NT - 04.04.1985, Blaðsíða 6

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 6
 að hrúga saman munum. Hann vann jafnframt stöðugt að úrvinnslu og ákvörðun ýmissa dýraflokka á safninu og skrifaði um þær rannsóknir fjölda ritgerða... Undir handleiðslu Bjarna verður safnið þannig smám saman að vísindastofnun og ein aðalundirstað- an undir þekkingu okkar á náttúru íslands." „Pví er samt ekki að leyna,“ segir Finnur, „að við fráfall Bjarna var ástandi safnsins í mörgu tilliti orðið ábótavant. En úr þessu var þá þegar bætt til bráðabirgða með gagngerðri hreingerningu og gereyðingu allra meindýra og blásýrubrælu." En þá var, segir Finnur ennfremur Bjarna til málsbóta „húsnæði safnsins fyrir löngu orðið allt of lítið og ófullnægj- andi, og safnið hafði aldrei eignast viðunandi hirslur, þar sem hægt væri að vernda viðkvæma muni fyrir ryki og skordýrum." Reyndin mun vera sú, að margir þeirra gripa sem eldri Reykvíkingar muna úr gamla Náttúrugripasafninu voru ónýtir þegar það loks lokaði. Húsnæðismál Náttúrugripasafnsins eru ekki í miklu betra horfi nú en þá. Árið 1959 var sainum niðrá Lands- bókasafni lokað í hinsta sinn og liðu þá sjö ár þangað til hægt var að opna safnið í nýju húsnæði. Það átti reynd- ar bara að vcra til bráðabirgða, en þar dúsir það enn, við Hverfisgötu 116, í minni salarkynnunt en voru í Safna- húsinu. Áhugamenn um íslenska náttúru hafa lengi alið með sér þann draum að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið á sómasamlegan hátt, ekki síður en Þjóðminjasafnið. Lengst af hefur sá draumur virst fjarlægur, en stöku sinnum liefur uppfylling hans virst á næsta leiti. Á fimmta áratugnum var Náttúru- gripasafnið afhent ríkinu og gerður var samningur ntilli náttúrufræðifé- lagsins og Háskólans um að byggja Náttúrugripasafn á Háskólalóðinni fyrir happdrættisfé. Um tíma var málið komið á slíkan rekspöl að Gunnlaugur Halldórsson arkítekt var búinn að teikna fyrirhugaða saíhbygg- ingu. Flutningarnir upp Hverfisgöt- una voru því að vissu leyli skref afturábak, ekki annað en frestun á efndum húsbyggingarloforðsins. Síðan þá hefur lítið gerst í hús- næðismálum Náttúrugripasafnsins, sem síðan 1965 heyrir undir svokall- aða Náttúrufræðistofnun. Annað veifið hefur jú verið imprað á þessu máli, og hafa 6 stjórnskipaðar nefndir verið settar á laggirnar til að fjalla um húsnæðismál Nátíúrugripasafnsins síðan 1941, sú síðasta árið 1971, en hún hélt aðeins einn fund. Það virðist fyrir löngu orðið ljóst að Háskólinn byggir vart Náttúrugripasafn fyrir happdrættisfé, enda á hann sjálfur í hinum inestu kröggum. Eitthvað rætist reyndar úr innan tíðar, þótt kannski sé það ekki stór- kostleg frantför. Þá mun sýningar- rými Náttúrugripasafnsins stækka um helming þegar tekinn verður í gagnið salur á hæðinni fyrir ofan núverandi sýningarsal. En áhugamenn um byggingu Nátt- úrugripasafns hafa háleitari markmið, þeir hugsa ekki í hundruð- um fermetra heldur í þúsundunt, kannski ekki síst í Ijósi þess að innan fárra ára á safnið og Náttúrufræðifé- lagið hundrað ára afmæli. IJndanfarið hafa áhugamenn innan náttúrufræðifé- lagsins verið að leggja á ráðin um hvernig megi best afla fjármagns til Náttúrusafnsbyggingar. Háskólinn er líklega út úr myndinni og því yrði lunginn af fjármagninu sennilega að koma frá ríkisvaldinu og jafnvel borg- inni, sem hefur staðið sig heldur slælega í náttúrusafnsmálum miðað við menningarpláss á borð við Akur- eyri, Húsavík, Neskaupstað og Vest- mannaeyjar. Og svo eru það náttúr- lega tónlistarmennirnir sem eru lýs- andi fyrirmynd í svartnættinu - af eigin rammleik hafa þeir ýtt úr vör fjársöfnun til að reisa veglegt tónlist- arhús á þessunt tímum þegar menn sjá sína sáluhjálp í einkaframtakinu. Þegar reist eru opinber hús á Is- landi er venjan að grafa fyrst holu. Uppúr henni rís svo kannski citthvert mannvirkið eftir dúk og disk. Það er óskandi að Náttúrugripa- safnið geti altént glatt sig við sína eigin holu á hundrað ára afmælinu 1989. Fimmtudagur 4. apríl 1985 6 Blað II Áttu nokkuð sporðdreka? Sú var tíð, og þá var örugglega gullöld ólíkt því sem nú er, að gamla safnahúsið við Hverfisgötu hýsti ekki eingöngu þurrar pappírsskræður og skorpnaskjalabunka. Þeirsem komn- ir eru á og yfir miðjan aldur muna þetta eflaust; krókódílinn, hákarlinn, fiðurfénað og önnur kykvendi, sem þarna stóðu í virðulegum glerbúrum, æskulýð og almenningi þeirra tíma til uppfræðslu og skemmtunar. Því þá var ekkert Sædýrasafn og engar dýra- lífsmyndir í sjónvarpi, litprentaðar bækur fáséðar og fæstir svo efnaðir að þeir gætu verið langdvölum í útlend- um dýragörðum. Það var stórvið- burður að fara í Náttúrugripasafnið við Hverfisgötu og þar inni brot af framandlegri náttúru sem annars var ekki aðgengileg nema helst í ævin- týrabókum. Svo hélt nútíminn innreið með öllum sínum bægslagangi og upp- stoppuð dýr í glerkössum höfðu ekki lengur santa aðdráttarafl og áður. Sjónvarpið kom og enginn þurfti að velkjast lengur í efa um það hvernig tígrisdýr væri í sjón, eða gleraugna-- slanga eða kameljón. Og samt er ennþá til Náttúrugripasafn í Reykja- vík, þótt hljótt fari. Það er til húsa í smáum sýningarsal við Hverfisgötuna ofanverða, gegnt lögreglustöðinni, og er opið - ja, sennilega alltof sjaldan. Það er auðvitað ekki margt sem rúmast í níutíu fermetra sal, ekki stór sneið af náttúrunni. Þó er þarna margt kostulegra gripa, bæði útlendr- ar og innlendrar náttúru; geirfuglinn frægi eðlilega fremstur og fágætastur, enda útdauður í 140 ár. Þarna eru líka óvæntir en velkomnir gestir: leðurblaka sem einhvern veginn villt- ist hingað uppá land, líklega með vindum; leðurskjaldbaka, 400 kílóa fornaldarskepna, sem fannst sjórekin í Steingrímsfirði fyrir mörgum árum; sjaldséðir flökkufuglar og framandleg frumskógardýr-að ógleymdum þeim dýrum helstum, fuglum, plöntum og steinum sem byggja íslenska náttúru. Og samt er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum, ekki nema brot af þeim ótal sýnishornum sem Náttúrufræði- stofnun á úr ríki náttúrunnar. Þessa varð ég vís á dögunum er ég fór í stórfróðlega ferð urn launhelgar Náttúrufræðistofnunar, króka, kima, rangala og háaloft, undir lciðsögn Ævars Petersens, fuglafræðings. Því fer reyndar fjarri að ég hafi nokkurn tíma verið í mikilli eða innilegri snertingu við náttúruna, hvorki lif- andi né dauða, og því var ekki laust við að surnt sem þarna bar fyrir augu vekti forundran, annað hrifningu og enn annað dálitla ónotakennd. Síðustu áratugina hefur Náttúru- íræðistofnun haft rekstur Náttúru- gripasafnsins með höndunt, en auk þess er henni ætlað að annast rann- sóknir á náttúru íslands. Einn grund- völlur þeirra rannsókna eru ókjör af náttúrugripum úr lofti, láði og legi sem stofnunin safnar og varðveitir. Þáð eru tildæmis fuglarnir. Þegar ákveðin fuglategund er rannsökuð dugir náttúrlega ekki að skoða bara einn einstakan fugl; tegundarein- kennin geta verið margvísleg, fuglinn mismunandi eftir þvi hversu gamall hann er eða hvort hann er karlfugl eða kvenfugl, og eins getur það skipt máli hvar eða hvenær árs hann var felldur. Af þessum sökum liggur ótölulegur fjöldi dauðra fugla í skúff- um og skápum á Náttúrufræðistofn- un. Mér var boðið að hnýsast í skúffur þar sem liggja ránfuglshamir í tugatali, tígulegir fálkar og ernir; í öðrum glöddu augað hugljúfir smá- fuglar af ýmsu tagi, skógarþrestir og snjótittlingar; og í þriðju skúffuröð- inni matgírugir mávar og kokhraustar kríur og svo má lengi telja. Það var ekki alveg örgrannt um að að manni setti hroll andspænis öllum þcssum lífvana einstaklingum sem eitt sinn flugu frjálsir um loftin blá. Það er ýmislegt sem hefur varð- veislugildi fyrir forvitinn vísinda- niann: hilluraðir reka hilluraðir fullar af fuglsbeinum, áferðarfallegum fugls- eggjum, að ógleymdum innyflum og öðrum furðuverkum sem geymd eru í sérstöku herbergi syndandi í áfeng- um legi; mannsfóstur, hvalfóstur, bandormar, hringormar, lifur, lungu, nýru og sumt af því frekar ótútlegt á að líta. Enda er mér tjáð að elstu krukkurnar væru frá fumbýlingsárum Náttúrugripasafnsins og að sumar þeirra skráðust á reikning sjálfs Bene- dikts Gröndals. Og þannig rná halda áfram flakk- inu, inn ganga, út ganga, upp stiga, niður stiga. Við förum hratt yfir sögu í steinadeildinni og líka í grasafræði- deildinni, enda þurrkaðar plöntur kannski ekki æsandi sjón fyrir óinn- vígðan sem þekkir ekki mun á rós og svepp. En það eru skordýrin hins vegar, allar blessuðu pöddurnar, sem ■ Grænlenskur hvítfálki, stoltur og hnarreistur. NT-myndir: Ámi Bjarna. vekja með manni fagnaðarblandinn hrylling. Yfir skordýrasafninu vakir Erling Ólafsson dýrafræðingur og opnaði hann Ijúfmannlega fyrir mér skúffur og kassa og reyndi af fremsta megni að svara fávíslegum spurning- um á borð við þessar: Hvað er stærsta skordýrið sem þú átt: En það minnsta? Hvenær kom köngurlóin fyrst til íslands? Eru bölvaðir geitung- arnir að búa sig undir stórfellda innrás? Áttu nokkuð sporðdreka? Jú, það kom á daginn að stærsta skordýrið sem hér hefur fundist er líklega kóngafiðrildi frá S-Ameríku, á stærð við sæmilegasta fugl. Og það minnsta, já það kvikindi varð ekki svo hæglega greint með berum aug- um. Köngurlóin í einhverri mynd er búin að vera íslendingur lengur en mannfólkið. Geitungarnir eru líklega bara á einhverju flakki og sporðdrek- inn, þetta verndardýr okkar haust- barnanna, var þarna geymdur ofaní vindlaöskju, ásamt fleiri kvikindum sem Erling safnaði á ferðalagi í Túnis. Við enduðum skoðunarferðina þetta síðdegi uppi á háalofti og þar gein hann loks við okkur krókódíll- inn, sem hræddi líftóruna úr honum Árna ljósmyndara þegar hann dreng- stauli fór á Náttúrugripasafnið í dentíð. Urðu þar skiljanlega fagnað- arfundir, þótt árin hafi sett sitt mark bæði á Árna og krókódílinn. Árin hafa líka leikið hákarlinn grátt, líkt og aðra muni úr gamla Náttúrugripa- safninu sem geymdir eru þarna- á háaloftinu. Um náhvalstönnina góðu sem þarna er líka á loftinu fjöllum við síðar í blaðinu. Náttúrugripasafnið er að búa sig undir að taka á móti forláta grip, þversneið af risafuru, síðbúinni þjóð- argjöf frá Bandaríkjunum í tilefni af ellefuhundruð ára afmæli íslands- byggðar. Þegar síðast fréttist var gripurinn kominn til Keflavíkur, en hængurinn er bara sá að hvergi finnst staður til að geyma hann. Spurningin er hvort hann endar uppi á þessum hanabjálka...? Hverslags Náttúrugripa- safn? ■ Þjóðminjasafnið okkar við Hringbraut er sennilega dæmi um það hvernig safn á ekki að vera. Allavega ekki samkvæmt nútímahug- myndum. Þetta eru stór orð, en óneitanlega er safnið býsna óaðlað- andi. Þar er gripum og fornmunum, misjafnlega merkum eða ómerkum, hrúgað saman skýringalítið í skúffur og skápa og settar peysufatakonur með prjóna til að vaka yfir. Safnið er miklu fremur ein risavaxin geymsla fortíðarinnar, en þjónustustofnun fyrir nútímafólk. Það verður heldur ekki hlaupið að því að koma upp Náttúrugripasafni - eða Náttúrufræðisafni einsog það mun líklega heita - sem rís undir nafni og aðkallandi að menn hafi vakandi auga með nýjum viðhorfum í safnamálum, sem eru að ryðja sér til rúms erlendis en hafa ekki náð hingað uppeftir að neinu marki. Hugmyndir manna um söfn hafa gerbreyst á síðari árum. Nú á safn að vera lifandi staður; fullyrðing sem gæti virst harla innantóm við fyrstu sýn, en fyrir þá sem hafa heimsótt staði á borð við Pompidou-safnið í París eða Zoologisk Museum í Kaup- mannahöfn er hún marktæk. Safn- gesturinn á ekki bara að vera fótsár þolandi; hann á að geta tekið þátt, • ■ Hann er næstum mannlegur. Jú, þetta er simpansi. fiktað, handfjatlað, leikið sér, vaknað til skilnings um samhengi hlutanna en ekki bara glápt einsog naut á nývirki á dauð málverk, uppstoppuð hænsn eða aflóga reiðtygi. Áhugamenn unt náttúrufræðisafns- byggingu dreymir um að eignast 3-4000 fermetra hús. Um 1600 fer- metrar yrðu lagðir undir safnið og ýmsa þjónustu sem því tengist. Geymslupláss mætti líklega ekki vera minna en um 1000 fermetrar og síðan yrðu aðrir lOOOfermetrarlagðirundir rannsóknastarfsemina. Það er hægt að láta hugann reika um Náttúrufræðisafn framtíðarinnar og reisa ýmsa loftkastala. Hluti safns- ins yrði lagður undir fasta og viða- mikla sýningu, sem umfangs síns vegna yrði að standa nokkurnveginn. óbreytt um áraraðir. í öðrum hluta safnsins yrðu síðan settar upp minni sýningar - máski um efni sem eru ofarlega á baugi - sem stæðu yfir í skemmri tíma og væri jafnvel hægt að senda út á landsbyggðina. Það þykir líka heldur fornfálegt að hrúga saman ótölulegum fjölda eintaka, heldur yrði meira lagt upp úr því að sýna samhengið í náttúrunni með líkön- um, tildæmis af vistfræðilegu sam- hengi lífsins í hafinu, og þar útskýrt hver étur hvern og ekki undanskilin sú algráðugasta skepna, maðurinn og allt hans náttúrurask. Náttúran er stór og minnkar ekki að heldur á þessum tíma stórkostlegra vísindalegra uppgötvana. Vitaskuld myndi Náttúrufræðisafn fyrst og fremst leggja áherslu á íslenska nátt- úru; gróðurfar, dýralíf, jarðfræði og kannski ekki síst lífið í sjó fiskveiði-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.