NT - 07.03.1985, Blaðsíða 24
—............
LURIR ÞU
HRINGDU ÞA I SIIX/IA 68-65-
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
-------
Evrópukeppnin í knattspyrnu:
Everton eitt enskra
liða í undanúrslit?
Vann góðan sigur - Tottenham tapaði - Manchester Utd. í
erf iðleikum - Sýning hjá Juventus - Schumacher hetja Kölnar
leton skoraöi niarkiö á 61. mín-
útu.
Ungverjarnir léku afar vel og
skynsamlega. Manchesterliðið
gæti þurft að sætta sig við að
falla út úr keppninni, ef Ung-
verjarnir ná sínu besta heinta.
Tveir leikmenn voru reknir
út af einn úr hvoru liði, og sjö
aðvaraðir í leik Gautaborgar og
Pantnaikos frá Grikklandi í
Evrópukeppni meistaraliða í
Gautaborg. Dimopoulos skor-
aði sigurmark Grikkjanna úr
víti á 50. mínútu.
Juventus Tóríno sýndi meist-
aratakta gegn Sparta Prag frá
Tékkóslóvakíu í viöureign lið-
anna í Evrópukeppni meistara-
liða á Ítalíu. Prjú gullfalleg
mörk, frá Franco Tancredi,
Paolo Rossi og Massimo Briasc-
hi gerðu út um leikinn og ítalirn-
ir eru nokkuð vissir með að
komast áfram.
Franco Causio skoraði sigur-
mark Inter Mílano gegn Köln í
UEFA-keppninni. Toni
Schumacher var besti maður
Kölnar, varði oft vel, rh.a. frá
Karl-Heinz Rummenigge. Toni
varð 31 árs í gær.
Dynamo Dresden á góðar
vonir gegn Rapid Vín í Evrópu-
keppni bikarhufa eftir góðan
3-0 sigur. Trautmann, Minge og
Kristen skoruðu.
■ „Ég náði honum“, gæti Kristján Ágústsson verið að hugsa á þessari mynd, ánægður með frákastið.
Þetta var á allra síðustu sekúndum leiksins, eftir síðasta skot Hauka. Kristján kom svo knettinum
örugglega til Tómasar Holton (lengst til hægri) sem hélt honum til loka hállhoppandi af fögnuði. Torfi
Magnússon þjálfari Vals horfír með velþóknun á, en hann skoraði sigurkörfu Vals örfáum sekúndum
áður en myndin var tekin. NT-mynd Arni Bjama
Fyrsti leikur úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar:
framherjinn knái, Andy Gray,
sem skoraði öll mörkin.
Hollendingarnir Fortuna Sitt-
ard vörðust vel í fyrri hálfleik,
en máttu sín lítils gegn ógnar-
krafti Everton í þcint síðari.
Andy Gray gerði mikinn usla.
Hann þrumaði lieim fyrsta
markinu á 48. mínútu með við-
stöðulausu skoti, stakk sér og
skallaði inn annað markið á 74.
mínútu og þriðja markið skor-
aði hann tveimur mínútum síðar
er hann stal boltanum af varnar-
manni.
Tottenham mátti bíta í það
súra epli að tapa fyrir Real
Madrid á heimavelli, 0-1, og
verða líkurnar á því að enska
liðið komist áfram í keppninni
að teljast hverfandi.
Tottenham sótti meira í upp-
hafi, en Spánverjarnir skoruöu
á 15. mínútu. Butragueno gaf
vel fyrir, og Argentínu-
maðurinn Valdano skoraði með
því að skjóta í Steve Perryman,
og þaðan fór holtinn í stöng og
inn. Þetta hleypti miklúm krafti
í Spánverjana, sem réðu vel við
Tottenham það sent eftir lifði
leiks.
Manchester United fékk ekki
góð úrslit heldur. Manchester-
piltarnir áttu í erfiðleikum með
afar frískt og gott lið Videoton
frá Ungverjalandi, og náðu
naumum sigri, 1-0. Frank Stap-
Frá Heimi Bergssyni fréttamanni NT í
Fnglandi:
■ Everton náöi eitl þriggju
enskra liða í Evrópukeppninni í
knattspyrnu góðum úrslitum í
gær. Tottenham má l'ara til
Spánar með tap á bakinu, og
Manchester United til Ung-
vcrjalands mcð aðcins eitt inark
í plús.
Everton stendur afar vel að
vígi fyrir útileikinn gegn Fort-
una Sittard í Evrópukcppni
bikarhafa í knattspyrnu, eftir
3-0 sigur í Liverpool í gær.
Hetja Everton í leiknuni var
■ Andy Gray skoraði þrjú
mörk í gær fyrir Everton.
Evrópukeppni í knattspyrnu:
Glæsimark
Frábær körf ubolti
Augenthalers kom Bayern á bragðið
- Krakowski varði allt hjá Bordeaux
Frá Guðmundi Karlssyni
fréttamanni NT í V-I*ýskalandi:
■ Þrumufleygur Klaus
Augenthalers af 28 metra
færi gegn AS Roma opnaði
liði Udo Latteks, Bayern
Múnchen, leið til að kom-
ast í fjögurra liða úrslit
Evrópukeppni bikarhafa í
gærkvöld. Þessi óverjandi
þrumufleygur gerði það að
verkum að ítalirnir létu af
sínum venjulega varnarleik
til að jafna og leikurinn
opnaðist. Dieter Höness
skoraði svo annað mark
Bayern á 77. mínútu er
hann fékk sendingu frá
Sören Lerby inn fyrir, lék
á Tancredi markvörð og
skoraði örugglega. Gott hjá
Höness sem fékk samning
sinn framlengdan um eitt
ár til að vera varamaður í
vetur.
Frönsku meistararnir
Bordeux urðu fyrir barðinu
á ólukkugyðjunni og frá-
bærum markverði í viður-
eign sinni gegn Dneprop-
etrovsk frá Sovétríkjunum
í fyrri leik liðanna í
Evrópukeppni meistara-
liða í Bordeaux í gær. Úr-
slitin urðu 1-1, og vonir
Frakkanna daprar um að
komast áfram eftir útileik-
inn. Bernard Lacombe kom
Frökkunum yfir á 10. mín-
útu, og franska liðið undir
stjórn Alain Giresse réöi
lögum og lofum. En Serg-
eui Krakowski varði allt,
þará meðal víti frá Dieter
Muller, og Vladimir Liuti
jafnaði þremur mínútum
fyrir leikslok.
og Valur vann Hauka á síðustu stundu 80*79
■ Þá er fjörið byrjað í körf-
únni. í gærkvöldi hófst úrslita-
kcppni úrvalsdeildarinnar meö
leik Hauka og Vals í Hafnar-
firði. Og Valsmenn fóru með
sigur af hólmi 80-79 eftir æsi-
spennandi leik sem bauð upp á
allt sem körfuknattleikur gefur,
hraða, snerpu, glæsilegar kröfur
af öllum gerðum og vitaskuld
mistök.
„Þetta er góð byrjun á úrslita-
keppninni og það er greiniiegt
aö hún veröur æsispennandi,
eins og cg rcyndur alltaf vissi.
Ég vona aö lcikur Njarövíkinga
og KR á morgun verði jafn
góöur og þessi“ sagði Torfi
Magnússon, þjálfari og
leikmaður Vals eftir sigur sinna
manna.
Sigur Vals hékk á bláþræði,
Torfi skoraði síðustu körfu
leiksins eftir glæsilega sendingu
frá Tómasi Holton í gegnum
vörn Hauka og þær sekúndur
sem Haukar höfðu til umráða tii
að skora sigurkörfu reyndist
ekki nægja. Henning tók skot
aðþrengdur þegar 5 sekúndur
voru eftir en boltinn fór ekki
ofaní og Kristján Ágústsson
náði frákastinu, kom boltanum
á Tómas Holton sem hélt. á
honum, hálfhoppandi af fögn-
uði, þar til flautan gall. Vals-
menn stigu trylltan stríðsdans á
fjölum íþróttahússins í Hafnar-
firöi, minnugir tapsins á sunnu-
daginn fyrir Haukum á sínum
heimavelli.
Næsti leikur liðanna verður í
Laugardalshöll á mánudaginn
og Úvernig það fer veit enginn.
Haukar voru mun ákveðnari
í upphafi og allt gekk upp hjá
þeim. Þeir náðu fljótlega 10
stiga forystu, 21-11 og síðan
komust þeir í 25-11 og Vals-
mönnum á pöllunum var ekki
farið að lítast á blikuna.
En það var óþarfi því með
baráttu tókst þeim smám saman
að minnka muninn og loks að
jafna 33-33 og síðan komast yfir
35-33. Þetta var ótrúlega góður
kafli hjá Val. Haukar héldu
samt haus í lokin og höfðu
forystuna 40-37 í leikhléi.
Seinni hálfleikurinn var alltaf
jafn, Haukarnir 4-6 stigurn yfir
í byrjun en þegar 14 og 1/2
mínúta var eftir af leiknunt
höfðu Valsmenn jafnað 50-50.
Síöan skiptust liðin á um að
vera yfir það sem eftir var,
Haukar náðu forystunni aftur
mcð vítum Pálmars en Torfi
skoraði sigurkörfuna eins og
áður er lýst og Valsmenn standa
nú vel að vígi. Samt er fráleitt
að Haukarnirséu úr leik. líkleg-
ast er að þrjár tilraunir þurfi til
að knýja fram úrslit.
Sigurður Bjarnason og Jón
Steingrímsson léku báðir frá-
bærlega fyrir Val, jafnt í vörn
sem sókn. Tómas var að venju
rnjög góður svo og Torfi og
Kristján.
Pálniar og Webster voru best-
ir Hauka en Hálfdán og Kristinn
léku einnig vel og Henning og
Ólafur áttu góða spretti. Stigin
í ieiknum skoruðu þessir: Hauk-
ar: Webster 21, Pálmar 17.
Hennig 12, Kristinn 10, Hálfdán
10, Ólafur 8 og Reynir 1. Valur:
Jón 19, Sigurður 16, Kristján
14,Torfi 14,Leifur7og Einar2.
EM-úrslit
EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA:
Bordeaux, Frakklandi-Dnepropetrovsk, Sovétr...................... 1-1
Juventus, Ítalíu-Sparta Prag, Tékkóslóvakiu ...................... 3-0
Gautaborg, Sviþjód-Panatnaikos, Grikklandi ...................... 0-1
Austria Vín, Austurríki-Liverpool, Englandi...................... 1-1
EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA:
Bayern Munchen V-Þýskalandi - Roma, Ítalíu ...................... 2-0
Everton, Englandi - Fortuna Sittard, Hollandi ................... 3-0
Larissa, Grikklandi-Dinamo Moskva, ^ovétr........................ 0-0
Dynamo Dresden, A-Þýskal.-Rapid Vin, Austurríki.................. 3-0
UEFA-KEPPNIN:
Manchester Utd, Englandi-Videoton, Ungverjalandi................. 1-0
Tottenham, Englandi-Real Madrid, Spáni............................ 0-1
Inter Mílanó, Ítaliu-Köln, V-Þýskalandi........................... 1*0
Zeljesnicar, Júgóslaviu-Dinamo Minsk, Sovét ...................... 2-0