NT - 07.03.1985, Blaðsíða 21

NT - 07.03.1985, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 7. mars 1985 21 Mitterrand vegur að veldi enskrar tungu Kinnock í aðalstöðvum NATO: Gagnrýnir harðlega stjörnustríð Reagans - andvígur kjarnorkueldflaugum á Bretlandi Brii.ssel-Reuter: ^ - hefur herferð fyrir frönskunni París-Reuter: ■ Francois Mitterrand Frakklandsforseti hefur hafíð herferð fyrir stórfelldri eflingu frönskunnar meö það meðal annars fyrir augum að bæta 360 milljón manns í hóp þeirra 135 milljóna sem nú þegar tala frönsku. Mitterrand, sem sjálfur talar ekkert erlent tungumál, bauð Æðsta ráði hinna frönskumæl- andi að halda fyrsta fund sinn í Elyseehöll nú í vikunni. 28 franskir rithöfundar, stjórn- málamenn og listamenn eiga sæti í ráðinu sem hefur sett sér að „skiigreina hlutverk hins frönskumælandi heims og franskrar tungu". Eitt af fyrstu verkefnum ráðs- ins er að losa frönskuna við „franglais" sem er tökuorð úr ensku sem hreintungumenn tclja að spilli frönsku. Nú hefur einmitt verið lagt frant laga- frumvarp í franska þinginu þar Chile: Braskarar græða á jarðskjálftanum Santiago-Rcuter ■ Stjórnvöld í Chile segja að braskarar á jarðskjálftasvæðun- um á ströndinni fyrir sunnan höfuðborgina Santiago, reyni að hamstra matvæli til að hagn- ast á matvælaskorti. Unt 150 manns létu lífið í jarðskjálftanum síðastliðinn sunnudag sem var sá versti í fimmtán ár. 1.900 slösuðust og 160.000 misstu heintili sín. Forseti Chile, Augusto Pionc- het, hefur lýst yfir neyðar- ástandi á jarðskjálftasvæðunum í Santiago, strandhéruðunum við hafnarborgina Valparaiso og í Rancagua-héraði. Hafn- armannvirki skemmdust mikið í Valparaiso og San Antonio en þær eru báðar mikilvægar hafn- arborgir. Stjórnvöld hafa hótað að- gerðum gegn öllum sem hyggj- ast færa sér í nyt glundroðann á jarðskjálftasvæðunum braska með matvæli. til að sem „franglais“-tökuorð eru gerð útlæg. Áhrif Frönskuráðsins ná til fjörutíu landa þar seni franska er annað hvort opinbert mál eða móðurmál hluta íbúanna. í þessunt iöndunt búa nú 360 milljón manns sent ekki tala frönsku. Ráðið lítur á það sem eitt af verkefnum sínum að bæta þessum 360 ntilljónum við hóp þeirra 135 milljóna sent nú eru frönskumælandi. Mitterrand skipaði sjálfur þá 28 menn sem eiga sæti í ráðinu. Meðal þeirra er m.a. að finna fyrrverandi forseta Líbanon og Senegal, menningarmálaráð- herra Víetnams, fyrrverandi varaforsætisráðherra Kanada og marga fleiri mektarmenn frá frönskumælandi löndum. Til að byrja með mun Frönskuráðið vinna að því að auka samstarf á sviði sjónvarps- sendinga, kvikmynda, íþrótta, kennslu og í þróaðri tækni. Með þessu vonast félagar í ráðinu til að stöðva framsókn enskunnar og snúa vörn franskrar tungu í sókn. ■ Leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, Neil Kinnock, gerði forráða- mönnum Nato í Brússel í gær skýra grein fyrir andstsöðu Verkamannaflokksins gegn kjarnorkuvopnum. Hann gagnrýndi harðlega áætlun Rcagans um rannsóknir á sviði geimvopna. Kinnock sagði blaða- mönnum eftir fund sem hann átti nteð Carrington lávarði og embættismönnum NATO, að bandarískar kjarnorkueldflaugar, sent hafa verið á Bretlandi, verði endursendar til Bandaríkj- anna komist Verkamanna- flokkurinn til valda. Hann sagði að slíkar að- gerðir myndu ekki leiða til kreppu í NATO. Kinnock sagði að viðræður hans og Carringtons hefður fyrst og fremsl snúist um áætlanir Bandaríkjanna unt gagn- flaugakerfi í gcimnum og hann sagði Carrington að flokkur hans hefði ekki jafn Koladeilurnar á Bretlandi: „Skæruhernaður hafinn“ London-Rcutcr ■ Þúsundir breskra kola- námamanna hættu verkfallinu í gær en merki voru um að „skæruhernaöur" sá, sem Art- hur Scargill leiðtogi námu- manna boðaði, sé hafínn. Stjórn ríkisreknu kolanám- anna sagði að 95% hinna 186.000 námumanna hafi mætt til vinnu, en 85% mættu á þriðjudag þegar verkfallið end- aði formlega. Námumenn voru almennt illir eftir ósigurinn í verkfallinu og vinna gekk ekki snurðulaust fyrir sig í mörgum nárnunt. Vinna lagðist niður í Mert- hyrdalnum þegar námumenn neituðu að vinna með verka- manni sem hafði hætt verkfall- inu fyrir þrem vikum. Á verkstæði námufélagsins í nágrenni Merthyr-námunnar voru starfsmenn reknir heim eftir að þeir neituðu að vinna við verkfæri og tæki sem voru flutt til þeirra af fyrirtæki sem verkalýðsfélag þeirra hafði sett i bann. í Northumberland var fulltrúi verkalýðsfélagsins rekinn vegna „vítaverðrar hegðunar" að sögn talsmanns námufélagsins. Lög- reglan hafði verið kölluð til vegna óróa í Ashingtonnám- unni. Námumenn frá Kent komu í veg fyrir vinnu í einni námunni í Yorkshire. í annarri námu var vinna lögð niður og þess krafist að námumenn, sem var sagt upp störfum í verkfallinu, yrðu endurráðnir. Talsmaður stjórnar námanna sagði að 3000 námumenn í Yorkshire væru enn í verkfalli. eldheitan áhuga á áætluninni og forsætisráðherrann Margrét Thatcher. „Jafnvel rannsóknaráætl- unin sjálf rnagnar vígbúnað- arkapphlaupið og þess vegna er ég andvígur hcnni“, sagði Kinnock. Hann hvatti einnig belg- ísku stjórnina til að hætta við eða fresta að láta setja upp eldflaugar í Belgíu en það á að byrja á því í þessum mánuði. ■ Eftir verkfall námumanna hefur Arthur Scargill boðað skæruhernað í námunum. 40 ár frá sókninni yfir Rín ■ í dag eruliðin fjörutíu ár frá því að fyrstu bandarísku her- mennirnir fóru yfír Rín. I sókn- inni gegn þýsku nasistunum. Gamlir hermenn bandamanna hafa mælt sér mót í því tilefni við leifarnar af þessari brú yfír Rín til að minnast þessa sigurs í stríðinu gegn Þjóðvcrjum. Þessi mynd var tekin af brúarrústun- um nú fyrir nokkrum dögum. Símamynd:POLFOTO Gandhi sigrar Nvja-Dclhi-Rcutcr ■ Forsætisráöhcrru Indlands, Rajiv Gandhi, hafði í gærkvöldi þcgar NT fór í prentun, unniö sigur í átta ríkjum Indiands en tapað fyrir stjúrnarand- stæöingum í þrein ríkjum. Stuðningsmenn Gandhis unnu 704 þingsæti af 1141 í 11 ríkjum sem kosið var í samkvæmt kosningatölum í gærkvöldi. í kosningunum sem fram fóru á laugardaginn og á þriðjudaginn létust 50 menn í ryskingum milli áhangenda ólíkra stjórnmálaflokka. Rændu banka með Reagan grímur Montreal-Reuter: ■ Öryggisvörður við kanadískan banka í Montre- al segir að þrír bankaræn- ingjar, allir með grímur af Rcagan Bandaríkjaforseta á andlitunum, hafí ruöst inn í bankann fyrr í vikunni og rænt 70.000 dollurum. Bófarnir ógnuðu tíu starfsmönnum Lands- banka Kanada og neyddu þá til að opna fjárhirslur- bankans. Síðan handjárn- uðu þeir starfsmennina og hurfu á braut með pening- ana. oudur-Kórea: Ólympíu* lögregla stofnuð Scoul-Rcuter ■ Lögregluyfírvöld í Suður-Kóreu hafa ákveð- ið að stofna sérstakar ör- yggissveitir til að koma í veg fyrir árásir og skemmdarverk við mann- virkin sem nú er verið að reisa vegna Asíuleikanna 1986 og Ólympíuleikanna 1988 sem verða haidnir í Seoul. Talsmaður lögreglunn- ar sagði fréttamönnum að 1.800 manns muni verða í þessum öryggissveitum. Formaður Ólympíunefnd- arSuður-Kóreu, Roh Tae- Woo, segir sérstaka hættu á því að Norður-Kóreu- menn reyni að vinna skemmdarverk. Umsjón: Ragnar Baldur&son og Ivar Jónsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.