fræðum.