NT - 08.06.1985, Síða 5

NT - 08.06.1985, Síða 5
 Laugardagur 8. júní 1985 5 IlU Fréttir Sumarvinna skólafólks: Astandið er mjög gott á höfuðborgarsvæðinu ■ Auðveldara virðist vera fyr- ir skólafólk að fá vinnu í sumar heldur en undanfarin sumur. Færri eru skráðir hjá Ráðning- arstofu Reykjavíkurborgar og Atvinnumiðlun námsmanna en í fyrra og í Kópavogi er fátt skólafólk sem ekki hefur fengið starf. Rúmlega 400 hafa látið skrá sig hjá Atvinnumiðlun náms- manna, sem mun vera aðeins færra en á sama tíma í fyrra, að sögn Soffíu Karlsdóttur hjá miðluninni. Um 130 náms- mönnum hefur verið útveguð atvinna frá því miðlunin tók til starfa 2. maí, en 110 á skránni hafa sjálfir fundið sér vinnu. Atvinnumiðlunin hættir þann 30. júní, sagði Soffía. Vonast er til að þá verði búið að útvega öllum þeim sem eru á skrá atvinnu, en þó sagði hún að á undanförnum árum hefðu ein- hverjir orðið eftir. Fyrirkomulagið hjá miðlun- inni cr þannig að eftir að at- vinnurekandi hefur óskað eftir starfsfólki frá miðluninni, velja starfsmenn úr skránni náms- mann sem virðist henta vel. Námsmaðurinn er Iátinn vita og hefur þá samband við atvinnu- rekandann. Soffía sagði að mis- langur tími liði frá því að náms- maðurinn skrái sig þangað til hann fengi vinnu, allt frá einum degi og upp í rúma viku. Þetta er áttunda árið sem atvinnu- miðlunin starfar. Umsóknir um sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg eru um 200 færri en í fyrra að sögn Gunnars Helgasonar hjá Ráðningarstofu borgarinnar. Rúmlega 1100 hafa sótt um vinnu og hefur 600 verið úthlutað starfi hjá borg- inni. Auk þess hefur um 100 verið útveguð vinna hjá at- vinnurekendum. Enn eru þó eftir um 150 einstaklingar 16 ára og eldri á skrá, að sögn Gunnars. „í>að er tiltölulega mjög gott ástand hér,“ sagði Hrafn Sæ- mundsson, atvinnumálafulltrúi Kópavogs, um ástandið þar. „Við vitum ekki um marga 16- 17 ára unglinga sem ekki hafa fengið sumarstarf.“ Hrafn sagði að búið væri að ráða í allar sumarstöður hjá bænum og sömuleiðis leit út fyrir að atvinnurekendur hefðu þegar fengið þann mannskap sem þá vantaði og væru þeir svo til hættir að hafa samband við hann. Sagðist Hrafn núna vísa aðallega á Atvinnumiðlun námsmanna. Hann sagði að Vinnuskólinn tæki við 14-15 ára unglingum og fengju allir á þeim aldri að komast að þar. Illa gekk að fá upplýsingar um ástandið hjá skólafólki í Hafnarfirði. Pétur Kristbergs- son, afleysingamaður í atvinnu- miðlun Hafnarfjarðarbæjar, sagði þó að ástandið væri sæmi- legt. Helsta vandamálið, að sögn Jónu Sigursteinsdóttur, sem vinnur á atvinnumiðluninni, tengist unglingum fæddum 1969. Þau eru gengin upp úr vinnuskólanum, en eiga erfitt með að fá vinnu annars staðar. ■ Mæðgurnar Birgitta Spur og Hlíf Sigurjónsdóttir við eitt verkanna á sýningunni. NT-mynd: Sverrir Sigurjónsvaka í Listasafni ASÍ ■ Þann fyrsta desember á síð- asta ári stofnaði Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, sérstakt lista- safn Sigurjóns. Safnið er til húsa í vinnustofu og á heimili listamannsins á Laugarnestanga 70, Reykjavík. Til að annast rekstur og upp- byggingu safnsins hefur verið stofnaður Styrktarsjóður Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar. Af því tilefni verður efnt til sér- stakrar Sigurjónsvöku sem hefst með opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni ASÍ. Sýningin stendur frá 8.-30. júní og er opin daglega klukkan 14-20. Á Sigurjónsvökunni verður fjölbreytt dagskrá með þátttöku tónlistarmanna, leikara og Ijóðskálda. Aðgang- ur er ókeypis, en tekið verður á móti framlögum í styrktarsjóð listasafnsins. Á sýningunni gefst gestum kostur á að sjá myndband með kvikmyndinni „Hesten pá Kongens Nytorv", en hún sýnir Sigurjón vinna að viðgerð á þeirri styttu árin 1941-1944. ■ Frá atriði í Draum á Jónsmessunótt. Spóli (Gísli Halldórsson) umkringdur álfum. Aukasýningar á Draumnum ■ Leikfélag Reykjavík- ur mun, vegna mikillar aðsóknar, halda þrjár aukasýningar á Draum á Jónsmessunótt eftir Willi- am Shakespear. Sýning- arnar verða haldnar dag- ana 8., 12. og 14. júní. Þetta verða síðustu sýn- ingarnar á verkinu. Vegna umfangs þess og þátttöku nemendaleikhúss leiklist- arskólans verður ekki unnt að taka upp sýningar í haust. Fundur um samnings- tilboð VSÍ ■ „Lausa samninga í haust - skýrar kröfur“ er yfirskrift fundar sem Sam- tök kvenna á vinnumark- aði efna til á Hallveigar- stöðum, 10. júní kl. 20.30. Þar ræðir Dagbjört Sig- urðardóttir um samninga- málin innan ASÍ og VMSÍ, Sigríður Kristins- dóttir um horfur í kjara- málum innan BSRB, og Birna Þórðardóttir ræðir efnið „Hvers krefjumst við og hvernig náum við því fram?“ Fundarstjóri verður Margrét Pála Ól- afsdóttir. í frétt frá samtökunum segir að tilboð VSÍ feli í sér 187 króna launahækk- un á mánuði fyrir hina lægst launuðu. Sóknarfé- lögum sé boðin 21,4% hækkun á 18 mánaða tímabili, þegar búast megi við 45% verðbólgu á sama tíma. Félögum úr öðrum kvennafylkingum er sér- staklega bent á að sækja fundinn. Félagsráðgjafar stofna nýtt félag ■ Félagsráðgjafar haf stofnað nýtt félag, Hið íslcnska félagsráðgjafafélag. Félagsráðgjafar hafa þar til á síðastliðnu hausti verið sameinaðir í Stéttarfélagi íslenskra félags- ráðgjafa. Á síðast ári var ákveðið að félagið sækti um aðild að BHM og var sú ákvörðun framkvæmd í miðju verkfalli BSRB sl. haust. Hluti félags- manna gat ekki unað því að afsala sér verkfalls- rétti, taldi auk þess að félagsráðgjafar ættu frekar samlcið með launþegum í BSRB en BHM og sagði sig því úr SÍF. Stofnun hins nýja félags er afleiðing þessa. Markmið HÍF eru m.a. að berjast fyrir bættri félagslegri þjónustu, að berjast gegn því að einstaklingur eða fyrirtæki annist heilbrigðis- eða félagslega þjónustu og hagnist þannig á neyð annarra og að standa vörð um verkfallsrétinn. Áhugamenn um barna- bækur stofna samtök ■ Stofnfundur íslandsdeildar IBBY (Internat- ional Board on Books for Young People) verður haldinn í Norræna húsinu þann 11. júní, 1985, kl. 20.30. IBBY eru alþjóðleg samtök er starfa riú í um 40 þjóðlöndum víðs vegar um heiminn. Markmið samtakanna er að sameina þá aðila um allan heim er vilja veg góðra bóka fyrir börn og unglinga sem mestan. Samtökin veita H.C. Andersen verðlaunin annað hvert ár til rithöfundar eða teiknara fyrir framlag til barnabókaritunar TJALDSÝNING verður haldin í Seglagerðinni Ægi helgina 7.— 9. juni. Hústjöld, Ægistjöld, göngutjöld. Viðleguútbúnaður og garðhúsgögn í miklu úrvali. Hagstætt verð. efeVagerfyy Eyjaslóð 7, Reykjavík - Pósthólf 659 Símar 14093 - 13320 Nafnnr. 9879 -1698

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.