NT - 08.06.1985, Síða 6

NT - 08.06.1985, Síða 6
Laugardagur 8. júní 1985 6 ■ Lanusse, fyrrum forseti, eitt heista vitnið gegn herforingjun- ■ Massera, aðmíráll, og herforingjarnir Videla (fyrrum forseti) um- <>g Agosti árið 1976, skömmu eftir valdatökuna. Argentína: Verðurréttlætinu loks f ullnægt? ■ Um þessar mundir standa yfir réttarhöld yfir 9 háttsettum yfirmönnunt hersins í Argen- tínu. Ef að líkum lætur eiga þeir það sameiginlegt að hafa staðið fyrir einhvcrjum sóða- iegustu mannréttindabrotum, sem unt getur. í rauninni efast enginn um sekt þeirra. Menn velta frekar fyrir sér hvað gera skuli við þær þúsundir sam- sekra, sem enn ganga lausir og mun ganga erfiðlega að koma höndum yfir, ef það gerist þá nokkurn tíma. Leitin að rétt- lætinu er sársaukafull og víst er að argentínskt þjóðfélag verður langan tíma að jafna sig eftir þetta dökka tímabil, frá því herforingjastjórnin tók völdin 1976 og þar til lýðræði kmst aftur á í landinu, árið 1983. „Öll samsek" „Á vissan hátt erum við öll samsek,“ segir núverandi for- seti landsins, Raoul Alfonsin. Fjöldi manna vissi mætavel hvað var á seyði, en fáir risu upp á móti óréttlætinu til að byrja með. Þjóðfélagsfræðing- ur einn leitar skýringanna á þessari yfirþyrmandi þögn liins almenna borgara nteð vísun í eðli argentínsks þjóðfélags. Þar hugsar hver um sig, fólk „skiptir sér ekki af því sem því kemur ekki við.“ Samheldni hefur aldrei verið sterkur þátt- ur argentínsks þjóðfélags. Meðal sakborninganna eru 3 fyrrverandi forsetar landsins, herforingjarnir Jorge Videla, Roberto Viola og Leopoldo Galtieri, sem var við völd þeg- ar Falklandseyjastríöið stóö yfir. Einnig eru 3 aðmírálar, Eduardo Massera, Armando Lambruschini og Jorge Anaya. Hinir eru herforingjar: Orlando Agosti, Basilio Lami Dozo og Omar Graffigna. Allir eru þeir sannfærðir um að hafa aðeins gert skyldu sína með því að berjast gegn vinstri sinnuðum byltingarseggjum: Monotoneros hreyfingunni og Byltingahcr alþýðunnar. Þau fjölmörgu „slys“ sem herferð þeirra kostaði telja þeir aukaatriði. Auk þessara 9 manna hefur Þjóðamefndin sem Alfonsin skipaöi til þess að rannsaka morðin, nafngreint 1351 liðsfor- ingja, lögreglumenn, félaga í Gleymda ■ Undirritaður minnist þess vel þegar þjónar fóru í verkfall hér um árið og vínveitingahús voru óstarfhæf úm nokkurra vikna skeið að blöðin voru uppfull af fréttum um fram- gang verkfallsins dag eftir dag. Það var því líkast að himinn og jörð væru að farast. Sömu sögu má segja þegar ýmsir hópar opinberra starfsmanna fara í uppsagnir eða annað slíkt og er nærtækt að minnast uppsagna kennara, þá er þetta aðalfréttaefni blaðanna og þau fjalla ítarlega um málið í frétt- um, leiðurum og stjórnmála- dálkum, enda af nógu að taka. Ráðherrar gefa daglegar y.fir- lýsingar, stundum tveir eða þrír, fundir færast upp í stjórn- arráð, yfirlýsingar ráðamanna ganga á skjön og úr þessu verður einn allsherjar farsi. Mórg hundruð fyrirvinnur missa vinnu sína Því er þetta nefnt hér að nú eru mörg hundruð sjómenn í verkfalli í Reykjavík og blöðin eru næsta hljóð. Flotinn frá Reykjavík er að stöðvast og mörg hundruð manns í fisk- vinnslunni hafa eða eru að missa vinnu sína. Á annað þúsund fyrirvinnur fjölskyldna eru að missa framfærslutekjur sínar og það er einmitt fólk sem ekki hefur riðið feitum hesti frá þeirri baráttu um þjóðartekjurnar sem geisað hefur undanfarin ár. En blöðin láta þetta að mestu afskipta- laust, hingað til að minnsta kosti, verkfallið snertir ekki daglegt líf þeirra sem móta fréttir á sama hátt og ef barir eru lokaðir eða barnaheimili. Krófur sjómanna: Einföld mannréttindi Atleiðing af þessari þögn er sú að fólk gerir sér þess enga grein af hverju sjómenn eru í verkfalli og það myndast eng- inn þrýstingur á hina harð- snúnu sveit útgerðarmanna. Kröfur sjómanna eru í stuttu AAA samtökunum (Argentínsk andkommúnisk samtök), lækna, blaðamenn, kirkjunnar menn og almenna borgara, sem tengjast þessum ofbeldisverkum. Saksóknarínn þagði líka Meðal þeirra, sem hvorki hreyfðu hönd né fót, er saksókn- arinn sjálfur, Julio Cesar Strass- era, sem á það verk fyrir höndum að sanna að sakbomingamir beri ábyrgð á morðunum. Hann hefur undir höndum skýrslur uni 709 morð og mannréttindabrot og ef þeir verða sekir fundnir verða jreir dæmdir í ævilangt fangelsi. Strassera gengdi sama embætti á tímurn herforingjastjómanna og sýndi þá litla tilburði til þess að hafa ltendur í hári þeirra sem bera ábyrgðina. Verjendur her- foringjanna, 22 að tölu, voru tlestir dómarar meðan her- foringjastjómin var við völd. Nokkrir erlendir aðilar, þeirra á meðal félagar í alþjóðlegum mannréttindasamtökum, hafa borið vitni í réttarhöldunum og nefnt marga sendiherra og starfs- menn utanríkisþjónustunnar, sem í gegnum árin hafi stungið undir stól öllum beiðnum um að reynt yrði að grennslast fýrir um afdrif horfinna einstaklinga. Argentínumenn, sem borið hafa vitni, gera einnig mikið úr því sinnuleysi, sent lögreglan, dómarar, prestar þeirra og jafn- vel foreldrar hafi sýnt um málefni þeirra sem hurfu. í salnum þar sem vitnin bíða þess að koma fram fyrir réttinn má sjá eina af „ömmunum á Mayo torgi“, sem snemma fóru að krefjast skýringa á hvarfi ættingja sinna. Hún beindi máli sínu til Emesto O’Farrel, sem á tímum herforingjastjómarinnar leiddi hjá sér allt sem viðkom málefnum þeirra sem „fangelsað- ir“ vom án dóms og laga. „í gær var grafið upp lík dóttur minnar, Laum. Sérfræðingur staðfesti að hún hefði verið skotin tveimur skotum af stuttu færi með Ithaca riffli. Laura eignaðist bam í fangabúðunum og nú leita ég að dótturdóttur minni. Geturðusagt mér hvort orðið þjóðarmorð eigi ekki best við til þess að lýsa þessu?“ O’Farrel svarar á hefð- bundinn hátt: „Nú kvarta allir yfír ógnarstjóm, en em búnir að gleyma hryðjuverkunum, sem verkfallio máli þær að þeir fái þriggja mánaða uppsagnarfrest, en nú hafa þeir viku, og þá án tillits til þess hvað þeir hafa starfað lengi. Þetta er í raun þannig að ef skipið þeirra á að fara í klössun eða þvíumlíkt þá er hægt að segja þeim upp í miðjum túr og þeir verða kaup- lausir þegar þeir stíga á land. Þetta verður líka til þess að skipstjórar sparka mönnum að geðþótta því slíkt háttalag er enginn fjárhagslegur baggi á útgerðina. Hitt atriðið sem sjó- menn fara í verkfall út af er að þeir viíja fá starfsaldur metinn til launa. Eins og nú er, er sama hvort þú hefur verið tuttugu ár á sjó eða einn mánuð. Kaupið er það sama, nema þú hafir unnið þig upp í hóp yfirmanna á þessu tíma- bili, en það, eðli málsins samkvæmt, gera alls ekki allir. Þetta eru meginkröfur sjó- ntanna í Reykjavík, þessara hraustu drengja sem sækja lífs- björgina út á opið haf, svo notað sé sjómannadagsmál. Viðhorfsbreyting til vinnunnar Á undanförnum árum og áratugum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting til vinnu yfir- höfuð. Sú breyting hefur endurspeglast í betra vinnu- umhverfi og betri vernd á allan hátt. Einn liður í þessu er sá, að réttur manna til að halda vinnu sinni þó að veikindi eða slys beri uppá er orðinn ótví- ræðari en áður, uppsagnar- frestir hafa lengst og starfsald- ur verið metinn til launa. Litið er á hagsmuni og réttindi þess sem selur vinnuafl sitt á sama hátt og litið er á hagsmuni og réttindi þess sem kaupir það. Þannig eru t.d. opinberir starfsmenn, þeir sem ekki hafa æviráðningu, undantekningar- laust með 3 mánaða upp- sagnarfrest og almennt verka- fólk í landi öðlast hann á fimm árunt ef ég man rétt, en er komið með einn mánuð eftir eins árs starf. Það er að vísu hægt að fara í kringum þetta í hinir byltingarsinnuðu skæruliðar frömdu. Framburður fyrrum forseta Framburður Alejandro Lanusse, sem var forseti landsins frá 1971 til 1973, vegur hvað mest á metunum. Hann fullyrðir að útilokað sé, að æðstu ráðamenn ríkisins geti komist hjá því að vita að ólöglegum aðferðum var beitt í baráttunni gegn byltingar- öflunum. Frænka hans, starfs- maður utanríkisþjónustunnar, var meðal fómarlambanna. Hann segir frá því þegar hann árið 1979 fór í fylgd með Carlos Suarez-Mason (sem nú er á flótta) til Tigre til þess að bera kennsl á lík frænku sinnar. „Suarez skammaði yfirmann lög- reglunnar á staðnum fyrir að hafa leynt fundi líksins í 22 daga, meðan dagblöðin höfðu verið uppfull af fréttum um hvarfið í tæpan mánuð. Sér til afsökunar svaraði lögreglumaðurinn: „Þér vitið mætavel, herforingi, að yfir 8000 líkum hefur verið varpað í þetta fljót." I TIMA 0« Ol'ÉMA Sakbomingar ekki við- staddir Óþarfi er að reyna að gera sér í hugarlund hvemig sakbom- ingamir níu bmgðust við þessum upplýsingum. Þeir em ekki við- staddir réttarhöldin. Samkvæmt argentínskum lögum em þeir ekki skyldir til annars en að vera viðstaddir dómsuppkvaðning- una. Mun Argentína, á þeirn degi, treysta sér til að horfast í augu við sannleikann? Þýtt og endursagt úr L’Express. fiskvinnslunni ef hægt er að bera við hráefnisskorti. Hjá verslunar- og skrifstofufólki er uppsagnarfresturinn undan- tekningarlaust þrír mánuðir og hjá toppunum í einkabransan-

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.