NT - 04.04.1985, Blaðsíða 23

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 23
ásjálegur maður, snilldarmað- ur í prestsverkum og um mann- kosti, var ástsæll mjög í Goð- dölum." Hann var mikill vinur Bólu-Hjálmars og Hjálmar orti lofkvæði um hann. Það hefur geymst í minni manna, hvað séra Jón Bene- diktsson var bænheitur. Þegar hann gerði bænir fyrir dauð- veiku fólki brá til bata, eða það fékk hægt andlát. Séra Jón Hallsson fékk Goð- dali 1847 og hélt staðinn til 1858. Hann byrjaði prestsskap að Felli í Sléttuhlíð, en síðar var hann á Miklabæ og síðast í Glaumbæ. Hann varð einn af ríkustu mönnum í héraðinu og vafalaust hefur hann aukið eignir sínar í Goðdölum. Hann var kosinn prófastur 1851 oger eini prófastur, er setið hefur Goðdali. Séra Snorri Norðfjörð fékk Goðdali eftir séra J ón Hallsson og þjónaði kallinu 12 ár, frá 1858 til 1870. Séra Snorri var fátækur, en þess er ekki gétið um neinn Goðdalaprest á und- an honum. Snorra klerkinn kunni lerka hungur, kvað Símon Dalaskáld. Séra Snorri fékk Reynisþing í Mýrdal og fluttist þangað frá Goðdölum og það mun hafa verið erfiður búferlaflutningur um Kjalveg. Járn voru smíðuð undir naut- gripi sem hann fór með. Séra Hjörleifur Einarsson var prestur í Goðdölum frá 1870 til 1876. Hann hafði stórbú og var vinnuvíkingur mikill. Hann sat í vefstól á vetrum, en stundaði veggja- hleðslu á sumrum. Sagt var að hann hafi hlaðið fjárhúsveggi á Dalkoti, var bráðlátur að hefja vinnu áður en klaki fór úr jörð á vori og því stóðu þessir veggir ekki vel. Séra Hjörleifur var góður kennari og kenndi piltum undir skóla. í Goðdölum kenndi hann Einari syni sínum og Jónasi frá Tunguhálsi, er síðar varð prestur á Hrafnagili. Þeir fóru báðir í Latínuskólann 1875. Eitthvað munu þessir piltar hafa ort til Símonar Dalaskálds, því hann kvað: Einar og Jónas eru flón ad kreða. Ata skjöl með arnarleir, í Goðdölum kálfa tveir. Fyrri kona séra Hjörleifs, Guðlaug Eyjólfsdóttir var bú- sýslukona mikil. Eitt sinn kom jarðskjálfti og prestur skipaði fólkinu að fara út úr bænum. Þegar út var komið vantaði prestsfrúna. Hún fór ekki út, en stóð inni í búri og studdi rjómatrogin. Séra Zophonías Halldórs- son byrjaði prestsskap í Goð- dölum og var þar 10 ár 1877 til 1887. Hann var í fremstu röð námsmanna í skóla og fleiru sinnti hann en prestsþjónustu, því hann var mikill félagsmála- maður. Hann var oddviti Lýt- ingsstaðahrepps 6 ár. Hann var einn af stofnendum og fyrsti formaður Kaupfélags Skagfirðinga. í Viðvíkur- og Hólahreppum stofnaði hann lestrarfélag og búnaðarfélag. Þá var hann stofnandi Prestafé- lags hins forna Hólastiftis með séra Hjörleifi. Séra Hálfdán Guðjónsson, síðar prófastur og vígslubisk- up, hóf líka sinn prestsskap í Goðdölum og þjónaði þar 7 ár 1887 til 1894. Þá fékk Goðdali séra Vil- hjálmur Briem og var til 1899, en þá varð hann að hætta prestsþjónustu vegna van- heilsu „Goðdalir mér gáfust best“ Síðasti prestur í Goðdölum var séra Sveinn Guðmunds- son. Séra Sveinn var fátækur eins og séra Snorri. Hann var gáfumaður og góðmenni, en líklega hefur honum ekki verið sýnt um fjármál. Synir hans eru læknarnir Jónas og Kristj- án augnlæknir. Kona séra Sve- ins var Ingibjörg Jónasdóttir prests á Staðarhrauni og víðar. Séra Jónas Guðmundsson var af Skeggsstaðaætt, gáfumaður ogskáld. Móðirfrú Ingibjargar var Elínborg sýslumannsdóttir frá Skarði á Skarðsströnd. Frú Ingibjörg var viljasterk og svo dugmikil að í minnum var haft. Sagt var að hún hafi sjálf farið kaupstaðarferðir. Hún hafði læknishendur og ferðaðist um sóknina til að hjúkra sjúkum og lækna ef unnt var. Jónas, sonur hennar, mundi eftir, að hann fór með henni að vitja um sjúka, þá ungur drengur. Jónas læknir skrifa um móð- ur sína: „Frá því fyrst, er ég man eftir móður minni, minn- ist ég þess, að hún átti daglega sínar helgu stundir... Hennar sannfæring á því sviði var sú, að guðstrúin, kirkjan og trúar- samfélag manna, væri það afl, sú Guðsgjöf, sem lýst hefði best á myrkum öldum og á reynslustundum manna og ávallt vakið vonir, fögnuð ög lífsgleði. Eg -sá frú Ingibjörgu í Reykjavík háaldraða. Hún mun hafa hugsað hingað norður. Þegar Guðmundur í Bjarna- staðahlíð var áttræður, sendi hún honum heillaóskaskeyti. Þó er óvíst að þau hafi nokkurn tíma sést eftir að hún fór frá Goðdölum, í 45 ár. Um Goðdalasöfnuð get ég ekkert sagt fyrr eða síðar. Séra Jón Hallsson kvað: Út á Felli undi ég verst, hjá unnar bláum sölum. Goðdalir mér gáfust best, gott er fólk í Dölum. Lán, víxlar og vextlr Þegar ég kom utan veginn hjá Hverhólum síðastliðið haust, sá ég að búið var að setja nýtt þak á kirkjuna. Mér þótti vænt um þetta og er sóknarnefndinni þakklátur. Eitt er að tala um það sem gera þarf og annað að koma því í verk. En þetta mátti ekki und- an draga. Skömmu síðar talaði ég við formann sóknarnefndar og hann var dapur yfir skuldum kirkjunnar. Það voru tekin lán og víxlar og vextir háir eins og allir vita. Þegar ég var og hét, var ég löðrandi í lánum og víxlum fyrir mig sjálfan og þá, sem ég hafði umboð fyrir, svo sem Goðdalakirkju og svaf alltaf, en konur eru stundum við- kvæmari en karlmenn í ólgusjá lífsins. Til þess að nema sárasta broddinn af vaxtagreiðslum, hef ég ákveðið að g'efa kirkj- unni lOþúsund krónur. Mérer bæði Ijúft og skylt að styðja Goðdalakirkju, ef hún þarf á því að halda. • Allt frá æskuárum á ég góðar minningar um kirkjuferðir að Goðdölum. Innan við ferm- ingu man ég vel, við messu á jólum, þegar presturinn rétti öllum börnum, sem-voru orðin læs, jólakveðju frá dönskum sunnudagsskólabörnum. Þetta var fallegt rit með myndum af Jerúsalem og Betlehem. Ég man líka þegar séra Tryggvi Kvaran messaði fyrst í Goð- dölum 1918ogfaðirminnsagði á leiðinni heim, að hann væri ekki hrifinn af andatrúarprest- inum. Nýlega var ég að lesa bók, sem ber nafnið „Móðir mín.“ Ég hafði lesið hana áður og ég held að fólk hafi gott af að lesa hana oft. Þessi bók kom út um 1950 og í hana skrifa 26 landskunnir menn um mæður sínar. í þessari bók er rauður þráður, en ætti kannski við að segja, að þráðurinn væri blár eins og himininn. Það er guðstrú allra þessara kvenna, hin einlæga og auðmjúka guðstrú og einnig samúð með og hjálpsemi við þá, sem van- máttugir eru og umkomulaus- ,ir, geta engu af sér hrundið. Guðmundur frá Miðdal skrifar: „Móðurástin er máttugasta afl þjóðfélagsins, og mér er það Ijóst, að þetta afl var sterkast í eðli móður minnar, raunverulega lifði hún fyrir það, fórnaði öllu fyrir það. Móðurástin er eilíf. Sveiflur dægurmálanna breyta henni ekki. Hún er upphafið, ,sköpunin, Ijós heimsins." Kristleifur á Kroppi skrifar um móður sína. „Strax og heitið gat, að ég var orðinn rólfær .og nokkurn veginn tal- 'andi sleppti hún ekki hendi sinni af mér fýrr en hún var ibúin að sigija mig og láta mig hafa eftir sér, þessi hjart'næ'mu bænarorð: Guð minn góður komi til mín og varðveiti mig frá öllu illu, þennan dag og alla tíma. í Jesú nafni amen. í hendur þínar drottinn fel ég anda minn. Þú hefur frelsað mig, drottinn guð sannleikans, amen. Þessar sömu bænir voru endurteknar af móður minni á hverju kvöldi og að þeim full- lærðum kenndi hún mér „Faðir vor“ og „Blessunarorðin" og því næst fjölda af úrvalsversum úr Passíusálmunum og ýmsum sálmabókum.“ Það er sagt að íslendingar séu siðmenntuð þjóð og hún er það í samanburði við þjóðir sem kallaðar eru frumstæðar. Siðmenntun þóðar vorrar svo langt sem hún nær er byggð á siðgæðiskenningu Krists, sem er svo fullkomin, að hún stend- ur alla daga. Björn Egilsson ÞÚ GLEÐUR fermingarbarnið með vönduðu SILVER eða TOSHIBA ferðakassettutæki — stórglæsileg og vönduð tæki. SILVER SVT-45L Stórskemmtilegt tæki — sjónvarp, útvarp og segul- bandstæki — allt í einu. (Ekkert afnotagjald af svart/hvítu tæki.) Verð kr. 20.730. TOSHIBA RT-70S Vinsælt tæki á vinalegu verði. 4 bylgjur. Verð kr. 5.960. SILVER ST4500L Hörkutæki með 4 útvarpsbylgj- um. Verð kr. 6.995. TOSHIBA RT90S Vandað tæki á mjög viðráðanlegu verði, 4 bylgjur. Verð kr. 6.740. EINAR FARESTVEIT S, CO. HF. ®ÓÐ BERGSTAÐASTRÆTI IOA - SlMI I6V95 VI R CItJSLU K.JO R

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.